Hoppa yfir valmynd

Greinargerð ráðuneyta um málefnasvið og málaflokka

Í köflum greinargerðarinnar hér á eftir fer umfjöllun um áherslur og markmið til næstu fimm ára fyrir þau 35 málefnasvið og 105 málaflokka sem fjármálaáætlun tekur til.

Efni
Blá ör til hægriInngangur<p>Fjárheimildum ríkissjóðs er skipt niður á 35 málefnasvið sem svo skiptast í 105 málaflokka. Í greinargerð með fjármálaáætlun skal kynna stefnumótun fyrir einstök málefnasvið ríkissjóðs og hvernig hún samræmist markmiðum um þróun tekna og gjalda. Sífellt er unnið að skýrari framsetningu stefnu málefnasviða í greinargerð með fjármálaáætlun. </p> <p>Enn eitt skrefið í skýrari framsetningu stefnu málefnasviða er tekið í greinargerð með þessari fjármálaáætlun. Í stað ítarlegrar umfjöllunar um stefnu málefnasviða og málaflokka er samandregin kynning á stefnu hvers málefnasviðs. Með þessari breytingu er horft til þess að greinargerðirnar séu hnit­­miðaðar og dregnar fram helstu áherslur, framtíðarsýn og megin­markmið ásamt áformum stjórnvalda um hvernig verður brugðist við áskorunum á málefna­sviðinu. Heildstæðari umfjöllun um stefnumótun málefnasviða og málaflokka, þ.m.t. markmið og mælikvarða, verður birt síðar á þessu ári á sérstöku vefsvæði Stjórnarráðsins, <a href="http://www.fjarlog.is/">www.fjarlog.is</a>, ásamt upplýsingum um ávinning af ráðstöfun fjárveitinga m.t.t. settra markmiða og aðgerða.</p> <p>Í samræmi við lög um opinber fjármál og í anda rammafjárlagagerðar eru heildarfjár­heimildir ríkissjóðs settar fram í fjármála­áætlun með sundurliðun niður á málefnasvið. Sá útgjaldarammi sem Alþingi ályktar um fyrir hvert málefnasvið er svo nánar útfærður á málaflokka og einstök verkefni í fjárlagafrumvarpi hvers árs og fylgiriti með því. Til að gæta samræmis milli útfærslu fjárheimilda annars vegar og stefnumótunar hins vegar er sett fram stefna fyrir hvert málefnasvið í heild sinni. Útfærsla ítarlegri stefnu niður á málaflokka verður betur tengd uppgjöri á árangri í ársskýrslum ráðherra og nánari skiptingu fjárheimilda niður á málaflokka í tengslum við vinnslu frumvarps til fjárlaga. Þannig er gert ráð fyrir að þessar upplýsingar um árangur birtist framvegis allar á sameiginlegu vefsvæði á vef Stjórnarráðsins (sjá nánari umfjöllun í með­fylgjandi rammagrein).</p> <p>Grundvöllur umfjöllunar um málefnasvið og mótun stefnu fyrir þau eru þær aðgerðir sem gerð er grein fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þær endurspeglast í helstu áherslum hvers málefna­sviðs og í markmiðum og mælikvörðum hvers málaflokks þegar þar að kemur.</p> <h2>Uppbygging á kynningu stefnumótunar málefnasviða</h2> <p>Hér á eftir er kynnt stefna málefnasviða ríkissjóðs. Þar eru dregin fram eftirfarandi atriði:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><strong>Helstu áherslur</strong> lýsa forgangsmálum á málefnasviðinu.</li> <li><strong>Framtíðarsýn </strong>lýsir þeim framförum sem ætlað er að ná til lengri tíma, sem dæmi um aukið virði fyrir samfélagið.</li> <li><strong>Meginmarkmið</strong> lýsir tilætluðum áhrifum af starfsemi stjórnvalda, ráðuneyta og ríkisaðila fyrir samfélagið, sem dæmi um hag fyrir borgara og skattgreiðendur – og styður jafnframt við framtíðarsýn. </li> <li><strong>Stefna málefnasviðs </strong>dregur fram lykiláskoranir við að ná framtíðarsýn og megin­markmiðum og hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við þeim.</li> <li><strong>Fjármögnun</strong> dregur fram helstu lykilatriði eða breytingar á fimm ára fjárhags­ramma málefnasviðs ásamt fjárheimildum málefnasviðsins.</li> </ul>
Blá ör til hægri01 Alþingi og eftirlitsstofnanir þess<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forseta Alþingis. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_01_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/01%20Al%c3%beingi%20og%20eftirlitsstofnanir%20%c3%beess.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skilvirkar stafrænar lausnir" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Meginverkefni Alþingis er lagasetning en þingið fer einnig með viðamikið eftirlitshlutverk. Starfshættir Alþingis eru ákvarðaðir í stjórnarskrá og þingsköpum.</p> <p>Alþingi hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu og á vegum þess starfa þrjár sjálfstæðar stofnanir, umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðandi og Mannréttindastofnun Íslands. Umboðsmaður hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Til hans getur hver sá leitað sem telur að stjórnvöld hafi beitt sig rangleitni. Umboðsmaður lýkur athugun sinni á máli með bréfi eða áliti hvort leyst hafi verið úr máli í samræmi við lög. Með þessu er réttaröryggi borgaranna styrkt og Alþingi fær innsýn í starfshætti stjórnvalda. Ríkisendurskoðandi hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja og að fjárheimildir og hvers konar verðmæti séu nýtt og þeim ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Markmið embættis ríkisendurskoðanda miða að betri nýtingu ríkisfjármuna og bættri opinberri þjónustu. Mannréttindastofnun hefur það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi á Íslandi eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Helstu áskoranir skrifstofu Alþingis snúa að því að tryggja framsækni og fagmennsku í þróun starfsumhverfis þingmanna og starfsfólks og halda uppi ásættanlegu þjónustustigi á meðan gætt er fyllsta aðhalds í rekstri. Skipulagsbreytingar hafa minnkað yfirbyggingu og aukið samstarf þvert á einingar. Áhersla hefur verið lögð á að nýta og þróa tæknilausnir á mörgum sviðum.&nbsp;</p> <p>Mikil áhersla er áfram lögð á að þróa stafrænar lausnir á öllum sviðum í starfsemi Alþingis til að auka skilvirkni, minnka sóun, auka hagkvæmni, öryggi og aðgang að upplýsingum en jafnframt stuðla að umhverfi sem hvetur til vandaðra vinnubragða. Mikil tækifæri felast til dæmis í snjallvæðingu þingskjala og lagasafns en það verkefni er langt á veg komið, Alþingi, Stjórnarráðinu, öðrum hagaðilum og almenningi öllum til gagns. Vonast er til að því verkefni ljúki árið 2026. Þá hefur verið góður gangur í þróun þingmannagáttar, sem má segja að sé komin í fulla notkun, sem og nefndagáttar en áætlað er að hún verði fullkláruð árið 2026. Opið og aðgengilegt Alþingi er einnig áherslumál, bæði hvað varðar heimsóknir til Alþingis og fræðslu út á við.&nbsp;Fræðslustarfið er í stöðugri þróun, einkum gagnvart yngri kynslóðinni, enda mikilvægt að efla lýðræðisvitund. Boðið er upp á fjölbreyttar fræðsluleiðir sem byggðar eru á hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Aukin áhersla er á að auka aðgengi ungs fólks á landsbyggðinni að fræðslu. Þá er vefur Alþingis í endurskoðun með það að markmiði að bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu.</p> <p>Umboðsmanni berast á milli 500 og 600 kvartanir á hverju ári frá einstaklingum og lögaðilum. Að auki stofnar umboðsmaður töluvert af frumkvæðismálum á ári hverju og sinnir OPCAT-eftirliti. Það felur í sér nokkurn fjölda heimsókna á staði þar sem frelsissviptir einstaklingar eru vistaðir og í framhaldinu útgáfu á skýrslum um þær. Helstu áskoranir embættisins eru að viðhalda núverandi starfsmannafjölda til að sinna fyrrnefndum verkefnum sem eru umfangsmikil og fjölbreytt, tryggja málshraða við umfjöllun þessara mála, þ.e. jafnt um kvartanir, frumkvæðismál og eftirlitsheimsóknir OPCAT-eftirlitsins án þess að slakað sé á faglegum kröfum. Í því sambandi ber að hafa í huga að frumkvæðis- og OPCAT-eftirlit umboðsmanns gegnir veigamiklu hlutverki við að tryggja réttindi ýmissa minnihlutahópa. Þá gegnir frumkvæðiseftirlit mikilvægu hlutverki við að greiða úr upplýsingaóreiðu hjá opinberum aðilum. </p> <p>Áhersla verður lögð á að leita leiða til að gera málsmeðferð kvartana- og frumkvæðismála skilvirkari með endurskoðun á verkferlum og skipulagi. Unnið verður áfram að umbótum í upplýsingatækni á skrifstofu UA. Þá verður lögð áhersla á að auka fræðslu fyrir stjórnvöld, m.a. með sérstökum leiðbeiningum á heimasíðu ætluðum þeim og fræðafundum sem starfsmenn umboðsmanns munu sinna. Að sama skapi verður unnið að því að bæta leiðbeiningar og upplýsingar á heimasíðu til þeirra sem hyggjast kvarta til umboðsmanns. Þá verður leitað leiða til að tryggja virkt OPCAT-eftirlit um allt land. Að auki verður lögð áhersla á forvarnar- og kynningarhlutverk OPCAT-eftirlitsins með upplýsingum og fræðsluefni á heimasíðu, á prentuðu formi og með kynningarfundum og heimsóknum starfsmanna umboðsmanns. </p> <p>Ríkisendurskoðun sinnir eftirliti með því hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í meðferð á opinberu fé, svo og hvort fjárframlög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Hefur sú stefna verið mörkuð að leggja höfuðáherslu á stjórnsýslu mikilvægari málaflokka og fjárhag stærri ríkisaðila. Þetta leiðir til þess að úttektir verða færri en að sama skapi árangursríkari fyrir opinber fjármál og stjórnsýslu.&nbsp; </p> <p>Staða ríkisfjármála er enn traust eftir veigamiklar áskoranir heimsfaraldurs og náttúruhamfara en ýmsir aðrir þættir, s.s. viðhald og uppbygging innviða og öldrun þjóðarinnar, munu fyrirsjáanlega halda áfram að valda þrýstingi á ríkisfjármálin. Þetta mun gefa verkefnum Ríkisendurskoðunar aukið vægi á komandi árum er ríkisreksturinn leitar aukinnar hagkvæmni og jafnvægis. </p> <p>Miklu skiptir að upplýsingagjöf um stöðu og horfur ríkisfjármála sé glögg og tímanleg. Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum lagt ríka áherslu á aga og festu við gerð og endurskoðun ríkisreiknings og fylgni við markmið laga nr. 123/2015 um opinber fjármál. Ríkisreikningur 2023 var fyrsti samstæðureikningur fyrir ríkið í heild (A-, B- og C- hluta). Tækifæri eru til umbóta hvað varðar innleiðingu og fylgni við reikningsskilastaðla og að endurskoðaður ríkisreikningur liggi fyrr fyrir. Stefnt er að þessu frá og með ríkisreikningi 2024. </p> <p>Stjórnsýsluúttektir embættisins hafa á undanförnum árum bent á fjölmörg tækifæri til umbóta í opinberum rekstri og stjórnsýslu, þ.m.t. hvað varðar hagræðingu, aukna skilvirkni og sameiningu stofnana. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Kosið verður til Alþingis 2028 og því fylgir kostnaður vegna biðlauna og ýmiss búnaðar fyrir þingmenn. Árið 2030 verða 1100 ár frá stofnun Alþingis og verður þeirra tímamóta minnst með veglegum hætti auk þess sem það ár verður Alþingi gestgjafi Norðurlandaráðsþings. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_01_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>
Blá ör til hægri02 Dómstólar<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fjóra mála­flokka, sem sjá má í eftirfarandi töflu, ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_02_mynd_1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/02%20Do%cc%81msto%cc%81lar.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Traustir dómsstólar" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins og framtíðarsýn er að traust ríki til dómstóla, m.a. með því að tryggja greiðan aðgang að dómstólum og upplýsingum um þá. Sömuleiðis er það markmið að tryggja skilvirka málsmeðferð og bæta þjónustuna. Þá er mikilvægt að tryggja öryggi almennings og þeirra er starfa hjá dómstólum, ásamt áreiðanleika gagna og upplýsinga.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Stefnt er að því að nýta stafrænar leiðir við meðferð mála fyrir dómstólum að því marki sem það samræmist réttaröryggi og meginreglum réttarfars um m.a. opinbera og milliliðalausa málsmeðferð. Í því felst að gögn og upplýsingar fari með rafrænum hætti til og frá dómstólum og á milli dómstiga og annarra stofnana réttarvörslukerfisins sem og að málsmeðferð verði rafræn fram að aðalmeðferð. Þannig sparast tími við vinnslu mála með fækkun ferða til og frá dómstólum sem og minni kostnaður verður við prentun á pappír. Helstu áskoranir tengjast kostnaði við þróun á kerfum og óvissu varðandi þann tíma sem hún tekur, þjálfun starfsfólks og innleiðingu á breyttu verklagi og ferlum. Einnig þarf að tryggja öryggi við rekstur og notkun slíkra kerfa. Markmiðið er að ná fram aukinni skilvirkni við rekstur dómsmála, greiðari og styttri málsmeðferð, dreifingu álags og auknum afköstum og hagkvæmni með betri nýtingu tíma og fjármagns, bættu aðgengi að dómstólum og upplýsingum og umhverfisábata upplýsingatæknikerfa. Á tímabili áætlunarinnar verður leitað leiða til að veita betri þjónustu með hagkvæmari hætti en áður.</p> <p>Bætt öflun upplýsinga, greining þeirra, þar á meðal tölfræði, og miðlun til þeirra sem nýta þjónustu dómstóla og almennings er mikilvægur þáttur í að auka traust til dómskerfisins og stuðla að opinni og ígrundaðri umræðu um starfsemi þeirra. Upplýsingarnar eru einnig mikilvægar við mat á skilvirkni, dreifingu álags og umbótatækifærum. Helstu áskoranir við að bæta upplýsingagjöf varða þróun málaskrár og samræmda og rétta skráningu upplýsinga í gagnagrunna málaskrárkerfisins. Þá þarf að vera unnt að sækja upplýsingarnar á einfaldan og hagkvæman hátt. Gera þarf breytingar á málaskrá og unnið er að því að samræma verklag við skráningu.</p> <p>Öryggi starfsfólks og þeirra sem koma í húsnæði dómstóla er mikilvægt. Húsnæði margra dómstóla uppfylla ekki öryggiskröfur fyllilega. Móta þarf framtíðarsýn um húsnæði og búnað dómstóla og öryggi starfsfólks, almennings, upplýsinga og gagna. Unnið verður að þessu á tímabili áætlunarinnar.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Fjárheimildir málefnasviðsins lækka um 108,4 m.kr. á tímabilinu, einkum vegna hagræðingar í rekstri héraðsdómstóla. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_02-%20mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>DómsmálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri03 Æðsta stjórnsýsla<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_03_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/03%20%c3%86%c3%b0sta%20stjo%cc%81rnsy%cc%81sla.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Forysta og samhæfing" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn er að æðsta stjórnsýsla ríkisins vinni samhent í þágu allra landsmanna og hlúi að grunngildum lýðræðislegs velferðarsamfélags.</p> <p>Meginmarkmið æðstu stjórnsýslu ríkisins er að styðja forsætisráðherra til að sinna forystu- og samhæfingarhlutverki sínu í samfélaginu, á vettvangi ríkisstjórnar og innan Stjórnarráðs Íslands.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Forsætisráðherra stýrir störfum ríkisstjórnarinnar og samhæfir þau, er helsti málsvari hennar og ber höfuðábyrgð á því að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar sé innleidd. Forsætis­ráðuneytið styður við þetta hlutverk forsætisráðherra og tryggir að starfsemi ríkisstjórnarinnar sé í samræmi við lög. Í tengslum við ríkisstjórn starfa ráðherranefndir að samráði og samhæfingu stjórnarmálefna þvert á ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands. Á tímabili fjármála­áætlunarinnar er stefnt að nýbyggingu við Stjórnarráðshúsið sem mun hýsa starfsemi forsætisráðuneytisins og gerbreyta starfsaðstöðu æðstu stjórnsýslu ríkisins.</p> <p>Meðal forgangsverkefna ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins er að hagræða í ríkisrekstri, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Á sama tíma vill ríkisstjórnin vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun og efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu um land allt. Á tímabili fjármálaáætlunarinnar mun forsætisráðuneytið fara með forystu í stefnumótun og samhæfingu verkefna sem hafa að meginmarkmiði að stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri til frambúðar, sjálfbærum vexti atvinnugreina og aukinni framleiðni í atvinnulífi. Forsætis­ráðuneytið mun fylgja þessum áherslum eftir og m.a. leiða vinnu um fækkun ýmissa stjórnsýslunefnda og sameiningu starfsstöðva nefnda, smærri stofnana og verkefna.</p> <p>Þróun stjórnskipunar, endurskoðun stjórnarskrár, aðgerðir til að efla traust almennings til stjórnvalda og treysta lýðræðislega stjórnarhætti eru viðvarandi verkefni á málefnasviði æðstu stjórnsýslu. Tækifæri eru til að efla enn frekar almenningssamráð við opinbera stefnumótun, ekki síst til að treysta tiltrú almennings á opinberri stjórnsýslu. Þau felast ekki síst í auknum stafrænum lausnum og leiðum til þess að ná betur til íbúa landsins. Á tímabili þessarar fjármálaáætlunar verður unnið áfram að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með sérstakri áherslu á ákvæði um auðlindir í þjóðareign í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Einnig verður í samstarfi við sveitarfélög unnið að umsýslu með þjóðlendum með sjálfbæra nýtingu í þágu allra landsmanna að leiðarljósi.</p> <p>Forsætisráðuneytið fer með verkstjórn og samhæfingu á vettvangi Stjórnarráðsins. Ýmis tækifæri felast í forystu- og samhæfingarhlutverki forsætisráðuneytisins og birtast m.a. í reglulegu samráði æðstu stjórnenda Stjórnarráðsins og samhæfingu á vettvangi ráðherranefnda en einnig í umsjón með ýmsu samstarfi ráðuneyta, t.d. upplýsingafulltrúa, mannauðsstjóra og skjalastjóra. Tækifæri eru falin í því að vinna áfram að því að styrkja skipulag og getu æðstu stjórnsýslu til samhæfingar og verkefnastjórnunar þvert á ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands. Samhent stjórnsýsla auðveldar miðlægu framkvæmdarvaldi að vinna að ýmsum pólitískum áhersluverkefnum og mæta samfélagslegum áskorunum sem krefjast samstarfs þvert á stjórnarmálefni. Slíkar áskoranir birtast m.a. í breyttri samsetningu þjóðarinnar og lýðfræði­legum breytingum, viðbrögðum og réttlátum umskiptum vegna loftslagsbreytinga, örri tækniþróun og þróun gervigreindar. Samhæfing aðgerða og ákvarðanatöku stjórnvalda vegna yfirstandandi jarðhræringa á Reykjanesskaga og framtíðarfyrirkomulag aðgerða vegna langvarandi óvissu ástands á svæðinu eru áfram meðal helstu áskorana ráðuneytisins. Þessum áskorunum verður mætt með vinnu sem miðar að því að styrkja áfallaþol innviða og samfélagsins og stöðugri rýni á fyrirkomulagi, ákvarðanatöku og stjórnun þegar hættu- og óvissuástand varir um lengri tíma. </p> <p>Aðkoma forsætisráðuneytisins að alþjóðamálum hefur aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna breyttra aðstæðna í öryggis- og varnarmálum. Reglubundin samskipti og samráð milli norrænu forsætisráðuneytanna í aðdraganda mikilvægra funda og í samhengi við stærri mál sem upp koma á alþjóðavettvangi hafa vaxið í mikilvægi í skugga árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þá er styrking tengsla við Bandaríkjastjórn með helstu hagsmunamál að leiðarljósi viðvarandi verkefni sem og samráð við önnur bandalagsríki vegna leiðtogavíddar Atlantshafs­bandalagsins. Mikilvæg eru einnig árvekni og viðbúnaður vegna ógna á Norður-Atlantshafi og málafylgju Íslands um helstu hagsmunamál á Norðurslóðum. Viðhald og styrking tengsla við framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB með helstu hagsmunamál Íslands á vettvangi EES-samstarfsins að leiðarljósi er einnig áherslumál, ásamt stuðningi við hagsmunagæslu gagnvart einstökum ríkjum og alþjóðastofnunum. </p> <p>Breytt öryggisumhverfi hefur áhrif á Ísland og krefst víðtæks samráðs og samhæfingar innan stjórnsýslunnar hérlendis og á alþjóðavettvangi. Til að vinna að markmiðum þjóðar­öryggis­stefnu íslenskra stjórnvalda er lykilmál á vettvangi þjóðaröryggisráðs að styrkja áfallaþol og grunnstoðir samfélagsins. Í þeim efnum þarf að líta til margvíslegra áskorana sem tengjast með fjölbreytilegum hætti og varða flest svið samfélagsins. Áfallaþol samfélagsins er mjög háð samfelldri virkni mikilvægra innviða. Ljóst er að ný staða í öryggismálum gerir kröfur til íslenskra stjórnvalda um yfirvegaðar, skilvirkar og skýrar aðgerðir til þess að tryggja öryggi samfélagsins. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Nýjar fjárveitingar hækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 1.499 m.kr. en á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda um 2.079 m.kr. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 580 m.kr. til lækkunar. Hækkun og lækkun skýrist að stærstum hluta af tímabundnu framlagi til viðbyggingar Stjórnarráðs­hússins.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_03_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>ForsætisráðuneytiðForsætisráðuneytið
Blá ör til hægri04 Utanríkismál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð utanríkisráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_04_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/04%20Utanri%cc%81kisma%cc%81l.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Velsæld og frelsi" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn utanríkisþjónustunnar er að hagsmunir lands og þjóðar séu tryggðir á grundvelli alþjóðalaga með virku fjölþjóðakerfi sem sátt ríkir um. Ísland leggi sitt af mörkum í alþjóðlegu samstarfi til að stuðla að framgangi lýðræðis, mannréttinda, kynjajafnréttis og réttarríkisins, sjálfbærri þróun og friðsamlegum lausnum deilumála á grundvelli þjóðaréttar. Á sama tíma séu varnir landsins tryggðar með virku samstarfi við helstu bandalagsríki á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin frá 1951, aðildarinnar að Atlantshafs-bandalaginu og svæðisbundins samstarfs samhliða eflingu innlendrar viðbúnaðargetu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru vegvísir í alþjóðasamstarfi til ársins 2030.</p> <p>Meginmarkmið utanríkisþjónustunnar er að gæta í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum samkvæmt lögbundnu hlutverki, einkum er snertir stjórnmál, öryggis- og varnarmál, utanríkisviðskipti og menningarmál. Ísland fái aukna hlutdeild í alþjóðaviðskiptum, varnir landsins séu tryggðar og ríkisborgarar njóti verndar og aðstoðar gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum og að í öllu alþjóðlegu samstarfi verði tryggð réttindi Íslands yfir hafsvæðum sínum og auðlindum.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í ljósi breytts öryggisumhverfis í Evrópu og aukinna áskorana í alþjóðaviðskiptum leggur Ísland áherslu á öfluga varnarsamvinnu, stöðuga hagsmunagæslu í viðskiptum og nánari tengsl við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin, önnur Evrópuríki og Evrópusambandið, Atlantshafs­bandalagið, bandalagsríki og önnur líkt þenkjandi ríki. </p> <p>Varnir Íslands, öryggi og fullveldi verða einungis tryggð með virku samstarfi og samningum við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Þar eru aðild Íslands að Atlantshafs­bandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin grunnstoðir en svæðisbundið varnarsamstarf skipar einnig mikilvægan og vaxandi sess, einkum norrænt varnarsamstarf. Með virkri þátttöku í varnarsamstarfi er hagsmuna Íslands gætt og sameiginlegar varnarskuldbindingar áréttaðar sem er mikilvægasti liðurinn í fælingar- og varnarstefnu Íslands. Gert er ráð fyrir að ný öryggis- og varnarmálastefna verði innleidd á tímabilinu og áhersla lögð á að tryggja varnir innviða, netöryggi og aukna þátttöku í sameiginlegum varnaraðgerðum. Innrás Rússlands í Úkraínu og sú breytta heimsmynd sem af því leiðir er alvarlegasta öryggisógn sem Evrópa hefur staðið frammi fyrir í langan tíma. Bregðast þarf við þessum veruleika með auknum varnarviðbúnaði og áframhaldandi öflugum stuðningi við Úkraínu. Í samræmi við samning Íslands og Úkraínu um öryggissamstarf og langtímastuðning verður stutt við Úkraínu í formi varnartengds stuðnings í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Gera má ráð fyrir að þörf fyrir aðstoð taki breytingum eftir því sem stríðinu vindur fram og að skipting stuðnings niður á málaflokka verði til sífelldrar endurskoðunar.</p> <p>Ísland situr í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin, til ársloka 2027. Framboð Íslands til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var hluti af langtímastefnu íslenskra stjórnvalda til að vernda og efla mannréttindi um allan heim. Í ráðinu leggur Ísland áherslu á að efla samstöðu um grundvallarmannréttindi, kynjajafnrétti, hinsegin réttindi, réttindi barna og tengsl mannréttinda og umhverfismála. </p> <p>Eitt af lögbundnum hlutverkum utanríkisþjónustunnar er að vernda hagsmuni Íslands í alþjóðaviðskiptum og stuðla að efnahagslegri hagsæld þjóðarinnar með greiðum aðgangi útflutnings að erlendum mörkuðum. Stuðst er við langtímastefnumótun atvinnulífs, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda, varðandi markaðssetningu og útflutning á íslenskum vörum, þjónustu og menningu. Að sama skapi þarf að tryggja stöðugt framboð á innfluttum vörum og þjónustu. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir opið hagkerfi eins og það íslenska sem byggir afkomu sína á stöðugum og traustum viðskiptasamböndum við önnur ríki. Ísland vinnur því áfram að gerð fríverslunarsamninga og annarra viðskiptasamninga. Við núverandi aðstæður þarf að tryggja að utanríkisviðskipti styðji við efnahagslegt öryggi, ekki síst þar sem Evrópusambandið beitir innri markaðnum æ oftar fyrir sig í þeim tilgangi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður haldin eigi síðar en árið 2027.</p> <p>Vegna stöðu heimsmála er ljóst að verkefnum utanríkisráðuneytisins hefur fjölgað og ekki von til að dragi úr umfangi þeirra á næstu árum, hvort sem horft er til hagsmunagæslu á pólitíska sviðinu, varnar- eða viðskiptamála. Þá hefur eftirspurn eftir borgaraþjónustu aukist til muna og afkastageta við útgáfu Schengen-vegabréfsáritana til landsins verið efld. Í fjárlögum fyrir 2025 var fjárheimild til áritanamála aukin með það að markmiði að mæta mikilli eftirspurn. Árið 2024 fjölgaði innlögðum umsóknum um 55% frá fyrra ári og áætlað er að aukning verði sambærileg í ár. Áætlað er að aukning ríkistekna sem af þessu leiðir verði umtalsvert meiri en sem nemur aukinni fjárheimild. Hlúa þarf að mannauði utan­ríkis­þjónustunnar og efla þekkingu og reynslu starfsfólks. Umbætur í starfi munu byggjast á árangursmiðaðri sýn og að nýta þau tækifæri sem felast í stafrænni utanríkisþjónustu til að bæta þjónustu og upplýsingamiðlun.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að framlög til varnartengdra verkefna verði aukin um 4 ma.kr. á tímabilinu fram til ársins 2028. Drjúgum hluta þessarar aukningar verður varið í aukinn varnartengdan stuðning við Úkraínu. Árið 2028 er gert ráð fyrir að um 1,5 ma.kr. komi til lækkunar í varnartengdan stuðning við Úkraínu á móti sambærilegri hækkun á alþjóðlegri þróunarsamvinnu til mannúðarstuðnings og uppbyggingar í Úkraínu, með fyrirvara um framvindu átaka í Úkraínu. Aðrar breytingar eru fyrst og fremst lækkun framlaga vegna aðhaldsáforma og niðurfelling framlaga til tímabundinna verkefna. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_04_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið
Blá ör til hægri05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefna­sviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_05_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/05%20Skatta-,%20eigna-%20og%20fja%cc%81rma%cc%81laumsy%cc%81sla.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Betri og hagkæmari ríkisrekstur" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að styrk stjórn fjármála stuðli að stöðugleika og styðji við skilvirka þjónustu og bætt lífskjör á Íslandi.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að rekstur og þjónusta ríkisins stuðli að verðmæta­sköpun og sé samræmd, gagnsæ og hagkvæm.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að fyrsta verk hennar verði að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Til að ná þeim markmiðum þarf stjórn ríkisfjármála að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta sem verður unnið að með innleiðingu á stöðugleikareglu, auk þess sem stöðva þarf hallarekstur. Tækifæri felast í upptöku á verklagsreglum um rammafjárlagagerð ásamt bættri nálgun við vinnslu fjármála­áætlunar, öflugri rýni á útgjaldaáhættu og útgjaldaþróun innan ársins. Jafnframt eru tækifæri til að stýra efnahagsreikningi ríkisins með markvissari hætti til að ná fram meiri arðsemi, auknum arðgreiðslum og öðrum ábata af eignum ríkisins, m.a. með bættri umgjörð um undir­búning og ákvarðanir um stærri framkvæmdir og fjárfestingar ríkisins. </p> <p>Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Styrkja þarf tekjustofna og sjálfbæra tekjuöflun ríkisins til að tryggja fjármögnun opinberrar þjónustu og innviða. Þróun gervigreindar og tengdrar tækni hefur leitt til mikilla breytinga á sviði stafrænna viðskipta. Tækifæri felast í aukinni áherslu á stöðlun gagna og aukinni sjálfvirknivæðingu í skatta- og tollakerfum. Þá er mikilvægt að geta brugðist með markvissum hætti við skattundanskotum með öflugu skatt- og tolleftirliti í rauntíma með áherslu á áhættugreiningu og að uppræta peningaþvætti. Í því skyni verður sjónum beint að því að styðja við kerfislægar stafrænar umbreytingar þar sem þróun regluverks og samtímaeftirlits gegnir m.a. mikilvægu hlutverki.</p> <p>Stofnanakerfið einkennist af mörgum smærri rekstrareiningum og er því skilvirkni og stærðarhagkvæmni mikil áskorun. Eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar verður að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Með því verða til öflugri einingar sem geta skilað bættri þjónustu og meira virði fyrir samfélagið. Tækifæri felast í betri nýtingu gagna og upplýsinga um ríkisfjármál, innkaup og mannauð sem og skýrari framsetningu helstu frammistöðumælikvarða. Helsti ávinningurinn er bætt ákvarðanataka, eftirfylgni og aukið gagnsæi. Unnið verður að því að auka framboð stafrænnar þjónustu sem er skipulögð út frá lífsviðburðum, auk þess að auka samræmingu í upplýsingatækni og gagnahögun ríkisins. Margvíslegar áskoranir felast í samfélagsbreytingum nútímans, s.s. auknum fjölbreytileika, aukinni tæknivæðingu og kröfum í starfsumhverfi. Einn þriðji hluti ríkisstarfsfólks er eldri en 55 ára og mikilvægt er að ekki eingöngu yfirfærsla þekkingar sé tryggð heldur einnig að viðeigandi þekking sé til staðar svo þjóna megi betur kröfum samfélagsins. Því er nauðsynlegt að huga að auknum sveigjanleika í kerfinu til að mæta þessum breytingum. Nánar er fjallað um fyrirhugaðar umbætur í starfsemi ríkisins í kafla 3.5 í almennri greinargerð fjármála­áætlunar.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda um 1.455 m.kr. frá fjárlögum ársins 2025 til ársins 2030. Jafnframt er gert ráð fyrir 1.558 m.kr. lækkun á rekstrarumfangi málefnasviðsins sem fjármagnað er með sértekjum en þær breytingar hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem þær hafa samsvarandi áhrif á tekjuhlið. Auk þess er gert ráð fyrir 100 m.kr. útgjaldasvigrúmi á málefnasviðinu. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 2,9 ma.kr. til lækkunar á tímabilinu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_05_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p> <p> </p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri06 Hagskýrslugerð og grunnskrár<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra, innviðaráðherra, fjármála- og efna­hags­ráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Undir það heyrir einn málaflokkur sem ber sama heiti og sviðið. Í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefna­sviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_06_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/06%20Hagsky%cc%81rsluger%c3%b0,%20grunnskra%cc%81r%20og%20upply%cc%81singama%cc%81l.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Áreiðanleg, aðgengileg og tímanleg gögn" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að tryggð verði í hvívetna gæði opinberrar hagskýrslugerðar og samræmi verði tryggt í vinnubrögðum og aðferðum innan hagskýrslu­kerfisins. Enn fremur að tryggja gæði, áreiðanleika og hagkvæmni við rekstur grunnskráa ríkisins og bæta samvirkni milli þeirra. Ísland verði leiðandi í gagnadrifinni nýsköpun og þjónustu á alþjóðavísu með öflugum tæknilegum innviðum, samkeppnishæfu regluverki sem styður við tækniþróun og verðmætasköpun byggða á gögnum.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að stuðla að góðu aðgengi að áreiðanlegum og tímanlegum gögnum um íslenskt samfélag og tryggja að grunnskrár byggist á bestu fáanlegu upplýsingum, viðföng þeirra séu aðeins skráð einu sinni og að skrárnar séu varðar með bestu tæknilegu lausnum á hverjum tíma. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Vandaðar og áreiðanlegar opinberar tölfræðiupplýsingar eru mikilvægar undirstöður í upplýsingakerfi sérhvers lýðræðisþjóðfélags. Þær eru í senn nauðsynleg forsenda lýðræðis­legrar umræðu og grundvöllur vandaðra ákvarðana meðal stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga. </p> <p>Hagstofa Íslands og aðrir framleiðendur opinberra tölfræðiupplýsinga standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum við að mæta vaxandi og fjölbreyttri upplýsingaþörf samfélagsins. Á sama tíma og eftirspurn eftir gögnum vex, og kröfur um tímanlegar hágæða hagtölur sömuleiðis, reynist erfiðara en áður að afla þeirra með úrtaksrannsóknum. Þá hefur framboð af margvíslegum tölfræðiupplýsingum að misjöfnum gæðum aukist mikið samfara tækni- og samfélagsbreytingum.</p> <p>Mikil tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og treysta samhæfingarhlutverk hennar innan hagskýrslukerfisins. Unnið verður að margvíslegum umbótum með þessi markmið að leiðarljósi á næstu árum. Þá verður jafnframt unnið að því að finna Hagstofunni skýrara hlutverk í íslensku gagnahagkerfi og þannig styðja við innleiðingu á gagnastefnu ríkisins sem nú er í smíðum. Til viðbótar liggja margvísleg tækifæri í notkun gervigreindar við hagskýrslugerð. Meðal forsendna hagnýtingar gervigreindar við hagskýrslugerð og aukinnar sjálfvirkni er samræmd gagnahögun og bættir gagnainnviðir. Þá verður unnið að bættri högun stjórnsýslugagna til að auka hagkvæmni og efla getu Hagstofunnar til að bregðast við brýnum þörfum notenda hagtalna, ekki síst stjórnvalda. Enn fremur er stefnt að því að tryggja markvissari innleiðingu þeirra tölfræðigerða sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.</p> <p>Að störfum er hagtalnanefnd sem falið er að fjalla um áskoranir við opinbera hagskýrslugerð og gera tillögur til úrbóta sem stuðlað geta að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri og fyrirsjáanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga. Nefndin mun skila tillögum sínum til ráðherra um mitt ár 2025. Á grunni þeirra tillagna er stefnt að því að vinna að ofangreindum umbótum við hagskýrslugerð og styrkja samhæfingar- og forystuhlutverk Hagstofunnar í opinberri hagskýrslugerð.</p> <p>Áreiðanlegar og öruggar grunnskrár ríkisins sem byggjast á bestu fáanlegu gögnum hverju sinni eru forsenda yfirsýnar yfir þegna ríkisins og aðra sem búa í landinu, undirstaða allrar skattheimtu, almannatryggingakerfisins, þegar vá ber að höndum, auk hagskýrslugerðar. Megingrunnskrá þjóðarinnar er þjóðskrá sem er í raun miðlægt safn upplýsinga, stór gagnagrunnur, um tiltekinn hóp einstaklinga. Af þjóðskrá eru leiddar svokallaðar tengdar skrár, stundum nefndar hliðsettar skrár, svo sem lögheimilisskrá, íbúaskrá o.fl. Þjóðskrá Íslands er miðstöð almannaskráningar á Íslandi. Komið hefur í ljós að tölulegar upplýsingar um fjölda einstaklinga sem skráðir eru í þjóðskrá með búsetu á Íslandi eru ekki nákvæmar. Röng skráning getur m.a. haft í för með sér að bótaréttur úr almannatryggingakerfinu er ekki rétt metinn. Lokið hefur verið við greiningu af hálfu Þjóðskrár Íslands og Tryggingastofnunar hvernig mætti leiðrétta þessar upplýsingar hjá stofnunum og á tíma fjármálaáætlunarinnar er fyrirhugað að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum sem munu opna á flæði upplýsingar milli stofnana. Þá gegnir Þjóðskrá hlutverki í aukinni stafrænni þjónustu þvert á landmæri, en í norrænu og evrópsku samstarfi er markvisst unnið að því að hægt sé að nýta rafræn skilríki í heimalandi til að fá aðgang að þjónustu í öðru landi.</p> <p>Skortur á stöðlun og samhæfingu á gögnum þýðir að gögn sem ein stofnun safnar geta ekki auðveldlega verið notuð af annarri. Þetta leiðir til tvíverknaðar og sóunar á auðlindum. Að meðhöndla gögn í opinbera geiranum sem stefnumiðaða eign, með viðeigandi stjórnun, mun spara tíma og fjármuni og skila betri árangri fyrir samfélagið í heild. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun ráða gagnastjóra sem hefur það hlutverk að vera leiðbeinandi um stjórnskipulag gagna ríkisins og yfirsýn, móta tæknileg og rekstrarleg viðmið opinberra aðila fyrir bætta hagnýtingu gagna í þjónustuveitingu og ákvarðanatöku í ríkisrekstrinum. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir frumvarpi á Alþingi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins hvar eitt þriggja markmiða er að skylda ríkisaðila til að miðla gögnum sín á milli. </p> <p>Opin gögn skapa jákvæð samfélagsleg, efnahagsleg og pólitísk áhrif, t.d. í formi bættrar þjónustu og ákvarðanatöku, gagnsæis og nýsköpunar hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Nýsköpunarmöguleikar hafa aukist enn frekar með aðgengilegri gervigreind en áreiðanleg gögn eru forsenda fyrir hagnýtingu hennar. Lagt verður fram frumvarp um stjórnskipulag gagna þar sem settur er rammi fyrir endurnotum tiltekinna flokka verndaðra gagna sem eru í vörslu opinberra aðila. Vegna viðkvæmni slíkra gagna þarf að uppfylla tilteknar tæknilegar og lagalegar kröfur áður en þau eru gerð aðgengileg. Þá verður sett reglugerð sem kveður á um frumkvæðisbirtingu mikilvægra gagnasetta á notendavænan hátt og án endurgjalds.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Útgjaldarammi málefnasviðsins lækkar um 228,2 m.kr. vegna hagræðingar og leiðréttingar á sértekjum. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_06_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>ForsætisráðuneytiðInnviðaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðInnviðaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra, fyrir utan ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun sem heyrir undir forsætisráðherra og málefni Matvælasjóðs og faggildingarsviðs Hugverkastofu sem heyrir undir atvinnuvegaráðherra. </p> <p>Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_07_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026-2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/07%20Ny%cc%81sko%cc%88pun,%20rannso%cc%81knir%20og%20%c3%beekkingargreinar.png" alt="Aukin samkeppnishæfni og velsæld byggð á rannsóknum og nýsköpun" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Lykillinn að velsæld, verðmætasköpun og samkeppnishæfu íslensku atvinnulífi felst í langtímafjárfestingu í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum. Þekkingargreinar, á breiðum grundvelli, eru fjórða stoð íslensks efnahagslífs og mikilvægt að hlúa vel að þessum greinum á öllum sviðum, allt frá fyrstu skólastigum. Íslenskt nýsköpunar- og vísindaumhverfi er fámennt og nýta verður þá styrkleika sem fyrir eru hér á landi, byggja upp öflugt stuðningsumhverfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og tryggja virka þátttöku á alþjóðavettvangi.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Málefnasvið rannsókna, nýsköpunar og þekkingargreina er síbreytilegt þar sem tækni­byltingar, jarðhræringar og faraldrar geta kollvarpað fyrri skilningi og kallað fram skyndilegar breytingar á áherslum og forgangsröðun stjórnvalda. Því verða grunninnviðir rannsókna og nýsköpunar að vera hvort tveggja í senn, sveigjanlegir og sterkir.</p> <p>Stefna stjórnvalda felur í sér að vísindi, tækniþróun og nýsköpun verði helstu drifkraftar sterks samfélags og samkeppnishæfs hagkerfis sem sé í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Fjármagn sem varið er í rannsóknir og þróun nemi á árinu 2035 3,5% af vergri landsfram­leiðslu og nýsköpunardrifið þekkingarsamfélag – með stuðningi við grunnrannsóknir á öllum fræðasviðum, markvissum hagnýtum rannsóknum á lykilsviðum og öflugu frumkvöðla- og sprotastarfi – stuðli að því að bæta heilsu, lífsgæði, hagsæld og verndun umhverfis. Horft verður til þess að styrkja stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar um allt land, ásamt því að efla alþjóðlegt samstarf og þátttöku í evrópskum samstarfsáætlunum, með áherslu á heilbrigðis­þjónustu, loftslagsmál, matvælaframleiðslu og gervigreind.</p> <p>Áskoranir málefnasviðsins snúa m.a. að brotakenndu og flóknu stuðningsumhverfi og því verður unnið að uppbyggingu heildstæðs stuðningsumhverfis með skilvirkri, opinberri þátttöku þar sem mest er þörf hverju sinni. Fjölmargir sjóðir fjármagna rannsókna- og nýsköpunar­verkefni og tækifæri felast í sameiningu opinberra sjóða og sameiginlegri sjóðagátt til að ná fram heildstæðari nálgun, betri þjónustu og meiri yfirsýn yfir fjárveitingar stjórnvalda, bæði innanlands og í alþjóðlegu samstarfi. Smæð vísinda- og nýsköpunarumhverfisins er einnig áskorun en samtímis felast mikil tækifæri í aukinni samnýtingu rannsókna- og tækniinnviða og samnýtingu gagna, þvert á stofnanir og fyrirtæki. Frjálst flæði þekkingar og alþjóðlegt samstarf á sviði vísinda og nýsköpunar ýta undir vöxt þekkingarsamfélagsins og veita íslenskum aðilum aukna möguleika til vaxtar, óháð staðsetningu. </p> <p>Ýmsar áskoranir eru enn til staðar hvað varðar kynjahlutfall í nýsköpun og þekkingargreinum. Því er mikilvægt að gera opinberan stuðning aðlaðandi fyrir alla og auka þátttöku kvenna með fjölbreyttari hvatningu til umsækjenda. Sama á við um þátttöku stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka á landsbyggðinni. </p> <p>Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar skilar miklu til samfélagsins og eykur samkeppnishæfni fyrirtækja í nýsköpun. Á tímabilinu verður unnin heildarendurskoðun á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki en mikilvægt er að þessi stuðningur nýtist sem best þeim fyrirtækjum sem sinna rannsóknum og þróun og að regluverk og framkvæmd þessa stuðnings sé skýr. Þá er mikilvægt að Nýsköpunarsjóðurinn Kría nýtist með sveigjanlegum hætti sem opinber stuðningur við fjárfestingu í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum, ekki síst á þeim sviðum nýsköpunar sem kalla á langt þróunartímabil. </p> <p>Örar tæknibreytingar og stafræn umbreyting, m.a. á sviði gervigreindar, fela í sér tækifæri til framfara en eru jafnframt áskorun fyrir atvinnulíf og samfélag. Innleidd verður heildstæð löggjöf um gervigreind, ásamt aðgerðaáætlun, byggð á reglugerð ESB um sama málefni sem tekur þó tillit til íslenskra aðstæðna og gilda. Stutt verður við þær stofnanir og fyrirtæki sem ryðja brautina í innleiðingu gervigreindar á ólíkum sviðum um allt land, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Unnið verður sérstaklega að innleiðingu og þróun gervigreindar á heilbrigðissviði og áfram verður stutt við þróun mállíkana til að auka hlut íslensku í notkun og þróun gervigreindar. Mótuð verður gagnastefna og unnið að uppbyggingu gagnainnviða til að undirbyggja markvissa og ábyrga nýtingu gervigreindar og stuðlað verður að því að auka reiknigetu hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum til að efla samkeppnishæfni þeirra í alþjóðlegum samanburði.</p> <p>Auka þarf útflutning og verðmætasköpun í skapandi greinum og unnið verður að umbótum á starfs- og rekstrarumhverfi atvinnulífs skapandi greina. Í því felst m.a. aukin samhæfing stuðnings- og sjóðakerfa með bætt aðgengi og skilvirkni að leiðarljósi. Stefnumótun mismunandi listgreina miðar einnig að aukinni gagnaöflun, greiningum og kortlagningu á samfélagslegu mikilvægi og áhrifum menningar og skapandi greina hér á landi. </p> <p>Vöxtur hefur verið í kvikmyndaiðnaði á Íslandi á undanförnum árum með mælanlegum jákvæðum efnahags- og samfélagslegum áhrifum. Unnið verður að endurskoðun á lögum um endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar. Áhersla verður á að kerfið nýtist íslenskri kvikmynda­gerð sem best, fyrirsjáanleika fjármögnunar, samkeppnishæfni og skilvirkni. Sama gildir um endurgreiðslukerfi vegna hljóðritana á Íslandi þar sem einnig hefur verið vöxtur á undanförnum árum.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Útgjaldarammi málefnasviðsins hækkar um 5,1 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Hækkunin skýrist helst af styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja sem byggja á endurmati á útgjaldaþróun ásamt nýjum fjárveitingum vegna aðgerða í nýsköpun. Á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda ásamt endurskoðunar styrkjaumhverfis. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_06_mynd3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Blá ör til hægri08 Sveitarfélög og byggðamál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_08_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/08%20Sveitarfe%cc%81lo%cc%88g%20og%20bygg%c3%b0ama%cc%81l.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sjálfbærar byggðir og sveitarfélög" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tenging byggða og Íslands við umheiminn sé í jafnvægi við umhverfið.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að innviðir og þjónusta mæti þörfum samfélagsins. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að treysta stoðir hinna dreifðu byggða og jafna búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Byggða- og sveitarstjórnarmál verði samhæfð við aðra málaflokka eftir því sem við á. Í allri stefnumörkun og áætlanagerð hins opinbera verði áhrif á þróun einstakra byggða og búsetu skoðuð og metin.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í gildi er langtímastefnumótun fyrir byggða- og sveitarstjórnarmál. <a href="https://www.althingi.is/altext/154/s/0686.html" target="_blank">Þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038</a> og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 var samþykkt á Alþingi í desember 2023. <a href="https://www.althingi.is/altext/152/s/1383.html" target="_blank">Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036</a>, auk aðgerðaáætlunar fyrir árin 2022–2026, var samþykkt á Alþingi í júní 2022. Stefnurnar eru samhæfðar við aðrar opinberar áætlanir eftir því sem við á, ekki hvað síst áætlanir í málaflokkum ráðuneytisins.</p> <p>Helstu áskoranir á málefnasviðinu eru fjöldi fámennra sveitarfélaga og aukin krafa um þjónustu, að takast á við fækkun/fjölgun íbúa og breytta íbúasamsetningu, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis og dreifbýlis, uppbyggingu innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfni. </p> <p>Íslenska sveitarstjórnarstigið einkennist af fjölda fámennra sveitarfélaga. Af 62 sveitarfélögum eru 28 með íbúafjölda innan við 1.000 og níu undir 250. Mikilvægt er að efla sveitarfélögin til að gera þau fær um að tryggja íbúum sínum jöfn réttindi, aðgengi að þjónustu og sambærileg búsetuskilyrði. Grundvöllurinn að því markmiði er að stuðla að fjárhagslegri, samfélagslegri og umhverfislegri sjálfbærni þeirra. Aðgerðir á borð við úrlausn áskorana á sviði fjármála og regluverks sveitarfélaga miða að því að treysta fjárhag sveitarfélaganna til langs tíma í samræmi við markmið laga um opinber fjármál. </p> <p>Í sveitarstjórnarlögum er að finna ákvæði sem segir að stefnt skuli að því að lágmarks­íbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir 1.000. Stuðlað er að sameiningum sveitarfélaga með fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en í frumvarpi til laga um heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er m.a. það markmið að regluverk sjóðsins dragi úr neikvæðum hvötum til sameininga sveitarfélaga. Með sameiningu sveitarfélaga skapast tækifæri til að byggja upp hagkvæmari og öflugri stjórnsýslu sem væri þar með færari um að standa að veitingu þjónustu innan sveitarfélagsins. Lagður er grunnur að því að efla þjónustu, lækka útsvar og/eða byggja upp innviði í sveitarfélaginu. Jafnframt verður til frekari grundvöllur fyrir því að endurskoða ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að efla nærþjónustu og eyða gráum svæðum þar sem valdsvið og ábyrgð skarast. Með eflingu sveitarstjórnarstigsins er jafnframt stutt við sjálfstjórn sveitarfélaga. Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda, faglegur stuðningur og fjárstuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru mikilvægur þáttur í því að styrkja sveitarfélög í gegnum sameiningar á næstu árum.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Heildarframlög til málefnasviðsins á tímabili áætlunarinnar nema um 198,3 ma.kr. Helstu breytingar á tímabilinu skýrast fyrst og fremst af auknu lögboðnu framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samræmi við tekjuspá. Auk þess falla niður tímabundin framlög í byggðamálum árið 2026. Jafnframt falla niður framlög til framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar árin 2026 og 2027 en nefndin var skipuð tímabundið vegna afleiðinga jarðhræringa í sveitar­félaginu. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_08_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjladarammi" /></p>InnviðaráðuneytiðInnviðaráðuneytið
Blá ör til hægri09 Almanna- og réttaröryggi<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_09_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <h2> </h2> <h2><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/09%20Almanna-%20og%20re%cc%81ttaro%cc%88ryggi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Öryggi og réttlæti" /></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið</h2> <p>Borgarar landsins upplifi öryggi í daglegu lífi sínu. Löggæsla og landamæraeftirlit, bæði á sjó og landi, verði öflug. Rannsóknir og málsmeðferð hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum verði réttlát, markviss og skilvirk. Löggæsla verði efld til muna með fjölgun lögreglumanna og tekið verði á skipulagðri brotastarfsemi, netbrotum, mansali og kynbundnu ofbeldi af festu. Þá verði lögð áhersla á forvarnir og samfélagslöggæslu til að koma í veg fyrir afbrot ungmenna.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar er lögð áhersla á að efla löggæslu og landamæraeftirlit til að tryggja öryggi almennings. Megináhersla er að tryggja almannaöryggi með öflugri löggæslu og landamæraeftirliti og sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brýnt er einnig að efla netöryggi og berjast gegn hvers kyns stafrænum ógnum. Megináherslur endurspegla að sama skapi áskoranir sem lögregla stendur frammi. Lögregluyfirvöld þurfa að vera í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem m.a. leiðir af skipulagðri brotastarfsemi, netbrotum og auknum vopnaburði, auk þess að sinna hefðbundinni útkallsþjónustu og rannsóknum sakamála. Ofbeldi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi en ýmis teikn eru á lofti um að ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi jafnframt aukist. Á næstu árum hyggst dómsmálaráðherra fjölga lögreglu­mönnum og taka á skipulagðri brotastarfsemi og kynbundnu ofbeldi. Með fjölgun lögreglumanna verði jafnframt forsendur fyrir því að leggja aukna áherslu á forvarnir og samfélagslöggæslu og koma þannig í veg fyrir afbrot meðal ungmenna. Þá stendur til að endurnýja löggæsluáætlun, m.a. með hliðsjón af framangreindum áskorunum. Á næstu árum verður lykilverkefni að vinna að styttingu málsmeðferðartíma innan réttarvörslukerfisins. Þá er stefnt að því að meta þörfina á auknum heimildum til löggæslu, m.a. vegna framangreindra brotaflokka.</p> <p>Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru mikilvægar fyrir trúverðugleika fjármálakerfisins sem og að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Ísland verður áfram virkur þátttakandi í hinum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópi Financial Action Task Force (FATF) þar sem fimmta úttekt hér á landi verður gerð 2025–2027. </p> <p>Unnið er að heildstæðri stefnumótun fullnustumála. Fullnustukerfið stendur frammi fyrir miklum áskorunum, m.a. hefur lengd boðunarlista verið verulegt vandamál sem hefur leitt til þess að refsingar hafa verið að fyrnast. Þá þarf að efla stuðning við fanga á meðan afplánun í fangelsum stendur. Taka þarf til skoðunar hvort frekari afplánun utan fangelsa geti komið til greina, auk þess að taka ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag þegar kemur að afplánun með ökklaböndum eða samfélagsþjónustu. Undirbúningur að byggingu nýs fangelsis í stað fangelsisins Litla-Hrauns stendur yfir og gert er ráð fyrir að nýtt fangelsi taki til starfa í lok árs 2028. </p> <p>Mikilvægt er að innviðir samfélagsins, þ.m.t. lögregla, almannavarnir og Landhelgisgæsla, séu í stakk búnir til að mæta hvers kyns hættum. Staða alþjóðamála kallar á eflingu borgaralegra innviða. Ein stærsta áskorun Landhelgisgæslunnar um þessar mundir er að tryggja björgunar- og eftirlitsgetu á leitar- og björgunarsvæði Íslands og standa undir kröfum sem Ísland hefur undirgengist með alþjóðlegum samningum. Aukin áhersla er nú á viðnámsþol ríkja, m.a. hjá Evrópusambandinu og NATO. Vinna er hafin við að greina viðnámsþol á ýmsum sviðum samfélagsins og munu niðurstöður úr þeirri vinnu að öllum líkindum kalla á ýmsar breytingar á núgildandi löggjöf. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp til nýrra laga um almannavarnir á haustþingi 2025.</p> <p>Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir ómetanlegu hlutverki hér á landi í því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Björgunarsveitir hafa jafnframt gegnt lykilhlutverki við þær áskoranir sem tengjast jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fyrir liggur að taka þarf á tímabilinu til skoðunar umgjörð og hlutverk björgunarsveita.</p> <p>Framtíðarsýn öryggisfjarskipta er umfangsmikið verkefni sem mikilvægt er að hefjast handa við þar sem undirbyggja þarf hvaða leið eigi að velja til framtíðar og vinna grunn að verkefnisáætlun ásamt kostnaðarmati.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p>Nýjar fjárveitingar hækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 2,8 ma.kr. Á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar og tímabundinna framlaga sem falla niður. Tímabundin framlög til byggingar nýs fangelsis aukast á tímabilinu um 3,4 ma.kr. og falla niður 2029 er fangelsið verður tekið í notkun. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 1,6 ma.kr. til lækkunar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_09_mynd3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>ForsætisráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðForsætisráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála<p>Málefnasviðið nær yfir starfsemi stjórnvalda sem miðar með einum eða öðrum hætti að því að veita einstaklingum þjónustu og tryggja grundvallarréttindi þeirra. Starfsemi málefna­sviðsins er á ábyrgð dómsmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra og skiptist það í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_10_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/10%20Re%cc%81ttindi%20einstaklinga,%20tru%cc%81ma%cc%81l%20og%20stjo%cc%81rnsy%cc%81sla%20do%cc%81msma%cc%81la.png" alt="Hagræðing og betri þjónusta" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins eru þrjú. Í fyrsta lagi að réttindi einstaklinga séu virt og gerð aðgengileg með greinargóðri upplýsingagjöf stjórnvalda. Í öðru lagi að stjórnsýsla málefnasviðsins sé hagkvæm, fagleg og góð, þannig stefnt sé að hámarksnýtingu þess fjármagns sem til ráðstöfunar er. Í þriðja lagi að reglur um útlendinga séu til samræmis við nágrannaríki þar sem m.a. verður lögð áhersla á mannúðlegt og skilvirkt kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Í því skyni hefur verið lagt til frumvarp sem sameinar sýslumannsembættin níu í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu með einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu óháð búsetu. Sameining hefur í för með sér sparnað í tíma og útgjöldum sem þykir betur varið til að bæta þjónustu embættanna og styrkja stoðir hinna dreifðu byggða. Með auknu framboði stafrænna lausna undanfarin ár er ljóst að frekari tækifæri eru fyrir hendi til að bæta þjónustuna og þykir ljóst að sameinað embætti sé í betri stöðu til að gera það en níu jafnsett embætti. Á tímabili áætlunarinnar verður leitað leiða til að veita betri þjónustu með hagkvæmari hætti en áður.</p> <p>Málefni útlendinga hafa verið vaxandi málaflokkur síðustu ár. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að draga úr séríslenskum reglum og að samræmis skuli gætt við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Eins er lögð áhersla á að stjórnsýslan verði styrkt til að tryggja mannúðlegt og skilvirkt móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Jafnframt þarf að uppfylla skuldbindingar Íslands sem aðildarríkis Schengen-samstarfsins. Liður í því er innleiðing á verndarsamkomulagi ESB (e. The Pact on migration and asylum), sem felur m.a. í sér að koma á fót greiningarmiðstöð og búsetuúrræði í grennd við flugvöll fyrir einstaklinga sem dvelja ólöglega í landinu og neita samvinnu við stjórnvöld. Frumvarp þess efnis hyggst ráðherra leggja fram á haustþingi 2025. </p> <p>Umsóknum um dvalarleyfi og ríkisborgararétt hefur fjölgað undanfarin ár en á sama tíma hafa umsóknir um alþjóðlega vernd dregist saman. Ein helsta áskorun útlendingamála snýr að óvissu um fjölda umsókna um alþjóðlega vernd á ári hverju. Niðurstaðan ræðst af ytri þáttum sem ómögulegt er að hafa stjórn eða áhrif á. Óvissuþátturinn er einnig áskorun þegar kemur að þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og eins breytileg samsetning hópsins hverju sinni, þröngur húsnæðismarkaður og að búsetuúrræði fyrir umsækjendur eru ekki skilgreind í lögum líkt og áþekk úrræði fyrir aðra hópa. Tækifæri eru til aukinnar hagræðingar. </p> <p>Vernd persónuupplýsinga heyrir til grundvallarréttinda sem gæta þarf í uppbyggingu stafrænnar þróunar. Vinnsla persónuupplýsinga eykst stöðugt í takt við stafrænar umbætur og óteljandi möguleikar myndast á aukinni dreifingu, miðlun og vinnslu þeirra. Samhliða hraðri tækniþróun sækjast bæði einstaklingar almennt og þeir sem vinna með persónuupplýsingar í auknum mæli eftir ráðgjöf og leiðbeiningum frá Persónuvernd. </p> <p>Áskoranir eru í málefnum er varða bálstofur og líkgeymslur. Endurnýja þarf einu bálstofu landsins sem hefur verið rekin frá 1948 í Fossvogi, m.a. vegna mengunarvarnakrafna. Til að mæta rekstrarvanda líkhúsa stendur til að heimila kirkjugörðum að innheimta gjald til að standa undir rekstri þeirra. Jafnframt þarf að vinna að áframhaldandi stefnumótun í málaflokknum ásamt því að endurskoða gildandi kirkjugarðasamkomulag sem tryggir kirkjugörðunum fjárheimildir fyrir lögbundna þjónustu. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p>Fjárveitingar lækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 6,4 ma.kr. Í þeirri fjárhæð er gert ráð fyrir lækkun útgjalda um 5 ma.kr. vegna þjónustu og málmeðferðar vegna umsækjanda um alþjóðlega vernd. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_10_mynd3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>Félags- og húsnæðismálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri11 Samgöngu- og fjarskiptamál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_11_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/11%20Samgo%cc%88ngu-%20og%20fjarskiptama%cc%81l.png" alt="Öruggir innviðir" /></p> <h2> </h2> <h2></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengir byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.</p> <p>Meginmarkmiðin eru að innviðir og þjónusta mæti þörfum almennings og atvinnulífs og sjálfbæra þróun byggða og sveitarfélaga um land allt. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Meginmarkmið í samgöngustefnu landsins eru að samgöngur séu greiðar, öruggar, hagkvæmar, umhverfislega sjálfbærar og að þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Markmiðin eiga við um alla samgöngumáta en stefna fyrir hvern þeirra birtist í samgönguáætlun á hverjum tíma. Samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034 er í gildi en unnið er að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 sem gert er ráð fyrir að lögð verði fram á haustþingi 2025. </p> <p>Helstu áskoranir á málefnasviðinu eru að tryggja að samgöngur, sem eru lífæð íslensks samfélags, stuðli að bættu aðgengi og öryggi landsmanna og hafi jákvæðan hvata fyrir atvinnulíf á landinu. Af því leiðir að unnið verði að því að auka öryggi, stytta vegalengdir og ferðatíma, tengja byggðir og draga úr umhverfisáhrifum samgangna. Mjög stór áskorun til næstu ára verður að bregðast við alvarlegu ástandi samgönguinnviða á Íslandi sem hefur hrakað verulega síðustu ár. </p> <p>Gera má ráð fyrir að umsvif og umferð haldi áfram að aukast á næstu árum þar sem álag á vegi hefur ekki aðeins magnast vegna fjölda ökutækja heldur einnig vegna þyngdar þeirra. Þá hefur umferð vöruflutningabifreiða aukist samhliða þróun útflutningsgreina en vöruflutningar á landi hafa farið stigvaxandi jafnt og þétt síðustu ár. Samhliða vaxandi umferð hefur meðalþyngd nýskráðra ökutækja farið hækkandi. Allt eru þetta auknar áskoranir og álag sem veldur meira sliti vega og hefur mikil áhrif á viðhaldsþörfina sem þarf að bregðast við.</p> <p>Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að vinna á viðhaldsskuld verður bætt í framlag til viðhalds og þjónustu á vegakerfinu til að styrkja vegakerfið, en það er grunnstoð íslensks samfélags, unnið að auknu öryggi og fækkun slysa og greiðar samgöngur milli byggða tryggðar allt árið um kring.</p> <p>Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgar­svæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreyttan ferðamáta. Þá verður áfram unnið að undirbúningi við Sundabraut og frekari jarðgangagerðar. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðuneytisins, innviðaráðuneytisins og Vegagerðarinnar er nú að störfum og skoðar alla valkosti varðandi fjármögnun Sundabrautar. Þá er enn fremur stefnt að því í samvinnu innviðaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að greina valkosti við fjármögnun stærri verkefna. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu eins fljótt og kostur er svo rjúfa megi þá kyrrstöðu sem verið hefur í jarðgangagerð á undanförnum árum. Nánar er fjallað um nýjar leiðir til að flýta samgöngu­framkvæmdum í rammagrein 3. </p> <p>Lokið verður við ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis með eftirfylgni samninga við sveitarfélög um styrkta uppbyggingu í þéttbýli. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2026 en ljósleiðaravæðingu dreifbýlis lauk 2022. Unnið verður að áframhaldandi uppbyggingu á samfelldu tal- og háhraðafarnetssambandi á öllum stofnvegum á láglendi með það að markmiði að ljúka framkvæmdum á kjörtímabilinu. </p> <p>Áfram verður stutt við netöryggi í samræmi við netöryggisstefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda. Framkvæmd fjölda aðgerða hefur nú þegar sýnt fram á árangur og skilað sér í verulegri hækkun Íslands í netöryggisvísi Alþjóðafjarskiptasambandsins árið 2024. Gildandi netöryggisstefna verður endurskoðuð á árinu í samræmi við þróun samfélagsins og alþjóðlegra skuldbindinga. Árangur af framkvæmd gildandi laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða hefur verið metinn og fyrir liggur að framkvæmd eftirlitsins er skammt á veg komin hjá flestum eftirlitsstjórnvöldum. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Heildarframlög til málefnasviðsins á tímabili áætlunarinnar nema 368,8 ma.kr. Framlög aukast um 5,8 ma.kr. á árinu 2026 sem skýrist fyrst og fremst af auknum framlögum til viðhalds og þjónustu á vegakerfinu. Árin 2027–2030 vegast á hækkanir og lækkanir, s.s. aukning til viðhalds á vegum og niðurfelling á tímabundnum framlögum. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_11_mynd3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p><strong> </strong></p>InnviðaráðuneytiðInnviðaráðuneytið
Blá ör til hægri12 Landbúnaður<p>Starfsemi á málefnasviðinu er á ábyrgð atvinnuvegaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu, ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_12_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/12%20Landbu%cc%81na%c3%b0ur.png" alt="Sjálfbær og heilnæm matvælaframleiðsla" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Landbúnaður á Íslandi byggir á verðmætasköpun, traustum rekstrargrundvelli og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Nýliðun og kynslóðaskipti eru auðveldari í framkvæmd. Landbúnaður hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur aðlögunarhæfni gagnvart loftslagsbreytingum. Öflugt umhverfi nýsköpunar og rannsókna stuðlar að framþróun í framleiðslu. Matvæla- og fæðuöryggi byggir á traustum undirstöðum og framleiðsla miðar að heilbrigðu umhverfi, heilsu fólks og heilbrigði dýra. Framleiðsla er fjölbreytt og þörfum neytenda mætt. </p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að efla íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu, ýta undir vöxt og verðmætasköpun og styrkja stoðir til framtíðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Tryggja skal matvæla- og fæðuöryggi í þágu <em>einnar heilsu</em> (e. one health) og hámarka velferð dýra.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Helstu verkefni sem falla undir málefnasviðið eru: stjórnun landbúnaðarmála og framkvæmd búvörusamninga, stjórnsýsla Matvælastofnunar, nýting auðlinda lands, vöktun og eftirlit stjórnvalda. <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1913.html">Matvælastefna</a> og <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1930.html">landbúnaðarstefna</a> til ársins 2040 voru samþykktar á Alþingi í júní 2023 og er horft til þeirra sem leiðarvísis til næstu ára. Aðgerðaáætlanir matvælastefnu og landbúnaðarstefnu voru gefnar út í september 2024 og eru til fimm ára. Jafnframt móta búvörusamningar að miklu leyti regluverk og stuðningsaðgerðir stjórnvalda í þágu landbúnaðar og hafa þar með talsverð áhrif á starfsskilyrði greinarinnar. </p> <p>Framleiðsla landbúnaðarafurða varðar samfélagið allt og felast tækifæri í eflingu atvinnugreinarinnar með hliðsjón af fæðu- og matvælaöryggi. Ein helsta áskorun í landbúnaði er fjárhags- og afkomuvandi bænda og hefur íslenska ríkið ítrekað gripið til sértækra aðgerða til að stuðla að bættri afkomu innan greinarinnar. Síðustu ár hefur vandinn einkum verið tvíþættur, annars vegar bráðavandi innan ákveðins hluta atvinnugreinarinnar sem rekja má til hækkunar fjármagnskostnaðar og hins vegar vandi til lengri tíma sem tengist framleiðni og veikleikum í stuðningskerfi landbúnaðarins. Mikill munur er í rekstri innan landbúnaðarins, bæði á milli búgreina og innan þeirra, og búgreinar því misvel í stakk búnar að takast á við áskoranir. Nýliðun og kynslóðaskipti hafa verið erfið fyrir atvinnugreinina. Þá fela áhrif loftslagsbreytinga á matvælaframleiðslu og aðlögun að þeim í sér mikla áskorun fyrir atvinnugreinina. </p> <p>Til að bregðast við áskorunum í landbúnaði þarf að horfa á starfsumhverfi landbúnaðar í heild sinni til framtíðar. Núgildandi búvörusamningar renna út árið 2026 og er vinna hafin við mótun nýs stuðningskerfis fyrir landbúnað sem tekur mið af samþykktri landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Áhersla verður lögð á að stuðningur við landbúnað skapi stöðugan og traustan grundvöll fyrir innlenda framleiðslu og til að efla stoðir landbúnaðar verður sérstaklega hugað að því að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun. Jafnframt er gert ráð fyrir að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun. Stuðlað verði að aðlögunarhæfni til að mæta þörfum neytenda á hverjum tíma. </p> <p>Til að bregðast við áskorunum vegna loftslagsbreytinga verður unnið eftir <a href="https://www.co2.is/">aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum</a> á tímabili áætlunarinnar en nokkrar af þeim 150 aðgerðum sem þar eru skilgreindar tengjast losun í landbúnaði. Jafnframt verður stuðningskerfi landbúnaðar þróað í þá átt að það hvetji til aukins samdráttar í losun í samræmi við landbúnaðarstefnuna.