B.15. Mat á árangri af úthlutun byggðakvóta
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Jón Þrándur Stefánsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Nefnd sjávarútvegsráðherra skilaði tillögum árið 2020, en frumvarp sem byggði á tillögunum náði ekki fram að ganga. Samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar (2021) verður skipuð nefnd til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum, ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nefndinni verði m.a. falið að meta árangur af atvinnu- og byggðakvóta og strandveiðum til að styðja við atvinnulíf á landsbyggðinni.
18.12.20 Nefnd sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í apríl 2019 skilaði sínum tillögum í febrúar 2020. Í framhaldinu var farið í vinnu við gerð frumvarps á grundvelli tillagna nefndarinnar. Frumvarpið hefur verið lagt fram í ríkisstjórn og er til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Í framhaldinu er fyrirhugað að frumvarpið verði lagt fram sem stjórnarfrumvarp. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem varða meðferð þess aflamagns sem á hverju ári er ráðstafað til atvinnu- og byggðaráðstafana samkvæmt lögunum í stað þess að koma til úthlutunar á skip samkvæmt aflahlutdeild. Nemur þetta magn 5,3% alls aflamagns.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að meta árangur af byggðakvóta.
Byggðastofnun verði falið að framkvæma mat á byggðalegum árangri af úthlutun byggðakvóta og hvort breyta eigi því fyrirkomulagi sem verið hefur til að tryggja að byggðakvóti nái sem best þeim markmiðum sem að er stefnt. Matinu verði lokið fyrir árslok 2019.
- Ábyrgð: Matvælaráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Fiskistofa, sveitarfélög og atvinnuráðgjöf landshluta.
- Tímabil: 2018–2019.
- Tillaga að fjármögnun: Matvælaráðuneyti.