Flóttafólk
Þau sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómmannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu geta sótt um vernd hér á landi. Mismunandi reglur gilda um þjónustu til þeirra sem fengið hafa vernd hér á landi:
Flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk)
- Flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda hefur stundum verið kallað kvótaflóttafólk. Stjórnvöld móttökuríkja ákveða þá sjálf hversu mörgum flóttamönnum þau vilja taka á móti.
Flóttafólk sem kemur á eigin vegum til landsins (umsækjendur um alþjóðlega vernd)
- Útlendingastofnun annast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd á fyrsta stjórnsýslustigi en umsóknir eru lagðar fram hjá lögreglu. Sjá nánar hvaða reglur gilda um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd á vef Útlendingastofnunar.
- Flóttafólk sem fengið hefur stöðu sína viðurkennda eftir umsókn um alþjóðlega vernd hefur frjálst val um búsetu og fær þjónustu hjá því sveitarfélagi þar sem það hefur lögheimili. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks, dags. 28. maí 2014.
Móttaka flóttafólks
Sjá sérstaka undirsíðu hér á vefnum um móttöku flóttafólks.
Flóttafólk
Sjá einnig:
Lög og reglur
Útlendingastofnun
Sjá upplýsingar á vef Útlendingastofnunar:
Áhugavert
Síðast uppfært: 8.12.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.