A.11. Flug sem almenningssamgöngur
Aðgerðinni er lokið | |
Tengiliður Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Lokið með tilkomu Loftbrúarinnar haustið 2020. Loftbrúin veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá Reykjavík. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugferðir). Auk þessa var 10 m.kr. af byggðalið varið í að styrkja áætlanaflug til Bíldudals, Gjögurs og Hornafjarðar árið 2019.
09.09.20 Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú
30.01.20 Undirbúningur hafinn um útfærslu á greiðsluþátttöku í innanlandsflugi
29.11.19 Áætlað er að hefja niðurgreiðslur flugfargjalda með „skosku aðferðinni“ árið 2020. 10 m.kr. var varið af byggðalið í að styrkja áætlanaflug til Bíldudals, Gjögurs og Hornafjarðar árið 2019.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Innanlandsflug verði skilgreint sem hluti almenningssamgangnakerfisins. Starfshópur móti reglur sem geri innanlandsflug að raunhæfum valkosti fyrir íbúa með lögheimili á tilteknum svæðum. Styrkur verði veittur einstaklingum en ekki fyrirtækjum eða stofnunum, m.a. mætti hafa hina svokölluðu „skosku leið“ til hliðsjónar. Stefnt skal að því að vinnu starfshóps verði lokið fyrir árslok 2018 og niðurgreiðslur hefjist árið 2019.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneytið.
- Dæmi um samstarfsaðila: Vegagerðin, landshlutasamtök sveitarfélaga, stéttarfélög og flugrekendur.
- Tímabil: 2018–2024.
- Tillaga að fjármögnun: Innviðaráðuneytið.