Vinnumarkaðsaðgerðir
Lög um vinnumarkaðsaðgerðir gilda um vinnumarkaðsaðgerðir en með því er samkvæmt lögunum átt við vinnumiðlun, mat á hæfni atvinnuleitanda og skipulag úrræða sem eru til þess fallin að auka vinnufærni atvinnuleitanda.
Í lögum um vinnumarkaðsaðgerðir er jafnframt kveðið á um starfsemi Vinnumálastofnunar og um vinnumarkaðsráð.
Markmið laganna er að veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Lögunum er einnig ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í landinu.
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um vinnumarkaðsaðgerðir í umboði ráðherra. Ráðherra er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag.
Heimilt er að kæra ákvarðanir Vinnumálastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga um vinnumarkaðsaðgerðir til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna.
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um reglugerðir
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Áhugavert
Vinnumál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.