</p> <p>Matvælaöryggi verður tryggt með skilvirku eftirliti og skýrri löggjöf þar sem eftirlit er samræmt um land allt. Ráðist verður í heildstæða endurskoðun á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits til að tryggja samræmt, einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings og jafnframt bregðast við athugasemdum ESA um skipulag eftirlits. Tryggja þarf að bæði innlend matvæli og innflutt séu örugg til neyslu. </p> <p>­Til þess að Ísland geti orðið leiðandi í framleiðslu á heilnæmum afurðum þarf að stuðla að vernd og sjálfbærni búfjárstofna og dýraheilsu. Það tengist jafnframt lýðheilsu þar sem heilsa manna verður ekki aðskilin frá heilbrigði dýra og heilnæmu umhverfi. Alþjóða-heilbrigðismálastofnunin og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin hafa hvatt þjóðir til að nálgast umfjöllun og aðgerðir í þessum efnum út frá hugtakinu „ein heilsa“ (e. one health). Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu var gefin út í júlí 2024, unnið er markvisst að þeim aðgerðum sem skilgreindar eru þar og gengur ræktun gegn sjúkdómnum vonum framar. Stefnt er að því að innan 20 ára hafi riðuveiki verið útrýmt, að árið 2032 séu hverfandi líkur á að upp komi riðuveiki og að árið 2028 séu litlar líkur á að upp komi riðuveiki hér á landi. Jafnframt þarf að viðhalda góðri stöðu Íslands í baráttunni við sýklalyfjaónæmi og tryggja að framleiðsluhættir séu á þann veg að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi. Aðgerðaáætlun gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis var gefin út af heilbrigðisráðuneytinu í júlí 2024 og er hún í gildi 2025–2029. Þá er unnið að stöðumati og mótun stefnu fyrir dýravelferð og dýraheilbrigði en löggjöf um þessi málefni þarfnast heildarendurskoðunar. Í þeirri vinnu er áhersla lögð á „eina heilsu“ og því unnið með hugtakið dýraheilsu. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins lækki um 261 m.kr. frá fjárlögum 2025 til ársins 2030. Helstu breytingar á fjárheimildum á tímabilinu snúa í fyrsta lagi að auknum framlögum í tengslum við aðgerðir til að innleiða verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn og er gert ráð fyrri að framlagið verði komið í 177,5 m.kr. á árinu 2026. Í öðru lagi er gert ráð fyrir samningsbundinni lækkun á framlögum til búvöru­samninga á árinu 2026 en samningarnir renna út það ár. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir 100 m.kr. hækkun á árinu 2026 til að stuðla að aukinni innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis og verður þá framlag til verkefnisins komið í 478 m.kr. Aðrar helstu breytingar á fjárheimildum málefnasviðsins snúa að almennri og sértækri aðhaldskröfu, niðurfellingu á tímabundnum framlögum og breytingum á tekjuáætlun ríkisaðila sem samtals nema um 266 m.kr. til lækkunar á tímabilinu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_12_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>AtvinnuvegaráðuneytiðAtvinnuvegaráðuneytið
Blá ör til hægri13 Sjávarútvegur og fiskeldi<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð atvinnuvegaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_13_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/13%20Sja%cc%81varu%cc%81tvegur%20og%20fiskeldi.png" alt="Samkeppnishæf og sjálfbær auðlindanýting" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Sjávarútvegur og lagareldi á Íslandi eru í fremstu röð og eru samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Framleiðsla byggist á sjálfbærri auðlindanýtingu, hámarksnýtingu afurða, aukinni framleiðni og hefur vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Atvinnugreinarnar styðja við byggð í landinu og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu. Gjöld af nýtingu auðlinda renna að hluta til þeirra samfélaga þar sem verðmætin eru sköpuð. </p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að efla framleiðni greinanna á sjálfbæran hátt sem eykur samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamarkaði og skapar verðmæt störf um land allt.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Á undanförnum árum hefur verið unnið að víðtækri greiningu á helstu tækifærum, áskorunum og framtíð lagareldis á Íslandi. Í því samhengi fól ráðuneytið greiningarfyrirtækinu Boston Consulting Group (BCG) að vinna úttekt á vaxtartækifærum greinarinnar. Jafnframt var Ríkisendurskoðun falið að vinna stjórnsýsluúttekt á regluverki fiskeldis á Íslandi.<strong> </strong></p> <p>Skýrsla BCG lagði áherslu á þau miklu tækifæri sem felast í lagareldi, bæði hvað varðar efnahagsleg áhrif og sjálfbæra þróun. Þar var dregið fram hvernig greinin gæti orðið ein af meginefnahagsstoðum þjóðarinnar með markvissri stefnumótun og skýrum lagaramma. Með aukinni áherslu á sjálfbært eldi, tækniþróun og bætta dýravelferð gæti Ísland skipað sér í fremstu röð. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar varpar hins vegar ljósi á helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir. Þar kemur m.a. fram að styrkja þurfi eftirlit með sjókvíaeldi þar sem greinin hafi vaxið hraðar en stjórnsýslan hafi ráðið við.</p> <p>Í ljósi þessa er stefnt að því að leggja fram heildstætt frumvarp til laga um lagareldi. Markmið frumvarpsins er að skapa lagareldi á Íslandi skýran lagaramma og ýta undir vöxt og verðmætasköpun greinarinnar með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Verður í þeim efnum m.a. litið til innleiðingar á hvötum til eldis á ófrjóum laxi og eldis í lokuðum kvíum til að sporna við neikvæðum áhrifum á lífríki.</p> <p>Sjávarútvegur býr við mikla alþjóðlega samkeppni og því þarf að búa greininni samkeppnishæft umhverfi og stuðla þar með að vexti íslensks atvinnulífs og samfélags. Öflugar hafrannsóknir og eftirlit með sjávarauðlindinni eru þar lykilatriði. Fylgjast þarf vel með markaðsaðstæðum og fylgja eftir vottunum íslenskra sjávarafurða til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi. Íslensk stjórnvöld eru virk í alþjóðasamstarfi þar sem reglur um nýtingu auðlinda hafsins eru mótaðar hjá alþjóðastofnunum. Breytingar í hafi vegna loftslagsbreytinga eru háðar verulegri óvissu, m.a. hvað varðar áhrif súrnunar á vistkerfi og þar með lífríki. Mikilvægt er að vöktun í hafi beinist að því að fylgjast með þessum breytingum. Greina þarf helstu áhættu vegna þessara breytinga og móta aðlögunaráætlun vegna haftengdrar starfsemi.</p> <p>Í ljósi framangreindra áskorana verður lögð áhersla á að viðhalda stuðningi við sjávarútveg með öflugum rannsóknum, eftirliti og þátttöku í erlendu samstarfi. Þá verður ýtt undir orkuskipti og stutt við nýsköpun til að styðja við samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna sjávarútvegs og aukna framleiðni. Jafnframt verður unnið að sátt um íslenskan sjávarútveg með auknu gagnsæi í eignarhaldi. Þá verður strandveiðum veittur sterkari grunnur í því skyni að styðja við byggð í landinu. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins lækki um 548 m.kr. frá fjárlögum 2025 til ársins 2030. Helstu breytingar á fjárheimildum á tímabilinu snúa í fyrsta lagi að auknum framlögum til eflingar hafrannsókna. Í áætluninni er gert ráð fyrir 220 m.kr. hækkun á árinu 2026 og verður þá viðbótarframlag til verkefnisins komið í 630 m.kr. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir auknum framlögum til að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi en útfærsla verkefnisins hefur fallið til bæði á málefnasviði 12 og 13. Í áætluninni er gert ráð fyrir að framlagið hækki um 100 m.kr. á árinu 2026 og verði þá komið í 452 m.kr. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu framlaga í Fiskeldissjóð og er miðað við að framlagið verði komið í 649 m.kr. frá og með 2028. Aðrar helstu breytingar á fjárheimildum málefnasviðsins snúa að almennri og sértækri aðhaldskröfu, niðurfellingu á tímabundnum framlögum og breytingum á tekjuáætlun ríkisaðila sem samtals nema um 1.036 m.kr. til lækkunar á tímabilinu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_13_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>AtvinnuvegaráðuneytiðAtvinnuvegaráðuneytið
Blá ör til hægri14 Ferðamál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð atvinnuvegaráðherra. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2026–2030.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_14_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/14%20Fer%c3%b0a%c3%bejo%cc%81nusta.png" alt="Leiðandi í sjálfbærri þróun" /> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Í því felst að ferða­þjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf og starfi í sátt við bæði land og þjóð. Framtíðarsýnin innifelur að íslensk ferðaþjónusta stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld, að hún sé þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun og sé fest í sessi sem ein af grundvallarstoðum íslensks efna­hagslífs.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fela m.a. í sér að ferðaþjónusta verði sjálfbær atvinnugrein og stuðli að auknum efnahagslegum tækifærum, aukinni velmegun og byggi á ábyrgri nýtingu auðlinda. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til 2030 var samþykkt á Alþingi í júní árið 2024. Samkvæmt stefnunni verður áhersla lögð á jafnvægi og samþættingu á milli fjögurra lykilstoða: efnahags, samfélags, umhverfis og gesta. Undir efnahagslegum þætti verður m.a. lögð áhersla á að auka framleiðni í ferðaþjónustu, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt. Undir samfélagslegum þætti verður m.a. lögð áhersla á jákvæð áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög, mannauð og aukin lífsgæði um land allt. Undir umhverfislegum þætti verður m.a. lögð áhersla á minnkandi kolefnisspor ferðaþjónustu og forystuhlutverk í orkuskiptum, með nýtingu vistvænna orkugjafa og jafnvægi milli hagnýtingar og verndar náttúru. Undir þeim þætti sem snýr að gestinum verður m.a. lögð áhersla á einstaka upplifun, gæði og öryggi. </p> <p>Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsgrein landsins og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Gangi spár eftir eru horfur góðar fyrir ferðaþjónustu og þá verðmætasköpun sem á henni byggir. Tekjur af erlendum ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi 2024 námu tæplega 241 ma.kr. samanborið við 235 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2023. Samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO) mun ferðamönnum á heimsvísu halda áfram að fjölga, um að meðaltali 3,3% milli ára til ársins 2030. Innlendar spár gera ráð fyrir hóflegum vexti í komum erlendra ferðamanna til landsins á næstu árum. Árið 2025 verði svipaður fjöldi og árið 2024 eða 2,3 milljónir brottfara erlendra farþega, árið 2026 2,5 milljónir og árið 2027 2,6 milljónir. </p> <p>Árið 2024 kom metfjöldi farþega með skemmtiferðaskipum til landsins eða um 322.000 farþegar. Flest skipin komu á tímabilinu júní til september. Gera má ráð fyrir að hvert skip hafi að meðaltali viðkomu í þremur til fjórum höfnum í ferð sinni um Ísland. Farþegaspár gera ráð fyrir svipuðum fjölda farþega árið 2025. </p> <p>Þrátt fyrir jákvæðar horfur stendur íslensk ferðaþjónusta frammi fyrir margvíslegum áskorunum sem geta haft áhrif á samkeppnishæfni og rekstrarumhverfi greinarinnar. Sem dæmi má nefna hátt vaxtastig, verðbólgu, sterkt gengi krónunnar, óstöðugleika á heimsvísu og jarðhræringar á Reykjanesi. Áframhaldandi fjölgun ferðamanna felur einnig í sér áskoranir, t.d. varðandi álag á náttúru, samfélag og afkastagetu innviða í víðum skilningi.</p> <p>Til að mæta þessum áskorunum leggja stjórnvöld áherslu á að ná stöðugleika í efnahagslífi, auka verðmætasköpun og fjárfesta í innviðum. Ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 mun verða fylgt eftir en fjöldi aðgerða endurspeglar brýna áframhaldandi þörf fyrir endurbætur á ýmsum sviðum. Þar má t.d. nefna þörf fyrir bætt öryggi, álagsstýringu, rannsóknir, náttúruvernd, innviðauppbyggingu og aðgerðir til þess að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna.&nbsp;Í samræmi við áherslur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður tekið til skoðunar auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands sem og breyttar reglur um skammtímaleigu, með það að markmiði að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins lækki um 131 m.kr. frá fjárlögum 2025 til ársins 2030. Þessi lækkun á fjárheimildum málefnasviðsins snýr að almennri og sértækri aðhaldskröfu, uppfærslu á tekjuáætlun ríkisaðila og niðurfellingu á tímabundnu framlagi.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_14_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>AtvinnuvegaráðuneytiðAtvinnuvegaráðuneytið
