A.04. Þverfagleg landshlutateymi
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Aðgerðin er í gangi á Suðurnesjum. Þrír þættir af fjórum eru í vinnslu: 1. Að auka aðgengi íbúa að stafrænum lausnum, 2. Nýsköpun í velferðarþjónustu og 3. Að auka og styrkja samræmingu og skilvirkni í velferðarþjónustu ríkis og sveitar-félaga. Fjórði þátturinn liggur í samstarfi háskólastofnana um nám og gerð nýsköpunaráætlana fyrir sveitarfélög. Í Fjallabyggð og á Ísafirði er hafinn undirbúningur um þróun á afmörkuðum verkefnishugmyndum á sviði nýsköpunar og velferðartækni.
18.12.20 Aðgerðinni hefur verið hrint af stað á Suðurnesjum. Þrír þættir af fjórum eru í vinnslu; 1) að auka aðgengi íbúa að stafrænum lausnum, 2) nýsköpun í þjónustu í velferðarþjónustu og 3) að auka samræmingu og skilvirkni í velferðarþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Fjórði þátturinn er enn á hugmyndastigi en fer vonandi af stað í febrúar 2021. Í Múlaþingi er verið að skoða hvort hægt verði að vinna út frá sömu verkefnishugmynd og á Suðurnesjum.
11.12.19 Er í undirbúningi í samstarfi fjögurra ráðuneyta (FRN, HRN, MRN og SRN) og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að styrkja og auka heildstæða þjónustu á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála.
Ráðist verði í tilraunaverkefni sem miði að því að koma á fót þverfaglegum landshlutateymum sem sinni samhæfingu, ráðgjöf, gæðamálum og fleiru á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála. Um gæti verið að ræða miðstöðvar sem verði hluti af heildstæðri þjónustukeðju sveitarfélaga og ríkis á umræddum sviðum. Þar gæti t.d. byggst upp kunnátta til að veita starfsfólki sveitarfélaga og foreldrum sérhæfða stað- og fjarbundna ráðgjöf sem miði m.a. að því að fyrr megi beita snemmtæku og fyrirbyggjandi inngripi. Þá verði hægt að vinna að verkefnum sem miði að því að styðja notendur í dreifðum byggðum til sjálfshjálpar þar sem ekki er auðveldur aðgangur að sérfræðingum. Þetta verði gert með þróun nýrra tæknilausna sem geri þeim mögulegt að eiga samskipti við starfsmenn félagsþjónustu á sviði barnaverndar og þjónustu við fatlað fólk og aldraða auk innflytjenda. Stefnt verði að því koma á fót a.m.k. tveimur landshlutateymum á þessum forsendum.
- Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti í samstarfi við innviðaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Ýmsir.
- Dæmi um samstarfsaðila: Stofnanir á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga.
- Tímabil: 2019–2024.
- Tillaga að fjármögnun: 60 millj. kr. úr byggðaáætlun.