Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

C.13. Opinberar upplýsingar á sviði byggðamála

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Byggðastofnun safnar og miðlar byggðatengdum upplýsingum og birtir í skýrslum og með myndrænum hætti á mælaborðum. Á myndrænum stillanlegum mælaborðum má m.a. sjá niðurstöður íbúakönnunar, kortamælaborð sem sýnir t.d. margskonar lýðfræði sveitarfélaga og byggðakjarna frá 1998-2023, þróun atvinnutekna frá 2012-2022, orkukostnað heimila frá 2014-2022, fasteignamat og fasteignagjöld á 103 matssvæðum 2021-2023 og fjölda stöðugilda og staðsetningu ríkisstarfa frá 2014-2022. Þá hafa verið teknar saman upplýsingar um húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Þjónustukortið er uppfært reglulega og nýjum þjónustuþáttum bætt við, nú síðast staðsetningar hleðslustöðva og rampa á vegum Römpum upp Ísland. Byggðaráðstefna var haldin í nóvember 2023 undir yfirskriftinni Búsetufrelsi? 

Tengiliður    

Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að þekkingargrunnur stefnumótunar og framkvæmdar á sviði byggðamála verði styrktur.
 
Stutt lýsing: Aflað verði nýrrar þekkingar á sviði byggðamála í samstarfi við opinberar stofn¬anir, m.a. með rannsóknum og uppbyggingu tölfræðilegra gagnagrunna þar sem upplýsingar um þætti á borð við íbúaþróun, kyn, atvinnuþátttöku, tekjur, menntun og af¬komu atvinnugreina verði aðgengilegar og samhæfðar alþjóðlegum gagnagrunnum. Tölfræðilegir mælikvarðar sem byggjast á upplýsingum um landfræðilega legu, lýðfræðilega þætti og efnahagslegar og félagslegar aðstæður verði notaðir til að leggja mat á stöðu svæða. Þannig verði til nokkurs konar byggðavísitala sveitarfélaga sem gefin verði út reglu¬lega og geti nýst sem árangursmælikvarði og við mat á sértækum byggðaaðgerðum. Upplýsingar um byggðaþróun og þróun borgarsvæða verði aðgengilegar og samanburðarhæfar við upplýsingar annars staðar á Norðurlöndum.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Skipulagsstofnun, Hagstofan, Skatturinn, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17, einkum undirmarkmið 11.a, 17.13 og 17.17.
  • Tillaga að fjármögnun: 125 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta