Hoppa yfir valmynd

Ytra mat

Ytra mat á leik-, grunn- og framhaldsskólum fluttist frá þáverandi Menntamálastofnun til mennta- og barnamálaráðuneytisins 1. apríl 2024 þegar Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hóf störf. 

Markmið

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í skólum er samkvæmt 17. grein laga um leikskóla nr. 90/2008, 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 40. grein laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 fyrst og fremst að veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda. Einnig að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leik, grunn- og framhaldsskóla. Ytra mat á að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum og tryggja að réttindi barna/nemenda séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Með ytra mati er unnið að ofangreindum markmiðum og lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Einnig er lögð áhersla á að styðja almennt við skóla sem og stjórnendur og kennara við umbætur á eigin starfi. Kennarar eru hvattir til samvinnu við að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.

Ytra mat felur í sér hvoru tveggja eftirlit með og stuðning við skólastarf. Meginstef ytra mats er að það sé leiðbeinandi, framfara- og umbótamiðað og stuðli að betra skólastarfi. Leiðarljósið er ávallt nemandinn, réttur hans og þarfir.

Framkvæmd

Í ytra mati er lagt mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Niðurstöður ytra mats eru sendar viðkomandi skóla og sveitarstjórn ef við á.

Leiðbeiningar

Eftirfylgni

Niðurstöður ytra mats eru sendar viðkomandi skóla og sveitarstjórn ef við á. Eftirfylgni ytra mats er í höndum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Ef ytra mat bendir til að þörf sé á umbótum skal sveitarstjórn (í tilfelli leik- og grunnskóla) og skóli senda ráðuneytinu umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig brugðist verður við niðurstöðum matsins og jafnframt hvernig fylgja á umbótunum eftir.

Dæmi:

Skýrslur

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta