Hoppa yfir valmynd

Atvinnuleysistryggingar

Markmið laga um atvinnuleysistryggingar er að tryggja launamönnum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum tímabundna fjárhagsaðstoð meðan þeir eru að leita sér að nýju starfi eftir að hafa misst fyrra starf sitt.

Atvinnuleysisbætur skulu greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem fjármagnaður er með atvinnutryggingagjaldi, samanber lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Vinnumálastofnun skal annast fjárvörslu Atvinnuleysistryggingasjóðs og framkvæmd laga um atvinnuleysistryggingar á grundvelli þjónustusamnings við stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ráðherra er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er meðal annars að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Stjórnsýslukæra skal berast úrskurðarnefnd velferðarmála skriflega innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Úrskurðir úrskurðarnefndarinnar fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.3.2019 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta