C.07. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í innviðaráðuneyti
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Flest sveitarfélög landsins hafa birt húsnæðisáætlun eða eru með í vinnslu. Alls hafa 19 sveitarfélög uppfært áætlun á árinu 2021 og 36 sveitarfélög eru með uppfærslu í vinnslu. HSM vinnur að því að innleiða stafrænar húsnæðisáætlanir með það að markmiði að auðvelda sveitarfélögum gerð áætlana, uppfærslu þeirra og auka áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þar koma fram.
18.12.20 Flest sveitarfélög landsins hafa birt húsnæðisáætlun eða eru með í vinnslu. Þá hafa 19 sveitarfélög uppfært áætlun fyrir árið 2020 og fimm sveitarfélög eru með uppfærslu í vinnslu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að því að innleiða stafrænar húsnæðisáætlanir með það að markmiði að auðvelda sveitarfélögum gerð áætlana, uppfærslu þeirra og auka áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Fjármunir byggðaliðar hafa verið færðir frá aðgerð C.7 til C.6.
29.11.19 64 sveitarfélög hafa þegar birt húsnæðisáætlun eða munu gera það á næstu vikum. Niðurstöður verða kynntar á Húsnæðisþingi í lok nóvember. Unnið er að því að skilgreina sameiginlega þarfagreiningu fyrir húsnæði á vinnusóknarsvæðum og hvernig skipulags- og húsnæðisáætlanir geti spilað saman. Fjármunir byggðaliðar færðir frá aðgerð C.7 til C.6.
Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að raunhæfar og markvissar húsnæðisáætlanir verði í gildi hjá öllum sveitarfélögum.
Stuðlað verði að formlegum samstarfsvettvangi sveitarfélaga um gerð húsnæðisáætlana, t.d. á vettvangi landshlutasamtaka, þar sem framkvæmd verði sameiginleg þarfagreining, m.a. í tengslum við landsskipulagsstefnu, svæðisskipulag og þá þætti í aðalskipulagi sem snúa að framboði og eftirspurn eftir hentugu íbúðarhúsnæði, einkum til leigu. Árangur af verkefninu komi fram í fjölda sveitarfélaga sem hefur samþykkta húsnæðisáætlun, hvort sem er sjálfstætt eða á sameiginlegum vettvangi.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Íbúðalánasjóður.
- Dæmi um samstarfsaðila: Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
- Tímabil: 2019–2021.
- Tillaga að fjármögnun: Innviðaráðuneyti.