Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

C.05. Húsnæðismál

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Í nánu samstarfi við sveitarfélög á landsbyggðinni er unnið að því að fjölga íbúðum í samræmi við þörf á hverju svæði. Áhersla er lögð á að auka fjölbreytni í vali og sérstök áhersla lögð á fjölgun íbúða fyrir fólk sem stendur hallari fæti á húsnæðismarkaði. Flest verkefnin eru unnin undir hatti Tryggðar byggðar sem er samstarfs¬vettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni og telja uppbyggingarverkefnin nærri 1000 íbúðum í 41 sveitarfélagi. Árið 2023 voru haldnir kynningarfundir í öllum átta landshlutnum þar sem farið var yfir stöðu, áskoranir og framtíðarhorfur íbúðauppbyggingar ásamt því hvaða verkefni væru í gangi innan Tryggðar byggðar á hverjum stað og kynnt voru úrræði sem HMS hefur uppá að bjóða.

Mars 2023  Vakin er athygli á vefsíðunni Tryggð byggð þar sem finna má fréttir og ýmsan fróðleik um aðgerðina.

Tengiliður 

Lísa Margrét Sigurðardóttir, innviðaráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að tryggt verði nægilegt framboð af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði með fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu húsnæði hamlar eðlilegri framþróun og upp¬byggingu atvinnulífs.

Stutt lýsing: Gripið verði til margvíslegra aðgerða til að bregðast við skorti á hentugu íbúðarhúsnæði, hvort sem er til leigu eða kaupa, á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði eru á að fá fjármögnun á almennum markaði. Slíkar aðgerðir geti til að mynda falist í viðbótarframlagi til almennra íbúða (sérstakt byggðaframlag), lánveitingum til nýbygginga, samstarfi við Leigufélagið Bríeti um framboð á leiguíbúðum og stuðningi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á hönnunar- og undirbúningsstigi og verið liður í verkefninu Tryggð byggð. Markaðsbrestur á mismunandi svæðum verði greindur, m.a. til að nýta megi sem best húsnæðisstuðning, svo sem í formi viðbótarstofnframlaga. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda íbúða sem byggðar verða á fyrrnefndum svæðum.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Dæmi um samstarfsaðila: Leigufélagið Bríet, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og Byggðastofnun
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Húsnæðis- og skipulagsáætlanir sveitarfélaga, landsskipulagsstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11, einkum undirmarkmið 11.1, 11.3 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 12,5 millj. kr. af byggðaáætlun.

Húsnæðis- og mannvirkjamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta