Hoppa yfir valmynd

Aðgerðaáætlun „Gott að eldast“

Mælaborð

Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu, Gott að eldast. Aðgerðaáætlunin byggist á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks.

Aðgerðaáætlunin samanstendur af 19 aðgerðum sem skiptast í fimm þætti: Samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili. Aðgerðirnar eru allar annað hvort á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og/eða félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Á þessu svæði er farið yfir framgang aðgerðanna 19 á myndrænan hátt. Sú staða sem hér birtist er staðan miðað við nóvember mánuð 2024. Litaval byggist á huglægu og hlutlægu mati á stöðu aðgerðanna.

 
AðgerðFlokkurStaða
A.1 Þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustuA. SamþættingKomið vel á veg
A.2 Heima-endurhæfingarteymiA. SamþættingKomið vel á veg
A.3 Þróun dagdvalaA. SamþættingKomið vel á veg
A.4 Þróunarverkefni stuttinnlagnaA. SamþættingHafið
A.5 Samræmt matstæki og aðgengi að upplýsingum milli þjónustuaðilaA. SamþættingKomið vel á veg
A.6 Ein gátt fyrir allar beiðnir fagfólks um heimaþjónustu og dagdvölA. SamþættingLokið
A.7 Öryggiskerfi og aukið samstarf við heimaþjónustuA. SamþættingHafið
B.1 Alhliða heilsueflingB. VirkniKomið vel á veg
B.2 Upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta og sérhæfður stuðningur fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þessB. VirkniKomið vel á veg
B.3 Efld öldrunarráðgjöfB. VirkniHafið
C.1 Vitundarvakning um heilbrigða öldrunC. UpplýsingKomið vel á veg
C.2 Efling upplýsinga, rannsókna, nýsköpunar og þróunar í þjónustu við eldra fólkC. UpplýsingKomið vel á veg
C.3 Ein upplýsingagátt fyrir allt landið varðandi upplýsingar um þjónustu við eldra fólk og réttindi þessC. UpplýsingKomið vel á veg
C.4 Upplýst starfsfólkC. UpplýsingHafið
D.1 Endurskoðun laga og bráðabirgðaákvæði vegna þróunarverkefnaD. ÞróunHafið
D.2 Miðstöð velferðartæknilausna og notkunar hjálpartækjaD. ÞróunLokið
E.1 Opinber skilgreining á húsnæði fyrir eldra fólkE. HeimiliÁ byrjunarstigi
E.2 Nýjungar í búsetufyrirkomulagi eldra fólksE. HeimiliÁ byrjunarstigi
E.3 Húsnæðisstuðningur vegna breytinga á heimilum eldra fólksE. HeimiliÁ byrjunarstigi

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta