B.05. Nýsköpun í matvælaiðnaði
Aðgerðinni er lokið | |
Fréttir
27.01.22 Matvælasjóður var stofnaður með lögum nr. 31/2020. Við stofnun sjóðsins runnu saman Framleiðnisjóður landbúnaðarins og AVS sjóðurinn. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Árið 2020 var 480 m.kr. úthlutað til 62 verkefna og árið 2021 var 567 m.kr. úthlutað til 64 verkefna.
22.09.21 Upplýsingar um Matvælasjóð og úthlutanir hans.
18.12.20 Matvælasjóður var stofnaður með lögum nr. 31/2020. Við stofnun sjóðsins runnu saman Framleiðnisjóður landbúnaðarins og AVS sjóðurinn. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Auglýst var eftir umsóknum í september sl. 266 umsóknir bárust, að upphæð 2,6 milljarða króna. Í desember úthlutaði sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, 62 styrkjum í fjórum flokkum að upphæð 480 m.kr.
29.11.19 Frumvarp lagt fram á Alþingi haustið 2019 þar sem lagt er til að settur verði á laggirnar matvælasjóður sem hafi það hlutverk að styrkja verðmætasköpun í þróun, vinnslu og markaðssetninga matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að efla nýsköpun og auka sóknarfæri í matvælaframleiðslu.
Starfsemi rannsóknar- og þróunarsjóða á sviði matvælaframleiðslu verði tekin til endurskoðunar og kannaðir möguleikar á sameiningu þeirra. Komið verði á fót öflugum matvælasjóði á árinu 2019 sem styðji nýsköpun og þróun í matvælaframleiðslu.
- Ábyrgð: Matvælaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Matvælaráðuneytið.
- Dæmi um samstarfsaðila: Framleiðnisjóður landbúnaðarins, AVS-rannsóknasjóður, Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.
- Tímabil: 2018–2020.
- Tillaga að fjármögnun: Matvælaráðuneytið.