Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

A.10. Almenningssamgöngur milli byggða

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

1. júní 2023  Aðeins barst ein umsókn um styrk og staðfesti innviðaráðherra tillögu valnefndar um að veita Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi tæplega 13 m.kr. styrk vegna verkefnisins Samþætting almenningssamgangna og skólaaksturs í Dalabyggð. Markmiðið er bætt þjónusta og betri nýting í rekstri þjónustunnar.

21. mars 2023  Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Tengiliðir

Árni Freyr Stefánsson, innviðaráðuneytinu - [email protected]
Sigríður Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að stutt verði við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.

Stutt lýsing: Haldið verði áfram að greina kerfi almenningssamgangna og þróa nýjar lausnir. Skoðað verði hvort þörf sé á að leggja til breytingar á gildandi laga- og reglugerðaumhverfi til að almenningssamgöngur nýtist fólkinu í landinu sem best og þannig staðinn vörður um hinar dreifðu byggðir þar sem alla jafna er erfiðast að reka reglubundnar almenningssamgöngur. Til að tryggja og styrkja lágmarksþjónustu í dreifðustu byggðunum verði hugmyndir um samflutning farms og farþega og deiliakstur sérstaklega skoðaðar.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Vegagerðin, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög, ráðgjafar, háskólar og fyrirtæki.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Samgönguáætlun, Ferðumst saman – heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undir¬markmið 9.1 og 11.2.
  • Tillaga að fjármögnun: 65 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Samgöngur og fjarskipti
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta