Hoppa yfir valmynd

Greinargerðir ráðuneyta um málefnasvið og málaflokka

Efni
Blá ör til hægriInngangur - Greinargerð ráðuneyta um málefnasvið og málaflokka <p>Hér á eftir fer umfjöllun um stefnumið, áform og aðgerðir næsta fjárlagaárs fyrir þau 35 málefnasvið og 105 málaflokka sem frumvarpið tekur til. Í umfjölluninni er gerð grein fyrir ábyrgð á einstökum sviðum, fjárhagslegri þróun á málefnasviði og einstökum málaflokkum á tímabilinu 2023–2025, sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðs eftir helstu tilefnum og helstu tillögum um breytingar á fjárheimildum málaflokka frá gildandi fjárlögum.</p> <p>Greinargerðin felur í sér nánari útfærslu á þeirri stefnumörkun sem samþykkt var með ályktun Alþingis 22. júní sl. um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029. Einnig er tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á útgjöldum málefnasviða við undirbúning fjárlaga­frumvarpsins, s.s. af völdum breyttra reikniforsendna og ákvarðana ríkisstjórnarinnar um til­tekin málefni. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 var fjallað um þróun innan einstakra mál­efnasviða og málaflokka til næstu fimm ára ásamt helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu. Í þeirri greinargerð sem hér fer á eftir er einungis gerð grein fyrir þeim verkefnum og aðgerðum sem taka til næsta fjárlagaárs og sundurliðun fjárheimilda eins og hún birtist í frumvarpinu.</p> <p>Varðandi umfjöllun um fjárhagslega þróun málefnasviða og málaflokka er vakin athygli á því að:</p> <ul> <li>í reikningstölum fyrir árið 2023 hafa afskriftir ársins, þar sem við á, verið dregnar frá í útgjöldum stofnana og verkefna en fjárfestingum ársins, sem færðar eru um efna­hagsreikning, hefur verið bætt við. Með þessu fæst skýrari samanburður við fjár­veitingar til stofnana og verkefna í fjárlögum þar sem framsetningin er með þessum sama hætti.</li> <li>sýnd er sundurliðun á fjárhagslegri þróun málefnasviðsins eftir málaflokkum og viðkomandi ráðuneytum sem bera ábyrgð á starfsemi málefnasviðsins.</li> <li>sýnd er sundurliðun á breytingum á útgjaldarömmum málefnasviða frá gildandi fjárlögum eftir fimm mismunandi tilefnum: <ul> <li>Í fyrsta lagi er um að ræða <strong>bundin útgjöld</strong> sem fela í sér breytingar á fyrirliggjandi útgjaldaskuldbindingum, s.s. útgjöld vegna hagrænna eða kerfislægra breytinga eða breytinga sem bundnar eru í lögum, samningum eða með ákvörðunum ríkisstjórnarinnar.</li> <li>Í öðru lagi eru <strong>niðurfelldar fjárheimildir</strong> tímabundinna verkefna.</li> <li>Í þriðja lagi eru þær <strong>aðhaldsráðstafanir</strong> sem gerðar eru á málefnasviðinu. Rétt er að vekja athygli á því að þær ráðstafanir endurspegla þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins og getur sú niðurstaða eftir atvikum verið frábrugðin þeim viðmiðum sem gengið var út frá við setningu útgjaldaramma málefnasviðsins í fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhalds­markmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></li> <li>Í fjórða lagi er <strong>útgjaldasvigrúm</strong> sem ráðstafað er til nýrra og aukinna verkefna.</li> <li>Loks eru í fimmta lagi settar fram <strong>launa-, verðlags- og gengisbreytingar</strong> í útgjaldarömmum málefnasviðanna. Nánar er fjallað um forsendur þeirra breytinga í kafla 5.5 í frumvarpinu.</li> </ul> </li> <li>sýnd er sundurliðun á fjárheimildum málefnasviðsins í heild sinni eftir hagrænni skiptingu auk fjármögnunar útgjaldanna: <ul> <li>Í fyrsta lagi er um að ræða <strong>rekstrarframlög</strong>, einkum beinan rekstur ríkisins og stofnana þess og aðkeypta þjónustu frá sjálfseignarstofnunum og einkaaðilum. </li> <li>Í öðru og þriðja lagi eru <strong>tilfærslur fjár úr ríkissjóði </strong>til einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka, en um er að ræða styrk eða framlag sem innt er af hendi án skuld­bindingar um beint endurgjald frá móttakanda. Þessar tilfærslur skiptast annars vegar í <strong>rekstrartilfærslur</strong> og hins vegar <strong>fjármagnstilfærslur</strong> sem veittar eru til fjárfestinga. </li> <li>Í fjórða og síðasta lagi er fjallað um <strong>fjárfestingarframlög</strong> en vakin er athygli á því að í uppgjöri ríkisfjármála samkvæmt IPSAS-reikningsskilastaðlinum eru þau framlög ekki gjaldfærð í rekstrarreikningi heldur eignfærð í efnahagsreikningi.</li> </ul> </li> <li>loks er í greinargerð hvers málaflokks fyrir sig gerð grein fyrir heildarfjárheimild málaflokksins fyrir komandi fjárlagaár, auk þess sem fjallað er um helstu breytingar á fjárheimildum frá gildandi fjárlögum.</li> <li>í fylgiriti fjárlaga má finna hagræna skiptingu fjárheimilda eftir málaflokkum og viðföngum.</li> </ul> <p>Með ítarlegri kynningu á stefnum fyrir málefnasvið <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/">í árlegri fjármálaáætlun</a>&nbsp;er leitast við að tryggja að Alþingi búi yfir sem greinarbestum upplýsingum um meginlínur og áherslur þegar það fjallar um áætlun sem er stefnumarkandi fyrir ríkisstarfsemina í heild sinni til meðal­langs tíma.</p> <p>Þegar kemur að umfjöllun þingsins um fjárlagafrumvarp til eins árs er rökrétt að leggja áherslu á að veita þinginu nánari upplýsingar og skýringar er varða útfærslu og breytingar á fjárheimildum málaflokka á því fjárlagaári sem frumvarpið tekur til. Með þessu móti er stuðlað að því að umfjöllun og ákvarðanataka um starfsemi og verkefni á einstökum málefnasviðum og málaflokkum við setningu fjárlaga til eins árs í senn sé sett í skýrara samhengi við stefnumið fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Sem dæmi um þetta eru markmið málaflokka birt í töflu með yfirliti yfir helstu verkefni á árinu 2025 til að sýna hvernig vinna á að framgangi mark­miðanna.</p>
Blá ör til hægri01 Alþingi og eftirlitsstofnanir þess<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forseta Alþingis. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/01-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Alþingi og eftirlitsstofnanir þess" /></p> <h3>Heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/01-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>01 Alþingi og eftirlitsstofnanir</em> <em>þess</em> árið 2025 eru áætluð 6.876,4 m.kr. og lækka um 260,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 3,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 104,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 1,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/01-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Alþingi og eftirlitsstofnanir þess" /></p> <h2>01.10 Alþingi</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum forseta Alþingis. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Bæta gæði og öryggi upplýsingakerfa á Alþingi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Endurnýjun og bæting á kerfum sem tengjast störfum þingsins og útleiðing á eldri kerfum.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Skrifstofa Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Bæta skýrleika og gegnsæi í lagasetningu með stafrænni þróun þingskjala</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Snjöll þingskjöl. Verkefnið felst í stafrænni þróun á þingskjölum og lagasafni. Verkefnið er unnið í samráði við Stjórnarráðið.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Skrifstofa Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Aukin fræðsla og upplýsingar til almennings</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Unnið er að því að auka fræðslustarf Alþingis, einkum meðal ungs fólks, enda mikilvægt að efla lýðræðisvitund fólks og fræða almenning um þá stofnun sem er grundvöllur íslensks lýðræðisskipulags. Meðal annars er stefnt á að auka stafræna fræðslu, efla Skólaþing og gera ungmennum á landsbyggðinni í auknum mæli kleift að taka þátt í því.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Skrifstofa Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"><br /> </td> <td style="text-align: left;"><br /> </td> <td style="text-align: left;"><br /> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.235,8 m.kr. og lækkar um 545,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 278,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar alls um 518 m.kr. vegna nýbyggingar Alþingis, Smiðju, en framkvæmdum er nú lokið.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 139 m.kr. vegna biðlauna o.fl. sem tengist kosningum til Alþingis.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 76,1 m.kr.</li> </ol> <h2>01.20 Eftirlitsstofnanir Alþingis</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Mannréttindastofnunar sem er ný stofnun sem tekur til starfa á þessu ári. Að auki starfar rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík á árinu. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að UA leysi úr kvörtunum innan hæfilegs tíma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Þróa og fylgja eftir hugbúnaði til rafrænna samskipta vegna erinda og gagna þeirra sem kvarta við stjórn­völd.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Umboðsmaður Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Að UA geti sinnt hæfilegum fjölda frumkvæðisathugana</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Aukin áhersla á frumkvæðis- og vettvangsathuganir sem er þó háð fjölgun starfsfólks.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Umboðsmaður Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Að UA geti sinnt OPCAT-eftirliti</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Miðað er við 4–6 athuganir og skýrslur á árinu.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Umboðsmaður Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 4</strong>: Að viðhaldið verði upplýsingagjöf um störf UA </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Birta sem fyrst eftir lok máls í gagnagrunni reifun álita og bréfa.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Umboðsmaður Alþingis</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 5</strong>: Skýrari ábyrgð í opinberri þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Kanna ráðstöfun fjárveitinga til allra málefnasviða og málaflokka, hafa eftirlit með ríkistekjum og endur­skoða ríkisreikning á hverju ári.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Ríkisendurskoðandi</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Haga endurskoðun m.t.t. skilgreinds mats á mikilvægi og áhættu. Annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga með vísun til málefnasviða og málaflokka. Skila í skýrslum skýrum niðurstöðum um endurskoðun og ábendingar til úrbóta.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Ríkisendurskoðandi</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 6</strong>: Betri nýting fjármuna</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Verkefnaval stjórnsýsluúttekta taki mið af umfangi á fjárlögum. Úttektir verði stærri, skýrari í framsetningu og ályktunum er skili meiri árangri og séu áhrifameiri.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Ríkisendurskoðandi</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 7</strong>: Bætt stjórnsýsla</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Taka upp rafræna þjónustugátt vegna skila á gögnum frá stjórnmálasamtökum og frambjóðendum, sjóðum, sjálfseignarstofnunum og kirkjugörðum. Stuðla að því að ríkisaðilar leggi áherslu á að veita viðskiptavinum sínum rafræna þjónustu. Jafnframt skal sinna almennu leiðbeiningarstarfi á þessu sviði.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Ríkisendurskoðandi</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" valign="top" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 8</strong>: Staðfestur áreiðanleiki ríkisreiknings</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p>Heimsækja ríkisaðila og innheimtumenn til að kanna tekjuskráningu og innheimtu.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Ríkisendurskoðandi</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td style="text-align: left;"></td> <td style="text-align: left;"></td> <td style="text-align: left;"></td> <td style="text-align: left;"></td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.640,6 m.kr. og hækkar um 285 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 86 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Mannréttindastofnun er ný stofnun og fjárheimild hennar er 254,7 m.kr.</li> <li>Fjárveiting til rannsóknarnefndar um snjóflóðið í Súðavík 1995 er 111 m.kr.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 12,5 m.kr.</li> <li>Gert er ráð fyrir að sértekjur Ríkisendurskoðunar lækki um 63,9 m.kr. </li> </ol>
Blá ör til hægri02 Dómstólar <h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fjóra mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/02-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Dómstólar" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/02-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>02 Dómstólar </em>árið 2025 eru áætluð 4.273,4 m.kr. og lækka um 10,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 0,3%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 228,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 5,7%.</p> <p>Myndin endurspeglar stefnumótun málefnasviðsins en getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að ein­hverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/02-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Dómstólar" /></p> <h2>02.10 Hæstiréttur</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Hæstaréttar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjár­málaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki <em>02.40 Dómstólasýslan.</em> Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 558,8 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 30,6 m.kr.</p> <h2>02.20 Héraðsdómstólar</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum héraðsdómstólanna. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki <em>02.40 Dómstólasýslan.</em> Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.311,5 m.kr. og lækkar um 10,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 136,3 m.kr. Breytingin felst í hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefna­sviðsins.</p> <h2>02.30 Landsréttur</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Landsréttar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki <em>02.40 Dómstólasýslan.</em> Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 955,9 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 49,1 m.kr.</p> <h2>02.40 Dómstólasýslan</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Dómstólasýslunnar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2024</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Réttlát og opinber málsmeðferð</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Samþætting málaskrárkerfis dómstólanna og réttarvörslugáttar.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Aukin skilvirkni og gæði</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Uppfærsla tækni- og hugbúnaðar sem styður við stafræna málsmeðferð.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Áframhaldandi þróun og innleiðing talgreinis.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Rafræn skil til Þjóðskjalasafns hefjast.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Aukið traust til dómstóla</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Aukinn aðgangur almennings að upplýsingum.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Frumathugun á húsnæðismálum dómstóla.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Dómstólasýslan</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 477,2 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 23,2 m.kr.</p>DómsmálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri03 Æðsta stjórnsýsla<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/03-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Æðsta stjórnsýsla" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/03-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>03 Æðsta stjórnsýsla </em>árið 2025 eru áætluð 2.795,7 m.kr. og minnka um 125,9 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 4,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 14,2 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 0,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/03-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Æðsta stjórnsýsla" /></p> <h2>03.10 Embætti forseta Íslands</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis forseta Íslands. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 380,4 m.kr. og lækkar um 3,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 22,3 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <h2>03.20 Ríkisstjórn</h2> <p>Undir málaflokkinn falla laun ráðherra í ríkisstjórn og aðstoðarmanna þeirra. Liðurinn tekur breytingum í samræmi við fjölda ráðherra og aðstoðarmanna á hverjum tíma. Heildar­fjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 828 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 54,7 m.kr.</p> <h2>03.30 Forsætisráðuneyti</h2> <p>Undir þennan málaflokk falla aðalskrifstofa forsætisráðuneytisins og tengd verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið og málaflokka. Margar áskoranir kalla á aukna og skilvirka samhæfingu innan Stjórnarráðsins og samstarf á vettvangi ráðherranefnda. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 202</strong><strong>5 </strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili </strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis </strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Vönduð opinber stjórnsýsla*</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Leiðbeiningarefni um vandaða stjórnsýsluhætti verður þróað áfram.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Tillögur og aðgerðir til að efla traust á opinberri stjórnsýslu.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Aukin hagsæld og samkeppnishæfni**</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Bætt umgjörð þjóðhagsmála og greining á stöðu og þróun síðustu ára.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Áframhaldandi innleiðing velsældaráherslna í áætlanagerð, þ.m.t. fjárlagagerð.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Áframhaldandi stefnumótun og innleiðing aðgerða sem auka sjálfbærni og samkeppnis­hæfni íslensks samfélags, m.a. úr stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Lokið við greiningu á samfélagslegum áhrifum fátæktar og aðgerðaáætlun mótuð.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Einföld orðalagsbreyting á markmiði 1 í fjármálaáætlun 2025–2029 til að fanga meginmarkmið vinnunnar betur.</p> <p>** Markmiði 2 í fjármálaáætlun 2025–2029 hefur verið breytt vegna almennra áherslubreytinga í ljósi ráðherraskipta. Breytingin hefur ekki áhrif á fjárhagsleg markmið fjármálaáætlunar skv. 5. gr. LOF.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.510,3 m.kr. og lækkar um 122,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 63,1 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Sértæk aðhaldsráðstöfun upp á 515 m.kr. gerir ráð fyrir að framlag til viðbyggingar Stjórnarráðshússins falli niður en verði tekið upp þegar endurskoðað umfang og kostnaður við bygginguna liggur fyrir. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 35,2 m.kr. vegna tímabundinna verkefna. Í fyrsta lagi fellur niður 36 m.kr. framlag sem veitt var við 3. umræðu fjárlaga 2023 í tvö ár vegna samhæfingar um vinnslu gagna og upplýsingamiðlun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Í öðru lagi gengur til baka 0,8 m.kr. tímabundin lækkun ráðstöfunarfjár ráðherra. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 76 m.kr. vegna millifærslu til Mannréttinda­stofnunar Íslands vegna nýrra laga nr. 88/2024 um Mannréttindastofnun Íslands.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 15,9 m.kr. og eru 15,7 m.kr. útfærðar á aðalskrifstofu ráðuneytisins og 0,2 m.kr. á tæki og búnað forsætis­ráðuneytis.</li> </ol>ForsætisráðuneytiðForsætisráðuneytið
Blá ör til hægri04 Utanríkismál<h2><strong>Skilgreining málefnasviðs</strong></h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð utanríkisráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/4-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Utanríkismál" /></p> <p style="text-align: left;"><strong> </strong></p> <h3 style="text-align: left;">Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/04-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>04 Utanríkismál </em>árið 2025 eru áætluð 18.495,2 m.kr. og aukast um 2.654,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 16,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.393,8 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 21,4%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3 style="text-align: left;">Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/04-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Utanríkismál" /></p> <p><strong> </strong></p> <h2>04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins og sendiskrifstofa erlendis. Utanríkisþjónustan öll sinnir hagsmunagæslu gagnvart erlendum ríkjum og á vettvangi alþjóðastofnana, þjónustu við íslenska ríkisborgara erlendis, viðskiptasamningum og markaðssetningu erlendis á íslenskum vörum, þjónustu og menningu. Þótt allt starf utan­ríkisþjónustunnar sem lýtur að utanríkisviðskiptum og kynningu á íslenskum vörum, þjónustu og menningu sé fjármagnað undir þessum málaflokki er nánar gerð grein fyrir markmiðum og aðgerðum þar að lútandi í kafla um málaflokk <em>04.20 Utanríkisviðskipti</em>. Alþjóðalög, lýðræðisleg gildi, mannréttindi og fjölþjóðastofnanir hafa átt á brattann að sækja og þar sem Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög, lögsaga og landamæri séu virt felast lykilhagsmunir í virkri þátttöku í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi. Framboð Íslands í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025–2027 er dæmi um ábyrgð sem íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að axla til að fylgja eftir stefnu- og hagsmunamálum Íslands og leggja um leið sín lóð á vogarskálarnar til að auka virðingu fyrir mannréttindum og efla samstarf og skilning meðal þjóða. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Standa vörð um grunngildi Íslands á vettvangi fjölþjóðlegrar samvinnu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Virkt málsvarastarf á vettvangi fjölþjóða­stofnana og þátttaka í alþjóðlegu samstarfi í þágu mannréttinda, lýðræðis og þjóðaréttar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Seta Íslands í framkvæmdastjórn UNESCO 2021–2025.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Aukin þátttaka í svæðisbundnu samstarfi Norðurlanda og norðurslóðaríkja.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Efling samstarfs þvert á fagráðuneyti og aukin þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra nýtingu auðlinda, þ.m.t. á sviði hafréttar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Eftirfylgni við jafnréttisáherslur Íslands á alþjóðavettvangi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Standa vörð um hagsmuni íslenskra ríkisborgara erlendis</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Opnun sendiráðs Íslands í Madríd.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">177 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Styrking borgaraþjónustu, aukin upplýsinga­miðlun til almennings á vef og innleiðing stafrænna lausna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og stjórnsýslustofnanir</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Fjölgun kjörræðismanna og stuðningur við þjónustu þeirra við íslenska ríkisborgara erlendis.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Standa vörð um hagsmuni Íslands með tvíhliða samvinnu við þjóðríki</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 238px;"> <p style="text-align: left;">Aukið pólitískt samráð við helstu samstarfsríki og kynning á afstöðu og áherslum Íslands. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 152px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 133px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Verkefnið styður jafnframt við markmið 3.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.545,4 m.kr. og hækkar um 74,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 411,1 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 177 m.kr. til þess að standa straum af opnun og rekstri sendiráðs í Madríd. Hluti þessa, 45 m.kr., er tímabundinn til eins árs til þess að mæta stofnkostnaði. Spánn hefur rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland er eina ríkið innan Atlantshafsbandalagsins sem ekki hefur sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni en að auki dvelja mörg þúsund Íslendingar þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðis­mönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 200 m.kr. til þess að efla útgáfu Schengen-vegabréfsáritana til landsins og mæta þannig mikilli eftirspurn eftir þeim á sendiskrifstofum erlendis. Annars vegar er gert ráð fyrir 70 m.kr. til þess að mæta útgjöldum á aðalskrifstofu ráðuneytisins og hins vegar er gert ráð fyrir 130 m.kr. í aukin útgjöld á sendiskrifstofum. Einkum er um launakostnað að ræða. Tekjur af áritanagjöldum eru umtalsverðar, flokkast sem ríkistekjur og renna beint í ríkissjóð. Áætlað er að aukning ríkistekna sem leiðir af þessari aðgerð verði umtalsvert meiri en sem nemur aukinni fjárheimild. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 312,3 m.kr. Þeirri aðhaldskröfu verður m.a. mætt með útvistun á stórum hluta starfsemi Þýðinga­miðstöðvar utanríkisráðuneytisins, niðurfellingu varasjóðs málaflokksins og tilfærsl­um í starfsmannahaldi, auk almenns aðhalds í rekstri sem verður útfært í rekstrar­áætlun ráðuneytisins.</li> </ol> <h2>04.20 Utanríkisviðskipti</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins, sendiskrifstofa og Íslandsstofu en fjárheimildir undir málaflokki <em>04.20 </em>renna eingöngu til starfa Íslandsstofu. Íslandsstofu er falið að sjá um markaðssetningu og kynningarstarf erlendis á íslenskum vörum, þjónustu og menningu í samstarfi við ráðuneytið. Markmið og aðgerðir málaflokksins skarast að einhverju leyti við markmið og aðgerðir málaflokks <em>04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála </em>en alþjóðlegt og tvíhliða samstarf um utanríkisviðskipti, tengd hagsmunagæsla og samningagerð um utanríkisviðskipti eru fjármögnuð undir málaflokki <em>04.10</em>. Markmiða­setning fellur þó undir málaflokk <em>04.20</em>. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Aukin geta til afgreiðslu vegabréfsáritana til landsins frá löndum utan Schengen-svæðisins.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">200 m.kr. (til málaflokks 04.10)</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Framfylgja <a href="https://stefnumotun.islandsstofa.is/">Framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning.</a> Þar hafa verið skilgreind mælanleg árangursviðmið sem verða notuð til að meta árangur af starfi.<sup>1</sup></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og Íslandsstofa</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Styrkja viðskiptaþjónustu sendiskrifstofa við fyrirtæki í samræmi við stefnumarkandi áherslur í Framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning.* </p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Koma íslenskri menningu og skapandi greinum á framfæri í tvíhliða samskiptum og með samstarfi við Íslandsstofu.**</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og Íslandsstofa</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2: </strong>Tryggja íslenskum fyrirtækjum sem bestan aðgang að alþjóðlegum mörkuðum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Móta nýjan forgangslista ríkisstjórnarinnar í hagsmunagæslu við mótun EES-löggjafar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og fagráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Efla þekkingu á EES-samningnum og hlúa að mannauði sem kemur að framkvæmd hans, s.s. með endurskoðun EES-handbókar, bættri samhæfingu og aukinni fræðslu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og fagráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Bæta frammistöðu við upptöku og innleiðingu EES-gerða.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og fagráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Fjölga fríverslunarsamningum og öðrum viðskiptasamningum, s.s. tvísköttunar­samningum og loftferðasamningum. Tryggja góða framkvæmd gildandi samninga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Starfrækja viðskiptavakt sem fyrirtæki geta leitað til vegna hnökra í alþjóðaviðskiptum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 523px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Bæta vaxtarskilyrði fyrir íslenskt athafnalíf og nýsköpun og tryggja velsæld</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Greiða fyrir aðgengi íslenskrar tækni­þekkingar, grænna lausna og nýsköpunar á erlendum mörkuðum. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.</p> <p>** Verkefnið styður jafnframt við markmið 3 [í málaflokki 04.10].</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.224 m.kr. og hækkar um 60 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Ekki eru gerðar launa- og verðlagsbreytingar á fjárheimild málaflokksins. Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helsta breyting á fjárheimildum málaflokksins er eftirtalin:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar alls um 60 m.kr. í samræmi við áætlaða hækkun tekna ríkisins af markaðsgjaldi í fjárlagafrumvarpi fyrir 2025.</li> </ol> <h2>04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins og sendiskrifstofa erlendis. Þá annast Landhelgisgæsla Íslands framkvæmd ýmissa rekstrarverkefna á sviði öryggis- og varnarmála á grundvelli þjónustusamnings og ríkislögreglustjóri annast tiltekin verkefni á sviði öryggis- og varnarmála á grundvelli þjónustusamnings. Málaflokkurinn skiptist í þrjú meginsvið: fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál; fjölþáttaógnir; og rekstur og fjármögnun varnartengdra rekstrarverkefna og yfirumsjón með öryggis- og varnar­svæðum á Íslandi, rekstur tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og undirbúning og framkvæmd varnaræfinga sem haldnar eru á íslensku yfirráðasvæði. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=5d827b94-f979-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 524px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Tryggja varnir og viðbúnaðargetu Íslands</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Framfylgja áætlun um uppsetningu á öruggum samskiptarýmum og búnaði í sendiskrifstofum Íslands.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 524px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Efla þátttöku Íslands í öryggis- og varnarsamstarfi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Veita aukinn stuðning við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands með þátttöku Íslands í kaupum á nauðsynlegum hergögnum og birgðum, ásamt sértækum þjálfunarverkefnum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: left;">1.500 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Virk þátttaka Íslands í starfi NATO, ÖSE, NORDEFCO, Norðurhópsins, JEF og SÞ á sviði öryggis- og varnarmála, m.a. með þátttöku í fundum og æfingum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 524px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Efla gistiríkjastuðning Íslands</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Auka og þétta loftrýmisgæslu á Íslandi. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og Landhelgisgæslan</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Fjölga gistirýmum á öryggissvæðunum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og Landhelgisgæslan</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Senda þrjá starfsmenn á ári á námskeið hjá bandalagsríkjunum og stofnunum Atlants­hafsbandalagsins sem vinnur að loftrýmisgæslu og rekstri ratsjárkerfisins.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 155px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti og Landhelgisgæslan</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.820,9 m.kr. og hækkar um 1.487 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 272,3 m.kr. </p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Framlög til málaflokksins hækka um 1.500 m.kr. vegna aukins varnartengds stuðning við Úkraínu, á grundvelli þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Horft verður sérstaklega til þess að öll framlög til Úkraínu mæti óskum og þörfum Úkraínu hverju sinni. Varnar­tengdur stuðningur Íslands mun áfram hverfast um framlög í fjölþjóðlega sjóði sem kaupa hergögn og birgðir og tvíhliða verkefni sem grundvallast á beiðnum úkraínskra stjórnvalda eða bandalagsríkja þar sem óskað er eftir sértækum stuðningi og þjálfunarverkefnum sem flest eru unnin í samstarfi við önnur ríki.</li> <li>Framlög til málaflokksins lækka um 750 m.kr. vegna niðurfellingar tíma­bundinnar fjárveitingar í fjárlögum fyrir 2024 til varnartengds stuðnings við Úkraínu. Í stað tímabundinna fjárveitinga til eins árs er gert ráð fyrir áfram­haldandi stuðningi við Úkraínu vegna stríðsreksturs Rússlands á hendur Úkraínu út tímabil fjármálaáætlunar 2025–2029, sbr. hér að ofan.</li> <li>Framlög til málaflokksins hækka um 700 m.kr. vegna styrkingar varnartengdra verkefna. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir að framlög hækkuðu um 500 m.kr. árið 2025 en í fjármálaáætlun 2025–2029 er gert ráð fyrir enn frekari styrkingu málaflokksins, eða sem nemur 200 m.kr. Framlögunum verður varið í frekari styrkingu varnartengdra verkefna, aukna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, fjár­stuðning, endurbætur og uppbyggingu innviða enda er mikilvægt að Ísland sé í stakk búið til þátttöku í varnartengdu samstarfi og að hér sé til staðar þekking og nauðsynlegur viðbúnaður komi til þess að reyni frekar á ákvæði samningsins um Atlantshafsbandalagið.</li> <li>Fjárheimildir málaflokksins hækka um 75 m.kr. vegna niðurfellingar á tíma­bundnum afkomubætandi ráðstöfunum í fjármálaáætlun 2024–2028.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 68 m.kr. vegna afkomubætandi ráðstafana í fjármálaáætlun 2025–2029 sem miðast við 4% af fjárveitingum til nýrra og aukinna verkefna. Ný og aukin verkefni innan þessa málaflokks í fjármálaáætlun 2025–2029 felast í hækkun framlaga til varnartengds stuðnings við Úkraínu og almennri hækkun framlaga til varnar­tengdra verkefna. Framlög vegna þessara verkefna eru því í skert í samræmi við sértækar aðhaldsaðgerðir fyrir 2025 en forgangsraðað verður innan mála­flokksins þannig að staðið verður við skuldbindingar sem Ísland hefur nú þegar undirgengist varðandi stuðning við Úkraínu, með fyrirvara um niðurstöðu leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í júlí 2024.&nbsp;</li> </ol> <h2>04.50 Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins. Undir málaflokkinn falla aðildargjöld Íslands vegna fjölþjóðasamstarfs þvert á verkefni sem falla undir málefnasviðið utanríkismál. Markmið málaflokksins er að fjármagna ýmiss konar aðildargjöld, s.s. vegna Uppbyggingarsjóðs EES, stofnana Sameinuðu þjóðanna og Efnahags- og framfara­stofnunar­innar (OECD). Aðildargjöld margra þessara stofnana taka mið af landsframleiðslu og öðrum þáttum sem íslensk stjórnvöld hafa ekki áhrif á. Því eru ekki skilgreindir mælikvarðar eða aðgerðir vegna eðlis málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.644,2 m.kr. og hækkar um 1.032,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 55,9 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 944,4 m.kr. vegna hækkunar framlaga í Uppbyggingarsjóð EES. EFTA-ríkin þrjú sem eru aðilar að EES náðu í lok síðasta árs samkomulagi við ESB um fjárhæð greiðslna í Uppbyggingarsjóð EES á næsta sjóðstímabili (2021–2028). Ef miðað er við óbreytt gengi evru og að greiðsluhlutfall Íslands vegna 2023 haldist óbreytt allt sjóðstímabilið felur samkomulagið í sér að framlög Íslands nemi um 1.735 m.kr. á ári að teknu tilliti til þess að áætlunin nær yfir sjö ára tímabil. Hafa verður í huga að greiðslur í sjóðinn eru mjög breytilegar milli ára og ráðast af framvindu verkefna sjóðsins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 88,3 m.kr. vegna leiðréttingar á samnings­bundnum framlögum til Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). Hlutur Íslands í rekstrarkostnaði EFTA hefur aukist nokkuð undanfarin ár, einkum vegna þess að hlutur Íslands í samanlagðri landsframleiðslu EFTA-ríkjanna hefur farið vaxandi en fjárheimildir vegna þessa hafa ekki tekið breytingum. Miðað hefur verið við raun­framlög 2024.</li> </ol>UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið
Blá ör til hægri05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/05-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/05-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla </em>árið 2025 eru áætluð 31.119,7 m.kr. og aukast um 262,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 0,9%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 1.6761,1 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 5,7%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/05-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla" /></p> <h2>05.10 Skattar og innheimta</h2> <p><span>Skattframkvæmd er á hendi Skattsins og yfirskattanefndar. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=de1bb2d6-e081-11ee-b883-005056bcde1f">mála­flokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl.</span></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: right;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1:</strong> Bæta skattskil með skilvirkara og einfaldara skattkerfi</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi efling skattrannsókna og skatteftir­lits með það að markmiði að sporna við skattundan­skotum og uppræta peningaþvætti, m.a. með áherslu á þróun áhættumiðaðs eftirlits samhliða eflingu stafræns umhverfis.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Unnið verði að breytingum á ákvæðum laga um virðisaukaskatt um uppgjörs­tímabil og ákvæðum tollalaga um uppgjör virðisaukaskatts í tolli. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Unnið verði að breytingum á ákvæðum virðis­aukaskattslaga um gjalddaga virðisauka­skatts og ákvæðum tollalaga um greiðslufrest á aðflutnings­gjöldum. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla þjónustu og upplýsingagjöf við einstaklinga og fyrirtæki</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi þróun stafrænna þjónustu­lausna. Á árinu verður lögð áhersla á sjálfsafgreiðslu fyrir flóknari skattskulda­mál auk innleiðingar umboðs­kerfis á Ísland.is til að bæta öryggi og þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áfram verður unnið að því að efla og staðla rafrænt viðskiptaumhverfi til þess að fækka viðskipta­hindrunum og einfalda fyrirtækjum að miðla upplýsingum milli Norðurlanda og senda tilkynningar til yfirvalda.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Skattkerfið styðji við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og nýsköpun</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi vinna við innleiðingu á nýju tekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta í formi kílómetragjalds vegna notkunar ökutækja. Kolefnisgjald verður samhliða hækkað til að viðhalda hvata til orkuskipta. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti, innviðaráðu­neyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">55 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Tekið verði til skoðunar hvernig fram­kvæmd og nýting ívilnana vegna grænna fjárfestinga hefur gengið fyrir sig og metið hvort gera eigi úrræðið varanlegt. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Verkefnisstjórn komið á fót sem gerir tillögur að umbótum á regluverki, stjórn­sýslu og fjárhagslegri umgjörð um stuðningskerfi við rannsóknir og þróun.<sup>1</sup></p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <pstyle="font-size:><sup>1 </sup>Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 7.1.</pstyle="font-size:> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 10.523,2 m.kr. og lækkar um 136,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 651,9 m.kr.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 55 m.kr. vegna aukins kostnaðar Skattsins í tengslum við upptöku nýs tekjuöflunarkerfis vegna umferðar og orkuskipta í formi kílómetragjalds sem felur í sér kostnað við uppsetningu og rekstur álagningarkerfa og hugbúnaðarkerfa. </li> </ol> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 70 m.kr. til að styrkja eftirlit með þeim verkefnum sem hljóta frádrátt frá álögðum tekjuskatti vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 107,2 m.kr. vegna breytinga á áætluðum rekstrartekjum stofnana til samræmis við áætlanir en sértekjur stofnunarinnar voru ofmetnar í fjárlögum ársins 2024. Breytingarnar hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem þær hafa samsvarandi áhrif á tekjuhlið.</li> </ol> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 161,4 m.kr. </li> </ol> <p>&nbsp;</p> <h2>05.20 Eignaumsýsla ríkisins</h2> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með yfirumsjón og fyrirsvar eigna í eigu ríkisins, þ.m.t. í félögum, fasteignum, jörðum og auðlindum, auk þess að vera ábyrgðaraðili opinberra framkvæmda. Starfsemi sem hér fellur undir er að hluta falin Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum (FSRE). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. </p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: right;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1:</strong><strong> </strong>Bætt yfirsýn, aukið gagnsæi og samfélagslega arðbær og ábyrgur rekstur eigna í eigu ríkisins</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Yfirfærsla á verkefnum Bankasýslunnar til ráðu­neytisins og innleiðing á nýju fyrirkomulagi varð­andi umsýslu og stýringu eignarhalds ríkisins í félögum. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">-15 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Endurskoðun og mat á félagasafni ríkisins þar sem horft er sérstaklega til tilgangs, sjálfbærni og ábata eignarhalds. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Reglur um val og hæfniskröfur stjórna verði gefnar út og innleiddar.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong><strong>: </strong><strong>Markvissari stýring á fjárfestingum ríkisins</strong></p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Leggja fram frumvarp um fjárfestingar ríkisins sem felur í sér heildarendur­skoðun á skipan opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta um­gjörð og samræma málsmeðferð fjárfestinga á vegum ríkisins. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti </p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Greina hvaða eignir í eignasafni ríkisins væri æskilegt að selja m.t.t. nýtingar og viðhaldsþarfar, m.a. til að ná fram hagkvæmari stýringu á eigna­safni ríkisins.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">FSRE</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Hefja innleiðingu á nýju fasteigna­fyrirkomulagi Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti </p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Aukin sjálfbærni og hagkvæm nýting lands, náttúru og auðlinda í umráðum ríkisins</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Vinna að heildstæðu yfirliti yfir auðlinda­tekjur ríkisins af ríkisjörðum og þjóð­lendum.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">FSRE</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Stuðla að aukinni nýtingu og eflingu byggðar á ábúðarjörðum í eigu ríkisins.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og FSRE</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.321,7 m.kr. og hækkar um 179,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 88,1 m.kr.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Felld er niður 64,6 m.kr. fjárheimild Bankasýslunnar þar sem gert er ráð fyrir að starf­semi hennar verði lögð niður. Gert er ráð fyrir að verkefnum stofnunarinnar verði áfram sinnt innan málaflokksins og því er gert ráð fyrir 50 m.kr. framlagi til þeirra verkefna.</li> <li>Í fjárlögum ársins 2024 var samþykkt að fresta 200 m.kr. útgjöldum vegna fram­kvæmda á vegum Stjórnarráðsins. Um var að ræða tímabundna ráðstöfun sem fellur úr gildi árið 2025 og hækkar því fjárheimild málaflokksins um 200 m.kr.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 5,8 m.kr. </li> </ol> <p>&nbsp;</p> <h2>05.30 Fjármálaumsýsla ríkisins</h2> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisrekstrar og vinnur að gagnsæjum rekstri ríkisins og einföldu skipulagi sem tryggir góða þjónustu. Hlutverk ráðuneytisins í umbótum í ríkisrekstri er víðtækt og nær m.a. til stafvæðingar hins opinbera, hagræðingar í ríkisrekstri, mannauðsstjórnunar og árangursstjórnunar. Undir málaflokkinn falla þær stofnanir sem annast rekstrarlega innviði ríkiskerfisins og veita miðlæga grunnþjónustu til ríkisstofnana í mannauðsmálum, fjármálum, innkaupum og upplýsingatækni, þ.e. Fjársýsla ríkisins og Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins. Þá er hér fjallað um verkefni sem unnið er að hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=de1bb2d6-e081-11ee-b883-005056bcde1f">málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p><span>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.753,7 m.kr. og hækkar um 206,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 321,2 m.kr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: right;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left;;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Betri og skilvirkari þjónusta ríkisstofnana</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing samræmds þjónustukerfis hjá ríkis­stofnunum sem skilar ávinningi þvert á stofnana­kerfið og tækifærum til bættrar þjónustu.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Stafrænt Ísland</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing stafrænnar kjarnaþjónustu hjá opinberum aðilum sem styður við skil­virkari rekstur og aðgengilegri þjónustu.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Stafrænt Ísland</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áhersla á stuðning við stafræna þróun lífsviðburða með áherslu á heilsu, atvinnu og félagsþjónustu.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Stafrænt Ísland</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Koma á fót miðlægum kjarna (CoE) um gögn í ríkisrekstrinum undir stjórn gagnahirðis ríkisins.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left;;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Efla ríkið sem góðan vinnustað og styrkja hæfni þess til að veita góða opinbera þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing stefnu ríkisins í mannauðs­málum.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Kjara- og mannauðssýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Útgáfa leiðbeinandi viðmiða um gerð heilsu- og viðverustefnu hjá stofnunum.<strong> </strong></p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Kjara- og mannauðssýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Útgáfa mælaborðs mannauðsmála.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Fjársýslan</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Formgerð aðild fjármála- og efna­hagsráðuneytis að verkefni um virðis­matskerfi starfa.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Kjara- og mannauðssýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">120 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Útgáfa viðmiða um launaumhverfi ríkisins m.t.t. þjóðréttarlegra skuld­bindinga.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Kjara- og mannauðssýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left;;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Öflugri og vistvænni rekstur ríkisstofnana</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing samningakerfis hjá stofn­un­um ríkisins.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjársýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Mælaborð innkaupa og viðeigandi aðgerða­stuðningur innleiddur til allra ráðuneyta.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjársýsla ríkisins</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Útgáfa sameiginlegra tæknilegra lágmarksviðmiða fyrir stofnanir. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 15 m.kr. af útgjaldasvigrúmi málefnasviðsins til að koma til móts við aukinn miðlægan kostnað við rekstur fjárhagskerfis ríkisins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 70 m.kr. til að styðja við aukinn samrekstur í ríkisrekstri sem og á vettvangi Stjórnarráðsins. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er hækkuð um 143 m.kr. vegna breytinga á áætluðum rekstrartekjum stofnana til samræmis við áætlanir. Breytingarnar hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem þær hafa samsvarandi áhrif á tekjuhlið. Munar þar mest um hækkun rekstrartekna Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, vegna aukins samreksturs, aukinnar þjónustu við stofnanir í skýjageira ríkisins og innleiðingar á nýrri málaskrá Stjórnarráðsins. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 39,2 m.kr. vegna aukins rekstrarframlags Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, vegna lengri afskriftatíma fjárfestinga. Breytingin felur ekki í sér hærri greiðslur úr ríkissjóði á afskriftatímabilinu heldur dreifast greiðslurnar á lengra tímabil.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 60,3 m.kr. </li> </ol> <p>&nbsp;</p> <h2>05.40 Stjórnsýsla ríkisfjármála</h2> <p>Undir málaflokkinn fellur aðalskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis, ráðstöfunarfé og ýmis önnur verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið eða mála­flokka. Fjármunir sem ráðstafað er í verkefni Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og verkefna­stofu um Stafrænt Ísland falla undir málaflokkinn, en gerð er grein fyrir markmiðum og áherslum þessara verkefna í málaflokki 5.3. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=de1bb2d6-e081-11ee-b883-005056bcde1f">málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: right;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Skýrari tengingar milli stefnu, fjármuna og árangurs</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Bætt upplýsingagjöf á vef um þróun mælikvarða m.t.t. markmiða sem sett hafa verið fram í fjármálaáætlun.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Aukin eftirfylgni með upplýsingagjöf ráðuneyta um stöðu aðgerða innan ársins m.t.t. markmiða sem sett hafa verið fram í fjármálaáætlun, auk annarra áherslu­verkefna sem tengjast stefnu ríkisaðila.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Þróun aðferða og leiðbeininga sem miða að því að jafnréttismat fjárlagatillagna taki í auknum mæli til fleiri breyta en kyns.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong><strong>: </strong>Bætt upplýsingagjöf um fjármál og rekstur ríkisins</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Ársfjórðungsuppgjör birt á vef.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Vefurinn rikisreikningur.is bættur og tíðari uppfærsla á gögnum innan ársins.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun birt á gagnvirku svæði með notendavænum hætti.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Bætt áætlanagerð og eftirfylgni með fjármunum ríkisins</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Verklagsreglur um framkvæmd fjárlaga og áhættumat endurskoðaðar.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áætlanagerð ríkisaðila til þriggja ára unnin í miðlægu áætlanakerfi.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing reglugerðar um innra eftirlit.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: right;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 10.521,1 m.kr. og hækkar um 12,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 352,3 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 30 m.kr. af útgjaldasvigrúmi málefnasviðsins, m.a. til að styðja við uppbyggingu gagnainnviða. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 120 m.kr. í tengslum við innleiðingu virðismats starfa í samræmi við yfirlýsingu vegna kjarasamninga. Innleitt verður í áföngum virðismatskerfi sem byggir á tillögum um launajafnrétti. Gert er ráð fyrir sex stöðu­gildum í verkefnið til ársloka 2026.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 318,6 m.kr. vegna leiðréttingar í samræmi við raunrekstrartekjur málaflokksins. Breytingin er gerð í samræmi við áætlanir í tengslum við miðlæg innkaup á hugbúnaðarleyfum. Breyting hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem hún hefur samsvarandi áhrif á tekjuhlið. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 280 m.kr. vegna tímabundinna framlaga til endurnýjunar upplýsingakerfa sem falla niður í samræmi við áætlanir. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 176,7 m.kr.</li> </ol> <p><span></span></p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri06 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undir það heyrir einn mála­flokkur sem ber heitið Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/06-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál" /></p> <h3>Útgjaldarammi – heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/6-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>06 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál </em>árið 2025 eru áætluð 3.330,5 m.kr. og lækka um 333,9 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 9,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 138,1 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3 style="text-align: left;">Útgjaldarammi – Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/06-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál" /></p> <h2>06.10 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum tveggja stofnana og tveggja verkefna: Hagstofa Íslands heyrir undir forsætisráðherra, Þjóðskrá Íslands heyrir undir innviðaráðherra og málefni um endurnot opinberra gagna heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá heyrir Skatturinn og gögn og högun gagna ríkisins undir fjármála- og efnahagsráðherra. Þær breytingar hafa orðið á stofnanaskipulagi málaflokksins að Landmælingar Íslands, sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sameinuðust nýrri Náttúrufræðistofnun þann 1. júlí sl. og flytjast undir málefnasvið <em>17 Umhverfismál</em> frá og með 1. janúar 2025. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1:</strong> Auka framboð öruggrar, stafrænnar þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Áframhald á þróun þjóðskrárkerfis. Um er að ræða uppfærslu gagnagrunna og innfærslu nýrra skráningarupplýsinga.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Þjóðskrá Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Miðlun Þjóðskrár m.t.t. persónuverndar, öryggis gagna o.fl.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Þjóðskrá Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2: </strong>Bæta gæði, framboð og aðgengi að opinberum gögnum og auka möguleika fólks til lýðræðislegrar þátttöku</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Mótun gagnastefnu Íslands og aðgerðaáætlun <br /> sem tekur m.a. á endurnotum opinberra gagna.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Högun gagnafyrirkomulags innan ríkiskerfisins.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Þróun gagnagáttar fyrir endurnot opinberra upplýsinga.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Koma á fót verkefnastofu um gögn og stjórn­skipulag gagna.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Áfram verður unnið að því að efla og staðla rafrænt viðskiptaumhverfi til þess að fækka viðskiptahindrunum og einfalda fyrirtækjum að miðla upplýsingum milli Norðurlanda og senda tilkynningar til yfirvalda.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Skatturinn</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Bætt upplýsingagjöf um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Endurbætur á þjóðhagsreikningum með áherslu á ársfjórðungslegt framleiðsluuppgjör. </p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Ísland</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Frekari þróun á fyrirtækjaskrá með upplýsingum um starfsstöðvar.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Samræming á rekstri vísasafna og gæði þeirra bætt.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Birting hagtalna á landfræðigrunni.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 243px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing á samræmdum gagnaarkitektúr og styrking rekstraröryggis tækniinnviða.</p> </td> <td style="width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Hagstofa Íslands</p> </td> <td style="width: 132px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.330,5 m.kr. og lækkar um 333,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 195,8 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 408,6 m.kr. vegna þess að Landmælingar Íslands, sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sameinuðust nýrri Náttúrufræðistofnun þann 1. júlí sl. og flytjast undir málefnasvið <em>17 Umhverfismál</em> frá og með 1. janúar 2025.</li> <li>Fjárheimild vegna breytinga á sértekjum hækkar um 104,3 m.kr. vegna Þjóðskrár Íslands og 38 m.kr. vegna Hagstofu Íslands.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 50 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Í fyrsta lagi eru 20 m.kr. til Hagstofu Íslands vegna endurbóta á þjóðhags­reikningum og í öðru lagi 30 m.kr. vegna aukningar vegabréfa sem fellur niður. </li> <li>Aðhald málefnasviðsins er 34,7 m.kr., þar af er hlutur Hagstofu Íslands 18,6 m.kr. og Þjóðskrár Íslands 11,4 m.kr.</li> </ol>ForsætisráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðInnviðaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðInnviðaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjögurra ráðherra. Forsætisráðherra ber ábyrgð á starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ber ábyrgð á vísindum, nýsköpun og hugverkaiðnaði. Menningar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á málefnum skapandi greina og faggildingar ásamt endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist. Matvælaráðherra ber ábyrgð á málefnum Matvælasjóðs. Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðar­sýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/07-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/07-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar</em> árið 2025 eru áætluð 37.725,1 m.kr. og aukast um 4.606,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 14%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.778,9 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 14,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/07-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar" /></p> <h2>07.10 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum</h2> <p>Málaflokkurinn nær yfir starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs, samkeppnissjóði á sviðum vísinda og nýsköpunar, s.s. Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð, stefnumótandi fjármögnun, svo sem Markáætlun, og Matvælasjóð, og samstarfsáætlanir ESB 2021–2027. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Tengsl eru milli áskorana, tækifæra, markmiða og verkefna í málaflokki 7.1 og á málefnasviði 21.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Vísindastarf á heimsmælikvarða</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing nýrra laga um samkeppnissjóði í rann­sóknum og nýsköpun, með áherslu á einföldun, aðgengileika, aukna skilvirkni og betri þjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Mat á árangri af Vegvísi um rannsóknarinnviði og upphaf annars Vegvísis ásamt stefnumótun um framtíðarfyrirkomulag fjármögnunar vísinda- og tækniinnviða.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Stefna um opin vísindi og aðgerðaáætlun um opinn aðgang að rannsóknagögnum og niðurstöðum sett í framkvæmd.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Hagnýting hugvits og nýskapandi lausnir á brýnum samfélagslegum áskorunum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Nýr áherslusjóður taki við af Markáætlun til að styðja við áherslur stjórnvalda í vísindum og nýsköpun gagnvart brýnum samfélagslegum áskorunum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Aðgerðir í þágu hagnýtingar rannsókna í jarðrækt með uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvar við Land­búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fiskeldis og rannsóknaraðstöðu við Háskólann á Hólum á Sauðár­króki, sbr. málefnasvið 21.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Stuðningur við þróun og hagnýtingu máltæknilausna í gegnum Markáætlun í tungu og tækni í samræmi við markmið máltækniáætlunar 2.0.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing aðgerða í þágu hagnýtingar hugvits og nýskapandi lausna í samræmi við framtíðarsýn Vísinda- og nýsköpunarráðs.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og forsætisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Virkt alþjóðlegt samstarf á sviði menntunar, vísinda og nýsköpunar</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Stóraukin framlög og aðgerðir til að efla þátttöku inn­lendra aðila í Samstarfsáætlun ESB, t.d. Horizon Europe, Erasmus+, Digital Europe og InvestEU.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti í samstarfi við önnur ráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">956,7 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 260px;"> <p style="text-align: left;">Markviss þátttaka og hagsmunagæsla stjórnvalda og stofnana í alþjóðasamstarfi og stefnumörkun á sviði vísinda, menntunar og nýsköpunar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 107px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 12.776,6 m.kr. og hækkar um 516,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 113,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 956,7 m.kr. til standa straum af kostnaði Íslands við þátttöku í rammaáætlun ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Kostnaðarhlutdeild Íslands eykst milli ára því hún ræðst af landsframleiðslu aðildarríkja sem hefur aukist meira að meðaltali á Íslandi en í öðrum löndum sem eiga aðild að áætluninni.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 79,6 m.kr. vegna þess að tímabundið aðhald fyrri ára á Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð gengur til baka. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 537,5 m.kr. og munar þar mest um aðgerðir ríkisstjórnarinnar um lækkun fjárframlaga í samkeppnis- og styrktarsjóði hins opinbera. Rannsóknasjóður fær hlutfallslega minnsta lækkun sjóða á málefnasviðinu.</li> </ol> <h2>07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar</h2> <p>Málaflokkurinn nær yfir stuðningsumhverfi og aðgerðir í þágu nýsköpunar, hugvitsiðnaðar og skapandi greina. Undir málaflokkinn heyra m.a. Nýsköpunarsjóðurinn Kría, Hugverkastofa, styrkir til nýsköpunarfyrirtækja í formi skattendurgreiðslna vegna rannsókna og þróunar og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist.</p> <p>Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Tengsl eru milli áskorana, tækifæra, markmiða og verkefna í málaflokkum 07.20 og 11.20 <em>Fjarskipti</em>.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 160px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td colspan="4" style="text-align: left; width: 119px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="6" style="text-align: left; width: 520px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Bætt samkeppnisstaða í alþjóðlegu samhengi</p> </td> <td style="text-align: left; width: 5px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aukin fjárfesting í nýsköpun með auknum framlögum til endurgreiðslna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja, og innleiðing nýs regluverks um endurgreiðslur og framkvæmd þeirra í takti við niðurstöður úttektar OECD.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiog fjármála- og efnahagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">631 m.kr.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Nýr sjóður, Nýsköpunarsjóðurinn Kría, settur á stofn með áherslu á skilvirkan, opinberan stuðning við fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Þróun Rannsóknaseturs skapandi greina.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi stuðningur við kvikmyndagerð og hljóðritun tónlistar á Íslandi í formi endurgreiðslna á framleiðslukostnaði.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">3.569 m.kr.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" style="text-align: left; width: 515px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Aukin hagnýting tæknilausna í þágu samfélagslegra áskorana</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Mótun heildstæðrar löggjafar á sviði gervi­greindar. Framkvæmd aðgerðaáætlunar um gervigreind, m.a. til að auka skilvirkni í opin­berum rekstri.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Samstarfsverkefni háskóla, heilbrigðisstofnana og atvinnulífs um innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisvísindum, þ.m.t. innleiðing gervi­greindar, í samræmi við aðgerðaáætlun í gervi­greind.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Stefna og aðgerðaáætlun um sjálfbæran iðnað. </p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" style="text-align: left; width: 515px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Ný og fjölbreytt störf skapist í þekkingargreinum</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aðgerðir til að auka þátttöku kvenna í fjárfest­ingarumhverfi nýsköpunar, m.a. í gegnum Nýsköpunarsjóðinn Kríu.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiog Nýsköpunarsjóðurinn Kría</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Fjölgun háskólanemenda, m.a. í heilbrigðis­vísindum, STEM-greinum og þróun raunfærni­mats á háskólastigi (sbr. málaflokk 21.1).</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Markvissar aðgerðir, s.s. einföldun regluverks og íslenskunám, sem auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga og fjölskyldna þeirra að því að starfa og búa á Íslandi.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Stuðningur við starfsemi stafrænna smiðja (FabLab) og frumkvöðlasetra um land allt.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 99px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 10px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td style="text-align: left; width: 246px;"></td> <td style="text-align: left; width: 28px;"></td> <td style="text-align: left; width: 132px;"></td> <td style="text-align: left; width: 10px;"></td> <td style="text-align: left; width: 99px;"></td> <td style="text-align: left; width: 5px;"></td> <td style="text-align: left; width: 5px;"></td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 24.948,5 m.kr. og hækkar um 4.089,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 58,3 m.kr.&nbsp;</p> <p>Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.&nbsp;</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:&nbsp;</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 3.569,1 m.kr. í formi tímabundins framlags til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í samræmi við fyrirliggjandi vilyrði til endurgreiðslna á árinu 2025.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 53,2 m.kr. þar sem tímabundnar aðgerðir vegna hönnunarstefnu ganga til baka. Aðgerðirnar voru fjármagnaðar af tíma­bundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 15 m.kr. þar sem tímabundið framlag til Hönnunarsjóðs gengur til baka. Aðgerðin var fjármögnuð af tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2.631,2 m.kr. í samræmi við aukna fjár­festingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun sem ríkið endurgreiðir. Viðhalda á auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki sem jókst mikið í heimsfaraldri Covid-19 þegar gerðar voru tímabundnar breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 2.105 m.kr. Þar af eru 2.000 m.kr. til þess að draga úr útgjaldavexti styrkja til nýsköpunar­fyrirtækja, m.a. með auknu eftirliti með endurgreiðslum til nýsköpunarfyrirtækja.</li> </ol>Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðMatvælaráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðForsætisráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðMatvælaráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðForsætisráðuneytið
Blá ör til hægri08 Sveitarfélög og byggðamál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/08-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sveitarfélög og byggðamál" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/08-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>08 Sveitarfélög og byggðamál</em> árið 2025 eru áætluð 37.352,1 m.kr. og aukast um 1.812 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024 eða sem svarar til 5,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.557,4 m.kr. milli ára eða sem svarar til 10,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/08-sveitarfelog-og-byggdamal/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/08-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sveitarfélög og byggðamál" /></p> <h2>08.10 Framlög til sveitarfélaga</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er á ábyrgð innviða­ráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær og ýti undir lýðræðislega virkni íbúa</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga, m.a. ákvæða um fjármálaviðmið í rekstri sveitarfélaga, íbúalýðræði, þátttöku í atvinnurekstri og stöðu landshluta­samtaka. </p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Endurskoðun regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun.<sup>1</sup></p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Þróun mælaborðs yfir tölfræði á sviði jafnréttismála sveitarfélaga, t.a.m. lýðræðislega forystu, starfsmannahald, þjónustu og samsetningu íbúa.<sup>2</sup></p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Átak til að stuðla að markvissari árangri sveitarfélaga á sviði umhverfis- og loftslagsmála.<sup>3</sup></p> </td> <td> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Heildarstefnumótun og upphaf náins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um stafræna þjónustu í gegnum island.is.<sup>4</sup></p> </td> <td> <p>Samband íslenskra sveitarfélaga, innviðaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Þróun viðmiða um lágmarksþjónustu sveitarfélaga, þ.e. hvaða viðmið um þjónustu sveitarfélag þurfi að veita til að uppfylla lágmarksrétt íbúa til þjónustu.<sup>5</sup></p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 35.358,1 m.kr. og hækkar um 1.836,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.738,9 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2.295,6 m.kr. til lögbundins framlags í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar af eru 1.738,9 m.kr. vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við þjóðhagsspá. </li> <li>Fjárheimild til sérstakra viðbótarframlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 1.290,7 m.kr. vegna flutninga fjárheimilda á 25% framlagi ríkisins vegna NPA-samninga frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 11 m.kr.</li> </ol> <h2>08.20 Byggðamál</h2> <p>Málaflokkurinn skiptist í sex liði sem heyra undir innviðaráðherra, þ.e. byggðaáætlun, sóknaráætlanir landshluta, Byggðastofnun, atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni, jöfnun flutningskostnaðar og Grindavíkurnefnd. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/08-sveitarfelog-og-byggdamal/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármála­áætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td colspan="2"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td colspan="2"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Jafna aðgengi að þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Skilgreina hvað felst í opinberri þjónustu með það að markmiði að jafna aðgengi og þjónustustig. Jafnframt að greina heildar­kostnað vegna þjónustusóknar.</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Styrkja rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu.</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðis­þjónustu með því að nýta ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna og fjölga þannig sérfræðingum á heilbrigðissviði á landsbyggðinni.<sup><sup>6</sup></sup></p> </td> <td colspan="2"> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Jafna tækifæri til atvinnu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Búsetufrelsi eflt með fjölgun atvinnu­tækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni, m.a. með því að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. </p> </td> <td colspan="2"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Afhendingaröryggi raforku aukið og aðgengi að áreiðanlegri orku á landsvísu jafnað með jarðstrengjavæðingu dreifi­kerfis og þrífösun.<sup>7</sup></p> </td> <td colspan="2"> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4"> <p><strong>Markmið 3:</strong> Stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt</p> </td> <td> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Spornað við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum, m.a. í gegnum verkefnið Brothættar byggðir.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> <td> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top"> <p>Mótuð verði heildræn nálgun á aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslags­breytinga.<sup>8</sup></p> </td> <td> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> <td> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td></td> <td></td> <td></td> <td></td> <td></td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.994 m.kr. og lækkar um 24,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 17,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar alls um 155 m.kr. vegna tímabundinna framlaga sem falla niður. Um er að ræða 120 m.kr. framlag vegna sóknaráætlana landshluta og 35 m.kr. framlag vegna atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 19,4 m.kr. og er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokks. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 151,6 m.kr. vegna Framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar. </li> </ol> <hr align="left" size="1" /> <div id="ftn1"> <p><sup>1</sup><sup>&nbsp;Verkefnið styður við húsnæðisstefnu. </sup></p> <p><sup>2 Verkefnið styður við aðgerð C.16 um jafnrétti í sveitarstjórnum í byggðaáætlun.</sup></p> <p><sup>3 Verkefnið styður við byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu. </sup></p> <p><sup>4 Verkefnið styður við húsnæðisstefnu.</sup></p> <p><sup>5 Aðgerðin styður við aðgerð A.15 í byggðaáætlun um jafnt aðgengi að þjónustu.<br /> </sup></p> <p><sup>6 Verkefnið styður við heilbrigðisstefnu og menntastefnu.</sup></p> <p><sup>7 Verkefnið styður við orkustefnu og nýsköpunarstefnu.</sup></p> <p><sup>8 Verkefnið styður við stefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum, landsskipulagsstefnu og tillögur um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum.</sup></p> </div>InnviðaráðuneytiðInnviðaráðuneytið
Blá ör til hægri09 Almanna- og réttaröryggi<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fimm mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/09-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Almanna- og réttaröryggi" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/09-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>09 Almanna- og réttaröryggi </em>árið 2025 eru áætluð 43.529,2 m.kr. og aukast um 662,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.128,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 7,7%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>. </p> <h3 style="text-align: left;">Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/09-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Almanna- og réttaröryggi" /></p> <h2>09.10 Löggæsla</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum ríkislögreglustjóra og níu lögregluembætta en undir hann fellur einnig landamæraeftirlit, menntun lögreglumanna, almannavarnir og leit og björgun á landi. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 501px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Besta mögulega þjónustustig</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Efla almenna löggæslu.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Efla ytra og innra eftirlit með störfum lögreglu og auka yfirsýn yfir verkefni lögreglu, þ.m.t. með árangursmælaborði og reglulegri birtingu tölfræðiupplýsinga um meðferð mála.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/RLS</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Efla þjónustu með aukinni staf­væðingu og rafrænu gagnaflæði milli stofnana og réttarvörslu­kerfisins sem bætir yfirsýn og rekjanleika.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/stofnanir réttarvörslukerfisins</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Innleiða komu- og brottfararkerfi á landamærum og upplýsingakerfi um heimild til ferðar.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Efla rannsókn og saksókn kyn­ferðisbrota, heimilisofbeldis og annars kynbundins ofbeldis.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/stofnanir réttarvörslukerfisins</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Tryggja aukinn fjölbreytileika, jafnrétti og jöfn tækifæri innan lögreglu.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 501px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Hæsta mögulega öryggisstig</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Heildarendurskoðun almanna­varnalaga og efling almannavarna, þ.m.t. aukin áhersla á fyrir­byggj­andi aðgerðir.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Efling almannavarnadeildar ríkis­lögreglustjóra.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>RLS</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">145 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Áhersla á greiningu upplýsinga, þverfaglega samvinnu og þátttöku í alþjóðasamstarfi í ríkari mæli, til að sporna við skipulagðri brota­starfsemi, þ.m.t. fjármálabrotum og mansali. </p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>DMR/RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 185px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Aukin samfélagslöggæsla, aðgerðageta og afbrotavarnir, m.a. til þess að takast á við tölvu- og netglæpi.</p> </td> <td style="width: 174px; text-align: left;"> <p>RLS/lögregluembættin</p> </td> <td style="width: 142px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 25.599,1 m.kr. og lækkar um 768,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.686,4 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 145 m.kr. til að styrkja almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 667,4 m.kr. vegna millifærslu á nýja fjár­lagalið &nbsp;upplýsingatækniinnviða sem vistaður er undir málaflokki <em>10.40 Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis</em>. Framlaginu er ætlað að standa undir þróun og uppbyggingu upplýsingatækniinnviða ráðuneytisins og stofnana þess. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 314,4 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Þar af eru 138,8 m.kr. vegna tímabundins framlags til lögreglu árið 2024 til að mæta aðhaldskröfu það árið sem nú útfærist varanlega.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 169,5 m.kr. vegna almenns útgjaldasvigrúms málefnasviðsins sem fyrirhugað er að nýta til styrkingar skipulags á landamærum. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 83,9 m.kr. til að mæta sérstökum afkomubætandi ráðstöfunum fjármálaáætlunar og felst í tímabundinni niðurfellingu framlags í varasjóð. Málaflokkurinn er undanskilinn almennri aðhalds­kröfu út áætlunartímabil fjármálaáætlunar 2025–2029. </li> </ol> <h2>09.20 Landhelgi</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Nauðsynlegt er að gera vissa fyrirvara við töfluna vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar málaflokksins og þeirra umbóta sem til stendur að ráðast í. Í þeirri vinnu sem fram undan er verður sérstök áhersla lögð á það að setja fram ný eða endurbætt markmið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="width: 203px; text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="width: 150px; text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="width: 124px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 477px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Almannaöryggi, löggæsla og eftirlit í auðlindalögsögu Íslands verði tryggt</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 203px; text-align: left;"> <p>Ákvörðun um kaup eða leigu á þremur nýjum þyrlum.*</p> </td> <td style="width: 150px; text-align: left;"> <p>DMR/LHG</p> </td> <td style="width: 124px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 477px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Viðbúnaður í leit og björgun verði í samræmi við landhelgis­gæsluáætlun</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>*Aðgerðin styður einnig við markmið 2</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.995,9 m.kr. og hækkar um 696,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 354,1 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 940 m.kr. og er af tvennum toga. Annars vegar er 700 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til að mæta veikleikum í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Hins vegar er 240 m.kr. tímabundið framlag til eins árs til að vega upp á móti aðhaldi á árinu 2024 sem er framlengt út árið 2025.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 240 m.kr. vegna tímabundinnar frestunar aðhalds árið 2024.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 3,3 m.kr. </li> </ol> <h2>09.30 Ákæruvald og réttarvarsla</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis ríkissaksóknara og embættis héraðs­saksóknara og lögreglustjóraembættanna hvað varðar meðferð ákæruvalds. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="width: 205px; text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="width: 180px; text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="width: 141px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="width: 526px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aðgangur að réttarvörslukerfinu sé greiður, unnið í samræmi við máls­meðferðar­reglur og af vandvirkni og að mannréttindi séu virt í hvívetna</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 205px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Embætti ríkissaksóknara verði eflt til að sinna alþjóðlegum verkefnum sem undir embættið heyra.</p> </td> <td style="width: 180px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Ríkissaksóknari</p> </td> <td style="width: 141px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 205px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Unnið verði að breytingum á eigin kerfum og samtengingu þeirra sem gerir mögulegt að flytja gögn rafrænt þvert á stofnanir í réttarvörslukerfisins. Þátttaka í verkefnum um réttarvörslu­gátt.</p> </td> <td style="width: 180px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">DMR/stofnanir réttarvörslukerfisins</p> </td> <td style="width: 141px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="width: 526px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Öryggi almennings, gagna og upplýsinga sé tryggt</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 205px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Unnið verði að aðgerðum og áherslu­málum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, varnir gegn peninga­þvætti og fjármögnun hryðjuverka.</p> </td> <td style="width: 180px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">DMR/héraðssaksóknari ásamt öðrum stofnunum</p> </td> <td style="width: 141px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="width: 526px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3:</strong> Að fyrir liggi skýr mörk þjóðlendna og eignarlanda á landinu öllu, þ.m.t. eyjum umhverfis landið, eigi síðar en 2025</p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 205px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Óbyggðanefnd hefur skipt meginlandi Íslands niður í 16 svæði, auk þess sem eyjar og sker umhverfis landið teljast 17. svæðið. Áætlanir gera ráð fyrir að í árslok 2025 verði málsmeðferð lokið á öllum 17 svæðunum.</p> </td> <td style="width: 180px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Óbyggðanefnd</p> </td> <td style="width: 141px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.456,3 m.kr. og lækkar um 25,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 167,7 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 17 m.kr. vegna aukins kostnaðar við starfsemi Íslands hjá EUROJUST. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 28 m.kr. vegna tímabundins framlags sem veitt var til óbyggðanefndar.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 9,3 m.kr. </li> </ol> <h2>09.40 Réttaraðstoð og bætur</h2> <p>Til málaflokksins heyrir fjárhagslegur stuðningur ríkisins við þá sem leita þurfa réttar síns fyrir dómstólum en hafa ekki til þess fjárhagslegt bolmagn, greiðslur til brotaþola vegna líkamstjóns og miska sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum og greiðsla kostnaðar sem embætti lögreglustjóra, héraðsdómstólar og embætti ríkissaksóknara greiða öðrum en starfsmönnum viðkomandi embætta vegna rannsóknar og reksturs opinberra mála.&nbsp;</p> <p>Undir málaflokkinn heyra jafnframt greiðslur bóta til þeirra sem sætt hafa illri meðferð eða ofbeldi sem börn við vistun á stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Meðal skilyrða fyrir greiðslu sanngirnisbóta eru að fyrir liggi skýrsla vistheimilanefndar eða önnur sambærileg skýrsla sem ákveðið hefur verið að leggja til grundvallar meðferð krafna um sanngirnisbætur. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um helstu verkefni varðandi starfsemi hans.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.689,1 m.kr. og lækkar um 410 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 40,2 m.kr.&nbsp;</p> <p>Breytingar á fjárheimildum málaflokksins felast í 410 m.kr. lækkun tímabundins framlags til uppgjörs á sanngirnisbótum.</p> <h2>09.50 Fullnustumál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Fangelsismálastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="width: 216px; text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="width: 177px; text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="width: 128px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> <td style="width: 0px; text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="width: 522px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Fullnustuyfirvöld tryggi að sérstök og almenn varðararáhrif refsinga séu virk og stuðli að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 216px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Stefnumótun í fullnustumálum og heildar­endurskoðun laga um fullnustu refsinga.</p> </td> <td style="width: 177px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">DMR</p> </td> <td colspan="2" style="width: 129px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="width: 522px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Fullnustuyfirvöld verði í stakk búin til að fullnusta refsingar með öruggum, skilvirkum og árangursríkum hætti í samræmi við samfélagslega og tæknilega þróun</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 216px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Bygging nýs fangelsis. </p> </td> <td style="width: 177px; text-align: left;"> <p>Fangelsismálastofnun/FSRE</p> </td> <td colspan="2" style="width: 129px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">1.400</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 216px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Framkvæmdir á Sogni. </p> </td> <td style="width: 177px; text-align: left;"> <p>Fangelsismálastofnun</p> </td> <td colspan="2" style="width: 129px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="width: 522px; text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3:</strong> Öryggi almennings, gagna og upplýsinga sé tryggt</p> </td> </tr> <tr> <td style="width: 216px; text-align: left;"> <p style="text-align: left;">Áfram er unnið að tengingu upplýsinga­kerfa allra stofnana réttarvörslukerfisins í gegnum réttarvörslugátt. Mun það bæta yfirsýn og samfellu málsmeðhöndlunar, auka hagkvæmni, skilvirkni og upp­lýsingagjöf, auðvelda tölfræðivinnslu og stórauka gagnaöryggi. </p> </td> <td style="width: 177px; text-align: left;"> <p>Fangelsismálastofnun/DMR</p> </td> <td colspan="2" style="width: 129px; text-align: left;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.788,8 m.kr. og hækkar um 1.169,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 217,6 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 1.400 m.kr. vegna byggingar á nýju fangelsi í stað Litla-Hrauns. Til verkefnisins er áætlað að verja 12.600 m.kr. á tímabili fjármála­áætlunar 2025–2029 en þegar hefur verið varið 1.800 m.kr. til verkefnisins. Heildarkostnaður er áætlaður 14.400 m.kr. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 135 m.kr. vegna niðurfellingar tímabundins framlags til aðstöðubreytinga á Litla-Hrauni.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 95,6 m.kr.</li> </ol>DómsmálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra og félags- og vinnu­markaðs­ráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/10-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála" /></p> <p>&nbsp;</p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/10-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála </em>árið 2025 eru áætluð 28.048 m.kr. og aukast um 389 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 1.235,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,1%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3 style="text-align: left;">Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/10-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála" /></p> <h2>10.10 Persónuvernd</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Persónuverndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 501px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aukið gagnsæi og skilvirkni, lögmæt og sanngjörn vinnsla til að tryggja samræmda vernd einstaklinga á EES-svæðinu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Þátttaka í evrópsku samræmingarkerfi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Þýðing leiðbeininga, tilmæla og ákvarðana EDPB.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 501px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Aukið traust almennings til öryggis við vinnslu persónuupplýsinga í atvinnulífinu og hjá stjórnvöldum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Aukið samtal við helstu fagaðila.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Uppbygging á virku sambandi milli persónuverndarfulltrúa og Persónuverndar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Endurbætt miðlun á upplýsingum í gegnum heimasíðu í umhverfi Ísland.is.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 501px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3:</strong> Bætt stefnumótun, vandaðri áætlanagerð og markvissara árangursmat</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing á fyrirspurnar- og kvörtunareyðublaði á Ísland.is.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Vandaðri stjórnsýsluleg meðferð mála.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Framkvæmd frumkvæðisathugana og úttekta.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p>Persónuvernd</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 380,2 m.kr. og lækkar um 3,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 22,9 m.kr. Breytingin felst í hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.</p> <h2>10.20 Trúmál</h2> <p>Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkju­garða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/10-rettindi-einstaklinga-trumal-og-stjornsysla-domsmala/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 9.331,4 m.kr. og lækkar um 226,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 343,4 m.kr.&nbsp;</p> <p>Breytingar í málaflokknum skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi er 241,1 m.kr. lækkun framlags vegna tímabundinnar hækkunar sóknargjalda sem fellur niður.&nbsp;Í öðru lagi er 63 m.kr. hækkun framlags til kirkjugarða í samræmi við niðurstöður reiknilíkans. Að síðustu er hlutdeild mála­flokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins sem nemur 48,7 m.kr. og&nbsp;skiptist hlutfallslega milli kirkjugarða og sóknargjalda.</p> <h2>10.30 Sýslumenn</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum sýslumannsembætta. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 510px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að bæta þjónustu sýslumannsembættanna</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aukið framboð opinberrar þjónustu á landsbyggðinni (ný verkefni). </p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Flutningur verkefna sem tengjast persónulegum talsmönnum til sýslumanna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">18 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Umsýsla og útgáfa sveinsbréfa flutt til sýslumanna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR og sýslumenn </p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Betri nýting húsnæðis, m.a. með auknu samstarfi á milli starfsstöðva og við sveitarfélög, aðrar stofnanir og haghafa.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR og sýslumenn</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 510px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Að bæta stafræna þjónustu sýslumannsembættanna</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aukið framboð stafrænnar þjónustu og lausna (lagabreytingar, umbætur kerfa o.fl.).*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR, Sýslumannaráð og Stafrænt Ísland</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Bætt aðgengi að þjónustu á vef sýslumanna og efling innviða starfs­kerfa sýslumanna, þar á meðal með tengingu við aðrar opinberar skrár.**</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Sýslumannaráð</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing þjónustukerfis ZenDesk vegna móttöku gagna og samskipti við þjónustuþega. </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Sýslumannaráð og sýslumenn</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 510px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Að jafna aðgengi að opinberri þjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoðun verkefnaskiptingar með það í huga að stuðla að sérhæfingu, jafnari verkaskiptingu og fjölgun starfa á landsbyggðinni.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Regluleg fræðsla og endurmenntun fyrir starfsfólk sýslumannsembætta.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Sýslumannaráð</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Samræmt þjónustustig og útgáfa þjónustustefnu (afgreiðsla, biðtími o.s.frv.).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Sýslumenn og Sýslumannaráð</p> </td> <td style="text-align: left; width: 104px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1. </p> <p>** Verkefnið styður jafnframt við markmið 3. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.111,3 m.kr. og lækkar um 221,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 276,7 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Bundin útgjöld málaflokksins hækka um 4,3 m.kr. sem skipta má í þrennt. Í fyrsta lagi er 18 m.kr. lækkun fjárheimildar innheimtuhluta meðlagsgreiðslna sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem færist til dómsmálaráðuneytis til að mæta kostnaði við úrskurði í kærumálum, sbr. markmið 1. Í öðru lagi 18 m.kr. hækkun fjárheimildar í tengslum við stofnun Mannréttindastofnunar Íslands. Í þriðja lagi er 4,3 m.kr. millifærsla framlags frá Ríkisendurskoðun til sýslumanna vegna tilfærslu verkefna.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 191 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar er 180 m.kr. framlag vegna verkefna til að mæta stafrænum umbreytingum hjá sýslumannsembættunum. Hins vegar er 11 m.kr. framlag til að standa undir stöðu starfsmanns sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 35,2 m.kr.</li> </ol> <h2>10.40 Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis</h2> <p>Undir stjórnsýslu dómsmálaráðuneytis falla t.d. rekstur ráðuneytisins, Stjórnartíðindi og Schengen-landamærasjóður. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/10-rettindi-einstaklinga-trumal-og-stjornsysla-domsmala/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 521px;"> <p><strong>Markmið 1:</strong> Fagleg og skilvirk málsmeðferð stjórnvalda</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Réttarvörslugátt – innleiðingu sakamála lýkur og þróun einkamála hefst. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p>DMR</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Schengen – stuðningur við upplýsingatæknikerfi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p>DMR</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Endurnýjun á kerfum Lögbirtinga­blaðsins.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p>DMR</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing á nýju kerfi Stjórnartíðinda.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p>DMR</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing á nýju reglugerðasafni.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p>DMR</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.019,3 m.kr. og hækkar um 555,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 135,6 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 685,4 m.kr. sem skiptist í tvennt. Annars vegar &nbsp;eru 667,4 m.kr. til uppbyggingar upplýsingatækniinnviða en framlagið er millifært&nbsp; af málaflokki <em>09.10 Löggæsla</em> þar sem framlög til þessara mála hafa verið vistuð. Fram­laginu er ætlað að standa undir þróun og uppbyggingu upplýsinga­tækniinnviða ráðu­neytisins og stofnana þess.&nbsp;Hins vegar eru 18 m.kr. til að mæta breytingum á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og varðar úrskurði í kærumálum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 31,5 m.kr. vegna almenns útgjaldasvigrúms málefnasviðsins sem fyrirhugað er að nýta til áframhaldandi uppbyggingar upp­lýsingatæknimála.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 55,1 m.kr. </li> </ol> <h2>10.50 Útlendingamál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála, ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytis ásamt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Vinnumálastofnun. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/10-rettindi-einstaklinga-trumal-og-stjornsysla-domsmala/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 542px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Fagleg og skilvirk málsmeðferð stjórnvalda í þágu þjónustuþega</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Öll svið Útlendingastofnunar hafi innleitt nýtt upp­lýsinga­tæknikerfi við afgreiðslu umsókna og um­sýslu.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing nýrra ferla til að auka skilvirkni við brottför útlendinga sem hlotið hafa endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">RLS</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 542px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2: </strong>Aukin ánægja viðskiptavina og almennings</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Innleiðing þjónustustefnu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Sameining starfsstöðva – betri nýting mann­auðs í þágu viðskiptavina.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL/DMR/FSRE</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 542px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3:</strong> Greinarbetra aðgengi og upplýsingagjöf um réttindi einstaklinga</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Frekari þróun þjónustuvefs stofnunarinnar og stafrænna lausna í samskiptum og upp­lýsingagjöf til umsækjenda samhliða inn­leiðingu nýs upplýsingatæknikerfis stofnunarinnar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Umsækjendur hafi aðgengi að upplýsingum um stöðu mála sinna í gegnum þjónustuvef stofnunarinnar og nýtt upplýsingatæknikerfi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Innleiðing stafræns pósthólfs samhliða innleiðingu nýs </p> <p>upplýsingatæknikerfis.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL/Stafrænt Ísland</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoðun persónuverndarstefnu stofnunarinnar á<br /> leiðbeiningum til umsækjenda um persónuvernd og </p> <p style="text-align: left;">vinnsluskrám samhliða stafrænni þróun stofnunarinnar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">ÚTL</p> </td> <td style="text-align: left; width: 126px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 11.205,8 m.kr. og hækkar um 285,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 456,7 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimildir málaflokksins eru auknar um 936 m.kr. og skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi er 500 m.kr. framlag til afgreiðslu umsókna og til að mæta kostnaði við sjálf­viljugar heimferðir. Í öðru lagi er 400 m.kr. heimild vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem var lækkuð tímabundið í fjárlögum 2024 en kemur aftur inn 2025. Í þriðja lagi eru 36 m.kr. sem voru millifærðar tímabundið frá félags- og vinnu­markaðsráðuneyti vegna samhæfingar innan Stjórnarráðsins til forsætis­ráðu­neytis í fjárlögum 2023 en koma aftur inn í ramma félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 2025.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 650,2 m.kr.</li> </ol>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri11 Samgöngu- og fjarskiptamál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafn­framt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/11-samgongu-og-fjarskiptamal/">Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/11-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Samgöngu- og fjarskiptamál" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/11-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>11 Samgöngu- og fjarskiptamál</em> árið 2025 eru áætluð 65.961,7 m.kr. og aukast um 7.928,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024 eða sem svarar til 14%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 9.275,3 m.kr. milli ára eða sem svarar til 16%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/11-samgongu-og-fjarskiptamal/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/11-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Samgöngu- og fjarskiptamál" /></p> <h2>11.10 Samgöngur</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Rannsóknar­nefndar samgönguslysa, auk Isavia í gegnum þjónustusamning um rekstur og framkvæmdir á flugvöllum og Betri samgangna í gegnum samning um samgönguframkvæmdir á höfuðborgar­svæðinu. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/11-samgongu-og-fjarskiptamal/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px; white-space: nowrap;"> <p style="text-align: center;"><strong>Framkvæmdaaðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Greiðar samgöngur</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Áfram verður unnið að uppbyggingu hafnar­mannvirkja. Meðal helstu verkefna eru endur­bygging og endurbætur hafna á Vopnafirði, Húsavík, í Vestmannaeyjum, á Sauðárkróki og í Njarðvík.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Undirbúningur vegna Sundabrautar heldur áfram þar sem unnið er að mati á umhverfis­áhrifum, útfærslu valkosta, breytingum á skipulagsáætlunum auk samráðs við hagaðila. Í kjölfarið hefst undirbúningur útboðsferlis.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Aukið verður við viðhald vega til þess að komast til móts við aukna umferð, bæði í fjölda ökutækja og þungaflutningum.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">1 ma.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Öruggar samgöngur</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Átak í uppbyggingu á innanlandsflugvöllum verður tryggt með tilkomu varaflugvallagjalds þar sem lögð verður áhersla á uppbyggingu varaflugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Samhliða verður unnið að upp­byggingu minni lendingarstaða svo þeir geti þjónað hlutverki sínu vegna sjúkra- og almannaflugs.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Isavia ohf.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Áfram unnið að því að auka öryggi á stofnvegum í kringum höfuðborgarsvæðið með aðskilnaði akstursstefna á Suðurlandsvegi við Gunnarshólma, Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og Reykjanesbraut við Straumsvík.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">2 ma.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Fækkun einbreiðra brúa á hringvegi heldur áfram. Alls mun einbreiðum brúm á hringvegi fækka um þrjár á árinu og tvær utan hringvegar, á Vestfjarðavegi.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Hagkvæmar samgöngur</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Unnið er að endurskoðun á tekjuöflun ríkisins af ökutækjum og umferð með það m.a. að leiðarljósi að fjármagna flýtiverkefni og jarðgangaáætlun.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Innviðaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Áfram verður unnið að styttingu leiða á vegum, m.a. með framkvæmdum við Hornafjarðarfljót og nýja brú og veg yfir Ölfusá. Þá verður unnið að framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Gufu­dalssveit sem samanlagt mun stytta leiðina um 21,6 km, ásamt því að auka öryggi til muna.</p> </td> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 142px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td style="text-align: left; width: 100px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma/ samvinnuverkefni</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 4: </strong>Umhverfislega sjálfbærar samgöngur</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" valign="bottom" style="text-align: left; width: 293px;"> <p>Unnið verður að uppbyggingu samgönguinnviða allra ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu í sam­ræmi við framkvæmdaáætlun samgöngu­sáttmála. Meðal framkvæmda sem unnið verður að er brú yfir Fossvog, Arnarnesvegur, nýir hjóla- og göngustígar ásamt ýmsum aðgerðum í umferðarstýringu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 108px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">4 ma.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" valign="bottom" style="text-align: left; width: 293px;"> <p>Umhverfisvænni almenningssamgöngur efldar ásamt innviðum fyrir virka ferðamáta í samræmi við ákvæði aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 108px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">170 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" valign="bottom" style="text-align: left; width: 293px;"> <p>Aðkoma ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu mótuð og innleidd, í samræmi við ákvæði samgöngusáttmálans.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 108px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">2,2 ma.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="5" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 5: </strong>Jákvæð byggðaþróun</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" valign="bottom" style="text-align: left; width: 293px;"> <p>Áframhaldandi átak í uppbyggingu tengivega þar sem áhersla er á að styrkja og leggja bundið slitlag á umferðarlitla tengivegi. Meðal verkefna sem unnið verður að eru endurbætur á Jökul­dalsvegi og Skagavegi. Um báða kafla er akstursleið skólaaksturs.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 108px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" valign="bottom" style="text-align: left; width: 293px;"> <p>Ááætlunarflug milli Reykjavíkur og Vest­mannaeyja yfir vetrartímann.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 108px;"> <p>Vegagerðin</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">30 m.kr.</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td style="text-align: left; width: 284px;"></td> <td style="text-align: left; width: 9px;"></td> <td style="text-align: left; width: 108px;"></td> <td style="text-align: left; width: 24px;"></td> <td style="text-align: left; width: 101px;"></td> </tr> </tbody> </table> </div> Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 62.264,4 m.kr. og hækkar um 7.801 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.206,8 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild til framkvæmda á vegakerfinu er aukin um 3.000 m.kr. vegna nýfram­kvæmda og viðhalds á vegakerfinu en á móti falla niður tímabundin framlög að fjárhæð 1.500 m.kr. </li> <li>Fjárheimild til þjónustu á vegakerfinu hækkar um 300 m.kr.</li> <li>Fjárheimild til framkvæmda á flugvöllum er aukin um 80 m.kr. tengt innheimtu á varaflugvallagjaldi og ætlað er til uppbyggingar á varaflugvöllum.</li> <li>Fjárheimild er aukin um 170 m.kr. í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda frá 2020, sbr. aðgerðir um eflingu umhverfisvænni almenningssamgangna og um innviði fyrir virka ferðamáta.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2.235 m.kr. vegna styrkja til almennings­samgangna til að mæta 33% ábyrgð ríkisins á rekstri Strætó bs. samkvæmt samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tengt endurnýjuðum Samgöngusáttmála höfuð­borgarsvæðisins.</li> <li>Fjárheimild til Betri samgangna er aukin um 4.000 m.kr. til framkvæmda vegna uppbyggingar samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. </li> <li>Fjárheimild til framkvæmda við vita og hafnir er aukin um 200 m.kr. vegna dýpkunar í Grynnslunum við Hornafjarðarós. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 679,3 m.kr. </li> </ol> <h2>11.20 Fjarskipti, netöryggi og stafræn þróun</h2> <p>Undir málaflokkinn falla m.a. fjarskipti, þar á meðal fjarskiptaþjónusta og fjarskiptavernd, netöryggi og öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, auk margvíslegra verkefna sem varða t.d. meðhöndlun samfélagslegra gagna, rafræna auðkenningu og traustþjónustu sem og tæknilausnir á sviði gervigreindar. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/11-samgongu-og-fjarskiptamal/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Allri byggð bjóðist aðgangur að áreiðanlegu háhraðanetsambandi og á öllum helstu stofnvegum sé áreiðanlegt farnetssamband</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Bæta aðgengi að samfelldu talsambandi og farneti á öllum stofnvegum á láglendi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Fjarskiptastofa</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Vinna að þátttöku Íslands í áætlun ESB um öryggis­fjarskiptakerfi um gervihnetti.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Framkvæmd ríkisstuðnings við ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Aukin hæfni og nýting netöryggistækni</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Uppbygging og starfsemi samstarfsvettvangs um fræðslu, menntun og rannsóknir í netöryggi (Eyvör – NCC-IS) í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði netöryggis.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Áframhaldandi þróun á starfsemi og uppbygging sam­starfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði net­öryggis. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Framkvæmd og eftirfylgni yfir 60 aðgerða í aðgerða­áætlun stjórnvalda í netöryggi. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Öruggara netumhverfi og stafræn þróun</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Undirbúningur að endurnýjaðri tilskipun ESB um netöryggi mikilvægra innviða (NIS2).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Endurskoðun laga um fjarskipti til að bregðast við aukningu netsvika.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 286px;"> <p>Mótun stefnu og regluverks um stafræna þróun, þ.m.t. um endurnot opinberra upplýsinga, gervigreind og rafræna auðkenningu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 131px;"> <p>Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 105px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.443 m.kr. og hækkar um 48 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum verðlagsbreytingum en þær nema 72,1 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 335 m.kr. vegna breytts greiðslufyrirkomulags til Íslandspósts vegna alþjónustukvaðar í póstþjónustu. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 123,5 m.kr. þegar tímabundnar tekjur frá DIGITAL Europe Programme, til stuðnings Eyvarar, samstarfsvettvangs um fræðslu, menntun og rannsóknir í netöryggi (NCC-IS), ganga til baka. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 16,5 m.kr.</li> </ol> <h2>11.30 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis</h2> <p>Undir málaflokkinn falla aðalskrifstofa innviðaráðuneytis, fastanefndir, ýmis verkefni og þjónustusamningar, m.a. við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 266px;"> <p><strong>Helstu </strong><strong>verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 156px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 103px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aukinn árangur og þjónusta við borgara og atvinnulíf</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 266px;"> <p>Úttekt á almennri lagaumgjörð og stjórnsýslu sem heyrir undir ráðuneytið.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 156px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 103px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 266px;"> <p>Frekari einföldun regluverks með áherslu á þjónustumiðaða stjórnsýslu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 156px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 103px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 266px;"> <p>Staða leigjenda bætt með nýju réttarúrræði sem tryggir aðilum leigusamnings öfluga og skilvirka úrlausn ágreinings sem upp kann að koma, þ.m.t. um sanngirni leigufjárhæðar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 156px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 103px;"> <p style="text-align: center;">20 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 266px;"> <p>Frekari samhæfing stefna og áætlana.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 156px;"> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 103px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.254,3 m.kr. og hækkar um 80 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 67,6 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 62,5 m.kr., sem ráðstafað verður í ýmis útgjaldamál. Þar af er 25 m.kr. útgjaldasvigrúm sem ætlað var árið 2023 en var frestað sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við þenslu í hagkerfinu og 37,5 m.kr. útgjaldasvigrúm sem tímabundið var ráðstafað á málefnasvið 31 kemur til baka inn í ramma málefnasviðsins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 20 m.kr. vegna aukinna framlaga til kæru­nefndar húsamála til að bæta réttarstöðu leigjenda.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 2,5 m.kr. og er hlutfallslega skipt niður á verkefni.</li> </ol>InnviðaráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðInnviðaráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Blá ör til hægri12 Landbúnaður<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð matvælaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=2cbb7b32-f8b6-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/12-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Landbúnaður" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/12-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>12 Landbúnaður </em>árið 2025 eru áætluð 24.351,4 m.kr. og aukast um 14,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 0,1%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 961,1 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,1%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=2cbb7b32-f8b6-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/12-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Landbúnaður" /></p> <h2>12.10 Stjórnun landbúnaðarmála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins varðar stjórnsýslu Matvælastofnunar, nýtingu auðlinda lands, vöktun og eftirlit stjórnvalda. Matvælastofnun sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum, eftirliti, fræðslu og þjónustu við landbúnað, sjávarútveg, fiskeldi, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum mat­væla. Búvörusamningar móta að miklu leyti regluverk og stuðningsaðgerðir stjórnvalda í þágu landbúnaðar og hafa þar með talsverð áhrif á starfsskilyrði greinarinnar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Efla fæðuöryggi og standa vörð um heilbrigði plantna og dýra, velferð dýra og öryggi matvæla </p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Efling kornræktar til aukningar á inn­lendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis, sbr. gildandi fjármálaáætlun. </p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">180 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing aðgerðaáætlana í kjölfar samþykktrar landbúnaðarstefnu og matvælastefnu. </p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing verndandi arfgerða gegn riðuveiki í íslenska sauðfjárstofninum.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Heildstæð stefnumótun um dýravelferð og -heilbrigði og endurskoðun viðeigandi laga.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Styrking eftirlits lagareldis.</p> </td> <td> <p>Matvælastofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">50 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðingar EES-reglugerða um öryggi matvæla og dýraheilbrigði.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Gerð verkefnaáætlunar fyrir söfnunarkerfi dýraleifa (dýrahræ og aukaafurðir dýra sem ekki er ætlað til manneldis), ásamt útboði og innleiðingu kerfisins.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og auka bindingu </p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Efling rannsókna og bætt þekking á lofts­lagsáhrifum íslensks landbúnaðar í sam­ræmi við alþjóðlegar gæðakröfur um losunarbókhald. </p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing aðgerða í landbúnaði skv. endurskoðaðri aðgerðaáætlun í lofts­lagsmálum.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Stuðningur við þróun gæðaviðmiða um framleiðslu vottaðra kolefniseininga. </p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Matvælaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu með sjálfbæra land­nýtingu og nýsköpun að leiðarljósi</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Heildarendurskoðun á stuðningskerfi í landbúnaði.</p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Efling lífrænnar framleiðslu skv. fyrir­liggjandi aðgerðaáætlun. </p> </td> <td> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 22.388,2 m.kr. og lækkar um 91 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 854,3 m.kr.</p> <p>Rekstrarframlög lækka um nærri 154 m.kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum en þar munar mest um niðurfellingu á sérstöku 200 m.kr. tímabundnu framlagi í landbúnaði. Að örðu leyti er ekki um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um samtals 180 m.kr. til aðgerða sem eiga að stuðla að aukinni innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis. Kemur framlagið til viðbótar 198 m.kr. framlagi sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum 2024. Gert er ráð fyrir að fjármagnið skiptist á milli verkefna til fjárfestingarstuðnings og innviða­uppbyggingar í kornrækt annars vegar og beins stuðnings við kornframleiðslu hins vegar. Fyrri hluta tímabilsins verði megináhersla lögð á kynbótastarf og innviða­uppbyggingu og á síðari hluta verði innleiddur beinn stuðningur við kornframleiðslu, í samræmi við áherslur sem birtast í aðgerðaáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands um aukna kornrækt, Bleikir akrar. Verkefnið er í samræmi við markmið 1 í málaflokki 12.10.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 50 m.kr. til að auka eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldi og tryggja fullnægjandi eftirlit með skráningum og innra eftirliti sjókvíaeldisfyrirtækja. Kemur það framlag til viðbótar 126 m.kr. framlagi sem veitt var í fjárlögum 2024 til verkefnisins. Tillagan er hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áskorunum í sjávarútvegi og fiskeldi með því að efla stjórnsýslulega umgjörð þessara málaflokka og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun fyrir íslenskt þjóðarbú til framtíðar. Gert er ráð fyrir að um 2/3 hlutar fjármagnsins fari í að fjölga stöðugildum í fiskeldisdeild Matvælastofnunar en að um 1/3 fari til upp­byggingar, viðhalds og reksturs á búnaði. Verkefnið er í samræmi við markmið 1 í málaflokki 13.10.</li> <li>Gert er ráð fyrir að 200 m.kr. tímabundið framlag falli niður sem veitt var í fjárlögum 2024 til sérstakra aðgerða í landbúnaði. Annars vegar var um að ræða 100 m.kr. í verkefni sem stuðla eiga að aukinni rekstrarhagkvæmni í landbúnaði með hliðsjón af áherslum stjórnvalda ásamt vinnu við heildarstefnumótun fyrir stuðningskerfi landbúnaðar í samráði við bændur með hliðsjón af áherslum landbúnaðarstefnu. Hins vegar var um að ræða 100 m.kr. sem ráðstafað var í almennan stuðning við bændur eftir gildandi búvörusamningum í tengslum við endurskoðun samninga milli stjórn­valda og Bændasamtaka Íslands.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 126,2 m.kr. að raungildi í samræmi við ákvæði samninga um starfsskilyrði í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju og ramma­samnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Á móti þessari lækkun er gert ráð fyrir samtals 710,8 m.kr. hækkun til fyrrgreindra búvörusamninga í samræmi við verðlagsforsendur frumvarpsins.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 22,7 m.kr.</li> </ol> <h2>12.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum matvælaráðuneytisins. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 870,1 m.kr. og hækkar um 100,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 25,1 m.kr.</p> <p>Rekstrarframlög hækka um 103 m.kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum sem skýrist fyrst og fremst af 96 m.kr. viðbótarframlagi til Matís. Að öðru leyti er ekki um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar tímabundið um 96 m.kr. vegna þjónustusamnings við Matís en gert er ráð fyrir að fjármunirnir verði skilyrtir sem mótframlag við styrki úr erlendum samkeppnissjóðum. Um helmingur tekna Matís í dag kemur með styrkjum úr samkeppnissjóðum, bæði innlendum og erlendum. Þetta er mikil breyting frá því sem var við stofnun Matís (2007) en þá náðu styrkir úr samkeppnissjóðum aðeins um 20% af tekjum. Mikilvægt er að styrkja getu Matís til að til að greiða fastan kostnað á móti fengnum styrkjum í erlendum samkeppnissjóðum og er framlagi þessu ætlað að mæta því.</li> </ol> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 13 m.kr. vegna samsvarandi hækkunar almenns útgjaldasvigrúms.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 12,2 m.kr.</li> </ol> <h2>12.60 Stjórnsýsla matvælaráðuneytisins</h2> <p>Undir málaflokkinn heyrir stjórnsýsla matvælaráðuneytisins. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.093,1 m.kr. og hækkar um 5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 66,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 13 m.kr. vegna samsvarandi hækkunar almenns útgjaldasvigrúms.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 8 m.kr.</li> </ol>MatvælaráðuneytiðMatvælaráðuneytið
Blá ör til hægri13 Sjávarútvegur og fiskeldi<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð matvælaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=0ac054fa-f8c4-11ee-b883-005056bcde1f">Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/13-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sjávarútvegur og fiskeldi" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. </p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/13-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>13 Sjávarútvegur og fiskeldi</em> árið 2025 eru áætluð 8.279,6 m.kr. og aukast um 150,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,9%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 527,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,8%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=0ac054fa-f8c4-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h2>Hagræn skipting útgjalda</h2> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/13-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sjávarútvegur og fiskeldi" /></p> <h2>13.10 Stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs og auk þess heyra Fiskræktarsjóður, Umhverfissjóður sjókvíaeldis, Fiskeldissjóður og Alþjóðlegt samstarf í sjávarútvegi undir málaflokkinn. Þá má nefna að Matvælastofnun, sem heyrir undir málefna­svið 12, sinnir ýmsum verkefnum á sviði fiskeldis. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=0ac054fa-f8c4-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármála­áætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Skapa sjávarútvegi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Efling hafrannsókna.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Hafrannsóknastofnun</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>230 m.kr.*</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Efling eftirlits á sviði fiskveiða.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Fiskistofa </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>20 m.kr. </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Skilgreining verndarsvæða í hafi á grunni rannsókna og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Innleiðing aðgerða í sjávarútvegi skv. endurskoðaðri aðgerðaáætlun í loftslags­málum, mat á árangri ívilnana til smábáta og efling hafrannsókna.***</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Áframhaldandi áhersla á minnkun kolefnisspors við fiskveiðar.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Skapa lagareldi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Efling eftirlits með lagareldi.**</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Efling Fiskeldissjóðs.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Matvælaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Efling ferskvatnsrannsókna og vöktun umhverfisáhrifa vegna sjókvíaeldis.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Hafrannsóknastofnun</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>50 m.kr.*</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>*Fjárveiting til verkefnisins kemur fram í málaflokki 13.20, sem Hafrannasóknastofnun heyrir undir, en umfjöllun um markmið og helstu verkefni koma fram undir málaflokki 13.10.</p> <p>**Fjárveiting til verkefnisins kemur fram í málaflokki 12.10 sem Matvælastofnun heyrir undir og er að öðru leyti vísað í umfjöllun þar. Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 12.10.</p> <p>***Tengist aðgerð undir markmiði 1.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.051,8 m.kr. og hækkar um 8,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 82,7 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 49,5 m.kr. til eflingar Fiskeldissjóðs. Í lögum nr. 89/2019, um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, er miðað við að 1/3 af gjaldinu fari til Fiskeldissjóðs, sbr. greinargerð með lögunum. Markmiðið með hækkun framlagsins er að stuðla að enn frekari uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnið er í samræmi við markmið 3 í málaflokki 13.10.</li> <li>Gert er ráð fyrir að fjárheimild málaflokksins hækki um 20 m.kr. til fjölgunar stöðu­gilda eftirlitsmanna Fiskistofu. Kemur sú hækkun til viðbótar 45 m.kr. framlagi til verkefnisins í fjárlögum 2024. Ljóst er að styrkja þarf veiðieftirlitið sem komið er að þolmörkum en í gildandi fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að framlagið hækki á kom­andi árum og verði nærri 100 m.kr. frá og með árinu 2026. Tillagan er hluti af aðgerð­um stjórnvalda til að bregðast við áskorunum í sjávarútvegi og fiskeldi með því að efla stjórnsýslulega umgjörð þessara málaflokka og stuðla þannig að aukinni verð­mætasköpun fyrir íslenskt þjóðarbú til framtíðar. Verkefnið er í samræmi við markmið 1 í málaflokki 13.10.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 61,8 m.kr.</li> </ol> <h2>13.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi</h2> <p>Undir málaflokkinn falla verkefni Hafrannsóknastofnunar, bygging hafrannsóknaskips, Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Umhverfissjóður sjókvíaeldis og framlög til ýmissa samninga og verkefna í sjávarútvegi og fiskeldi, s.s. vegna rannsókna, þróunar og nýsköpunar. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=0ac054fa-f8c4-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.227,8 m.kr. og hækkar um 141,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 294,6 m.kr.</p> <p>Fjárfestingarframlög hækka um 142 m.kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum sem skýrist fyrst og fremst af 144 m.kr. viðbótarframlagi til tækjakaupa í nýtt hafrannsóknaskip. Að öðru leyti er ekki um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 230 m.kr. til eflingar hafrannsókna hjá Haf­rannsóknastofnun með það að markmiði að skapa sjávarútvegi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Kemur sú hækkun til viðbótar 180 m.kr. framlagi til verkefnisins í fjárlögum 2024. Tillagan er hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áskorunum í sjávarútvegi og fisk­eldi með því að efla stjórnsýslulega umgjörð þessara málaflokka og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun fyrir íslenskt þjóðarbú til framtíðar. Í fjármálaáætlun 2024–2028 og fjárlagafrumvarpi 2024 er gerð ítarleg grein fyrir því hvernig gert er ráð fyrir að ráðstafa þessum auknu fjárveitingum til stofnunarinnar vegna verkefnisins og er að öðru leyti vísað í nánari umfjöllun þar. Verkefnið er í samræmi við markmið 1 í málaflokki 13.10.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 50 m.kr. til að styrkja verkefni Haf­rannsóknastofnunar á sviði burðarþolsmats fjarðakerfa, þ.m.t. eldissvæða­skiptingu, mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis, áhættumat erfðablöndunar og rannsóknir á dreif­ingu laxa- og fiskilúsar. Kemur sú hækkun til viðbótar 126 m.kr. framlagi til verkefnis­ins í fjárlögum 2024. Tillagan er hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áskorunum í sjávarútvegi og fiskeldi með því að efla stjórnsýslulega umgjörð þessara málaflokka og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun fyrir íslenskt þjóðarbú til framtíðar. Mikil þörf hefur verið að auka eftirlit, rannsóknir og vöktun á sviði lagar­eldis. Sjókvíaeldi hefur verið í miklum vexti undanfarin fimm ár og er mikilvægt að styrkja vöktun og rannsóknir vegna samspils lífríkis við sjókvíaeldið.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar tímabundið um 144 m.kr. í eitt ár til tækjakaupa í nýtt hafrannsóknaskip.</li> <li>Tímabundin 200 m.kr. fjárheimild til málaflokksins fellur niður sem veitt var í fjárlögum 2024 til hvalatalninga.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 61,4 m.kr.</li> </ol>MatvælaráðuneytiðMatvælaráðuneytið
Blá ör til hægri14 Ferðaþjónusta<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn málaflokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/14-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Ferðaþjónusta" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/14-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>14 Ferðaþjónusta </em>árið 2025 eru áætluð 2.415,3 m.kr. og aukast um 213,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 9,9%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 247,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 11,4%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/14-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Ferðaþjónusta" /></p> <h2>14.10 Ferðaþjónusta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytis, Ferðamálastofu, Flugþróunarsjóðs og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong><strong> </strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili </strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis </strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aukin verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Endurskoðun á regluverki fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og skilvirkt eftirlit.</p> </td> <td> <p>Ferðamálastofa </p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Endurskoðun á fyrirkomulagi gjaldtöku í ferðaþjónustu.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu og aukið samstarf stofnana um rannsóknir á sviði ferðamála.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>30 m.kr. </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Aukin dreifing ferðamanna um landið með styrkingu á Flugþróunarsjóði.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>100 m.kr. </p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Jákvæð upplifun heimamanna og ferðamanna </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskrar tungu og menningar.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Fjármögnun og rekstur áfangastaða, ásamt endurskoðun á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.</p> </td> <td> <p>Ferðamálastofa</p> </td> <td> <p>60 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Áfangastaðastofur sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar.</p> </td> <td> <p>Ferðamálastofa </p> </td> <td> <p>40 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Samstarf um móttöku skemmtiferða­skipa og nýtingu innviða.</p> </td> <td> <p>Ferðamálastofa, áfangastaðastofur </p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Bætt öryggi ferðamanna.</p> </td> <td> <p>Ferðamálastofa</p> </td> <td> <p>30 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Umhverfisleg sjálfbærni í ferðaþjónustu </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Innleiðing álagsstýringar á áfangastöðum ferðamanna.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>20 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum ferðamanna. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti o.fl. </p> </td> <td> <p>20 m.kr.</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.415,3 m.kr. og hækkar um 213,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 33,7 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 200 m.kr. sem er varanlegt framlag til að vinna aðgerðaáætlun ferðamálastefnu til 2030. Aðgerðaáætlun ferðamálastefnu felur í sér rúmar 40 skilgreindar aðgerðir sem unnið verður að á árunum 2024–2030, til samræmis við áherslur og markmið stefnunnar.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. sem er varanlegt framlag til Flug­þróunarsjóðs til að styrkja og efla sjóðinn. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi með því að styðja við reglulegt millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, sbr. markmið 2.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 18 m.kr. þar sem tímabundin framlög samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd ferðaþjónustu falla niður.</li> <li>Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 72,2 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> </ol>Menningar- og viðskiptaráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytið
Blá ör til hægri15 Orkumál<h2> Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur <em>15.10 Stjórnun og þróun orkumála</em> sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/15-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Orkumál" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p> </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/15-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>15 Orkumál </em>árið 2025 eru áætluð 14.370,7 m.kr. og lækka um 410,2 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 2,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 299,8 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 2%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/15-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Orkumál" /></p> <h2>15.10 Stjórnun og þróun orkumála</h2> <p>Frá og með 1. janúar 2025 er starfsemi málaflokksins í höndum nýrrar Umhverfis- og orku­stofnunar sem kom til með sameiningu Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfis­stofnunar. Hin nýja stofnun mun heyra undir málaflokk <em>17.50 Stjórnsýsla umhverfismála</em> á málefnasviði <em>17 Umhverfismál</em>, enda sinnir stofnunin stjórnsýslulegu hlutverki. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Tryggt orkuöryggi fyrir alla landsmenn</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Söfnun og miðlun upplýsinga um raforkuframboð og bætt yfirsýn og eftirlit með tiltæku varaafli raforku í landinu. Aukin úrræði til að tryggja orkuöryggi.</p> </td> <td> <p>Umhverfis- og orkustofnun</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Aukið eftirlit og stýring vegna öryggisbirgða olíu.</p> </td> <td> <p>Umhverfis- og orkustofnun</p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Nýir orkukostir og bætt orkunýtni, s.s. vindorka á landi og á hafi, greining á möguleikum smávirkjana, varma­dælna, sólar- og sjávarfallaorku og nýting glatvarma og græns varaafls.</p> </td> <td> <p>Umhverfis- og orkustofnun o.fl.</p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Átaksverkefni um leit og nýtingu jarðhita.**</p> </td> <td> <p>Loftslags- og orkusjóður</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Græn orkuöflun. Virkir notendur framleiða fyrir eigin notkun og selja umframorku. Stuðningur við ör- og smávirkjanir og verkefni sem stuðla að bættri orku­nýtni.</p> </td> <td> <p>Loftslags- og orkusjóður</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap landsins</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Beinn stuðningur við kaup á ökutækjum er ganga fyrir hreinni orku og uppbygging innviða.</p> </td> <td> <p>Loftslags- og orkusjóður</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Greining á stöðu innviða fyrir orkuskipti og uppfærð orkuskipta- og innviðaáætlun.</p> </td> <td> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Orkuskipti í húshitun – varmadælur.*</p> </td> <td> <p>Loftslags- og orkusjóður</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Fræðsla og hnippingar varðandi úthlutun beinna styrkja til almennings til kaupa á hreinorkubifreiðum.****</p> </td> <td> <p>Loftslags- og orkusjóður</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Jöfnun orkukostnaðar á landsvísu</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Átak í jarðstrengjavæðingu og þrífösun á dreifikerfi raforku á landsbyggðinni.***</p> </td> <td> <p>RARIK og Orkubú Vestfjarða</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Áframhaldandi jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku á landsbyggðinni.</p> </td> <td> <p>Umhverfis- og orkustofnun</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Aukin neytendavernd og samkeppni á raforkumarkaði. </p> </td> <td> <p>Umhverfis- og orkustofnun o.fl. </p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Með breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunar í júní 2022 var styrkjakerfi einfaldað til kaupa á orkusparandi búnaði til húshitunar (s.s. varmadælum) á svæðum þar sem ekki er hitaveita. Áætlað heildarumfang nemur 1–1,3 ma.kr. næstu 8–10 ár frá og með 2023. Verkefnið styður einnig við markmið 3 í sama málaflokki.</p> <p>** Alþingi samþykkti, að tillögu fjárlaganefndar, að veita 450 m.kr. til átaksverkefnis um leit og nýtingu jarðhita á árunum 2023–2025 í fjárlögum 2023.</p> <p>*** Leiðir af vinnu átakshóps stjórnvalda um uppbyggingu innviða. Heildarumfang verkefnisins er áætlað 600 m.kr. á árunum 2021–2025. Þar af er tillaga að fjármögnun 275 m.kr. af byggðaáætlun. Styður einnig við markmið 1.</p> <p>**** Um er að ræða jafnréttisaðgerðir sem er ætlað að stuðla að jafnara kynjahlutfalli og aukinni fjölbreytni í hópi styrkþega. Markmið verður skilgreint í fjármálaáætlun 2026–2030.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 14.370,7 m.kr. og lækkar um 410,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 110,4 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 829,9 m.kr. vegna sameiningar Orkustofnunar og hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Umhverfis- og orkustofnun. Við þessa sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Orkustofnunar yfir á málefnasvið <em>17 Umhverfismál</em> og málaflokk <em>17.50 Stjórnsýsla umhverfismála</em> en ný stofnun fellur undir viðfangsefni þess málaflokks.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 225,4 m.kr. vegna sameiningar Loftslagssjóðs við nýjan Loftslags- og orkusjóð. Við þessa sameiningu flytjast umræddar fjár­heimildir Loftslagssjóðs yfir á málefnasvið <em>15 Orkumál</em> og málaflokk <em>15.10 Stjórnun og þróun orkumála</em> en nýr sjóður fellur undir viðfangsefni þessa málaflokks.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 25,3 m.kr. vegna tekjuáætlunar jöfnunargjalds til jöfnunar á kostnaði við dreifingu raforku.</li> <li>Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins eykst varanlega um 500 m.kr. sem ætlað er til ráðstöfunar í orkumál með áherslu á græna orkuöflun þar sem virkir notendur framleiða fyrir eigin notkun og selja umframorku, á stuðning við ör- og smávirkjanir og verkefni sem stuðla að bættri orkunýtni. Auk þess eykst almennt útgjaldasvigrúm á árinu um 13 m.kr. sem bættist við málaflokkinn á árinu 2023 en var frestað um tvö ár.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 250 m.kr. vegna tímabundinnar fjárheimildar af loftslagsfjármagni á málefnasviði 17 sem fellur niður.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 7,3 m.kr. vegna breytinga á sértekjuáætlun málaflokksins.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 101,3 m.kr. Við útdeilingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjárlagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.</li> </ol>Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Blá ör til hægri16 Markaðseftirlit og neytendamál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Einn málaflokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/16-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Markaðseftirlit og neytendamál" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/16-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>16 Markaðseftirlit og neytendamál</em> árið 2025 eru áætluð 4.197 m.kr. og aukast um 179,4 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 4,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlags­breytingum hækka útgjöldin um 227,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 5,7%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3 style="text-align: left;">Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/16-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Markaðseftirlit og neytendamál" /></p> <h2>16.10 Markaðseftirlit og neytendamál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytis, Samkeppniseftirlitsins, Neytendastofu og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aukið gagnsæi og skilvirkni, virk samkeppni og heilbrigðir viðskiptahættir fjármála- og viðskiptalífs</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Ný heildstæð stefnumótun á sviði neytendamála (þingsályktun um stefnu stjórnvalda á sviði neytendamála).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskipta­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p>Heildarendurskoðun löggjafar á sviði neytendamála (ný markaðssetningarlög o.fl.)</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p>Neytendastofa sinni útgáfu leiðbeininga til almennings og fyrirtækja (t.d. varðandi lánamál).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Neytendastofa</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p>Aukin neytendavernd og upplýsingagjöf á sviði fasteignakaupa og fjármálaþjónustu. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p>Ný heimasíða sett upp með markvissari upplýsingagjöf og bættu aðgengi að upplýsingum um það regluverk sem gildir um einstakar tegundir eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Seðlabanki Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Vinna úr og framkvæma ábendingar í FSAP-skýrslu AGS á sviði fjármálaeftir­lits og fjármálastöðugleika.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Seðlabanki Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.197 m.kr. og hækkar um 179,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 48,2 m.kr. </p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirfarandi: </p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 10,1 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 189,8 m.kr. í samræmi við rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins. Fjárveiting úr ríkissjóði er jafnhá áætluðum tekjum af eftirlitsgjaldi til að standa undir rekstri Fjármálaeftirlits. Sjá nánari umfjöllun í frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025.</li> </ol>Menningar- og viðskiptaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri17 Umhverfismál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og matvælaráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun. </p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/17-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Umhverfismál" /> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/17-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>17 Umhverfismál </em>árið 2025 eru áætluð 37.397,4 m.kr. og aukast um 2.781,2 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 8,2%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.750 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 11,1%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/17-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Umhverfismál" /></p> <h2>17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla</h2> <p>Frá og með 1. janúar 2025 er starfsemi málaflokksins í höndum nýrrar Náttúruverndar­stofnunar, sem kom til með sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs og hluta af starfsemi Umhverfis­stofnunar, Lands og skógar sem fer með viðfangsefni landgræðslu og skógræktar, en sú stofnun fellur undir viðfangsefni matvælaráðuneytis, og Þjóðgarðsins á Þingvöllum sem var felldur undir viðfangsefni forsætisráðuneytisins þann 1. september sl. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða á ferða­mannastöðum í samræmi við landsáætlun um innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Áframhaldandi styrking náttúruverndarsvæða og efling landvörslu til að bæta þjónustu á þeim.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Reglubundið mat á ástandi skilgreindra áfanga­staða innan náttúruverndarsvæða.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Að auka árlegt umfang uppgræðslu og endurheimtar vistkerfa og nýskógræktar</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Innleiðing reglugerðar nr. 670/2024 um sjálfbæra landnýtingu. </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Mótun gæðaviðmiða fyrir val á landi og framkvæmd skógræktar.*</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Rannsóknir, þróun og efling þekkingar á samspili landnotkunar, loftslagsmála og líffræðilegrar fjöl­breytni.*</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Forathugun á byggingu fræhúss fyrir framleiðslu á lerki.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 17.5 um að draga úr nettólosun gróðurhúsa­lofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 8.667,3 m.kr. og hækkar um 1.496,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 373,1 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 1.200,9 m.kr. vegna sameiningar Vatna­jökuls­þjóðgarðs og hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Við sam­einingu flytjast umræddar fjárheimildir frá Umhverfisstofnun úr málaflokki <em>17.50 Stjórnsýsla umhverfismála</em> yfir í þennan málaflokk er ný stofnun tilheyrir.</li> <li>Hækkun á sértekjuáætlun nemur 376,7 m.kr. Um er að ræða tekjuaukningu hjá Þjóð­garðinum á Þingvöllum og Náttúruverndarstofnun (þ.e. þess hluta sem kom frá Vatnajökulsþjóðgarði).</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 20,5 m.kr. vegna niðurfelldrar tímabundinnar fjárheimildar til verkefnisins um Vernd Breiðafjarðar.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 60 m.kr. Við útdeil­ingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjárlagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.</li> </ol> <h2>17.20 Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum nýrrar Náttúrufræðistofnunar sem kom til með sam­einingu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Land­mælinga Íslands þann 1. júlí sl. Auk þess kemur Veðurstofa Íslands að starfsemi málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að efla vöktunarkerfi vegna náttúruvár</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left;"> <p>Átak í gerð áhættu- og hættumats vegna eldgosa á Reykjanesi.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>400 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left;"> <p>Bætt vöktun náttúruvár með áreiðanlegri og lengri og viðvörunartíma og bættu rekstraröryggi vöktunar­kerfa.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left;"> <p>Styrking reksturs og fjölgun mælabúnaðar fyrir veður-, vatna- og jarðskjálftakerfi auk mats á náttúru­vá.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left;"> <p>Endurnýjun og uppbygging veðursjárkerfis.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left;"> <p>Greining og uppbygging upplýsingatækni innviða.*</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Að efla rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Rannsóknir, vöktun og miðlun á loftslagsbreytingum og þeim afleiðingum sem þær kunna að valda.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Veðurstofa Íslands</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á súrnun sjávar.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Hafrannsóknastofnun</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Vöktun náttúruverndarsvæða undir álagi ferða­manna.**</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Náttúrufræðistofnun </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Með auknum áskorunum í vöktun náttúru Íslands skapast nýjar áskoranir og ógnir við upplýsingakerfi sem bregðast þarf við. Áætlað er að hefja ítarlega greiningu á uppbyggingu upplýsingatækniinnviða á Veðurstofu Íslands en verkefnið er í takt við markmið í stjórnarsáttmála um mikilvægi stafrænna innviða við stefnumótun og ákvarðanatöku.</p> <p>**Verkefnið „Vöktun náttúruverndarsvæða“ styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 17.1 um að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.751,1 m.kr. og hækkar um 364 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 309,1 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 393,2 m.kr. vegna sameiningar Landmælinga Íslands við nýja Náttúrufræðistofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Landmælinga Íslands af málefnasviði <em>06</em><em> Hagskýrslugerð og grunnskrár</em> yfir á málefnasvið <em>17 Umhverfismál</em> og undir þennan málaflokk.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 400 m.kr. en um er að ræða tímabundið fjárfestingarframlag til Veðurstofu Íslands vegna átaks við gerð áhættu- og hættumats vegna eldgosa á Reykjanesi.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 38,2 m.kr. vegna styrkingar Veðurstofu Íslands vegna ýmissa verkefna.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 25 m.kr. sem skýrist annars vegar af 21 m.kr. aukningu vegna líffræðilegrar fjölbreytni og 4 m.kr. vegna Surtseyjar.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 205 m.kr. vegna niðurfellingar á tímabundnu framlagi til úrbóta í innviðum í kjölfar óveðurs í desember 2019.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 48 m.kr. vegna tímabundins framlags til reksturs náttúrustofa. </li> <li>Sértekjuáætlun málaflokksins lækkar um 182 m.kr. er skýrist að mestu leyti af lækkun sértekna hjá Veðurstofu Íslands.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 64,9 m.kr. Við útdeil­ingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjárlagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.</li> </ol> <h2>17.30 Meðhöndlun úrgangs</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er m.a. í höndum Endurvinnslunnar hf. og Úrvinnslusjóðs. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/17-umhverfismal/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að auka endurvinnslu heimilisúrgangs</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmd sérstakrar söfnunar á heimilisúrgangi.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, sveitar­félög, Úrvinnslusjóður o.fl.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Fjárhagslegur stuðningur við verkefni sem efla hringrásarhagkerfi.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmd aðgerða á grundvelli stefnunnar „Í átt að hringrásarhagkerfi, stefna í úrgangsmálum 2021–2032“.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti o.fl.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmd úrgangsforvarnastefnu.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti og Umhverfisstofnun</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmd aðgerða á grundvelli aðgerðaáætlunar í plastmálefnum frá árinu 2020.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti o.fl.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmd aðgerða gegn matarsóun á grundvelli aðgerðaáætlunar gegn matarsóun frá árinu 2021.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti, Umhverfisstofnun o.fl.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 11.096,7 m.kr. og hækkar um 870 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2,1 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins vegna Endurvinnslunnar hækkar um 600 m.kr. Byggt er á áætlun um magnaukningu og hækkun á skila- og umsýslugjaldi.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins vegna Úrvinnslusjóðs er aukin um 90 m.kr. vegna áætlunar um magnaukningu og hækkun á úrvinnslugjaldi. </li> <li>Tekjuáætlun málaflokksins hækkar um 180 m.kr. Um er að ræða breytingu á vaxta­tekjum Úrvinnslusjóðs.</li> </ol> <h2>17.40 Varnir gegn náttúruvá</h2> <p>Einn ríkisaðili, Ofanflóðasjóður, tilheyrir málaflokknum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <p> </p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa landsins gegn ofanflóðum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdir í Bíldudal, á Flateyri, á Seyðis­firði og í Neskaupstað.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Ofanflóðasjóður</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>737 m.kr.</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.961,5 m.kr. og hækkar um 137 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 13,6 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 737 m.kr. Um er að ræða þrenns konar breyt­ingar á fjárheimildum. Í fyrsta lagi er um að ræða árlega 100 m.kr. hækkun fjár­heimildar tímabilið 2023–2027 til að mæta uppfærslu á framkvæmdarkostnaði, 500 m.kr. aukningu fjárheimilda samkvæmt fyrri fjármálaáætlun og 137 m.kr. vegna þess að sjóðurinn var skertur um þá fjárhæð á síðasta ári vegna kaupa ríkissjóðs á skólahúsnæði í Bíldudal en nú gengur sú skerðing til baka.</li> <li>Á móti lækkar fjárheimild málaflokksins um 600 m.kr. Um er að ræða niðurfellingu á tilfærslu fjármagns sem átti að falla til á árinu 2030 samkvæmt fjármálaáætlun 2024–2028 en var í fjárlögum 2024 flýtt vegna aðkallandi framkvæmda í Neskaupstað í kjölfar snjóflóða.</li> </ol> <h2>17.50 Stjórnsýsla umhverfismála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu umhverfis-, orku- og loftslags-ráðuneytis, Umhverfis- og orkustofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þær breytingar hafa orðið á stofnanaskipulagi málaflokksins að ný stofnun, Umhverfis- og orkustofnun, starfar frá 1. janúar 2025 og frá sama tíma hættir Umhverfisstofnun starfsemi. Þá flyst Stofnun Vilhjálms Stefánssonar undir starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðuneytisins sem hluti af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/17-umhverfismal/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Loftslagsmál eru snar þáttur í stjórnsýslu umhverfismála. Undir þennan málaflokk falla fjárheimildir til loftslagsaðgerða og loftmengunarmála. Umfangsmestu verkefni á sviði lofts­lagsmála eru stefnumótun og eftirfylgni fyrir kolefnishlutlaust Ísland, aðgerðaáætlun í lofts­lagsmálum sem snýr að samdrætti í losun og aðlögunaráætlun vegna áhrifa loftslagsbreytinga. </p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingar sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left;"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 1:</strong> Að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og markmið um kolefnishlutleysi Íslands</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Stefnumótun um kolefnishlutlaust Ísland og verkstjórn og framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Styrking stjórnsýslu loftslagsmála, upplýsinga­gjöf og samþætting þvert á málefnasvið.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Samtal við ESB um hert markmið í loftslags­málum og innleiðing regluverks því tengdu.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Úrbætur á losunarbókhaldi fyrir landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (LULUCF) í samræmi við reglur ESB og Loftslagssamnings SÞ.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti,<br /> Umhverfisstofnun, Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Rannsóknir á kolefnisforða, losun og bindingu í jarðvegi og gróðri.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti, Land og skógur</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Útfærðar reglur fyrir starfsemi fyrirtækja varð­andi kolefnisföngun og varanlega geymslu kolefnis.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Samstarf við bændur um loftslagsvænni landbúnað. </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 2:</strong> Að efla viðnámsþrótt íslensks samfélags og lífríkis gagnvart loftslagsvá</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Unnin verði áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 3: Að efla náttúruvernd, m.a. með friðlýsingu náttúruverndarsvæða</strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði. </p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis- og orkustofnun</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Fræðslu- og kynningarverkefni innan þjóð­garða og annarra verndarsvæða.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Kortlagning óbyggðra víðerna.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Undirbúningur að stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Endurskoðun stefnu um verndun líffræðilegrar fjölbreytni.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left;"> <p><strong>Markmið 4:</strong> Að efla hreinsun fráveitu.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left;"> <p>Átak í fráveitumálum sveitarfélaga.</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.920,8 m.kr. og lækkar um 86,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 270,9 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 829,9 m.kr. sem skýrist af sameiningu Orkustofnunar og hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Umhverfis- og orkustofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Orkustofnunar af málefnasviði <em>15 Orkumál </em>yfir á málefnasvið <em>17 Umhverfismál</em> og þennan málaflokk er ný stofnun fellur undir.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.200,9 m.kr. sem skýrist af tilfærslu hluta Umhverfisstofnunar inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Við sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir frá Umhverfisstofnun yfir í málaflokk 17.10 er ný stofnun tilheyrir.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 225,4 m.kr. vegna sameiningar Loftslagssjóðs við nýjan Loftslags- og orkusjóð. Við þessa sameiningu flytjast umræddar fjárheimildir Loftslagssjóðs úr þessum málaflokki yfir á málefnasvið <em>15 Orkumál</em> og málaflokk <em>15.10 Stjórnun og þróun orkumála</em> en nýr sjóður fellur undir viðfangsefni þessa málaflokks.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 65 m.kr. en um að ræða varanlega aukningu almenns útgjaldasvigrúms úr fyrri fjármálaáætlun til ráðstöfunar í náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 99,8 m.kr. en annars vegar er um er að ræða 61,8 m.kr. hækkun á almennu útgjaldasvigrúmi frá fyrri fjármálaáætlun og hins vegar um 38 m.kr. almenna hækkun útgjaldasvigrúms frá árinu 2023 er frestað var í tvö ár.</li> <li>Sértekjuáætlun málaflokksins lækkar um 16,5 m.kr. er skýrist að mestu leyti af 26,4 m.kr. lækkun sértekna hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins og 12,4 m.kr. hækkun tekna hjá Umhverfis- og orkustofnun (þ.e. þess hluta sem áður tilheyrði Umhverfisstofnun).</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. en um er að ræða niðurfellingu á tímabundnu framlagi til hringrásarhagkerfisins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar tímabundið um 1.100 m.kr. vegna ráðstöfunar losunarheimilda til flugfélaga. Á móti lækka fjárheimildir um 500 m.kr. vegna niður­fellingar á tímabundnu framlagi svokallaðs sveigjanleikaákvæðis.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 107,6 m.kr. Við útdeilingu á aðhaldskröfu málaflokksins er beitt hlutfallslegri skiptingu niður á fjár­lagaliði að teknu tilliti til stöðu og áhættumats. Lögð er sérstök áhersla á að standa vörð um þau verkefni og stofnanir sem hafa lítið fjárhagslegt svigrúm.</li> </ol>Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðMatvælaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðMatvælaráðuneytið
Blá ör til hægri18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/18-M01%20-%20Copy%20(1).png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/18-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál</em> árið 2025 eru áætluð 24.075,4 m.kr. og aukast um 1.333,4 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 6,1%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.253,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 10,3%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/18-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál" /></p> <h2>18.10 Safnamál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum ríkisins, sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana og annarra aðila. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að almenningur hafi betri aðgang að menningar- og náttúruarfi þjóðarinnar</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að stefnumótun um rafræna langtímavörslu skjala.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Hugað að auknu samstarfi og/eða sameiningu safna.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna að uppbyggingu nýs sýningar­húsnæðis fyrir Náttúruminjasafn Íslands. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti og Náttúruminjasafn Íslands</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Áframhaldandi uppbygging menningarhúsa á landsbyggðinni, efling og uppbygging sögustaða með hliðsjón af ferðamálastefnu og tillögu til þingsályktunar þar að lútandi.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Frumathugun í húsnæðismálum Listasafns Íslands. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneytiog Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir </p> </td> <td> <p>Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla vernd á menningararfi þjóðarinnar í samræmi við alþjóðlegar kröfur</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna samkvæmt áætlun um uppbyggingu og endurnýjun varðveislurýma fyrir safnkost í ríkiseigu.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Stuðningur vegna reksturs varðveislu­húsnæðis Þjóðskjalasafns Íslands og kaupa á búnaði. </p> </td> <td> <p>Þjóðskjalasafn Íslands</p> </td> <td> <p>180 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Innleiðing á viðbragðsáætlunum safna vegna loftslags- og náttúruvár.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Efla skráningu og rannsóknir safnkosts</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Meta stöðu skráninga og stafvæðingar safnkosts með hliðsjón af forgangsröðun stofnana og aðgengi almennings. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.115,4 m.kr. og lækkar um 29,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 311,4 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 180 m.kr. vegna nýs varðveisluhúsnæðis Þjóðskjalasafns Íslands. Framlagið skiptist annars vegar í 80 m.kr. vegna húsaleigu á varðveisluhúsnæðinu og hins vegar í 100 m.kr. tímabundið framlag til eins árs til kaupa á hillukerfum fyrir varðveisluhúsnæði að Sundaborg 11–13 sem tekið er á leigu vegna aukningar í skjalaskilum hjá skilaskyldum stofnunum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin varanlega um 10 m.kr. vegna framlags til Kvik­myndasafns Íslands í tengslum við stafvæðingu safnsins. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 60 m.kr. þar sem tímabundið framlag vegna framkvæmdaverkefna gengur til baka. Framlagið er millifært af málaflokki <em>18.20 Menningarstofnanir</em> yfir á málaflokk <em>18.10 Safnamál</em>. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 80,1 m.kr. í samræmi við áætlun um rekstrartekjur ríkisaðila. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 35 m.kr. þar sem tímabundin framlög ganga til baka. Framlögin komu af tíma­bundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 55 m.kr. þar sem tímabundin framlög samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd safnamálum falla niður. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 104,8 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> </ol> <h2>18.20 Menningarstofnanir</h2> <p>Starfsemi málaflokksins nær yfir opinberar stofnanir á sviði lista og menningar, s.s. Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska dansflokkinn, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Minjastofnun Íslands. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp; </p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td colspan="2"> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Efla aðgengi og auka aðsókn að menningarstofnunum</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Bætt aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi með samvinnu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að aukinni samþættingu barnamenningar við starf menningarstofnana og miðstöðva listgreina með hliðsjón af þingsályktun um eflingu barnamenningar.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> <td> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Vernda menningararf þjóðarinnar með markvissari hætti</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Efla skráningu menningarminja í landinu, bæði út frá skil­greindum forgangssvæðum og áherslusvæðum, þ.m.t. svæða sem eru utan skráningarskyldra svæða sveitarfélaga vegna skipulagsgerðar, þjóðlendna og friðlýstra svæða.</p> </td> <td> <p>Minjastofnun Íslands</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Efla tækniinnviði, upplýsingaveitur og miðlun gagna á sviði skráningar menningarminja, þ.m.t. gagnagrunn.</p> </td> <td> <p>Minjastofnun Íslands</p> </td> <td colspan="2"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 8.704,1 m.kr. og hækkar um 143,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 446,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um teljandi breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin varanlega um 75 m.kr. vegna stofnunar þjóðar­óperu, sbr. frumvarp til laga um breytingar á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin varanlega um 20 m.kr. vegna framlags til Kvik­myndamiðstöðvar Íslands vegna áframhaldandi verkefna samkvæmt kvikmyndastefnu.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 268,9 m.kr. í samræmi við áætlun um rekstrartekjur ríkisaðila. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 60 m.kr. þar sem tímabundið framlag til eins árs vegna framkvæmdaverkefna gengur til baka. Framlagið er millifært af málaflokki <em>18.20 Menningarstofnanir</em> yfir á málaflokk <em>18.10 Safnamál</em>.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 40 m.kr. þar sem tímabundin framlög samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd menningarstofnunum falla niður. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 50 m.kr. þar sem tímabundið framlag gengur til baka. Framlagið kom af tímabundnu fjárfestingar­átaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 88,3 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> </ol> <h2>18.30 Menningarsjóðir</h2> <p>Starfsemi málaflokksins felst í fjárveitingum ríkisins sem er úthlutað í gegnum lögbundna sjóði. Helstu sjóðir málaflokksins eru Fornminjasjóður, Húsafriðunarsjóður, launasjóðir lista­manna, Kvikmyndasjóður, Myndlistarsjóður, Bókasafnssjóður höfunda, Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, Starfsemi áhugaleikfélaga, Starfsemi atvinnuleikhópa (sviðslistasjóður), Tónlistarsjóður, Barnamenningarsjóður Íslands, Bókasafnasjóður og heiðurslaun listamanna. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið samkvæmt aðgerðaáætlunum í málefnum íslenskrar tungu og táknmáls. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Hækkun til starfslaunasjóða listamanna og tveir nýir starfslaunasjóðir verða að veruleika, launasjóður kvikmyndahöfunda og Vegsemd, fyrir listamenn 67 ára og eldri.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>125 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Hefja innleiðingu á stefnum í málefnum bókmennta og sviðslista. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið samkvæmt stefnumótun listgreina; kvikmynda-, myndlistar- og tónlistarstefnu.<br /> <br /> </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Hagnýting máltæknilausna fyrir almenning</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Máltækniáætlun 2 hrint í framkvæmd.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Tryggja tölfræði og kyngreind gögn um menningarsjóði</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Skilgreining og birting lykiltalna um menningarstarf og skapandi greinar.</p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti, Hagstofa Íslands og Rannsóknasetur skapandi greina</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að aukinni skilvirkni sjóðakerfis lista, menningar og skapandi greina. </p> </td> <td> <p>Menningar- og viðskiptaráðuneyti </p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.055,6 m.kr. og lækkar um 396,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 97,2 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin varanlega um 125 m.kr. til hækkunar á starfs­launum listamanna. Breytingar voru gerðar á lögum um listamannalaun nr. 57/2009, í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin varanlega um 170 m.kr. til að efla Kvikmyndasjóð, Myndlistarsjóð, Sviðslistasjóð og Bókasafnssjóð höfunda. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið til eins árs um 48 m.kr. vegna stofnunar Tónlistarmiðstöðvar Íslands og eflingar sjóða þar undir í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menningu til 2030. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 153,2 m.kr. þar sem tímabundin framlög ganga til baka. Framlögin komu af tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 13 m.kr. í samræmi við áætlun um rekstrartekjur ríkisaðila. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 500 m.kr. vegna niðurfellingar tímabundins framlags til menningarmála. Framlagið var til þriggja ára, þ.e. 2021–2023, en hluti þess var færður til ársins 2024 vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í júní 2022 til að draga úr þenslu og bæta afkomu. &nbsp;</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 119,7 m.kr. þar sem tímabundin framlög samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd menningarmálum falla niður. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 254,4 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> </ol> <h2>18.40 Íþrótta- og æskulýðsmál</h2> <p>Starfsemi í málaflokknum er að mestu leyti á hendi frjálsra félaga og félagasamtaka sem og sveitarfélaga, í samstarfi við ríkið. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. </p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2023 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins. </p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvanga í frjálsíþróttum og knattspyrnu.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, forsætisráðuneyti, ÍSÍ og sérsambönd</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að undirbúningi framkvæmda vegna þjóðarleikvangs (Þjóðarhallar) fyrir inniíþróttir.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, forsætisráðuneyti, ÍSÍ og sérsambönd</p> </td> <td> <p>1.500 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Fylgjast með þátttöku barna með annað móðurmál en íslensku í íþrótta- og æskulýðsstarfi í samvinnu við Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands og setja áherslur í samninga við íþrótta­hreyfinguna og sjóði sem stuðla að aukinni þátttöku iðkenda í þessum hópi.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnarmála­ráðuneyti, Mennta­vísindasvið HÍ og íþrótta- og æskulýðsfélög</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Innleiðing aðgerðaáætlunar í tómstunda- og félagsstarfi barna og ungmenna.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneyti, æskulýðsráð, samband sveitarfélaga og umboðsmaður barna</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Efla starfsemi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneyti</p> </td> <td> <p>&nbsp;</p> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Efla almenningsíþróttastarf íþróttahreyfingarinnar, s.s. íþróttir eldri borgara.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneytið</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Þróa samstarfsvettvang gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum í samræmi við alþjóðasamning Evrópuráðsins. Samlegð við starfsemi Lyfjaeftirlits Íslands verði skoðuð.</p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamála­ráðuneyti, dómsmála­ráðuneyti, ríkislögreglu­stjóri og hagsmunaaðilar</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Efla heildarumgjörð afreksíþrótta og þ.m.t. að vinna að réttindamálum afreksfólks í íþróttum. </p> </td> <td> <p>Mennta- og barnamálaráðuneyti, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands</p> </td> <td> <p>250 m.kr. </p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.130,7 m.kr. og hækkar um 1.589 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 16,7 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.500 m.kr. til framkvæmda við Þjóðarhöll. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 250 m.kr. til þess að fylgja eftir aðgerðum í stjórnarsáttmála tengdum afreksíþróttum. Fjárheimildin er flutt af málaflokki 20.10 Framhaldsskólar.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 146 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Helstu framlög sem falla niður eru 20 m.kr. framlag til uppbyggingar á landsmóts­svæði fyrir landsmót hestamanna 2024 og vegna annarra tímabundinna framlaga frá fjárlaganefnd í ýmis íþróttatengd verkefni sem eru að falla niður.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 15 m.kr. og lækkar fjárheimild málaflokksins sem því nemur. Skiptist aðhaldið niður á milli verkefna og sjóða innan málaflokksins.</li> </ol> <h2>18.50 Stjórnsýsla menningar og viðskipta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytis. Nánar er fjallað um málaflokkinn i fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.069,6 m.kr. og hækkar um 27,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 47,7 m.kr. </p> <p>Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 49 m.kr. til að efla og styrkja stjórnsýslu ráðuneytis menningar, ferðamála og viðskipta. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 11,8 m.kr. sem fellur að mestu leyti á menningar- og viðskiptaráðuneytið.</li> </ol>Mennta- og barnamálaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytið
Blá ör til hægri19 Fjölmiðlun<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn mála-flokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/19-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjölmiðlun" /> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/19-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>19 Fjölmiðlun </em>árið 2025 eru áætluð 7.289,2 m.kr. og aukast um 336,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 4,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 343,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,9%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3><strong>Hagræn skipting útgjalda</strong></h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/19-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjölmiðlun" /> <h2>19.10 Fjölmiðlun</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum fjölmiðlanefndar, Ríkisútvarpsins ohf. og einkarekinna fjölmiðla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 202</strong><strong>5</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Stuðningur við einkarekna fjölmiðla og aðgangur að fjölmiðlaefni á íslensku</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Innleiðing fjölmiðlastefnu, sbr. þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla, sbr. stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla og aðgerðir í fjölmiðla­stefnu.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Styrkja svæðisbundna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins sérstaklega.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Tal- og textunarsjóður fyrir fjölmiðla til að auka aðgengi að talsettu og textuðu barnaefni á íslensku, sbr. aðgerðaáætlun í fjölmiðlastefnu.*</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Nýsköpunar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Stuðningur við nýtt grunnnám í blaðamennsku við Háskóla Íslands.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Sjálfstætt Ríkisútvarp sem nýtur trausts og sinnir vandaðri og aðgengilegri fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áhersla á leikið íslenskt efni til að auka framboð og gæði á leiknu íslensku sjónvarpsefni skv. þjónustusamningi.</p> </td> <td> <p>RÚV</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Unnið verði að því að nýta gervi­greind til uppbyggingar á máltækni­lausnum og sjálfvirkri textun í raun­tíma á íslensku tal- og myndefni.</p> </td> <td> <p>RÚV</p> <p>&nbsp;</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Fræðsla sem eflir stafræna færni, netöryggi og miðlalæsi allra aldurshópa, með áherslu á börn og ungmenni</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi samanburðar­rannsóknir á stafrænni færni, netöryggi og miðlalæsi.</p> </td> <td> <p>Fjölmiðlanefnd</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">SAFT – miðlalæsis- og netöryggis­fræðsla í grunnskólum til að efla stafræna færni.</p> </td> <td> <p>Fjölmiðlanefnd</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 18.3.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.289,2 m.kr. og hækkar um 336,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 6,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um neinar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 390 m.kr. til samræmis við tekjuáætlun af útvarpsgjaldi. </li> <li>Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 53,3 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> </ol>Menningar- og viðskiptaráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytið
Blá ör til hægri20 Framhaldsskólastig<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/20-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Framhaldsskólastig" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/07-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>20 Framhaldsskólastig </em>árið 2025 eru áætluð 49.082,3 m.kr. og aukast um 640,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.406,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 7,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Útgjaldarammi – Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/20-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Framhaldsskólastig" /></p> <h2>20.10 Framhaldsskólar</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum 40 opinberra og einkarekinna framhaldsskóla. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=6d5b3bca-f8d6-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Hækka hlutfall nemenda sem ljúka starfs- og tækninámi og jafna kynjadreifingu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoða framtíðarskipulag og hús­næðiskost framhaldsskóla með það mark­mið að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum og fjölga nemendum í starfs- og tækninámi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">300 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Fjölga nemaplássum og vinna að jafnari kynjadreifingu í starfsnámi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Nemastofa atvinnulífsins</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Einfalda leiðir eldri nemenda til að fá hæfnimat og ljúka starfsnámi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Fjölga nemendum sem ljúka námi úr framhaldsskóla</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framhaldsskólum. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Veita sérstakt fjárframlag til framhalds­skóla vegna nemenda í brotthvarfshættu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Mæla árlegt brotthvarf úr framhaldsskóla og kynna skólastjórnendum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Auka gæði menntunar í framhaldsskólum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu á framhaldsskólastigi með áherslu á þjón­ustu, ráðgjöf og stuðning við framhalds­skóla. Þátttaka í þróun miðlægrar staf­rænnar námsgagnaveitu þvert á skólastig.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Þróun starfa í framhaldsskóla til að mæta þörfum fjölbreyttari nemendahóps í sam­ræmi við faglegar áherslur á hverjum stað og tíma.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Kennarasamband Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoðun gæðaviðmiða og fram­kvæmdar ytra mats.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi þróun reiknilíkans.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="text-align: left;">Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 47.209,7 m.kr. og hækkar um 490,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.693 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Við vinnslu frumvarps til fjárlaga 2025 var stuðst við fyrirliggjandi upplýsingar um nemendatölur. Fyrir 2. umræðu fjárlaga 2025 verða gerðar breytingar á nemendafjöldatölum og fjárveitingum til skóla þar sem þá liggja fyrir betri upplýsingar um skólavist nemenda enda þá nokkuð liðið á skólaárið.</p> <p style="text-align: left;">Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 270 m.kr. vegna fjölgunar nemenda í verk­námi.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 300 m.kr. vegna uppbyggingar verknámsskóla.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 400 m.kr. vegna aðgerða sem snúa að verkefnum til að efla framhaldsskólakerfið m.a. með eflingu námsgagnagerðar, auka aðgengi að námi og auka stuðning við nemendur innan framhaldsskóla.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 90,1 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 250 m.kr. vegna millifærslu yfir á málaflokk 18.40 Íþrótta- og æskulýðsmál meðal annars vegna stuðnings við ungt fólk í afreksíþróttum og fleira.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 42 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 327,4 m.kr. og lækkar fjárheimild málaflokksins sem því nemur. Skiptist aðhaldið niður á milli verkefna og sjóða innan málaflokksins.</li> </ol> <h2>20.20 Tónlistarfræðsla</h2> <p>Um málaflokkinn gilda lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, og taka þau til tónlistarskóla sem reknir eru af sveitarfélögum og annarra sem njóta styrks samkvæmt lögunum. <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/20-framhaldsskolastig/">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Heildar­fjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 776,3 m.kr. og tekur ekki breytingum frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 46,2 m.kr.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Aukin gæði tónlistarnáms</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Úttekt á framkvæmd aðalnámskrár tónlistarskóla.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Rýni fjárhagslegs samkomulags um stuðning við tónlistarnám og gildandi lagaramma.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 176px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 127px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <h2>20.30 Vinnustaðanám og styrkir</h2> <p>Tilgangur löggjafar um vinnustaðanámssjóð er að auðvelda nemendum að ljúka tilskildu námi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana af vinnustaðanámi og auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka nemendur á náms- eða starfsþjálfunarsamning. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að markmið og aðgerðir í málaflokki <em>20.10 Framhaldsskólar</em> eru að hluta til leiðandi fyrir úthlutun námsstyrkja. Árin 2025–2029 verður fylgst með áhrifum rafrænnar ferilbókar á starfsþjálfun og tímalengd hennar með það í huga hvort endurskoða þurfi. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 392,6 m.kr. og hækkar um 150 m.kr. frá fyrri fjárlögum en um er að ræða hækkun á fjárveitingu sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.</p> <h2>20.40 Jöfnun námskostnaðar</h2> <p>Undir málaflokkinn falla lög um námsstyrki, nr. 79/2003, sem veittir eru til jöfnunar á fjár­hagslegum aðstöðumun nemenda í framhaldsskólum að því leyti sem búseta veldur þeim misþungri fjárhagsbyrði eða efnaleysi torveldar þeim nám. </p> <p>Meginmarkmið þessa málaflokks er að stjórnvöld leggi áherslu á jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum. Á árinu verður gerð úttekt á framkvæmd laga um námsstyrki og skoðað hvernig þau þjóna hlutverki sínu. Samhliða verður endurskoðuð reglugerð um námsstyrki, nr. 692/2003. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 703,7 m.kr. en annars tekur málaflokkurinn ekki breytingum frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 26,4 m.kr.</p>Mennta- og barnamálaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytið
Blá ör til hægri21 Háskólastig<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra utan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem heyrir undir menningar- og viðskipta­ráðherra. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafn­framt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2024–2026. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/21-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Háskólastig" /></p> <p style="text-align: left;"><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/21-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>21 Háskólastig</em> árið 2025 eru áætluð 69.919,3 m.kr. og aukast um 1.183 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.516 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,9%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/21-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Háskólastig" /></p> <h2>21.10 Háskólar og rannsóknarstarfsemi</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum fjögurra opinberra og þriggja einkarekinna háskóla, auk rannsóknastofnunarinnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Undir málaflokkinn fellur einnig Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og starfsemi rannsókna-, fræða- og þekkingarsetra á landsbyggðinni auk Gæðamats íslenskra háskóla, áður Gæðaráðs íslenskra háskóla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Aukið samstarf háskóla í þágu gæða og samfélags</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Efling háskólastigs með aðgerðum til stuðnings sameiningum háskóla, m.a. gegnum háskólasamstæðu.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Framkvæmd verkefna undir hatti „Sam­starfs háskóla“ með sérstakri áherslu á sameiningu háskóla, sameiginlega stoð­þjónustu, uppbyggingu rannsóknainnviða, opin og ábyrg vísindi, aukinn sveigjanleika í námi og alþjóðasamstarf.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Stuðningur við sameiginlegar námsleiðir og prófgráður, innan lands sem á alþjóða­vettvangi, m.a. gegnum Evrópunet háskóla styrkt af Erasmus+ og Horizon Europe. </p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" style="text-align: left; width: 521px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Aukin gæði náms og námsumhverfis</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Innleiðing á Árangurstengdri fjármögnun, nýju líkani sem dreifir fjármunum á milli háskóla. Efling háskólastarfs og aukin samkeppnishæfni í alþjóðlegum saman­burði, með auknu fjárframlagi sem tekur tillit til árangurs í kennslu, rannsókna og annarrar starfsemi í þágu samfélags.*</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">1.400 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Uppbygging Húss heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands hjá Nýja Landspítalanum með áherslu á betri innviði og umgjörð rannsókna og náms.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">411 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Uppbygging húsnæðis við Háskólann á Hólum, í þágu fiskeldis- og rannsóknar­aðstöðu auk aðstöðu fyrir námsbraut í hestafræði.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">200 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Áhersla á aðgengilega háskóla, aukna fjölbreytni og inngildingu nemenda í háskólasamfélaginu með óskertum opinberum framlögum gegn niðurfellingu skólagjalda, aðgerðum til úrbóta á kynja­halla, fjölgun ungra karla í námi sem og greiðara aðgengi fatlaðra. Unnið að fjölgun nemenda á samfélagslega mikilvægum sviðum, s.s. innan heilbrigðis- og STEM-greina.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Innleiðing nýrra viðmiða um æðri menntun og prófgráður, m.a. með eflingu örnáms til að auka sveigjanleika sí- og endur­menntunar háskólamenntaðra.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2"> <p style="text-align: left;">Breytingar á gjaldtökuheimildum opinberra háskóla til að heimila innheimtu skóla­gjalda af nemendum utan EES-svæðis, til samræmis við önnur Norðurlönd.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td></td> <td></td> <td></td> <td></td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 521px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Styrkja rannsóknastarf og umgjörð þess</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Rannsóknarhluti Árangurstengdrar fjár­mögnunar hvetur til og umbunar fyrir árangur í rannsóknum. Fjármagni er dreift til háskóla m.t.t. birtingatölfræði, braut­skráninga doktorsnema og árangurs af erlendri styrkjasókn.*</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Aðgerð um sameiginlegar siðanefndir háskóla, m.a. m.t.t. gervigreindar.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Bygging jarðræktarmiðstöðvar við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og matvælaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">100 m.kr.</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">* Nánar er fjallað um Árangurstengda fjármögnun í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins.</p> <p style="text-align: left;">Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 63.204,1 m.kr. og hækkar um 2.466,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 3.217,5 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 1.400 m.kr. til að bæta fjármögnun háskóla og fjölga nemendum í háskólum. Fjármagninu er dreift til skólanna í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun sem fjallað er ítarlega um í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 200 m.kr. vegna uppbyggingar húsnæðis fyrir eldis- og rannsóknaraðstöðu fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, auk þess að tryggja betur aðstöðu námsbrautar í hestafræði.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. vegna byggingar jarðræktar­miðstöðvar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 411 m.kr. vegna uppbyggingar Húss heil­brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem fjármagnað er með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 550 m.kr. vegna aukinna tekna stofnana sem hefur ekki áhrif á framlag ríkisins úr málaflokknum.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 481,9 m.kr. og þar munar mest um að framlög í varasjóð málefnasviðsins lækka um 145,9 m.kr. Fjár­mögnun háskóla verður ekki fyrir áhrifum af aðhaldskröfunni en fjármagni er dreift til þeirra í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun.</li> </ol> <h2>21.30 Stuðningur við námsmenn</h2> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Að tryggja námsmönnum sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags</p> </td> </tr> <tr> <td> <p style="text-align: left;">Endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, byggð á mati á fram­kvæmd nýrra laga sem tóku gildi árið 2020.*</p> </td> <td> <p style="text-align: left;">Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2: </strong>Jöfn og gagnsæ dreifing á framlagi ríkisins til nemenda og bætt náms­framvinda nemenda í háskólum</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Að styðja við öflugt menntakerfi sem er forsenda framfara</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>*Verkefnið styður jafnframt við markmið&nbsp; 2 og 3.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.713,2 m.kr. og lækkar um 1.307,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Málaflokkurinn tekur ekki almennum launa- og verðlags­breytingum.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.307 m.kr. vegna þess að lánþegar voru færri en áætlanir gerðu ráð fyrir. </li> <li>Málaflokkurinn ber enga hlutdeild í aðhaldskröfu málefnasviðsins.</li> </ol> <h2>21.40 Stjórnsýsla háskóla, iðnaðar og nýsköpunar</h2> <p>Undir málaflokkinn fellur starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis en einnig falla málefni Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) hér undir. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.002 m.kr. og hækkar um 24 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 115,5 m.kr.&nbsp;</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:&nbsp;</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 29,8 m.kr. á verðlagi ársins 2024 vegna uppfærðrar áætlunar um rekstrartekjur Rannsóknamiðstöðvar Íslands.&nbsp;</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 5,8 m.kr.</li> </ol>Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHáskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytið
Blá ör til hægri22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála<h2 style="text-align: left;"><strong>Skilgreining málefnasviðs</strong></h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/22-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála" /></p> <p style="text-align: left;"><strong> </strong></p> <h3 style="text-align: left;"><strong>H</strong><strong>eildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</strong></h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/22-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p> </p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála </em>árið 2025 eru áætluð 6.762,8 m.kr. og aukast um 761,2 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 13,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlags­breytingum hækka útgjöldin um 1.061 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 18,6%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3 style="text-align: left;"><strong>Hagræn skipting útgjalda</strong></h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/22-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála" /></p> <h2>22.10 Leikskóla- og grunnskólastig</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum mennta- og barnamálaráðuneytis, viðeigandi undir­stofnana þess og sveitarfélaga. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=236df71e-f8dd-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1:</strong> Styrkja lestrarfærni grunnskólanemenda</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Heildstæð skólaþjónusta í inngildandi skóla- og frístundastarfi</strong>. Innleiðing heildstæðrar skólaþjónustu með áherslu á þjónustu, snemmbæran stuðning og ráð­gjöf á leik- og grunnskólastigi og á frí­stundaheimilum.*</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Samræmt námsmat og matsferill. </strong>Þróun og innleiðing heildstæðs safns matstækja auk þátttöku í alþjóða­rannsóknum, þ.m.t. framvindupróf í íslensku og stærðfræði til að kanna kunnáttu, leikni og hæfni nemenda með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla. Áhersla verður fyrst um sinn á stærð­fræði og íslensku.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Málefni kennara og skólastjórnenda.</strong> Áframhaldandi áhersla á nýliðun kenn­ara, þ.m.t. kennara með sérhæfingu í íslensku og íslensku sem öðru tungu­máli, kennaraspá, auk áherslu á starfs­þróun kennara og annars starfsfólks skóla og starfsumhverfi. Setning við­miða um hæfni starfsfólks í íslensku sem ekki er með íslensku að móður­máli, samhliða því sem framboð á nám­skeiðum í íslensku fyrir þennan hóp verði aukið, m.a. í Menntafléttu.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Opinber gæðaviðmið og miðlun námsgagna</strong>. Birting og innleiðing opin­berra gæðaviðmiða fyrir náms- og kennslugögn þvert á skólastig og þróun miðlægrar stafrænnar námsgagna­veitu.**</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Stafræn námsgögn á íslensku</strong>. Útgáfa stafrænna námsgagna, útgáfa náms­gagna fyrir nemendur sem nota táknmál, nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn með sér­staka áherslu á stuðningsefni fyrir íslenskunám, orðaforða og hugtaka­skilning.**</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2:</strong> Styrkja færni grunnskólanemenda í stærðfræði og náttúrufræði</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Heildstæð skólaþjónusta í inngildandi skóla- og frístundastarfi</strong>. Innleiðing heildstæðrar skólaþjónustu með áherslu á þjónustu, snemmbæran stuðning og ráðgjöf á leik- og grunnskólastigi og á frístundaheimilum.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamála­ráðu­neyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td colspan="2" valign="top" style="text-align: left; width: 145px;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Málefni kennara og annars starfsfólk skóla.</strong> Áframhaldandi áhersla á nýliðun kennara, þ.m.t. kennara með sérhæfingu í stærðfræði og náttúrugreinum, kennaraspá, auk áherslu á starfsþróun kennara og annars starfsfólks skóla og starfsumhverfi.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamála­ráðuneyti og háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td colspan="2" valign="top" style="text-align: left; width: 145px;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="4" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3:</strong> Bætt líðan og aukin gæði menntunar í leik- og grunnskólum og í starfi frístundaheimila</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Menntastefna 2030. </strong>Innleiðing á 2. áfanga menntastefnunnar, aðgerða­áætlun 2024–2027, m.t.t. forgangs­röðunar.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Fyrstu 1000 dagar barnsins – styrking leikskólastigs</strong>. Samráð við hagsmuna­aðila, úttekt á námsumhverfi leikskóla­barna, breytingar á viðeigandi lögum o.fl. Föruneyti barna – námskeið fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna. Áframhaldandi áhersla á nýliðun kennara, þ.m.t. fjölgun kennara á leikskólastigi.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Mat og eftirlit</strong>. Endurskoðun fram­kvæmdar og eftirfylgni ytra mats og eftirlits í leik- og grunnskólum, gæða­viðmiða innra og ytra mats fyrir leik- og grunnskóla; breytingar á ákvæðum laga leik- og grunnskóla og aðalnámskrám skólastiganna um mat og eftirlit, námsmat o.fl.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Vellíðan og farsæld</strong> í leik- og grunn­skólum. Áframhaldandi áhersla á for­varnir, góðan skólabrag og innleiðingu geðræktar í starfsemi leik- og grunn­skóla.</p> </td> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr height="0"> <td style="text-align: left; width: 269px;"></td> <td style="text-align: left; width: 116px;"></td> <td style="text-align: left; width: 33px;"></td> <td style="text-align: left; width: 107px;"></td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">*Styður jafnframt markmið 2. </p> <p style="font-size: 0.8em;">**Styður jafnframt við markmið 2 og 3.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.424,9 m.kr. og hækkar um 463,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 44,6 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 500 m.kr. vegna inngildingar barna af erlendum uppruna.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 36,9 m.kr. og lækkar fjárheimild málaflokksins sem því nemur. Skiptist aðhaldið niður á milli verkefna og sjóða innan málaflokksins.</li> </ol> <h2>22.20 Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis sem bera ábyrgð á almennri stefnumótun í samráði við hagsmunaaðila sem og almennri stjórnsýslu og gæðaeftirliti en starfsemi málaflokksins er í höndum Samskipta­miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, sjálfseignarstofnana og félaga. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Að efla gæði og framboð íslenskunáms fyrir fullorðna innflytjendur til að auðvelda þeim að taka virkan þátt í samfélaginu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Stuðningur við framkvæmd starfs­tengdrar íslenskufræðslu. Aðgerð nr. 2 í þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs-ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Bættar upplýsingar um framboð á ís­lenskunámi fyrir fullorðna innflytj­endur. Aðgerðir nr. 3 og 18 í þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs-ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Mótun verklags um samanburð á gæð­um íslenskunáms hjá mismunandi fræðsluaðilum. Aðgerð nr. 3 í þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs-ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Að auðvelda fullorðnu fólki með stutta skólagöngu að afla sér menntunar og starfsréttinda</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Vinna að viðurkenningu á námslokum innan framhaldsfræðslu á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er fram­kvæmdaraðili.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Fræðslumiðstöð atvinnulífsins </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Efla samtal hagsmunaaðila um skil­virkari leiðir fullorðinna til að fá raunfærni metna til að ljúka námi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Fræðslumiðstöð atvinnulífsins</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Að efla þjónustu við táknmálstalandi fólk</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Framkvæmd aðgerða skv. þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Gjaldfrjáls ráðgjöf um máltöku – sérstakri upplýsingasíðu komið í loftið.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Fræðsluefni um íslenskt táknmál – nýttar nútímalegri leiðir en áður.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aðgengi að táknmálsnámi – fyrirhuguð byrjendanámskeið á færnistigi A1.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Táknmálsfólk birti listrænt efni.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.709,1 m.kr. og hækkar um 211,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 107,1 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu málaflokksins.&nbsp; </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 250 m.kr. til eflingar íslenskukennslu fyrir útlendinga.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 23,9 m.kr.</li> </ol> <h2>22.30 Stjórnsýsla mennta- og barnamála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum skrifstofu mennta- og barnamálaráðuneytis, en einnig falla málefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir, tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.628,8 m.kr. og hækkar um 86,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 149 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 15 m.kr. vegna aukningar á almennu útgjalda­svigrúmi vegna breyttrar skipanar ráðuneyta. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 12,5 m.kr. vegna tímabundins flutnings verkefna frá mennta- og barnamálaráðuneyti til forsætisráðuneytis. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 16,2 m.kr.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. vegna aukinna verkefna tengdum farsæld barna á aðalskrifstofu ráðuneytis mennta- og barnamála. Flyst fjárveiting frá málaflokki 29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn.</li> </ol>Menningar- og viðskiptaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytiðMenningar- og viðskiptaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri23 Sjúkrahúsþjónusta <h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=c2a63832-f8e7-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/23-M01.png" alt="Sjúkrahúsþjónusta" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/23-M02.png" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>23 Sjúkrahúsþjónusta</em> árið 2025 eru áætluð 176.020,4 m.kr. og aukast um 5.742,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 3,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 15.027 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 9,3%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun mál­efnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=c2a63832-f8e7-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/23-M03.png" alt="Sjúkrahúsþjónusta" /></p> <h2>23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Þess má geta að í lögum um heilbrigðisþjónustu heitir sérhæfð sjúkrahúsþjónusta nú 3. stigs þjónusta. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=c2a63832-f8e7-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Efla mönnun</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna áfram með þær tillögur sem enn eru í vinnslu frá vinnu fjögurra vinnuhópa frá árinu 2020, m.a. í samstarfi með Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Áfram unnið að greiningu á mönnun heilbrigðiskerfisins og hugað að breytingum tengt verkaskiptingu heilbrigðisstarfsmanna.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti og stofnanir sem sinna sjúkrahúsþjónustu</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að mannauðsstefnu í heilbrigðis­þjónustu.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinnu við meðferðarkjarna haldið áfram skv. áætlun ásamt framkvæmdum við nýbyggingu endurhæfingardeildar við Grensás.*</p> </td> <td> <p>Nýr Landspítali ehf.</p> </td> <td> <p>-951 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Framkvæmdir hefjast við byggingu nýrrar legudeildarbyggingar SAk.</p> </td> <td> <p>Nýr Landspítali ehf.</p> </td> <td> <p>1.174 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Sjúklingar fái heilbrigðisþjónustu á réttu þjónustustigi</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna áfram að eflingu fjölþættra úrræða fyrir sjúklinga utan sérgreinasjúkrahúsa.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna úr tillögum starfshóps um stöðu markmiðs í heilbrigðisstefnu um rétta þjónustu á réttum stað.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Sjúklingar í brýnni þörf fái heilbrigðisþjónustu innan ásættanlegs biðtíma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Vinna að því að koma á fót samræmdum biðlistum fyrir sem flesta þætti þjónustu innan sérgreinasjúkrahúsa.</p> </td> <td> <p>Embætti landlæknis, LSH og Sjúkrahúsið á Akureyri</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Áframhaldandi vinna við útvistun þeirra verkefna sem leysa má á öðrum þjónustu­stigum en sérgreinasjúkrahúsum og auka þannig getu sérgreinasjúkrahúsa til að anna þeim verkefnum sem þau ein geta leyst.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti, LSH, Sjúkrahúsið á Akureyri og SÍ</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">* Fjárveitingar til verkefna geta verið breytilegar á milli ára. Sem dæmi getur lækkun fjárveitingar endur­speglað að tímabundin fjárveiting fellur niður eða lækkun í samræmi við áætlun eins og endurspeglast í fjármálaáætlun.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 154.299,8 m.kr. og hækkar um 5.310,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 8.104 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 951 m.kr. í samræmi við framkvæmdaáætlun Nýs Landspítala sem hljóðar upp á um 23,2 ma.kr. á árinu.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 1.174 m.kr. vegna byggingar nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri.</li> <li>Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 2.137,9 m.kr.</li> <li>Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins er 980 m.kr.</li> <li>Útgjaldaheimild málaflokksins er aukin um 1.767,6 m.kr. vegna samsvarandi breyt­inga á rekstrar­tekjum stofnana. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 300 m.kr. vegna átaks í lýðheilsu­tengdum aðgerðum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.000 m.kr. til styrkingar ýmissa verkefna í heilbrigðisþjónustunni. Nánari útfærsla mun liggja fyrir við afgreiðslu fjárlaga.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 800 m.kr. til þjónustutengdrar fjármögnunar (DRG). </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 906 m.kr. vegna niðurfellinga tímabundinna fjárveitinga og millifærslna á aðra málaflokka.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í afkomubætandi ráðstöfunum ríkissjóðs er samtals 989,6 m.kr. Aukin hagræðing í sameiginlegum innkaupum á heilbrigðisvörum er 618,2 m.kr. (4%) lækkun á ný, aukin verkefni í fjármálaáætlun 2025–2029 170 m.kr. og tíma­bundin niðurfelling fjárveitingar varasjóðs mála­flokksins 201,4 m.kr.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 2,2 m.kr.</li> </ol> <h2>23.20 Almenn sjúkrahúsþjónusta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum. Þess má geta að í lögum um heilbrigðisþjónustu heitir almenn sjúkrahúsþjónusta nú 2. stigs þjónusta. Land­spítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri veita 2. stigs sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa sem búa í heilbrigðisumdæmum höfuðborgarsvæðisins og á Norðausturlandi en allar fjárveitingar til þessara tveggja stofnana eru undir málaflokki 23.1. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/23-sjukrahusthjonusta/">fjár­mála­­áætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mæli­kvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins. </p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Efla aðgengi sjúklinga að skilgreindri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á heilbrigðisstofnunum</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Skýra verklag um veitingu sér­hæfðrar heilbrigðis­þjónustu á heilbrigðis­stofnunum í sam­starfi heilbrigðisstofnana, Sjúkra­trygg­inga Íslands og sérhæfðra sjúkrahúsa.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstofnanir, Landspítali, Sjúkra­tryggingar og Sjúkrahúsið á Akureyri</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið að stefnumótun um stafrænar lausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla sérhæfða ráðgjafarþjónustu til stuðnings við fagaðila sem sinna börnum og unglingum í heimabyggð</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Skýra verklag og samvinnu innan 2. stigs þjónustu og við sér­greina­sjúkrahús.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisstofnanir, Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Þróa sérhæfða ráðgjöf og hand­leiðslu til heilbrigðis­stofnana á landsvísu, m.a. vegna geðheil­brigðisþjónustu og tryggja þannig aðgengi að sérhæfðri þjónustu þegar við á.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisstofnanir, Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 3</strong><strong>: </strong>Sjúklingar komist í liðskiptaaðgerðir innan ásættanlegs biðtíma miðað við viðmið embættis landlæknis</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Eftirfylgni við innleiðingu nýs vinnulags varðandi liðskipta­aðgerðir samkvæmt niðurstöðum starfshóps frá því í mars 2022. </p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðis­stofnun Vesturlands</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Samningar um liðskiptaaðgerðir til lengri tíma á vegum Sjúkra­trygginga.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 17.338,5 m.kr. og hækkar um 347,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.078,5 m.kr. </p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 142 m.kr. vegna endurheimtar heilbrigðis­starfsfólks og endurreisnar heilbrigðiskerfisins eftir Covid-19.</li> <li>Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins, m.a. vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar, er 280 m.kr.</li> <li>Útgjaldaheimild málaflokksins hækkar um 29 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á rekstrartekjum. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í afkomubætandi ráðstöfunum ríkisins er samtals 103,3 m.kr., aukin hagræðing í opinberum innkaupum 81,8 m.kr. og tímabundin niður­felling varasjóðs málaflokksins 21,5 m.kr.</li> </ol> <h2>23.30 Erlend sjúkrahúsþjónusta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem sjá um samningagerð við erlend sjúkrahús ásamt því að hafa milligöngu um greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu milli landa þar sem milliríkjasamningar gilda. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/23-sjukrahusthjonusta/">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða á árangur o.fl. </p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Aðgerðir sem áður voru gerðar erlendis á grundvelli biðtímareglugerðarinnar eru framkvæmdar hérlendis</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Stytta biðlista með fjölgun aðgerða sem framkvæmdar eru hér á landi, bæði á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Áætlun verði gerð um flutning aðgerða til landsins m.t.t. nýtingar bjarga hérlendis, þ.m.t. fjár­magns sem nú er nýtt til þjónustu erlendis.</p> </td> <td> <p>Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands, sjúkrahús og heilbrigðis­stofnanir</p> </td> <td> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.382,1 m.kr. og hækkar um 83,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa-, gengis- og verðlags­breyt­ingum en þær nema 102,2 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar: </p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Reiknaður raunvöxtur í veittri þjónustu innan málaflokksins er 83,9 m.kr.</li> </ol> </div>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa <h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í fjóra mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=39b6ee7f-f8e7-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/24-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa " /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/24-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa</em> árið 2025 eru áætluð 96.049,6 m.kr. og aukast um 2.270,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 2,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 7.001,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 7,9%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=39b6ee7f-f8e7-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/24-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa " /></p> <h2><strong>24.10 Heilsugæsla</strong></h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Heilsugæslu höfuðborgar­svæð­isins, heilsugæslusviða heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og einkarekinna heilsu­gæslu­stöðva. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/24-heilbrigdisthjonusta-utan-sjukrahusa/">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Skilvirkari þjónusta fyrir fólk sem leitar til heilsugæslu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Nýta niðurstöður þjónustukönnunar til að auka skilvirkni heilbrigðis­þjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og heilsugæslur um land allt</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Auka þverfaglegt samstarf og teymisvinnu í heilsugæslu. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og heilsugæslur um allt land</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong><strong>: Aðgengilegri þjónusta fyrir fólk sem leitar til heilsugæslu</strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Undirbúa byggingu á seinni heilsugæslustöðinni á Akureyri í samræmi við þarfagreiningu.* </p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">-521,8 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Undirbúa stækkun á þremur heilsu­gæslustöðvum á höfuðborgar­svæðinu; Miðbær, Garðabær, Hafnarfjörður.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Undirbúa byggingu á heilsugæslu­stöð í Innri-Njarðvík.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Styrkja vegvísun í heilbrigðis­kerfinu með samningum um Upplýsingamiðstöð og nýtingu fjarheilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og</p> <p style="text-align: left;">Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Að auka ánægju skjólstæðinga með þjónustu á heilsugæslusvæðinu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Uppfærsla þjónustukönnunar til hagnýtingar í stefnumótun þjónustunnar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Samþætting heilbrigðis- og félags­þjónustu í verkefninu „Gott að eldast“.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 4</strong>: Skjólstæðingar noti heilsuvera.is í meira mæli til að bóka tíma á heilsugæslu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Að jafna aðgengi notenda sem bóka tíma á heilsugæslu með samningum um Upplýsinga­miðstöð.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">*Fjárveitingar til verkefna geta verið breytilegar á milli ára. Sem dæmi getur lækkun fjárveitingar endur­speglað að tímabundin fjárveiting fellur niður, eða lækkun í samræmi við áætlun eins og endurspeglast í fjármálaáætlun.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 45.696,3 m.kr. og lækkar um 254,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlags­breytingum en þær nema 2.663,3 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Reiknaður raunvöxtur á veittri þjónustu innan málaflokksins er 767 m.kr.</li> <li>Fjárframlög til málaflokksins hækka um 100 m.kr. til að mæta áskorunum sem felast í öldrun þjóðar­innar, vinna niður biðlista o.fl.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. til að efla geðheilbrigðisþjónustu í samræmi við áætlun og geðheilbrigðisstefnu. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 617,8 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. </li> <li>Útgjaldaheimild málaflokksins hækkar um 319,6 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekjum. </li> <li>Millifærðar eru 885 m.kr. af fjárheimild málaflokksins vegna aukinnar greiðslu­þátt­töku í heilbrigðiskerfinu sem dreifist á aðra málaflokka.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 38,3 m.kr.</li> </ol> <h2>24.20 Sérfræðiþjónusta og hjúkrun</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, tannlækna, hjúkr­unar­­­­fræðinga, sálfræðinga og ljósmæðra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/24-heilbrigdisthjonusta-utan-sjukrahusa/">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 521px;"> <p><strong>Markmið 1:</strong>Að efla þróun á starfsemi sérgreinalækna utan sjúkrahúsa</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Unnið að þróun á þjónustu sérgreinalækna </p> <p style="text-align: left;">í gegnum samstarfssamning SÍ og LÍ. Sér­staklega er horft til verklags í tengslum við þverfagleg teymi og forgangsröðun þjónustu m.t.t. þjónustuþarfar á landsbyggðinni.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Sjúkratryggingar Íslandsog Læknafélag Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 521px;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Efling fæðingarþjónustu sem miðar að eðlilegu fæðingarferli</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Styðja við fæðingaþjónustu á 1. eða 2. þjónustustigi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 124px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 35.455,9 m.kr. og hækkar um 2.176,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.480,4 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Framlög eru hækkuð um 800 m.kr. til að mæta eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu sem er umfram það sem áður hafði verið gert ráð fyrir í áætlunum um þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu sjúkratrygginga.</li> <li>Framlög eru hækkuð um 575 m.kr. til að lækka greiðsluþátttöku í tannlækningum sjúkratrygginga.</li> <li>Framlög eru hækkuð um alls 635,7 m.kr. til að mæta raunvexti innan málaflokksins.</li> <li>Framlög hækka um 90 m.kr. til að lækka greiðsluþátttöku vegna brottnáms brjóstapúða af læknisfræðilegum ástæðum.</li> <li>Framlög eru hækkuð um 76 m.kr. til að mæta auknum kostnaði við uppsetningu frystra fósturvísa í tengslum við krabbameinsmeðferð.</li> </ol> <h2>24.30 Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga. Einnig fellur Heyrnar- og talmeinastöð Íslands undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/24-heilbrigdisthjonusta-utan-sjukrahusa/">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 264px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 521px;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Biðtími eftir þjónustu sjúkraþjálfara er &lt;30 dagar skv. miðlægum biðlista<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 264px;"> <p style="text-align: left;">Þróa ferli til að bregðast við ef markmið um </p> <p style="text-align: left;">tímanlega þjónustu nást ekki. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 123px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 10.001 m.kr. og hækkar um&nbsp; 168,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 383,6 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Reiknaður raunvöxtur á veittri þjónustu innan málaflokksins er 171,2 m.kr. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í afkomubætandi ráðstöfunum er 2,8 m.kr.</li> </ol> <h2>24.40 Sjúkraflutningar </h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum rekstraraðila sem starfa samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Auk þess heyra réttindagreiðslur sjúkratrygginga til sjúkraflutninga og ferða innan lands til málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/24-heilbrigdisthjonusta-utan-sjukrahusa/"> fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins. </p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Skjótari viðbrögð við bráðaútköllum í dreifbýli</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Endurskipuleggja bráðaþjónustu og sjúkraflutninga samkvæmt aðgerðaáætlun til ársins 2025 og</p> <p style="text-align: left;">tillögum viðbragðsteymis.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti, LSH, heilbrigðisstofnanir og sjúkraflutningsaðilar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Betri faglegur stuðningur á vettvangi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Ljúka innleiðingu samræmdrar rafrænnar </p> <p style="text-align: left;">skráningar í sjúkrabílum. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">Embætti landlæknis og sjúkraflutningsaðilar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Vinna að endurskoðun námskrár sjúkraflutninga­­náms m.t.t. flutnings þess inn í almenna skólakerfið.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamála­ráðuneyti, embætti land­læknis og sjúkraflutnings­aðilar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Auka þjálfunarmöguleika sjúkraflutningafólks í dreifbýli hjá stærri sjúkraflutningsaðilum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">LSH, embætti landlæknis og sjúkraflutningsaðilar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Tryggja faglegan sérhæfðan stuðning á vettvangi með fjarheilbrigðislausnum. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">LSH, Neyðarlínan og sjúkraflutningsaðilar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Aukin þjónusta á vettvangi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Vinna að samræmingu á starfi vettvangsliða á landsvísu, sér í lagi í dreifðari eða einangraðri byggðum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 164px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Neyðarlínan</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: left;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.896,4 m.kr. og hækkar um 180,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 203,2 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Reiknaður raunvöxtur í málaflokknum er 84 m.kr.</li> <li>Framlag í varasjóð málaflokksins, 3,8 m.kr., er felld niður tímabundið vegna sértækra aðhaldsaðgerða.</li> <li>Framlög til málaflokksins eru hækkuð um alls 100 m.kr. til að fjölga ferðum sjúklinga til að sækja heilbrigðisþjónustu úr tveimur í fjórar.</li> </ol>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í tvo mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og megin­markmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=fe8c1c03-f8df-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/25-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/25-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta</em> árið 2025 eru áætluð 86.716,9 m.kr. og aukast um 1.303,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 6.865,8 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 8,6%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=fe8c1c03-f8df-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/25-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta" /></p> <h2>25.10 Hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum sjálfseignarstofnana, sveitarfélaga, hlutafélaga og heil­brigðis­­stofnana. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=fe8c1c03-f8df-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar-skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Halda áfram byggingu hjúkrunarrýma sem taka á í notkun á næstu árum, sbr. framkvæmdaáætlun.*<br /> **</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">-500,0 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Leigja fasteignir fyrir sólarhringshjúkrunar­þjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">716,4 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Bæta framsetningu biðlista eftir hjúkrunar­rýmum og verklag færni- og heilsu­mats til einföldunar fyrir notendur og skjólstæðinga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">* Áætlað heildarumfang verkefnisins er 11.025 m.kr. og gert er ráð fyrir að byggingu allra rýmanna verði lokið árið 2027.<br /> ** Fjárveitingar til verkefna geta verið breytilegar á milli ára. Sem dæmi getur lækkun fjárveitingar endur­speglað að tímabundin fjárveiting fellur niður, eða lækkun í samræmi við áætlun eins og endurspeglast í fjármálaáætlun.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 78.773,4 m.kr. og hækkar um 1.445,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 5.043,9 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 820 m.kr. til reksturs nýrra hjúkrunarrýma, sbr. markmið nr. 1.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 500 m.kr. til framkvæmdaáætlunar í uppbygg­ingu hjúkrunarrýma, sbr. markmið nr. 1. Lækkunin er í samræmi við áætlanir líkt og endurspeglast í fjármálaáætlun og er uppsafnað fjármagn að fjárhæð 14,3 ma.kr. nýtt til áframhaldandi uppbyggingar.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 716,4 m.kr. til húsaleigu á fasteignum sem nýta á í sólarhringshjúkrunarþjónustu, sbr. markmið nr. 1.</li> <li>Almennt útgjaldasvigrúm er aukið um 90 m.kr. </li> </ol> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 320 m.kr. til þess að fjárveiting til Fram­kvæmdasjóðs aldraðra samsvari áætluðum tekjum af gjaldi í sjóðinn. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 0,5 m.kr. vegna breytinga á rekstrar­tekju­áætlun.</li> </ol> <h2 style="text-align: left;">25.20 Endurhæfingarþjónusta</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum einkarekinna heilbrigðisstofnana, m.a. á grundvelli samninga við Sjúkratryggingar Íslands (t.d. Reykjalundar, Heilsustofnunar Náttúrulækninga­félags Íslands og SÁÁ). Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/25-hjukrunar-og-endurhaefingarrymi/">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Samfella í endurhæfingarþjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Einn biðlisti eftir endurhæfingar­úrræðum </p> <p style="text-align: left;">í stað margra.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Samþætt tilvísanakerfi í endurhæfingu. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Mörkun árangurs í endurhæfingarþjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Lykilupplýsingar skilgreindar og reglu­bundin söfnun upplýsinga í kjölfarið.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Samningar við þjónustuveitendur</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Fjölga þjónustusamningum við aðila </p> <p style="text-align: left;">sem nú starfa án samnings við Sjúkra­tryggingar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 134px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.943,6 m.kr. og lækkar um 142,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 518,2 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 220 m.kr. vegna tímabundinna framlaga til SÁÁ, Samhjálpar, Reykjalundar, Parkinsonsamtakanna og Ljóssins sem falla niður.</li> <li>Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 75,9 m.kr. </li> <li>Varasjóður málaflokksins, 7,5 m.kr., fellur niður tímabundið vegna sértækra aðhalds­ráðstafana.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 161,3 m.kr. vegna yfirfærslu Krýsuvíkur­samtakanna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til heilbrigðisráðuneytisins.</li> </ol>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri26 Lyf og lækningavörur<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá mála­flokka, lyf, lækningavörur og hjálpartæki, sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=f0af3284-f8e8-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/26-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Lyf og lækningavörur" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/26-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>26 Lyf og lækningavörur</em> árið 2025 eru áætluð 44.147,4 m.kr. og aukast um 1.336,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar 3,2%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.316,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 5,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun mál­efna­sviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=f0af3284-f8e8-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/26-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Lyf og lækningavörur" /></p> <h2>26.10 Lyf </h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Landspítala, Lyfjastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands. Embætti landlæknis sér um eftirlit með lyfjaávísunum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=f0af3284-f8e8-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1: </strong>Bætt geðheilsa með því að vinna gegn mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Ljúka innleiðingu reglugerða sem </p> <p style="text-align: left;">tengjast nýjum lyfjalögum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Auka vitund og þekkingu á áhrifum lyfja (Lyf án skaða).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti, Lyfjastofnun og embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Ljúka gerð lyfjalista fyrir heilbrigðis­stofnanir og heilsugæslu og innleiðingu þeirra.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Aukin gæði</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða aukna lyfjafræðilega þjónustu í samræmi við niðurstöður tilraunaverkefna og tillögur hvítbókar. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 520px;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Rafvæðing til lækkunar á lyfjakostnaði</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Halda áfram innleiðingu á miðlægu lyfjakorti.* </p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 114px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="font-size: 0.8em;">* Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 35.585,9 m.kr. og hækkar um 1.032,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 721,2 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um alls 354,8 m.kr. til að mæta auknum kostnaði í almennum lyfjum, leyfisskyldum lyfjum og hjálpartækjum vegna lýðfræðilegra þátta (öldrun og fjölgun þjóðarinnar).</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 357 m.kr. til að mæta veikleika í almennum lyfjum. </li> </ol> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 321 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í kostnaði vegna leyfisskyldra lyfja.</li> </ol> <h2>26.20 Lækningatæki</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis og Lyfjastofnunar sem annast eftirlit með lækningatækjum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=f0af3284-f8e8-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Engin útgjöld eru reikningsfærð á fjárlagalið málaflokksins en markmið var sett fyrir mála­flokkinn í fjármálaáætlun 2025–2029. </p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 180px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Tryggja að ný tækni og nýjar aðferðir, sem fjármagnaðar eru af hinu opinbera, leiði til besta mögulegs árangurs fyrir sjúklinga og samfélagið</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða heilbrigðistæknimat (HTA).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 180px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Lyfjastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <h2>26.30 Hjálpartæki</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem sjá að mestu um úthlutun hjálpartækja. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=f0af3284-f8e8-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1: </strong>Einfalda aðgang fólks að hjálpartækjum og tryggja jafnræði við notkun þeirra</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Skoða aukna aðkomu heilsugæslu að vali og ráðgjöf vegna hjálpartækja.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2: </strong>Bæta aðgang að heildstæðum upplýsingum um hjálpartæki</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Bæta upplýsingar um hjálpartæki á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands til fagaðila og einstaklinga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 8.561,5 m.kr. og hækkar um 304 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 258,4 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 160 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í notkun hjálpartækja.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 94 m.kr. til að auka réttindi barna, sem búa á tveimur heimilum, til hjálpartækja. Einnig eru aukin réttindi til hjálpartækja í frístundum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 50 m.kr. vegna veikleika sem m.a. ræðst af því að raunvöxtur er hærri en almenn viðmið gera ráð fyrir.</li> </ol>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri27 Örorka og málefni fatlaðs fólks<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/27-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Örorka og málefni fatlaðs fólks" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/27-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>27 Örorka og málefni fatlaðs</em> fólks árið 2025 eru áætluð 110.469,1 m.kr. og lækka um 1.781,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.686,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 2,5%.</p> <p><span style="font-family: 'Times New Roman';">Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs. </em>Gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis var hliðrað til 1. september 2025 til að nægt svigrúm gæfist til að undirbúa þær víðtæku breytingar sem í því felast. Sú hliðrun birtist sem aðhaldsaðgerð í útgjaldabrúnni þó svo ekki sé um eiginlegt aðhald að ræða í þeim skilningi að verið sé að skerða greiðslur eða réttindi lífeyrisþega miðað við núverandi almanna­tryggingakerfi þrátt fyrir að flokkunin innan útgjaldarammans sé með þessum hætti. &nbsp;</span></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/27-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Örorka og málefni fatlaðs fólks" /></p> <h2>27.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Frá og með 1. september 2025 tekur gildi nýtt greiðslukerfi örorkulífeyris með nýjum bóta­flokkum örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslum og falla þá niður greiðslur samkvæmt núverandi örorkulífeyri, tekjutryggingu örorkulífeyris, sérstakri uppbót örorkulífeyrisþega og endurhæfingarlífeyri. Innbyrðis skipting milli málaflokka 27.1 og 27.2 tekur breytingum við gildistöku nýju laganna. Fjallað er um breytingarnar á vefsíðu Stjórnarráðsins: <a href="/verkefni/almannatryggingar-og-lifeyrir/almannatryggingar/oll-med-fyrirhugadar-breytingar-a-ororkulifeyriskerfinu/"><em>Öll með: breytingar á örorkulífeyriskerfinu.</em></a> </p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eins og fram kemur í umfjöllun um málefnasvið 27 í fjármálaáætlun 2025–2029 var umfjöllun um málaflokka 27.1, 27.2 og 27.4 sameinuð. Einnig voru markmið og árangursmælikvarðar vegna fyrrnefndra málaflokka endurskoðuð í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á örorkukerfinu. Er nú ein tafla með aðgerðum/verkefnum vegna sameinaðrar umfjöllunar fyrrnefndra þriggja málaflokka.</p> <p>Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis**</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll sem dregur úr nýgengi örorku. Þá þarf einnig að jafna kynjadreifingu<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða lög um nýtt mats- og greiðslu­kerfi, fyrirbyggja þannig ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði og auka líkur á atvinnuþátttöku.* </p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti og Trygginga­stofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Þróa og koma á laggirnar fjölbreyttum vinnumarkaðsaðgerðum.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti og Vinnumála­stofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Leggja aukna áherslu á getu einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði og jafna kynjadreifingu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða og þróa samvinnu þjónustuaðila endurhæfingar til að tryggja rétta þjónustu á réttum tíma.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti, Trygginga­stofnun og þjónustuaðilar skv. lögum um almanna­tryggingar</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða og þróa samþætt sérfræðimat í stað örorkumats.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Tryggingastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Auka áherslu á starfs­endurhæfingu og jafna kynjadreifingu<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða nýjar sjúkra- og endurhæfingar­greiðslur sem ætlað er að stuðla að snemmtækri íhlutun og viðeigandi endur­hæfingarúrræðum til að auka skilvirkni endurhæfingar.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Tryggingastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 236px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða samhæfingarteymi sem tryggi samfellu í þjónustu og komi í veg fyrir að einstaklingar falli milli kerfa.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 125px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Fjárheimildir og aðgerðir vegna heildarendurskoðunar örorkukerfisins eru á málaflokkum <em>27.1 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, 30.1 Vinnumál og atvinnuleysi </em>og<em> 32.4 Stjórnsýsla félagsmála</em>. </p> <p>**Nýtt kerfi örorku og endurhæfingar sem tekur gildi 1. september 2025 er að fullu fjármagnað. Verkefnin í töflunni hér að framan tengjast öll innleiðingu og/eða framkvæmd nýs kerfis. Einstaka aðgerðir verkefnisins sem eru taldir upp í töflunni hér að framan eru ekki með sérgreindar fjárheimildir.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 68.374,9 m.kr. og hækkar um 4.375 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.819 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 4.375 m.kr. vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins, sbr. markmið nr. 1, 2 og 3. Nýtt greiðslukerfi tekur gildi 1. september 2025. Áætlaður heildar­kostnaður verkefnisins er 18,1 ma.kr. og gert er ráð fyrir að um 13,7 ma.kr. falli til á árinu 2026.</li> <li>Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.</li> </ol> <h2>27.20 Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Vísað er til umfjöllunar í málaflokki 27.1 hér að framan um nýtt kerfi örorku og endurhæfingar.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 39.126,2 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.613 m.kr.</p> <p>Ekki eru breytingar á hagrænni skiptingu málaflokksins.</p> <h2>27.30 Málefni fatlaðs fólks</h2> <p>Starfsemi málaflokksins snýr að almennri og sértækri þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018. Almenn þjónusta er veitt af sveitarfélögum sem bera ábyrgð á framkvæmd og skipulagi þjónustu við fatlað fólk. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 257px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Auka réttindi fatlaðs fólks og möguleika þess til að lifa sjálfstæðu lífi með innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 257px;"> <p style="text-align: left;">Verkefnið felst í því að hægt verði að nálgast með einföldum hætti upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þess á einum stað, s.s. upplýsingar, umsóknareyðublöð og almenna ráðgjöf um allt sem varðar þjónustu við fatlað fólk. Aðgerð A.12 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 257px;"> <p style="text-align: left;">Leitað verður leiða til að auka framboð á fjölbreyttum námsleiðum, starfstengdu námi og styttri námsleiðum fyrir fatlað fólk. Aðgerð D.5 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 257px;"> <p style="text-align: left;">Útbúið verður fræðsluefni fyrir starfsfólk sem sinnir þjónustu við fatlað fólk um réttindi fatlaðs fólks og leiðir í þjónustu sem verndi sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði og komi í veg fyrir að nauðung sé beitt. Aðgerð A.7 í landsáætlun um innleiðingu SRFF.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 159px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p style="text-align: left;">Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 81,8 m.kr. og lækkar um 1.488,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 20 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.290,7 m.kr. vegna flutnings fjárheimildar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna framlags ríkisins til NPA-samninga. Er millifærslan gerð í samræmi við ákvæði laga nr. 125/2022. </li> <li>Fjárheimild lækkar um 164,2 m.kr. vegna flutnings verkefna til forsætisráðuneytis. </li> <li>Fjárheimild lækkar um 18 m.kr. vegna flutnings verkefna til dómsmálaráðuneytis.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 15,6 m.kr.</li> </ol> <h2>27.40 Aðrar örorkugreiðslur </h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Greiðslur sem falla undir mála­flokkinn eru aðrar ótaldar greiðslur vegna örorku eins og greiðslur vegna vottorða, vaxta o.fl.. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Vísað er til umfjöllunar í málaflokki 27.1 hér að framan um nýtt kerfi örorku og endurhæfingar.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 378,9 m.kr. og hækkar um 11 m.kr. frá gildandi fjárlögum. að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 15,6 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 11 m.kr. vegna reiknaðs kerfislægs vaxtar.</li> <li>Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.</li> </ol> <h2>27.50 Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða</h2> <p>Undir þennan málaflokk heyrir jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða en fjárframlög hafa verið veitt úr ríkissjóði til að jafna og lækka mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða í samræmi við lög nr. 113/1990 um tryggingagjald. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.507,4 m.kr. og lækkar um 4.678,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Breytingar á framlaginu eru gerðar til að fjármagna að hluta fyrirhugaðar breytingar á örorkukerfi almannatrygginga líkt og fjallað hefur verið um í fjármálaáætlun. </p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri28 Málefni aldraðra<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðar­sýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/28-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Málefni aldraðra" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/28-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>28 Málefni aldraðra</em> árið 2025 eru áætluð 121.544,9 m.kr. og lækka um 1.328 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,1%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.682,4 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 3,1%.</p> <p><span style="font-family: 'Times New Roman';">Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em> Sérstök athygli er vakin á því að í útgjaldabrúnni kemur endurmat á útgjöldum ríkissjóðs vegna greiðslna ellilífeyris fram sem aðhaldsaðgerð. Ekki er um eiginlega aðhaldsaðgerð að ræða í þeim skilningi að verið sé að skerða greiðslur eða réttindi lífeyrisþega heldur er eingöngu verið að endurmeta og aðlaga fjárheimildir að raunútgjöldum á málefnasviðinu. Afgangur hefur verið á málefnasviðinu allt frá árinu 2018 vegna aukinna tekna ellilífeyrisþega. Við það skapast svigrúm sem er m.a. nýtt til að hækka almennt frítekjumark ellilífeyris um 46%. </span></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/28-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Málefni aldraðra" /></p> <h2>28.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, lífeyrir aldraðra</h2> <p><span style="font-family: 'Times New Roman';">Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar sem annast framkvæmd með greiðslum samkvæmt lögum um almannatryggingar en það eru greiðslur ellilífeyris og vasa­penings ellilífeyrisþega. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</span></p> <p><span style="font-family: 'Times New Roman';">Í fjármálaáætlun 2025–2029 var umfjöllun um málaflokka 28.1 og 28.2 sameinuð. Það á einnig við um markmið og árangursmælikvarða. Tafla með helstu verkefnum hér á eftir tekur tillit til helstu verkefna sameinaðra málaflokka.</span></p> <p><span style="font-family: 'Times New Roman';">Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</span></p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Hækka heildartekjur ellilífeyrisþega</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Vinna úr tillögum starfshóps um afkomu­öryggi eldra fólks, aukinn sveigjanleika í starfslokum og úrbætur í húsnæðismálum í því skyni að bæta fjárhagslega stöðu aldraðra. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Vinna með hagaðilum að frekari grein­ingum á lægstu tekjutíundunum í því skyni að setja megi fram aðgerðir til að bæta kjör þeirra. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Hækka almennt frítekjumark ellilífeyrisþega. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">2.700 m.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Aukin atvinnuþátttaka aldraðra</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Vinna úr tillögum starfshóps um afkomu­öryggi eldra fólks, aukinn sveigjanleika í starfslokum og úrbætur í húsnæðismálum í því skyni að bæta fjárhagslega stöðu aldraðra.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 161px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneytið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 110.466,8 m.kr. og lækkar um 1.575 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 4.554,3 m.kr.</p> <p>Ekki eru breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 2,7 ma.kr. vegna hækkunar á almennu frítekjumarki ellilífeyris, sbr. markmið nr. 1.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 3.225 m.kr. vegna reiknaðs kerfislægs vaxtar.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 7,5 ma.kr. sem er endurmat á greiðslum til ellilífeyris út af auknum tekjum ellilífeyrisþega síðustu ár. </li> <li>Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.</li> </ol> <h2>28.20 Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, öldrun</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar sem ber ábyrgð á framkvæmd greiðslna málaflokksins. Samkvæmt lögum um félagslega aðstoð er heimilt að greiða ýmiss konar styrki og uppbætur eins og heimilisuppbót, uppbót á lífeyri vegna tiltekins kostnaðar lífeyrisþega og uppbætur og styrki vegna bifreiðakaupa og reksturs bifreiða. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri. Í fjármálaáætlun 2025–2029 var umfjöllun um málaflokka 28.1 og 28.2 sameinuð og tafla í málaflokki hér að framan tekur til aðgerða/verkefna vegna sameinaðar umfjöllunar vegna þessa tveggja málaflokka.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 10.527,7 m.kr. og hækkar um 247 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 434 m.kr.</p> <p>Ekki eru breytingar á hagrænni skiptingu málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 247 m.kr. vegna reiknaðs kerfislægs vaxtar.</li> <li>Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.</li> </ol> <h2>28.30 Þjónusta við aldraða og aðrar greiðslur </h2> <p>Undir þjónustu við aldraða og aðrar greiðslur, ótaldar, falla greiðslur samkvæmt lögum um eftirlaun til aldraðra, nr. 113/1994, og greiðslur samkvæmt lögum um félagslegan viðbótar­stuðning við aldraða, nr. 74/2020. Með síðarnefndu lögunum hefur verið komið til móts við þann hóp aldraðra sem ekki hefur áunnið sér full réttindi í almannatryggingum. Líkt og gildir um málaflokk 28.20 ber Tryggingastofnun ríkisins ábyrgð á framkvæmd greiðslna sem falla undir málaflokkinn.</p> <p>Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri en eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki voru mótuð markmið eða mælikvarðar um árangur.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 550,4 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 22,1 m.kr. Bætur almannatrygginga eru undanskildar almennri aðhaldskröfu.</p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri29 Fjölskyldumál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðis­ráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, forsætisráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra. Það skiptist í sjö málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafn­framt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/29-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjölskyldumál" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/29-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>29 Fjölskyldumál</em> árið 2025 eru áætluð 74.847,4 m.kr. og aukast um 10.540,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 16,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 11.732,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 18,6%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/29-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjölskyldumál" /></p> <h2>29.10 Barnabætur </h2> <p>Málaflokkurinn tekur til barnabóta sem eru tekjutengdar bætur sem greiddar eru með börn­um yngri en 18 ára. Fjárhæð barnabóta ræðst af fjölda og aldri barna á heimili, hjúskaparstöðu foreldra og tekjum þeirra. Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barna­bóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að vinna gegn fátækt barna. Barnabætur byggjast á A-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og annast Skatturinn umsýslu barnabóta. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 242px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 165px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Auka stuðning við tekjulága foreldra</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 242px;"> <p style="text-align: left;">Áfram verði unnið að greiningum og vöktun á greiddum barnabótum með það fyrir augum að markmið kerfisins viðhaldist. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 165px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 242px;"> <p style="text-align: left;">Fjárhæðir barnabóta og skerðingarmörk verða hækkuð. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 165px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">2 ma.kr.</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Gagnsætt og fyrirsjáanlegt barnabótakerfi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 242px;"> <p style="text-align: left;">Unnið verði að breytingum á fyrirfram­greiðslu barnabóta á fæðingarári barns þannig að biðtími barnabóta verði aldrei lengri en fjórir mánuðir.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 165px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti og Skatturinn</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 21 ma.kr. og hækkar um 5 ma.kr. frá gildandi fjárlögum. Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan mála­flokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 5 ma.kr. vegna hækkunar barnabóta. Breytingin er gerð í tengslum við stuðning stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnu­markaði í mars 2024 þar sem ákveðið var að hækka útgjöld til barnabóta um samtals 5 ma.kr. í tveimur skrefum. <a>Gert er ráð fyrir að útgjöld til barnabóta hækki um 3 ma.kr. árið 2024 og aftur um 2 ma.kr. árið 2025.&nbsp;</a><a id="_anchor_1" href="https://governmentis.sharepoint.com/sites/Fjrl.frv.2020/Shared%20Documents/General/05_Tilb%C3%BAi%C3%B0/29_Fj%C3%B6lskyldum%C3%A1l%20-%20frv.%202025.docx#_msocom_1" language="JavaScript">[HJ1]</a><a id="_anchor_2" href="https://governmentis.sharepoint.com/sites/Fjrl.frv.2020/Shared%20Documents/General/05_Tilb%C3%BAi%C3%B0/29_Fj%C3%B6lskyldum%C3%A1l%20-%20frv.%202025.docx#_msocom_2" language="JavaScript">[MBB2]</a>Markmið aðgerðanna er að verja kaupmátt og lífskjör launafólks með áherslu á barnafjölskyldur og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum.</li> <li>Málaflokkurinn er undanþeginn aðhaldskröfu.</li> </ol> <h2>29.20 Fæðingarorlof </h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Fæðingarorlofssjóðs sem er í vörslu Vinnu­málastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Jöfn nýting foreldra á rétti til fæðingarorlofs</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Hækkun mánaðarlegra hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi úr 700 þús.kr. í 800 þús.kr. vegna barna sem fæðast, eru frumættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á tímabilinu 1. janúar til og með 31. desember 2025. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 115px;"> <p style="text-align: center;">2,5 ma.kr.</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 26.445,4 m.kr. og hækkar um 2.343,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 41 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu málaflokksins. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 2,5 ma.kr. sem byggist m.a. á aðgerðum stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum um að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækki í áföngum til ársins 2026 úr 600 þús.kr. í 900 þús.kr. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 150 m.kr. vegna millifærslu fjárheimildar vegna umsýslukostnaðar Vinnumálastofnunar hjá Fæðingarorlofssjóði til stofnunarinnar sjálfrar. Tilgangurinn er að einfalda framsetningu á rekstri stofnunarinnar í fjárlögum.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 1,5 m.kr. </li> </ol> <h2>29.30 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjölskyldur</h2> <p>Málaflokkurinn tekur til greiðslna samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð. Um er að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Málaflokkurinn tekur einnig til mæðra- og feðralauna og endurgreiðslu umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 638 m.kr. og breytist ekki frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 26,3 m.kr.</p> <h2>29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum umboðsmanns skuldara, Ráðgjafar- og greiningar­stöðvar, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með sam­þætta sjón- og heyrnarskerðingu, Barna- og fjölskyldustofu, umboðsmanns barna og Inn­heimtustofnunar sveitarfélaga. Auk þess falla lög um samþættingu þjónustu í þágu far­sæld­ar barna, meðlög, sorgarleyfi og greiðslur til stuðnings fjölskyldum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Bætt lífsgæði eldra fólks<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aðgerðir um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu heim stuðla að skil­greindri samþættri þjónustu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á og veitt er fólki sem býr í heimahúsi. Þær aðgerðir eru í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027. </p> <p style="text-align: left;">Lögð er áhersla á að íbúar upplifi að þjónustuúrræði styðji við búsetu þeirra heima og stefnt er að því að hægt verði að treysta á að eitt þjónustuúrræði taki við af öðru þegar þjónustuþörf eykst. Sex heilbrigðisumdæmi og 22 sveitar­félög taka þátt í þróunarverkefni sam­þættingar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma* </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Aðgerðir sem stuðla að heilbrigðri öldrun og því að eldra fólk þurfi síðar eða síður á dvöl í sértækum þjónustu­úrræðum að halda eru í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027. Aðgerðir snúa að alhliða heilsueflingu, m.a. með auknum og öruggum upplýsingum um alla virkni, s.s. hreyfingu og félagsstarf, m.a. með því að efla island.is sem mið­stöð upp­lýsinga um heilsueflingu eldra fólks.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma*</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027, aðgerðir B.3, C.1 og C.3, stuðla að auknum áreiðanlegum rafrænum upplýsingum um málefni eldra fólks.<strong> </strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma*</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Stigskipt þjónusta fyrir börn og fjölskyldur endurskipulögð</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Framfylgja þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun um farsæld barna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Vinna að þróun og innleiðingu mæla­borðs sem er ætlað að tryggja betri yfirsýn yfir velferð barna.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Innleiða aðgerðir þar sem leitast verður við að koma í veg fyrir og grípa inn í ofbeldi meðal barna. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Mennta- og barnamálaráðuneyti og Barna- og fjölskyldustofa</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p>Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3</strong>: Ásættanlegur biðtími fyrir þjónustu fyrir börn</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Sérstakar aðgerðir til að bregðast við löngum biðtíma eftir þjónustu við börn.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Barna- og fjölskyldustofa og Ráðgjafar- og greiningarstöð</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>*Aðgerðir vegna markmiðs nr. 1 vegna þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027 eru fjármagnaðar en fjárheimildir eru ekki sundurliðaðar á einstaka verkefni í eins og þau birtast í töflunni hér að framan. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 18.070,8 m.kr. og hækkar um 3.073,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 736,7 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 3.750 m.kr. til gjaldfrjálsra skólamáltíða. Verkefnið er hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum markaði. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 200 m.kr. vegna aðgerðaáætlunar um samræmingu þjónustu við eldra fólk sem er eitt verkefna í stjórnarsáttmála, sbr. markmið nr. 1. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins hækkar um 14,8 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 298,8 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. vegna aukinna verkefna tengdum farsæld barna á aðalskrifstofu ráðuneytis mennta- og barnamála á málaflokki 22.30.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 161,3 m.kr. vegna flutnings samnings við Krýsuvíkursamtökin frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til heilbrigðisráðuneytis.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 14 m.kr. vegna ráðstöfunar útgjaldasvigrúms málaflokksins hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 317,3 m.kr. </li> </ol> <h2>29.50 Bætur til eftirlifenda</h2> <p>Málaflokkurinn tekur til barnalífeyris vegna andláts foreldris samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þá tekur málaflokkurinn til maka- og umönnunarbóta, dánarbóta og barna­lífeyris vegna menntunar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð en þar er um að ræða heimildar­greiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 590,5 m.kr. og breytist ekki frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 24,3 m.kr.</p> <h2>29.60 Bætur vegna veikinda og slysa</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 250px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 150px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 122px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Auka tryggingavernd þeirra sem sinna umönnunarstörfum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 250px;"> <p style="text-align: left;">Meta hvort fjölgun er á umsóknum eða sam­þykktarhlutfalli og meta hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna lagabreytinga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 150px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands</p> </td> <td style="text-align: left; width: 122px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.000,3 m.kr. og lækkar um 0,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 119,8 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu málaflokksins. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Varasjóður málaflokksins, 0,1 m.kr., fellur niður tímabundið vegna sértækra aðhalds­ráðstafana.</li> </ol> <h2>29.70 Málefni innflytjenda og flóttafólks</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Einnig falla undir mála­flokkinn endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og eru þær greiðslur á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, falla undir mála­flokkinn en greiðslurnar eru á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytis. Enn fremur sinnir Vinnumálastofnun nú verkefnum vegna flóttafólks eftir að starfsemi Fjölmenningarseturs var sameinuð starfsemi Vinnumálastofnunar árið 2023. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=92ea96a7-f8ca-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 261px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 154px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Aukin tækifæri flóttafólks til félagslegrar þátttöku og virkni í íslensku samfélagi</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 261px;"> <p style="text-align: left;">Haldið áfram með verkefni sem hófst árið 2024 og er til tveggja ára í tengslum við þjónustu Vinnumála­stofnunar við flóttafólk þar sem áhersla er lögð á virkni, þ.m.t. íslenskunám, starfsþjálfun og náms- og starfsráðgjöf.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 154px;"> <p style="text-align: left;">Vinnumálastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 261px;"> <p style="text-align: left;">Unnið verði að því að samningar komist á fyrir árslok 2024 um framkvæmd sértæks verkefnis til þriggja ára í tengslum við félagsstarf fyrir flóttafólk. Markmið verkefnis­ins er að auka tækifæri flóttafólks til félagslegrar þátttöku og að vinna gegn félagslegri einangrun.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 154px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 522px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Hækkandi hlutfall flóttafólks sem nýtur þjónustu í samræmdri móttöku flóttafólks </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 261px;"> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi vinna í samráði við sveitarfélög um framtíðar­fyrirkomu­lag hvað varðar móttöku flóttafólks.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 154px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 106px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 5.102,4 m.kr. og hækkar um 123,1m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 243,9 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 150 m.kr. vegna aðgerðaáætlunar ríkisstjórnar frá febrúar 2024 um inngildingu innflytjenda og flóttafólks í íslenskt samfélag. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 7,5 m.kr. vegna flutnings verkefna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til forsætisráðuneytis. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 19,4 m.kr. </li> </ol>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðInnviðaráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðInnviðaráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/30-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Vinnumarkaður og atvinnuleysi" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/30-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi</em> árið 2025 eru áætluð 46.344,7 m.kr. og lækka um 2.560,4 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 5,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 655,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 1,4%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em></p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/30-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Vinnumarkaður og atvinnuleysi" /></p> <h2>30.10 Vinnumál og atvinnuleysi </h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum Vinnumálastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðasjóðs launa. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 271px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Draga úr fjarveru frá vinnumarkaði</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 271px;"> <p style="text-align: left;">Áframhaldandi greining einstaklinga án atvinnu þannig að unnt sé að veita einstaklingsmiðaða og þar með markvissa þjónustu í hverju tilviki fyrir sig.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p>Vinnumálastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 271px;"> <p style="text-align: left;">Reglulegar mælingar og greiningar á árangri þeirra vinnumarkaðsaðgerða sem gripið er til.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p>Vinnumálastofnun </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla stuðningsúrræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu í tengslum við þátttöku þeirra á vinnumarkaði</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 271px;"> <p style="text-align: left;">Einstaklingsmiðuð þjónusta við einstaklinga með skerta starfsgetu, svo sem „atvinna með stuðningi“ (AMS) og sérstök þjónusta við ungt fólk sem stendur frammi fyrir geðrænum eða félagslegum áskorunum.* </p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p>Vinnumálastofnun</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma.</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 271px;"> <p style="text-align: left;">Endurskoðun á reglum sem gilda um stuðning til atvinnurekenda sem ráða til starfa einstaklinga með skerta starfsgetu.*</p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>* Fjárheimildir og aðgerðir vegna heildarendurskoðunar örorkukerfisins eru á málaflokkum <em>27.1 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, 30.1 Vinnumál og atvinnuleysi </em>og<em> 32.4 Stjórnsýsla félagsmála</em>. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 44.470,3 m.kr. og lækkar um 2.578 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.797,6 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 303,7 m.kr. vegna atvinnuleysisbóta í samræmi við uppfærða þjóðhagsspá með tilliti til breytinga á atvinnuleysi og mannfjölda á vinnufærum aldri.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 150 m.kr. vegna millifærslu fjárheimildar vegna umsýslukostnaðar Vinnumálastofnunar hjá Fæðingarorlofssjóði til stofnunarinnar sjálfrar. Tilgangurinn er að einfalda framsetningu á rekstri stofnunarinnar í fjárlögum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. vegna vinnumarkaðsúrræða fyrir fólk með skerta starfsgetu í tengslum við heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 81,6 m.kr. vegna starfsendurhæfingarsjóða.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 50 m.kr. vegna aukins framlags til vinnusamninga öryrkja.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 49 m.kr. vegna Ábyrgðasjóðs launa. Fjárveitingin tengist kjarasamningum á almennum markaði sem gerðir voru í mars 2024 og snýr að hækkun hámarksgreiðslu úr sjóðnum.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 2.400 m.kr. vegna tímabundinnar fjárheimildar til launagreiðslna vegna náttúruhamfara í Grindavík sem kom í fjárlögum 2024 en fellur nú niður.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 28 m.kr. vegna færslu verkefna varðandi eftirlit á vinnumarkaði frá Vinnumálastofnun til Vinnueftirlits ríkisins.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 888,9 m.kr.</li> </ol> <h2>30.20 Vinnumarkaður</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis ríkissáttasemjara og Vinnueftirlits ríkisins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Öruggari og heilsusamlegri vinnustaðir</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Vinnuvernd á mannamáli – aðgerð til að auka vitund og hvetja til samfélags­legrar umræðu um mikilvægi mats á áhættu og forvörnum á vinnustöðum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Vinnueftirlitið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Gerð fræðslu- og stoðefnis um gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Vinnueftirlitið</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="top" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong>: Efla fyrirbyggjandi sáttamiðlun ríkissáttasemjara við gerð kjarasamninga á vinnumarkaði<strong> </strong></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Komið verði á vettvangi undir stjórn ríkissáttasemja vegna stærri deilumála milli samningsaðila á gildistíma kjarasamninga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Ríkissáttasemjari</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Þróuð verkefni sem samningsaðilar vinna á samningstíma og ráðgjöf veitt eftir þörfum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Ríkissáttasemjari</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Útfærðar vinnuaðferðir sáttamiðlunar varðandi úrlausn mála opinberra aðila.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Ríkissáttasemjari</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.874,4 m.kr. og hækkar um 17,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 107,2 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 28 m.kr. vegna færslu verkefna varðandi eftirlit á vinnumarkaði frá Vinnumálastofnun til Vinnueftirlits ríkisins.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins eru aukin um 14 m.kr. vegna ráðstöfunar á útgjaldasvigrúmi ráðuneytisins til að styrkja starfsemi Vinnueftirlits ríkisins hvað varðar eftirlit á vinnumarkaði.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 24,4 m.kr.</li> </ol>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri31 Húsnæðis- og skipulagsmál<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra og fjármála- og efnahags­ráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/31-husnaedisstudningur/">fjármálaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/31-m01.png" alt="Húsnæðis- og skipulagsmál" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/31-m02.png" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>31 Húsnæðis- og skipulagsmál</em> árið 2025 eru áætluð 26.851 m.kr. og aukast um 2.054,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024 eða sem svarar til 8,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.318,7 m.kr. milli ára eða sem svarar til 9,5%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhalds-markmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5<em> Gjöld ríkissjóðs.</em> </p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/31-m03.png" alt="Húsnæðis- og skipulagsmál" /></p> <h2>31.10 Húsnæðismál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins fellur undir húsnæðisbætur, stofnframlög, vaxtabætur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingar sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Jafnvægi verður á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Samningar við sveitarfélög um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga.</p> </td> <td> <p>HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Fjölgun íbúða með minna vistspori með kort­lagningu á húsnæði sem mætti endurnýta til búsetu.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Land eða húsnæði í eigu ríkisins verði nýtt til að hraða uppbyggingu íbúða.</p> </td> <td> <p>Fjármála- og efnahags­ráðuneyti, innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Skilvirkari stjórnsýsla og gæði íbúða í jafnvægi við umhverfið</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Aukin réttarvernd neytenda vegna byggingargalla.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti,<br /> HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Kolefnislosun bygginga verði reiknuð út, upplýsingum skilað inn og kolefnislosun takmörkuð.</p> </td> <td> <p>HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar.</p> </td> <td> <p>HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Húsnæðisöryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Endurskoðun lánaheimilda, m.a. skv. lögum um húsnæðismál, með tilliti til almannaþjónustu­hlutverks hins opinbera á húsnæðismarkaði.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Skoðað verði hvernig húsnæðisstuðningur geti nýst í auknum mæli til að auka framboð öruggra og góðra íbúða með viðráðanlegum húsnæðis­kostnaði.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 4: </strong>Framboð íbúða stuðlar að virkum vinnumarkaði og styður við öflug atvinnu­sóknarsvæði um land allt</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Tryggð byggð – samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni.</p> </td> <td> <p>HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 265px;"> <p>Greint verði hvar skortur á leiguhúsnæði standi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum.</p> </td> <td> <p>HMS</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 26.036,8 m.kr. og hækkar um 1.978,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 236,5 m.kr., </p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða, en 50 m.kr. verða færðar af launum og öðrum gjöldum yfir á tilfærslur, samtals 100 m.kr., vegna framlaga til Asks mannvirkjasjóðs. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild til húsnæðisbóta hækkar um 2.500 m.kr. á milli ára, en grunnfjárhæðir húsnæðisbóta voru hækkaðar 1. júní 2024, auk þess sem bætt var við tveimur flokkum, og hækka bætur nú þar til fjöldi einstaklinga í heimili telur sex eða fleiri í stað fjögurra áður.</li> <li>Tímabundin framlög til Asks mannvirkjasjóðs að fjárhæð 37,5 m.kr. falla niður.</li> <li>Tímabundin framlög vegna vaxtaniðurgreiðslna til Bríetar verða 67 m.kr. en voru áður 50 m.kr.</li> <li>Framlög til sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfara í Grindavík að fjárhæð 450 m.kr. falla niður.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 40,2 m.kr. og er útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokks. </li> </ol> <h2>31.20 Skipulagsmál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins fellur undir Skipulagsstofnun og Skipulagssjóð. Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 1: </strong>Vernd umhverfis og náttúru</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið verði að leiðbeiningum um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis með skipulagsgerð.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið verði að leiðbeiningum um landslags­greiningu svo að skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands taki mið af þeim gæðum sem felast í landslagi.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Unnið verði að því að ákvarðanataka um nýtingu hafsvæða verði skýr og skilvirk.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Forgangsröðun verkefna vegna skipulags strandsvæða.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti, Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 2: </strong>Velsæld samfélags</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Bæta aðgengi að upplýsingum um möguleika á uppbyggingu húsnæðis í skipulagsáætlunum til að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftir­spurnar eftir húsnæði.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Skipulagsgerð styðji við markmið um kolefnis­hlutleysi.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Unnið verði að því að einfalda ferla í skipulags­gerð og byggingarmálum þannig að til verði einn heildstæður, samþættur og skilvirkur ferill með stafræna þróun að leiðarljósi.</p> </td> <td> <p>Innviðaráðuneyti</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" valign="bottom" style="text-align: left; width: 525px; white-space: nowrap;"> <p><strong>Markmið 3: </strong>Samkeppnishæft atvinnulíf</p> </td> </tr> <tr> <td valign="bottom" style="text-align: left; width: 284px;"> <p>Styrkt verði leiðbeinandi hlutverk Skipulags­stofnunar við sveitarfélög við skipulagsgerð og afgreiðslu skipulagstillagna.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Gerð verði strandsvæðisskipulög í Eyjafirði og Skjálfanda.</p> </td> <td> <p>Skipulagsstofnun</p> </td> <td> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 814,3 m.kr. og eykst um 75,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema samtals 28,1 m.kr. </p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. </p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild til Skipulagsstofnunar hækkar um 13 m.kr. Um er að ræða tímabundið framlag til að styðja við stofnunina vegna aukinna verkefna.</li> <li>Fjárheimild til Skipulagssjóðs hækkar um 62 m.kr. Um er að ræða lögbundin framlög til sveitarfélaga sem annast skipulagsmál sín sjálf. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 4,4 m.kr. og er útfærð hlutfallslega á stofnanir og verkefni málaflokks.</li> </ol>InnviðaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðInnviðaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og félags- og vinnu­markaðs­ráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjár­málaáætlun.</a></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/32-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála" /></p> <h2>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h2> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/32-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála</em> árið 2025 eru áætluð 12.263,5 m.kr. og lækka um 310,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 2,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 334,1 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 2,8%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/32-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <h2>32.10 Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, embættis landlæknis, Geisla­varna ríkisins og Lyfjastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong><strong>: </strong>Efling heilsu og heilbrigðra lifnaðarhátta</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing aðgerða á sviði lýðheilsu- og geðheilbrigðisstefnu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Sameiginlegt átak til að draga úr út­breiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Hvatning og stuðningur við heilsueflingu og forvarnir sem hluta af allri heilbrigðis­þjónustu. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis, heilbrigðisstofnanir og Heilsugæsla höfuðborgar­svæðisins</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Innleiðing krabbameinsáætlunar með hliðsjón af heilbrigðisstefnu, lýðheilsu­stefnu og krabbameinsáætlun ESB.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 2</strong><strong>: </strong>Aukið öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Mannaflaþörf greind fyrir fjölmennustu heilbrigðisstéttir í heilbrigðisþjónustunni.</p> <p style="text-align: left;">Yfirlit um stöðu mönnunar uppfært í rauntíma.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti </p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Gefnar verða út faglegar lágmarkskröfur fyrir ákveðin svið heilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Vinna við endurbætur klínískra leiðbeininga.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti, embætti landlæknis og LSH</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 3</strong><strong>: </strong>Aukin gæði og efling rafrænnar heilbrigðisþjónustu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá og innleiðingu verkefna á sviði stefnu um stafræna heilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p>Embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá, stafrænni skráningu og stafrænum skilum heilbrigðisgagna. Unnið að sameiningu Sögugrunna.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p>Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 246px;"> <p style="text-align: left;">Aukið við fjarheilbrigðisþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 170px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.422,8 m.kr. og lækkar um 250,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 179,8 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Niðurfellt er 150 m.kr. einskiptisframlag í fjárlögum 2024 til þróunar rafrænnar sjúkra­skrár.</li> <li>Niðurfellt er 20 m.kr. einskiptisframlag í fjárlögum 2024 til Lýðheilsusjóðs. </li> <li>Útgjöld málaflokksins lækka um 25,2 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekju­áætlunum stjórnsýslustofnana. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 34,7 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> <li>Lækkun á framlagi til samkeppnis- og styrktarsjóða nemur 5 m.kr. og er hluti af sér­tækum aðhaldsaðgerðum. </li> <li>Sérstök viðbótaraðhaldskrafa nemur 15,2 m.kr. og er útfærð hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins. </li> </ol> <h2>32.20 Jafnréttismál</h2> <p>Starfsemi málaflokksins hefur verið á ábyrgð forsætisráðuneytis frá árinu 2019. Í samræmi við breytingar á forsetaúrskurði nr. 6/2022 frá 26. ágúst 2024, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, flytjast jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætis­ráðuneyti til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá 1. september 2024. Samhliða ­­­flytjast Jafn­réttisstofa og kærunefnd jafnréttismála til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tæki­færi, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Launajafnrétti verði náð – kynbundnum launamun verði útrýmt</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Tryggja áframhaldandi framfylgd jafn­launavottunar í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Unnið að og fylgt eftir tillögum aðgerða­hóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma </p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Sporna við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Framfylgd verkefna í þingsályktun nr. 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. </p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og </p> <p style="text-align: left;">Jafnréttisstofa</p> </td> <td style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Réttindi hinsegin fólks tryggð</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 284px;"> <p style="text-align: left;">Framfylgd verkefna í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 145px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 97px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 386,7 m.kr. og lækkar um 19 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 17,8 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 12 m.kr. vegna tímabundins framlags til Sam­tak­anna '78 sem fellur niður.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 3 m.kr. vegna millifærslu til nýrrar Mann­réttindastofnunar Íslands sem tekur til starfa samkvæmt lögum nr. 88/2024.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 4 m.kr. </li> </ol> <h2>32.30 Stjórnsýsla heilbrigðismála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Sjúkratrygginga Íslands og vísindasiðanefndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 198px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 416px;"> <p><strong>Markmið 1</strong><strong>: </strong>Skilvirk stjórnsýsla heilbrigðismála</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Unnið að vöruhúsi gagna. Inn­leiðing Power BI mælaborða á heilbrigðisstofnunum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 198px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="2" style="text-align: left; width: 416px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong><strong>: </strong>Efling vísindarannsókna í heilbrigðisþjónustu</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 217px;"> <p style="text-align: left;">Undirbúningur að stofnun heilbrigðisvísindasjóðs.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 198px;"> <p style="text-align: left;">Heilbrigðisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.446 m.kr. og lækkar um 23,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 240,5 m.kr.</p> <p>Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Útgjöld málaflokksins hækka um 0,4 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekju­áætlunum stjórnsýslustofnana. </li> <li>Niðurfellt er tímabundið 5,3 m.kr. framlag til Alzheimersamtakanna.</li> <li>Tímabundin lækkun ráðstöfunarfjár ráðherra um 1 m.kr. gengur til baka.</li> <li>Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins er 25 m.kr. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 41,9 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.</li> <li>Sérstök viðbótaraðhaldskrafa á aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins nemur 2,8 m.kr. </li> </ol> <h2>32.40 Stjórnsýsla félagsmála</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, auk þess sem rekstur úrskurðarnefndar velferðarmála, Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og Tryggingastofnunar fellur undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=cf72491e-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á <br /> fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Skilvirkari stjórnsýsla félagsmála</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p style="text-align: left;">Fjölbreytt fræðsla fyrir starfsfólk ráðu­neytis, t.d. um „EKKÓ“ og samskipti á vinnustað og námskeið um gagna­greiningu, framleiðni o.fl.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 151px;"> <p style="text-align: left;">Félags- og vinnumarkaðs­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 110px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.008 m.kr. og lækkar um 17,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 206,1 m.kr.</p> <p>Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Útgjaldasvigrúm málaflokksins er aukið um 100 m.kr. </li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 30 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 90 m.kr. vegna lækkunar á hluta innleiðingarkostnaðar vegna nýs kerfis örorku og endurhæfingar, sbr. umfjöllun í málaflokkum 27.1 og 30.1.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 14,1 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. </li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 49,3 m.kr. </li> </ol>HeilbrigðisráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Blá ör til hægri33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/33-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p style="text-align: left;"><strong> </strong></p> <h3 style="text-align: left;">Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/33-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar </em>árið 2025 eru áætluð 177.272,8 m.kr. og lækka um 1.922,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,1%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/33-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar" /> <p><strong> </strong></p> <h2>33.10 Fjármagnskostnaður</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=d7741169-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Viðhalda sjálfbærni skulda ríkissjóðs</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p style="text-align: left;">Hagstæð fjármögnun ríkissjóðs með jöfnu afborgunarferli og lágmörkun áhættu.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p style="text-align: left;">Uppbygging áhættustýringar fyrir ríkissjóð.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Lágmörkun fjármagnskostnaðar að teknu tilliti til áhættu</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 265px;"> <p style="text-align: left;">Endurfjármögnun útistandandi skulda þegar tækifæri gefast á betri vaxtakjörum.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 98.095,6 m.kr. og lækkar um 1.011,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum.</p> <p>Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er hækkuð um 7.764,7 m.kr. vegna innlendra lána án verð­bóta.</li> <li>Verðbætur á höfuðstól verðtryggðra lána ríkissjóðs lækka um 9.414,8 m.kr.</li> <li>Vextir af erlendum lánum hækka um 638,5 m.kr.</li> </ol> <h2>33.20 Ríkisábyrgðir</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=d7741169-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2024</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 119px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Draga úr ríkisábyrgðum</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 274px;"> <p style="text-align: left;">Endurlána ríkisfyrirtækjum og sjóðum í stað þess að heimila lántökur með ríkisábyrgð.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 132px;"> <p style="text-align: left;">Fjármála- og efnahags­ráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 119px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 110 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum.</p> <h2>33.30 Lífeyrisskuldbindingar</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Nánar er fjallað um <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=d7741169-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">málaflokkinn í fjármálaáætlun</a>, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 208px;"> <p><strong>Helstu verkefni 2024</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 189px;"> <p><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p><strong>Markmið 1</strong>: Minnka ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 208px;"> <p style="text-align: left;">Ríkissjóður greiði 10,4 ma.kr. inn á lífeyrisskuldbindingar sínar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 189px;"> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 79.067,2 m.kr. og lækkar um 911 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Hrein lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs hækkaði&nbsp; um 58.359 m.kr. á árinu 2023 og stóð í 928.612 m.kr. í árslok 2023. Hækkunina má helst rekja til launa­hækkana opinberra starfsmanna en vísitala lífeyrisskuldbindinga fyrir opinbera starfsmenn hækkaði um 10% á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að heildarlífeyrisskuldbinding ríkissjóðs vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nái hámarki um þessar mundir en fari svo lækkandi sem leiðir til lækkandi gjaldfærslu að jafnaði á næstu árum.</p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/34-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir" /></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/34-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir</em> árið 2025 eru áætluð 35.899,2 m.kr. og lækka um 35.502,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 49,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 35.006,5 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 49,4%.</p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, til að mynda þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla <em>5 Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/34-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir" /></p> <h2>34.10 Almennur varasjóður</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál er almennum varasjóði ætlað að bregðast við útgjöldum sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg og óhjákvæmileg. Samkvæmt lögum skal sjóðurinn nema að lágmarki 1% af heildarfjárheimild fjárlaga. Almennum varasjóði er einkum ætlað að mæta frávikum í launa-, gengis- og verðlagsforsendum fjárlaga og meiri háttar ófyrirséðum og óhjákvæmilegum útgjöldum, s.s. vegna náttúruhamfara, eða útgjöldum sem ókleift er að mæta með öðrum hætti samkvæmt fjárlögum. Óheimilt er að gjaldfæra útgjöld á almenna varasjóðinn en fjármála- og efnahagsráðherra er einum heimilt að ráðstafa fjármunum úr honum. Skal það gert að uppfylltum tilteknum skilyrðum og eru fjárheimildir þá millifærðar á þá málaflokka þar sem kostnaður fellur til. Nánar er fjallað um framangreind skilyrði og verkferlið í kafla <em>5.7 Varasjóðir og millifærslur fjárheimilda innan fjárlagaárs</em>. </p> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 28.908,1 m.kr. og lækkar um 17.200 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 491 m.kr.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 16.900 m.kr. en um er að ræða fjárheimild sem var tímabundið staðsett á almenna varasjóðnum í fjárlögum 2024 til að mæta kjarasamningshækkunum á yfirstandandi ári þegar samningar næðust. Á yfirstandandi ári enn ósamið hjá þorra opinberra starfsmanna og því nokkur óvissa um endanlega kostnað ríkissjóðs. Í frumvarpinu eru fjárheimildir málefnasviða og málaflokka hækkaðar varanlega sem nemur áætluðum kostnaði við kjarasamningana á ársgrundvelli og er því fyrrgreind fjárheimild felld niður á móti.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 700 m.kr. vegna aðhalds sem á uppruna sinn í fjármálaáætlun árin 2025–2029, en eftir er að útfæra á viðeigandi málefnasvið þar sem aðgerðir eru enn í mótun. Aðgerðir miðað að því að ná fram aukinni hagkvæmni með sameiningu stofnana og sameiningu og einföldun sjóða.</li> <li>Fjárheimild málaflokksins er aukin um 200 m.kr. vegna verkefna í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda, en gert er ráð fyrir að heimildin verði millifærð á næsta ári. Heimildin á uppruna sinn í 1,6 ma.kr. viðbótarframlag til þessara verkefna í fjármálaáætlun 2025–2029, en nú þegar er búið að dreifa 1,4 ma.kr. af þeirri heimild á önnur málefnasvið. Nánar er fjallað um þessi framlög í kafla 5.1.</li> </ol> <h2> 34.20 Sértækar fjárráðstafanir</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra en nánar er fjallað <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=de6e42d1-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">um hann í fjármálaáætlun</a>. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 481,1 m.kr. og lækkar um 125,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum vegna tímabundinna verkana sem falla niður. Ekki eru gerðar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.</p> <h2>34.30 Afskriftir skattkrafna</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans. Um er að ræða fjárheimild á móti gjaldfærslu á bæði beinum afskriftum skattkrafna sem taldar eru sannanlega tapaðar, t.d. vegna gjaldþrota, og óbeinum afskriftum þar sem kröfur eru færðar niður um tiltekinn hluta sem reynsla bendir til að muni að líkindum ekki innheimtast. Um er að ræða kröfur vegna álagðra skatta, álagðra vaxta á ógreidda skatta og annarra tekna.</p> <p>Fjárheimild málaflokksins lækkar um 18,2 ma.kr. vegna breyttrar aðferðafræði við afskriftir skattkrafna. Undanfarin ár hefur Fjársýslan innleitt nýja aðferðafræði, í áföngum, sem miðar að því að kröfur séu ekki ofmetnar út frá líkum á því að þær innheimtist. Áætlanir gera ráð fyrir að kröfur og afskriftir þeirra verði að jafnaði minni í framtíðinni en þær hafa verið sögulega en eftir miklar afskriftir á tímabilinu 2018–2021 lækkuðu afskriftir í uppgjöri ársins 2022. Innleiðingarferli breyttra matsaðferða Fjársýslunnar er lokið og sérstök áhrif tengd aðgerðum í veirufaraldrinum að mestu leyti að baki. Horfur um þróun eftirstöðva og afskrifta eru því orðnar mun skýrari og þykir tímabært að taka tillit til þess í tekjuáætlun ríkissjóðs. Afskriftir skattkrafna eru færðar til gjalda samkvæmt IPSAS-staðli en til tekjulækkunar samkvæmt GFS-staðli. Þær hafa því sem slíkar bein áhrif á afkomu en hvorki á sjóðstreymi né skuldir ríkissjóðs. Nánar er fjallað um framangreindar breytingar í fjármálaáætlun 2025–2029. </p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri35 Alþjóðleg þróunarsamvinna<h2>Skilgreining málefnasviðs</h2> <p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð utanríkisráðherra og fellur í einn málaflokk. Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/35-M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Alþjóðleg þróunarsamvinna" /></p> <h3>Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum</h3> <p>Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/35-M02.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025" /></p> <p>Heildargjöld málefnasviðs <em>35 Alþjóðleg þróunarsamvinna </em>árið 2025 eru áætluð 15.010,3 m.kr. og aukast um 1.903,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 14,5%. Þar sem útgjöld málefnasviðsins eru miðuð við tiltekið hlutfall af vergum þjóðartekjum eru ekki gerðar almennar launa- eða verðlagsbreytingar á fjárheimild málefnasviðsins á milli ára. </p> <p>Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarmalaaaetlun/fjarmalaaaetlun-2024-2028/malefnasvid/01-althingi-og-eftirlitsstofnanir-thess/">fjármálaáætlun</a>, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 <em>Gjöld ríkissjóðs</em>.</p> <p>Framlög til þróunarsamvinnu reiknast sem hlutfall af áætluðum vergum þjóðartekjum. Samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024–2028, sem var samþykkt af Alþingi hinn 15. desember 2023, var gert ráð fyrir að framlög Íslands til þróunar­samvinnu færu hækkandi yfir tímabil fjármálaáætlunarinnar úr 0,35% af vergum þjóðartekjum (VÞT) árið 2024 í 0,46% árið 2028. </p> <h3>Hagræn skipting útgjalda</h3> <p>Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/Fjarlagafrumvarp-fyrir-2025/Greinargerdir/35-M03.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Alþjóðleg þróunarsamvinna" /></p> <h2>35.10 Þróunarsamvinna</h2> <p>Starfsemi málaflokksins er í höndum þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis, sendiskrifstofa Íslands í Lilongwe, Kampala og Freetown sem og fastanefnda Íslands í New York, Genf, París og Róm. Íslensk stjórnvöld leggja sig fram um að vera áreiðanlegur samstarfs­aðili í þróunarsamvinnu, fara vel með þróunarfé og vinna samkvæmt bestu starfs­venjum. Utanríkisráðuneytið á í markvissu samstarfi við alþjóðastofnanir og samstarfs­lönd með framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Ramma­samningum við áherslustofnanir og frjáls félagasamtök er ætlað að auka sveigjanleika, fyrirsjáanleika og viðbragðsflýti þeirra. Yfirmarkmið þróunarsamvinnu Íslands er <em>útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði </em>sem grundvallast á framtíðarsýn heims­markmiða Sameinuðu þjóðanna. <a href="https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/stefnumotun-malefnasvida/kafli/?itemid=de6e42d4-f8e9-11ee-b883-005056bcde1f">Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.</a></p> <p>Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Helstu verkefni 2025</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Framkvæmdaraðili</strong></p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;"><strong>Breyting á fjárveitingu til verkefnis</strong></p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 1</strong>: Uppbygging mannauðs og samfélagslegra grunnstoða með áherslu á mann­réttindi og jafnrétti kynjanna</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Byggðaþróunarverkefni í Malaví, Síerra Leóne og Úganda (HM 4, 3, 6, 5).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Samstarfsverkefni með Mannfjölda­sjóði SÞ um aðgerðir gegn fæðingar­fistli í Malaví, Síerra Leóne og Úganda (HM 3, 5).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Stuðningur við kjarnastofnanir SÞ sem vinna í þágu mannréttinda og kynja­jafnréttis (HM 5, 10).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 2</strong>: Viðbrögð gegn loftslagsvánni, efling viðnámsþróttar samfélaga og sjálfbær nýting náttúruauðlinda</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Verkefni í Síerra Leóne á sviði fiski­mála og bláa hagkerfisins (HM 14).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Þátttaka í verkefni NDF um aukna nýtingu og aðgang að endurnýjanlegri orku í Afríku (HM 7, 13).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Stuðningur við GRÓ – þekkingar­miðstöð þróunarsamvinnu með færni- og þekkingaruppbyggingu (HM 7, 15, 14, 13).</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td colspan="3" style="text-align: left; width: 525px;"> <p style="text-align: left;"><strong>Markmið 3</strong>: Ísland er áreiðanlegur samstarfsaðili í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðarmálum og beitir sér í þágu stöðugleika og friðar</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Fyrirsjáanlegur og tímanlegur stuðn­ingur við lykilstofnanir SÞ á sviði mannúðaraðstoðar.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">Innan ramma</p> </td> </tr> <tr> <td style="text-align: left; width: 255px;"> <p style="text-align: left;">Efnahags- og mannúðarstuðningur við Úkraínu í samræmi við þingsályktun.</p> </td> <td style="text-align: left; width: 142px;"> <p style="text-align: left;">Utanríkisráðuneyti</p> </td> <td style="text-align: left; width: 128px;"> <p style="text-align: center;">2.000 m.kr.</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 15.010,3 m.kr. og hækkar um 1.903,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Ekki eru gerðar almennar launa- og verðlagsbreytingar á fjárheimild málaflokksins. Ekki er um verulegar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.</p> <p>Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:</p> <ol style="list-style-type: lower-alpha;"> <li>Framlög til málaflokksins hækka um 2.500 m.kr. vegna aukins stuðnings við mannúðar- og uppbyggingarstarf í Úkraínu á grundvelli þingsályktunartillögu utan­ríkisráðherra sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Framlögunum verður varið til verkefna í Úkraínu sem talist geta til þróunarsamvinnu samkvæmt skilgreiningu þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) og þannig stuðla að því að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar varðandi framlög til þróunarsamvinnu eins og kveðið er á um í stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024–2028. Aðkoma að verkefnum sem falla undir þennan stuðning er fjölbreytt og snertir í reynd flesta málaflokka ráðuneytis.</li> <li>Fjárheimild til málaflokksins lækkar á móti um 500 m.kr. vegna niðurfellingar tímabundins framlags til aukinnar mannúðar- og efnahagsaðstoðar við Úkraínu sem kom inn í 2. umræðu fjárlagafrumvarps 2024.</li> <li>Framlög til málaflokksins aukast um 20 m.kr., byggt á spá Hagstofunnar um vergar þjóðartekjur. Tillagan er liður í stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024–2028 þar sem stefnt var að því að framlög Íslands til þróunarsamvinnu færu hækkandi yfir tímabil fjármálaáætlunar 2024–2028 úr 0,35% af vergum þjóðartekjum (VÞT) árið 2024 í 0,46% árið 2028 og næmu 0,37% árið 2025 að undanskildum stuðningi Íslands við Úkraínu.</li> <li>Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 116,5 m.kr. Þar af eru 100 m.kr. sem miðast við 4% af framlögum til nýrra og aukinna verkefna. Ný og aukin verkefni í fjármálaáætlun 2025–2029 felast fyrst og fremst í hækkun framlaga vegna Úkraínu. Framlög vegna þessara verkefna eru því í skert í samræmi við sértækar aðhaldsaðgerðir fyrir 2025 en forgangsraðað verður innan viðkomandi málaflokka þannig að staðið verður við skuldbindingar sem Ísland hefur nú þegar undirgengist varðandi stuðning við Úkraínu. Annað verður útfært við gerð rekstraráætlunar fyrir árið 2025.</li> </ol>UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum