A.09. Verslun í dreifbýli
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
30. september 2024 Auglýst eftir umsóknum vegna ársins 2025.
Janúar 2024 Innviðaráðherra veitir styrki úr samkeppnissjóði til verslana á fámennum markaðssvæðum. Veitt var samtals 30 m.kr. til átta verslana vegna áranna 2022-23 og í desember 2023 var veitt 15 m.kr. til sjö verslana fyrir árið 2024.
13. desember 2023 Styrkir til verslana í dreifbýli 2024.
21. september 2023 Verslun í dreifbýli - auglýst eftir umsóknum
28. nóvembar 2022 Þrjátíu milljónum úthlutað til verslunar í dreifbýli
15. september 2022 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli
Tengiliður
Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun - [email protected]
Markmið: Að stutt verði við rekstur dagvöruverslunar í minni byggðarlögum til að við¬halda mikilvægri grunnþjónustu.
Stutt lýsing: Komið verði til móts við vanda dreifbýlisverslana á fámennum markaðs¬svæð¬um, sem búa við háan flutningskostnað, óhagkvæm innkaup og erfið rekstrar¬skilyrði, með fjárhagsstuðningi sem m.a. taki mið af flutningsvegalengd og veltu. Einnig verði boðið upp á fjárfestingarstuðning og metið hvernig best verði staðið að ráðgjöf.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9, 11 og 12, einkum undirmarkmið 8.9, 9.1, 11.b, 12.3 og 12.b.
- Tillaga að fjármögnun: 75 millj. kr. úr byggðaáætlun.