Þjóðhagsráð
Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.
Aðilar að Þjóðhagsráði eru: Formenn stjórnmálaflokka sem sitja í ríkisstjórn, þó ætíð forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt forystufólki Alþýðusambands íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands íslands, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands.
- Dagskrá
- Fundargerð
- Að brúa bilið – staða ungbarnafjölskyldna, kynning á samantekt þjóðhagsráðs
- Þróun barnabótakerfisins, kynning
Efnahagsmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.