C.11. Bætt landnotkun sveitarfélaga
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Janúar 2024 Aðgerðin er í umsjón Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Unnið er að greiningu landsvæða og þau flokkuð með tilliti til væntanlegs árangurs mismunandi loftslagsaðgerða. Jafnframt stendur yfir samræming landupplýsingagagna og tæknilegra útfærslna og hafið er samráð við fagstofnanir og hagaðila. Áætlað er að hefja samráð við sveitarfélög og íbúa fyrri hluta árs 2024.
26. ágúst 2022 Matvælaráðherra gefur út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, auk aðgerðaáætlunar.
Tengiliður
Salome Hallfreðsdóttir, matvælaráðuneytinu - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að binding kolefnis verði aukin og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi með breyttri landnotkun.
Stutt lýsing: Greind verði tækifæri sem felast í breyttri landnotkun innan sveitarfélaga í þágu loftslagsmála með aukinni kolefnisbindingu í skógrækt og endurheimt vistkerfa, samdrætti í losun frá landi, svo sem þurrkuðu votlendi eða rofnu landi, eða breyttri landnýtingu. Unnin verði tækifærisgreining sem geti orðið grunnur stefnumörkunar í aðalskipulagi.
- Ábyrgð: Matvælaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga.
- Dæmi um samstarfsaðila: Skógræktin, Landgræðslan, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, landsáætlun í skógrækt 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022) og landgræðsluáætlun 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022) og landsskipulagsstefna.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 6, 11, 13 og 15, einkum undirmarkmið 6.6, 11.3, 13.2, 15.1 og 15.2.
- Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun.