Reikningsskila- og upplýsinganefnd
Meginhlutverk reikningsskila- og upplýsinganefndar, sem skipuð er skv. 74. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra. Þá sinnir hún öðrum verkefnum sem ráðherra felur henni á þessu sviði. Reikningsskila- og upplýsinganefnd getur eftir því sem tilefni er til gefið út nánari leiðbeiningar og álit um bókhald, fjárhagsáætlanir og reikningsskil sveitarfélaga en gert er í reglum um bókhald og reikningsskil.
Ráðherra sveitarstjórnarmála skipar fimm manna reikningsskila- og upplýsinganefnd til fimm ára í senn. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu á reikningsskilum sveitarfélaga. Tvo skal skipa samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn samkvæmt tillögu Hagstofu Íslands og tvo án tilnefningar. Skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Fimm varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.
Skipun reikningsskila- og upplýsinganefndar
Reikningsskila- og upplýsinganefnd getur eftir því sem tilefni er til gefið út nánari leiðbeiningar og álit um bókhald, fjárhagsáætlanir og reikningsskil sveitarfélaga en gert er í reglum um bókhald og reikningsskil.
Starfsmaður nefndarinnar er Árni Sverrir Hafsteinsson
Álit nefndarinnar
- Álit 1/2024: Færsla tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga
- Álit 1/2020: Reikningsskil samstæðu Reykjavíkurborgar og reikningsskil Félagsbústaða hf.
- Álit 1/2018: Reikningsskilaleg meðferð leigusamninga við ríkissjóð vegna hjúkrunarheimila
- Álit 2/2013: Lífeyrisskuldbindingar
- Álit 1/2013: Reikningsskilaleg meðferð leigusamninga við ríkissjóð vegna hjúkrunarheimila
- Álit 2/2012: Samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga
- Álit 1/2012: Flæði fjármagns vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks
- Álit 2/2010: Færsla á lóðum og lendum í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga
- Álit 1/2010: Færsla leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga
- Álit 1/2009: Framkvæmdakostnaður hafna, framlög vegna þeirra og afskrifti
- Álit 1/2008: Færsla eignarhluta sveitarfélaga í hlutafélögum og einkahlutafélögum
- Álit /1/2007: Eignarhlutur í Lánasjóði sveitarfélaga
- Fyrirspurn 1/2010: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
- Fyrirspurn 2/2010: Málefni fatlaðra
Annað efni nefndarinnar
Fundargerðir
- 2024 - 02. fundur (5. febrúar).pdf
- 2024 - 01. fundur (22. janúar).pdf
- 2023 - 01. fundur (11. október).pdf
- 2020 - 06. fundur (19. október).pdf
- 2020 - 05. fundur (9. september).pdf
- 2020 - 04. fundur (3. júní).pdf
- 2020 - 03. fundur (6. maí).pdf
- 2020 - 02. fundur (4. mars).pdf
- 2020 - 01. fundur (5. febrúar).pdf
The control has thrown an exception.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.