B.04. Hagstæð lán fyrir landbúnað
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Arnar Már Elíasson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Landbúnaðarlán Byggðastofnunar hafa fest sig í sessi og eru eftirsótt, en landbúnaður er stærsta einstaka atvinnugreinin í lánasafni stofnunarinnar. Til þess að mæta þörfum ungra bænda var lánaflokkurinn uppfærður haustið 2020 og eru nú í boði allt að 90% lán vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.
18.12.20 Landbúnaðarlán Byggðastofnunar hafa verið mjög eftirsótt, en landbúnaður er stærsta einstaka atvinnugreinin í lánasafni stofnunarinnar. Til þess að mæta þörfum ungra bænda var lánaflokkurinn uppfærður haustið 2020 og eru nú í boði allt að 90% lán vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.
29.11.19 Sérstakur lánaflokkur fyrir landbúnað hefur verið mjög eftirsóttur, en nú er svo komið að landbúnaður er stærsta atvinnugreinin í lánasafni stofnunarinnar.
Upplýsingar á vef Byggðastofnunar: Lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt.
Tryggt verði aðgengi að hagstæðum langtímalánum sem stuðli að nýliðun og nýfjárfestingum í landbúnaði. Árangur af verkefninu verði m.a. mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Bændasamtök Íslands.
- Tímabil: 2018–2024.
- Tillaga að fjármögnun: Byggðastofnun.