Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.14. Fjármagn til nýsköpunar

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Arnar Már Elíasson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Byggðastofnun setti á laggirnar nýjan lánaflokk til nýsköpunar á landsbygginni árið 2017. Lítil eftirspurn hefur verið í lánaflokkinn frá upphafi. Til þess að stuðla að verkefnismarkmiðinu var hámarkslán hækkað úr 5 m.kr. í 10 m.kr. auk þess sem að endurgreiðsluskilmálar voru rýmkaðir. Þá var breytiréttur í hlutafé felldur út.

18.12.20 Byggðastofnun setti á laggirnar nýjan lánaflokk til nýsköpunar í landsbyggðum árið 2017. Lítil eftirspurn hefur verið í lánaflokkinn. Til þess að stuðla að verkefnismarkmiðinu hefur hámarkslán verið hækkað úr 5 m.kr. í 10 m.kr. auk þess sem að nú er möguleiki á greiðsluleysi af lánum fyrstu tvö árin og að greiða eingöngu vexti næsta ár á eftir. Þá var breytiréttur í hlutafé felldur út.

Upplýsingar á vef Byggðastofnunar: Nýsköpunarlán

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að auka nýsköpun í atvinnulífi í dreifðum byggðum með sérstökum flokki útlána Byggðastofnunar sem hvetur til nýsköpunar í atvinnulífi og auðveldar frumkvöðlum að koma hugmyndum sínum og verkefnum af þróunarstigi í framkvæmd. 

Fyrirtæki fái aðstoð og greiningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem m.a. verði litið til nýsköpunarskala, að heildarfjármögnun verkefnis af þróunarstigi á tekjuöflunarstig sé tryggð og að verkefnið sé framkvæmanlegt. Árangur af verkefninu verði mældur með fjölda nýsköpunarverkefna á hverju ári. 

  •  Ábyrgð: Innviðaráðuneyti. 
  •  Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Atvinnuráðgjöf landshluta. 
  •  Tímabil: 2018–2024. 
  •  Tillaga að fjármögnun: Byggðastofnun. 

Atvinnuvegir
Vísindi nýsköpun og rannsóknir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta