Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu
Skrifstofustjóri: Bryndís Helgadóttir
Staðgengill skrifstofustjóra: Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu eru teknar til meðferðar kærur sem berast ráðuneytinu sem æðra stjórnvaldi í flestum málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra og teknar ákvarðanir í þeim málum með úrskurði í flestum tilvikum. Undir skrifstofuna falla einnig málefni sem lúta að útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs. Auk þess er skrifstofan ábyrg fyrir ýmsum öðrum málaflokkum, er tengiliður ráðuneytisins við Alþingi og umboðsmann Alþingis.
Kærumál
Stjórnsýsluleg meðferð og afgreiðsla kærumála á grundvelli eftirtalinna laga:
|
|
Réttarfar, bæði einkamála- og sakamálaréttarfar
Í því felst að fylgjast með því sem gerist á sviði réttarfars, bæði einkamála- og sakamálaréttarfars, og halda utan um nauðsynlegar breytingar á þeim lögum sem undir réttarfar falla. Einnig að sjá um alþjóðasamninga, svo sem Lúganó-samninginn og Haag-samninga á sviði réttarfars, og sjá um nauðsynlegar lagabreytingar vegna fullgildingar slíkra samninga. Hér er um að ræða lög um meðferð einkamála og lög um meðferð sakamála, aðfararlög, lög um nauðungarsölu, lög um gjaldþrotaskipti o.fl. Ráðuneytinu til aðstoðar í málefnum er varða réttarfar er réttarfarsnefnd, nefnd sérfræðinga á þessu sviði.
Refsiréttur
Fylgst er með málum á sviði refsiréttar og haldið utan um nauðsynlegar breytingar á almennum hegningarlögum. Í því felst einnig að sjá um alþjóðasamninga á sviði refsiréttar, þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hjá Evrópuráðinu og sjá um nauðsynlegar lagabreytingar vegna fullgildingar samninga. Ráðuneytinu til aðstoðar í málefnum er varða refsirétt er refsiréttarnefnd, nefnd sérfræðinga á þessu sviði.
Málefni lögmanna
Skrifstofan svarar fyrirspurnum og heldur utan um nauðsynlegar lagabreytingar í málaflokknum og hefur samstarf við Lögmannafélag Íslands.
Málefni dómstóla
Skrifstofan annast skipanir, setningar og starfslok dómara og svarar erindum varðandi dómstóla frá almenningi og dómstólum. Einnig aðstoðar hún dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um embætti dómara og annast samskipti við dómstólaráð og nefnd um dómarastörf sem og að sjá um nauðsynlegar lagabreytingar er varða dómstóla.
Gjafsókn
Í því felst afgreiðsla gjafsóknarbeiðna, samskipti við gjafsóknarnefnd og svörun almennra fyrirspurna sem lúta að gjafsókn.
Samskipti við umboðsmann Alþingis
Í því felst að svara fyrirspurnum eða erindum frá umboðsmanni Alþingis í samvinnu við starfsmann þeirrar fagskrifstofu sem fyrirspurnin varðar, koma álitum umboðsmanns í málum ráðuneytisins áfram til skrifstofu stefnumótunar og fjárlaga sem fylgir álitunum eftir.
Réttaraðstoð vegna nauðasamninga
Afgreiðsla umsókna um réttaraðstoð vegna nauðasamninga, samskipti við nauðasamninganefnd og svörun almennra fyrirspurna sem lúta að nauðasamningum og samþykki reikninga vegna kostnaðar við nauðasamninga.
Samskipti við Alþingi
Skrifstofan er tengiliður ráðuneytisins við Alþingi, mætir fyrir þingnefndir vegna mála sem þar eru til umfjöllunar, kemur óskum þingnefnda um upplýsingar frá ráðuneytinu til réttra aðila innan ráðuneytisins og fylgist með stöðu þingmála ráðherra.
Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna
Framkvæmd laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er á ábyrgðarsviði skrifstofunnar, sem og stefnumótun á því sviði. Ráðuneytið afgreiðir umsóknir aðila utan EES um leyfi til fasteignakaupa hér á landi.
Skaðabótaréttur
Fylgst er með löggjöf á sviði skaðabótaréttar, haldið utan um nauðsynlegar lagabreytingar auk samskipta við örorkunefnd.
Löggjafarsamstarf norrænt og norrænt-baltneskt
Samvinna í tveimur nefndum undir Norrænu ráðherranefndinni og undirbúningur funda dómsmálaráðherra norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkjanna.
Stjórnartíðindi
Móttaka og meðferð efnis sem birta á í Stjórnartíðindum. Einnig ritstjórn og lögfræðileg ráðgjöf vegna þess efnis sem birta á, samskipti við systurstofnanir hjá Evrópusambandinu og EFTA sem og samskipti og upplýsingamiðlun til notenda vefseturs Stjórnartíðinda.
Lögbirtingablaðið
Samskipti við ritstjóra Lögbirtingablaðsins og fyrirsvar vegna efnis sem þar birtist.
Umsjón lagasafns og reglugerðarsafns
Seta í ritstjórn lagasafnsins sem tekur ákvarðanir varðandi birtingu laga í lagasafni. Hið rafræna lagasafn er uppfært af Alþingi samkvæmt samningi milli Alþingis og ráðuneytisins. Ráðherra ákveður hvort lagasafn er gefið út í prentuðu formi. Reglugerðarsafnið er að finna á reglugerd.is. Starfsmaður Stjórnartíðinda færir inn í reglugerðasafnið allar nýjar reglugerðir og breytingareglugerðir.
Kosningar og atkvæðagreiðslur
Skrifstofan hefur yfirumsjón með kosningalöggjöfinni en um framkvæmd kosninga sér landskjörstjórn https://island.is/s/landskjorstjorn
Dómsmálaráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.