Aðgerðaáætlun „Gott að eldast“
Mælaborð
Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu, Gott að eldast. Aðgerðaáætlunin byggist á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks.
Aðgerðaáætlunin samanstendur af 19 aðgerðum sem skiptast í fimm þætti: Samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili. Aðgerðirnar eru allar annað hvort á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og/eða félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Á þessu svæði er farið yfir framgang aðgerðanna 19 á myndrænan hátt. Sú staða sem hér birtist er staðan miðað við nóvember mánuð 2024. Litaval byggist á huglægu og hlutlægu mati á stöðu aðgerðanna.
Öldrunarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.