Blá ör til hægri15 Orkumál<p>Starfsemi á málefnasviði orkumála er á ábyrgð ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun hans á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_15_mynd1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026-2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/15%20Orkuma%cc%81l.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Sjálfbært, réttlátt og öruggt orkuumhverfi" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn er að Ísland sé land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna og samfélagslegur ábati af orkuauðlindum er hámarkaður, almenningi til hagsbóta og í sátt við umhverfi og náttúru. Landsmönnum verði tryggður jafn aðgangur að orku óháð fjárhag og búsetu.</p> <p>Meginmarkmið er styður við framtíðarsýn er að orkuöryggi verði tryggt með auknu framboði fjölbreyttra endurnýjanlegra orkukosta á samkeppnishæfu og viðráðanlegu verði og traustum innviðum. Orkuskipti hafi réttlát umskipti að leiðarljósi og miði að því að draga verulega úr eða hætta notkun jarðefnaeldsneytis.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir grænni endurnýjanlegri orku farið vaxandi og framboð hefur ekki haldið í við aukna eftirspurn. Samhliða hefur nauðsynleg uppbygging flutningskerfis raforku ekki gengið eftir. Til að mæta þessum áskorunum er lögð áhersla á að aðgerðir til að auka við orkuframleiðslu og liðka fyrir framkvæmdum á sviði innviða­uppbyggingar, s.s. styrkingu flutningskerfis raforku. Samhliða verða lagðar til lagabreytingar sem miða að einföldun og aukinni skilvirkni leyfisferla í orkumálum, s.s. breytingar sem miða að því að fækka viðkomustöðum og gagnaskilum, sameina mismunandi tegundir leyfa í eitt leyfi, stytta afgreiðslutíma, byggja upp stafrænar lausnir sem nýtast þvert á stofnanir og skýra röð stjórnvaldsákvarðana gagnvart umsækjendum. Umbætur verða gerðar á regluverki til að tryggja skilvirkan orkumarkað með ríka áherslu á að setja í forgang hagsmuni almennings. Áhersla verður einnig á að tryggja að landsmenn búi við jafnan orkukostnað og þar verður gangskör gerð í að tryggja enn meiri jöfnun á flutnings- og dreifikostnaði. Að auki verður lögð áhersla á aukna íblöndun, bætta orkunýtni og fjölbreyttari orkukosti er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Án skilvirkra aðgerða eru líkur til þess að skortur verði á orku og að raforkuverð fari hækkandi sem og að raforka strandi eða tapist í fulllestuðu raforkukerfi.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Helstu breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins er eiga uppruna úr fyrri fjármálaáætlunum felast í 2,5 ma.kr. niðurfellingu fjárheimilda til beinna styrkveitinga til orkuskipta. </p> <p>Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir 2 ma.kr. lækkun fjárheimilda til Loftslags- og orkusjóðs í samræmi við nýtingu. Einnig er gert ráð fyrir aukinni 400 m.kr. fjárheimild árið 2026 í eitt skipti til nýrra og aukinna verkefna til að mæta fyrirséðum halla á niðurgreiðslum til hitunar á íbúðarhúsnæði frá 2025.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_15_mynd3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldrammi" /></p>Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Blá ör til hægri16 Markaðseftirlit og neytendamál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahags­ráðherra. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_16_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/16%20Marka%c3%b0seftirlit,%20neytendama%cc%81l%20og%20stjo%cc%81rnsy%cc%81sla%20atvinnuma%cc%81la%20og%20ny%cc%81sko%cc%88punar.png" alt="Skilvirkt markaðseftirlit" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn stjórnvalda er skilvirk efnahagsstarfsemi og velferð á grunni stöðugleika, virkrar samkeppni, gagnsæis og heilbrigðra viðskiptahátta. Meginmarkmið málefnasviðsins er alþjóðleg samkeppnishæfni atvinnulífs sem byggist á efnahagslegu, umhverfislegu og samfélagslegu jafnvægi.</p> <p>Framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins felast í virku markaðseftirliti sem styður við markmið um góða atvinnu og hagvöxt, ábyrga neyslu og framleiðslu, nýsköpun og uppbyggingu, jöfnuð og framþróun á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Þau styðja jafnframt við heimsmarkmið um að reglusetning og eftirlit með alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fjármálastofnunum verði bætt og beiting slíkra reglna efld og um að þróaðar verði skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafi gagnsæi að leiðarljósi. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður lögð áhersla á sterkt samkeppniseftirlit, öfluga neytendavernd og hagstæð rekstrarskilyrði fyrirtækja. Ríkisstjórnin hyggst jafnframt auka skilvirkni í samskiptum fyrirtækja og hins opinbera.</p> <p>Skilvirkni í eftirliti með samkeppni og starfsháttum fyrirtækja og traust umgjörð samkeppnismála er mikilvægur þáttur í að tryggja að ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. </p> <p>Á sviði neytendamála er unnið að því að mæta ýmsum áskorunum í málaflokknum með heildarstefnumótun. Snýr sú vinna að nokkrum þáttum sem kemur fram í tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í neytendamálum til 2030 sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þar er mörkuð sú framtíðarsýn að á Íslandi verði traust umgjörð neytendamála sem stuðli að virkri samkeppni og veiti neytendum vernd og nauðsynlegar upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um leið og óréttmætum viðskiptaháttum er mætt af festu. Þessari framtíðarsýn verður fylgt eftir með ýmsum aðgerðum sem koma fram í þingsályktunar-tillögunni. </p> <p>Á sviði fjármálaeftirlits verður lögð áhersla á bætta upplýsingagjöf til eftirlitsskyldra aðila í því skyni að auka gagnsæi og fyrirsjáanleika í störfum Fjármálaeftirlitsins. Þá verður áfram stefnt að því að auka fræðslu um gildandi rétt og bæta aðgengi að upplýsingum um lög og stjórnvaldsfyrirmæli sem gilda um eftirlitsskylda aðila á fjármálamarkaði. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins hækki um 614 m.kr. frá fjárlögum 2025 til ársins 2030. Helstu breytingar á fjárheimildum á tímabilinu snúa að 200 m.kr. hækkun á árinu 2026 vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar á málefnasviðinu en gert er ráð fyrir að framlagið lækki í 100 m.kr. frá og með árinu 2028. Þá er gert ráð fyrir 663 m.kr. hækkun á tímabilinu sem skýrist af áætluðum breytingum á fjárheimildum vegna rekstrarkostnaðar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Hækkunin tekur mið af rekstraráætlun Seðlabanka Íslands fyrir Fjármálaeftirlitið vegna ársins 2026 og langtímaáætlun til ársins 2030 sem gerir ráð fyrir hækkun rekstrarkostnaðar í takt við verðbólguspá. Fjárheimild til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands er jafn há eftirlitsgjaldi sem Seðlabankinn innheimtir af eftirlitsskyldum aðilum og rennur í ríkissjóð. Aðrar helstu breytingar á fjárheimildum málefnasviðsins snúa að almennri og sértækri aðhaldskröfu sem m.a. tengist skoðun á mögulegri sameiningu eða samrekstri á sviði samkeppnis- og neytendamála og breytingum á tekjuáætlun ríkisaðila sem samtals nema um 142 m.kr. til lækkunar á tímabilinu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_16_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðAtvinnuvegaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðAtvinnuvegaráðuneytið
Blá ör til hægri17 Umhverfismál<p>Starfsemi á málefnasviði umhverfismála er á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og skiptist í fimm málaflokka. Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_17_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/17%20Umhverfisma%cc%81l.png" alt="Loftslagið, fólkið og náttúran" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Til þess að sporna við og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og auka aðlögunarhæfni íslensks samfélags að breyttum heimi uppfyllir Ísland alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum skv. Parísarsamkomulagi og vinnur að markmiði um kolefnishlutleysi sem hefur verið lögfest fyrir árið 2040. Ísland er í fremstu röð loftslags- og umhverfisvænna samfélaga og byggir á réttlátum umskiptum við framkvæmd og eftirfylgni markvissra aðgerða sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, bindingu kolefnis og aðlögun að loftslagsbreytingum.</p> <p>Öryggi almennings, eigna og mikilvægra innviða gagnvart náttúruvá er eins og best er á kosið. Þetta er tryggt með framkvæmd hættumats, uppbyggingu varnarvirkja, vöktun og rannsóknum á náttúruvá, menntun sérfræðinga í málaflokknum og aðlögun að loftslags­breytingum.</p> <p>Verndun náttúrufarslegra verðmæta er í fyrirrúmi og Ísland stendur við alþjóðlegar skuldbindingar sínar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Lögð er áhersla á viðhald og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni, vernd óbyggðra víðerna, virkar stjórnunar- og verndaraðgerðir og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Vatn, þessi undirstöðuauðlind þjóðarinnar, er vaktað og verndað og nýtt með sjálfbærum og ábyrgum hætti.</p> <p>Ísland uppfyllir alþjóðlegar skuldbindingar sínar um minni myndun og urðun úrgangs og aukna endurnýtingu. Hringrásarhagkerfi með vörur og þjónustu er fest í sessi til að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu, draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Til að ná þeim markmiðum, sem hafa verið sett bæði innan lands og alþjóðlega í loftslagsmálum, þarf að tryggja framkvæmd og eftirfylgni loftslagsaðgerða sem fram koma í aðgerðaáætlun stjórnvalda gagnvart losun frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu en einnig vegna landnotkunar. Ráðast þarf í forgangsröðun aðgerða á grunni kostnaðar- og ábatamats til að tryggja að sem mestur árangur náist á sem hagkvæmastan hátt sem allra fyrst. Samdráttur í losun frá landi er mikil áskorun en mestum árangri má ná með því að endurheimta framræst votlendi ásamt markvissum aðgerðum í landgræðslu og skógrækt.</p> <p>Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum er kemur að vörnum, vöktun og viðbrögðum gagnvart náttúruvá. Tíðni eldgosa hefur margfaldast síðan Reykjaneseldar hófust. Loftslags­breytingar valda auknum öfgum í veðurfari og vegna þeirra er búist við tíðari vatnsflóðum í ám, hækkun sjávarstöðu og auknum ágangi sjávar inn á strandsvæði og fleiri og stærri skriðuföllum. Þessi þróun hefur aukið álag á þá starfsemi sem lýtur að náttúruvá. Brugðist hefur verið við, einkum með aukinni uppbyggingu varnarmannvirkja gegn snjóflóðum og landbroti, átaki í framkvæmd hættumats, einkum á Reykjanesi, og uppsetningu sérhæfðra mælitækja um allt land. Fyrirhugað er að ljúka eins fljótt og kostur er uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir byggð í samræmi við <a href="https://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/2000/Snjoflodavarnar_1996.pdf">skýrslu um þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á Íslandi</a> frá árinu 1996. Einnig að flýta hættumatsvinnu vegna eldgosa, vatns- og sjávarflóða og kortleggja skriðuhættu í óstöðugum hlíðum í því skyni að koma í veg fyrir að byggð þróist inn á skilgreind hættusvæði. Hættumat og kortlagning er forsenda þess að meta þörf á uppbyggingu varna og efla viðbragð. Aukið umfang og viðvarandi álag kallar á enn þéttara net mælitækja fyrir veðurfar, eldvirk svæði, ofanflóð, til mælinga á sjávarhæð og til mælinga á vatnsföllum til að tryggja öryggi íbúa, ferðamanna og mikilvægra innviða, líkt og fram kemur í <a href="https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Natturuvar_skyrsla_apr23_STAFR_.pdf">skýrslu starfshóps um náttúruvá</a>.</p> <p>Þegar kemur að verndun náttúrufarslegra verðmæta og líffræðilegri fjölbreytni er áskorun að sífellt er lengra gengið í breytingum á náttúrulegu umhverfi og vistkerfum sem leiðir til breytinga á búsvæðum lífvera, landslagi og jarðmyndunum. Hér á landi einkenna hnignuð vistkerfi víðáttumikil landsvæði þar sem vinna þarf að stöðvun hnignunar og endurheimt vistkerfa. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni sem gera auknar kröfur til verndunar og endurheimtar vistkerfa á landi og í hafi. Forsendan fyrir vernd náttúrufarslegra verðmæta og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda er að fyrir liggi fullnægjandi gögn og rannsóknir til að undirbyggja ákvarðanir og að viðeigandi stjórntækjum sé beitt með markvissum hætti. Lögð verður áhersla á gerð þolmarkarannsókna þar sem álag er mikið, byggðir upp innviðir á friðlýstum svæðum að teknu tilliti til verndarhagsmuna og farið verður í stjórnunar- og verndaraðgerðir, m.a. gerð stjórnunar- og verndaráætlana, til að tryggja að náttúran sé nýtt á sjálfbæran hátt. Gildandi lagaákvæði um skilgreiningu á óbyggðum víðernum er óskýrt sem torveldar kortlagningu og hindrar þar með aukna vernd þeirra. Unnið er að reglugerð um hvaða viðmið og forsendur skuli liggja til grundvallar kortlagningu óbyggðra víðerna. Stór svæði á landi njóta verndar vegna náttúrufarslegra verðmæta en það gildir hins vegar um afar lítinn hluta hafsvæða við Ísland. Fyrir liggja tillögur um fleiri svæði á landi sem þarfnast frekari verndunar en þekking á vistkerfum í hafi er hins vegar minni og stefnt er að aukinni verndun viðkvæmra tegunda, vistkerfa og vistgerða í hafi. Til að aukið umfang loftslagsaðgerða í landnotkun hafi ekki neikvæðar afleiðingar á líffræðilega fjölbreytni og aðra þætti náttúruverndar verða innleidd skýr markmið um val á landi til slíkra aðgerða. Sama máli gegnir um aðgerðir í hafi sem verða að byggja á ítarlegum rannsóknum á mögulegum hliðaráhrifum á lífríki.</p> <p>Atvinnulíf í landinu og lífsgæði fólks byggjast að miklu leyti á tryggu aðgengi að vatni. Þar blasir við sú áskorun að eftirspurn eftir vatni er sífellt að aukast og því er mikilvægt að tryggja framboð og gæði vatns og að nýting þess sé sjálfbær ásamt því að viðhalda bæði líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar. Heilnæmt vatn er jafnframt til marks um hreina náttúru og styrkir ímynd Íslands út á við. Unnið er skv. stefnu sem birtist í vatnaáætlun sem jafnframt felur í sér aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Yfir stendur úttekt á framkvæmd gildandi áætlunar og fyrirhugað er að hefja undirbúning að næstu endurskoðun vatnaáætlunar sem lið í því að tryggja fullnægjandi vöktun og aðgerðir í vatnamálum svo öll okkar áform um nýtingu vatnsauðlindar geti náð fram að ganga.</p> <p>Einn lykilþátta í að hægt verði að standa við alþjóðlegar skuldbindingar varðandi loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni er að virkt hringrásarhagkerfi komist á hér á landi. Undanfarin ár hefur verið unnið að margvíslegum aðgerðum er snúa m.a. að betri nýtingu hráefnis, aukinni endurvinnslu úrgangs og minni urðun. Samdráttur í urðun úrgangs hefur bersýnilega skilað árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan samfélags­losunar. Áfram verður haldið á sömu vegferð og miðað að því að beita eins markvissum aðgerðum og unnt er. Í tengslum við þetta er í mótun ný stefna um úrgangsforvarnir en þær miða einkum að því að draga úr magni úrgangs, neikvæðum áhrifum vegna úrgangs sem hefur myndast og innihaldi skaðlegra efna í vörum og úrgangi.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p><span>Helstu breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins er eiga uppruna úr fyrri fjármálaáætlunum felast í 600 m.kr. niðurfellingu fjárheimilda til grænna fjárfestinga í loftslagsmálum árið 2026 og alls 400 m.kr. niðurfellingu fjárheimilda vegna eldgosa á Reykjanesi. Á móti kemur alls 900 m.kr. aukin fjárheimild til styrkingar mannvirkjagerðar vegna ofanflóðav</span><span style="color: black; font-family: 'Times New Roman';">arna. Auk þess koma til 900 m.kr. breytingar á fjárheimildum í tengslum við losunarheimildir til flugfélaga. </span></p> <p><span style="color: black; font-family: 'Times New Roman';">Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir alls 2 ma.kr. til nýrra og aukinna verkefna vegna náttúruvár til fjárfestinga og reksturs í tengslum við uppbyggingu ofanflóðavarna og aukna vöktun og viðbragðsgetu. Auk þess kemur hækkun á sértekjuáætlunum Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar, alls 2 ma.kr. </span></p> <p><span style="color: black; font-family: 'Times New Roman';">Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar</span>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_17_mynd3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Blá ör til hægri18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_18_mynd1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/18%20Menning,%20listir,%20i%cc%81%c3%bero%cc%81tta-%20og%20%c3%a6skuly%cc%81%c3%b0sma%cc%81l.png" alt="Aukið aðgengi að menningu, listum, íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og búsetu" /></p> <h2> </h2> <h2></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Allir landsmenn eiga að geta aukið lífsgæði sín með þátttöku í öflugu og fjölbreyttu starfi á sviðum lista, menningar, íþrótta- og frístundastarfs. Stefnt er að því að auka enn frekar útflutning og verðmætasköpun í skapandi greinum. Mannréttindi, tjáningarfrelsi og virðing fyrir fjölbreytileika verði leiðarstef í málefnum menningar og lista og minjum og menningararfi verði vel sinnt.</p> <p>Meginmarkmið stjórnvalda á sviði menningar og lista eru m.a. að jafna og bæta tækifæri til ný- og atvinnusköpunar í menningarstarfi, listum og skapandi greinum. Áhersla er lögð á aðgengi landsmanna að menningarlífi og íþrótta- og frístundastarfi óháð efnahag og búsetu. Mikilvægt er að hlúa að varðveislu, aðgengi, miðlun og skráningu menningararfs þjóðarinnar. Styrkja skal stöðu íslensku og íslensks táknmáls sem eru opinber mál á Íslandi. Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Meginmarkmið stjórnvalda á sviði íþrótta- og frístundastarfs er að auka gæði og styrkja faglega umgjörð um skipulagt íþrótta- og frístundastarf.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Nauðsynlegt er að efla innviði málefnasviðsins, einkum sem snýr að aðstöðu og húsnæði.</p> <p>Kanna þarf fýsileika á auknu samstarfi eða sameiningu safna í eigu hins opinbera til að styrkja faglegt starf, samlegð í varðveislu safnkosts og betri nýtingu fjármuna. Verið er að stíga fyrsta skrefið í átt að sameinuðum sviðslistastofnunum ríkisins með fyrirkomulagi óperunnar innan Þjóðleikhússins og er áformað að Íslenski dansflokkurinn verði þar þriðji stólpinn. Áfram verður unnið að skráningu og viðbragðsáætlunum vegna menningarverðmæta og þeirrar hættu sem steðjar að safnkosti og menningarminjum um land allt vegna loftslags- eða náttúruvár og annarra hamfara. </p> <p>Þróun og framtíð íslenskrar tungu á tímum örrar alþjóðavæðingar og tæknibyltinga er mikilvæg til að styrkja stöðu þjóðtungunnar. Í þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls og meðfylgjandi aðgerðaáætlun er lögð áhersla á meginstoðir sem munu efla, varðveita og stuðla að þróun íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál er eina opinbera minnihlutamálið á Íslandi en á sama tíma í útrýmingarhættu. </p> <p>Almennt skortir greinargóðar tölfræðilegar upplýsingar um menningarmál og skapandi greinar. Til að stefnumótun á þeim sviðum geti þróast þarf að halda áfram að efla söfnun og miðlun tölfræðiupplýsinga, t.a.m. með hliðsjón af kynja-, byggða- og jafnréttissjónarmiðum. Hagræn og samfélagsleg áhrif lista og menningar eru veruleg í samspili við atvinnulífið, s.s. í bókmenntum, hönnun, kvikmyndagerð, myndlist, sviðslistum, tónlist, tölvuleikjagerð og öðrum skapandi greinum.</p> <p>Menningarsamningar og stuðningur við menningarhús á landsbyggðinni eru liður í að jafna tækifæri landsmanna til að njóta og taka þátt í menningu og listum um land allt. Áfram verður unnið á grunni þeirra stefna og aðgerðaáætlana sem mótaðar hafa verið á sviði menningar, lista og íþrótta- og æskulýðsmála á tímabili áætlunarinnar.</p> <p>Meginmarkmið stjórnvalda á sviði íþrótta- og frístundastarfs er að efla innviði, auka gæði og styrkja faglega umgjörð um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Liður í því er endurskoðun laga í málaflokknum sem styður við nauðsynlegar breytingar sem eru í takt við samfélagslega þróun. Innleitt verður nýtt fyrirkomulag afreksíþróttastarfs og unnið er að undirbúningi þjóðar­leikvanga. Stefnt er að því að þjóðarhöll verði tekin í notkun síðla árs 2028. Unnið verður að því að efla nýjar svæðisstöðvar íþróttahreyfingarinnar sem vinna að því að efla faglegt starf innan íþróttafélaga um allt land með áherslu á jöfn tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi, stuðning við þjálfara, farsæld barna, lýðheilsu og sjálfboðaliðastarf.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir 1,2 ma.kr. hækkun á útgjaldaramma málefnasviðsins vegna reksturs þjóðarhallar og áherslumála ríkisstjórnar í menningu. Á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda. Heildarbreyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur 3,5 ma.kr. til lækkunar á tímabili fjármálaáætlunar.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_18_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." />&nbsp; <p> </p>Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðForsætisráðuneytið
Blá ör til hægri19 Fjölmiðlun<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_19_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/19%20Fjo%cc%88lmi%c3%b0lun.png" alt="Upplýst, fræðandi og gagnrýnin umræða" /></p> <h2> </h2> <h2></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn fyrir fjölmiðlun er að fólk hafi greiðan aðgang að fjölbreyttum, ábyrgum og sjálfstæðum fjölmiðlum sem miðla fréttum, samfélagsumræðu og menningu og efla lýðræðislega umræðu. Öll hafi jafna möguleika á þátttöku í lýðræðislegri umræðu þar sem tjáningarfrelsi er virt.</p> <p>Meginmarkmið stjórnvalda á sviði fjölmiðlunar er að stuðla að lýðræðislegri umræðu og lýðræðisþátttöku fólks með því að auka fjölbreytni, fagmennsku og fjölræði í fjölmiðlum. Einnig er markmið að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að öflugri fjölmiðlun fyrir almenning með virkri þátttöku ólíkra og fjölbreyttra fjölmiðla. Brugðist verði við áskorunum samtímans á sviði tækni og stafrænna miðla, m.a. með því að efla upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi. Stjórnsýslueftirlit með fjölmiðlum taki einkum mið af vernd barna gegn skaðlegu efni.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Áskorun stjórnvalda felst í því að stuðla að fjölbreyttu fjölmiðlaumhverfi og starfsumhverfi sem styður við fjölbreytileika og fagmennsku í fjölmiðlun. Upplýst, fræðandi og gagnrýnin umræða er nauðsynleg. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðislegar umræðu og veita valdhöfum, atvinnulífi og lykilstofnunum samfélagsins aðhald. Til þess þarf fjölbreytta flóru fjölmiðla, bæði einkarekna fjölmiðla og burðugt almannaútvarp.</p> <p>Ein helsta áskorun íslenskra fjölmiðla um þessar mundir er erfitt rekstrarumhverfi sem stafar m.a. af alþjóðlegri samkeppni og örri tækniþróun sem felur bæði í sér tækifæri og áskoranir. Til að fjölmiðlar geti sinnt lýðræðis- og aðhaldshlutverki sínu og náð eyrum og augum almennings þarf starfsemi þeirra að taka mið af tækniþróun og nýsköpun. Innleiða þarf nýja þekkingu á fjölmiðlum og styðja við nýsköpun og þróun til að unnt sé að koma nýjungum í framkvæmd, m.a. stafrænum lausnum sem byggja á gervigreind.</p> <p>Helstu áskoranir fjölmiðla, þar á meðal Ríkisútvarpsins, næstu árin snúa að því að viðhalda samfélagslegu trausti á tímum djúpfalsana og annars konar upplýsingaóreiðu á samfélags­miðlum. Traust til Ríkisútvarpsins hefur mælst hátt, sbr. árlegar mælingar þar að lútandi. Þá stendur Ríkisútvarpið enn frammi fyrir því að lækka þarf skuldir félagsins.</p> <p>Stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla verður fest í sessi á tímabilinu. Ljóst er að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla hefur haft mikla þýðingu fyrir rekstur þeirra. Einkareknir fjölmiðlar gegna mikilvægu lýðræðishlutverki í íslensku samfélagi og eru ein meginforsenda þess að almenningur hafi aðgang að fjölbreyttum og faglega unnum fréttum. Rekstrar­stuðningur stjórnvalda að norrænni fyrirmynd hefur í sumum tilfellum verið grundvöllur þess að fjölmiðlar geti starfað áfram í óbreyttri mynd og sótt fram.</p> <p>Lögð verður fram heildarstefna í málefnum fjölmiðla í fyrsta sinn á Íslandi. Fjölmiðlastefnan tekur til einkarekinna fjölmiðla og fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Í stefnunni birtast skýr áform um að styðja við starfsemi einkarekinna fjölmiðla og tryggja greiðan aðgang að vandaðri fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Fjölmiðlastefnu er ætlað að stuðla að umbótum sem styrkir fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði og styðja við starfsemi íslenskra fjölmiðla sem sinna mikilvægu lýðræðislegu og menningarlegu hlutverki.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Ný tekjuáætlun hækkar útgjaldaramma málefnasviðsins um 1.810 m.kr. en á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda um 240,9 m.kr. yfir tímabil fjármálaáætlunar. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 1.569,1 m.kr. til hækkunar á tímabili fjármálaáætlunar.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_19_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Blá ör til hægri20 Framhaldsskólastig<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_20_mynd_1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/20%20Framhaldssko%cc%81lastig.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Nám í takt við þarfir samfélags" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið</h2> <p>Framtíðarsýn fyrir málefnasviðið er að fleiri einstaklingar verði virkir og skapandi þátttakendur í samfélaginu, vel undirbúnir fyrir þátttöku á vinnumarkaði, tæknibreytingar og fræðilegt og/eða starfstengt framhaldsnám. Veita á framúrskarandi menntun um allt land með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi sem hlúir að öllum nemendum. Markmiðið er að mæta fjölbreyttum námsþörfum einstaklinga og gera öllum kleift að ljúka námi sem stenst alþjóðlegan samanburð. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Menntastefna til ársins 2030 byggir á þeirri sýn að veitt skuli framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært. Framhaldsskólakerfið hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Börnum í viðkvæmri stöðu hefur fjölgað og stórefla þarf stuðning við framhaldsskólanemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn til að auka möguleika þessa hóps til að stunda nám við framhaldsskóla með það að markmiði að efla stöðu á vinnumarkaði eða fara í áframhaldandi nám. Ýmsar áskoranir eru fram undan varðandi stafrænt umhverfi og brýnt er að styðja við námsgagnagerð á framhaldsskólastigi en það er mikilvægur þáttur í að tryggja gæði náms og kennslu og að efla íslenska tungu. </p> <p>Á málefnasviðinu er lögð áhersla á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Þá verður sérstaklega lögð áhersla á íslenskukennslu og iðn- og verknám. Á málefnasviðinu er áfram lögð áhersla á að fjölga þeim sem innritast í starfsnám að loknum grunnskóla og fjölga þeim sem útskrifast. Mikilvægur liður í því er að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar og ráðast í aðgerðir sem miða að því að jafna þá miklu kynjaslagsíðu sem er í flestum starfsmenntagreinum en illa hefur gengið að ná fram breytingum þar á undanfarin ár. Nemendum í starfsnámi fjölgaði um 8% frá 2016–2023. Fjölgunin var nær eingöngu meðal karla en þeir voru rúmlega tvöfalt fleiri en konur í starfsnámi árið 2023.</p> <p>Ríkisstjórnin leggur áherslu á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum en unnið er að nýjum heildarlögum um námsgögn. Þá er einnig lögð áhersla á stuðning við skólakerfið til að mæta áskorunum og tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Stefnt er að því að stórefla stuðning við framhaldsskólanemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn en unnið hefur verið að því að auka námsframboð fyrir þennan nemendahóp undanfarin ár. Þá verður áfram stutt við MEMM-verkefnið – menntun, móttaka og menning, en stofnað hefur verið fagteymi fyrir framhalds­skóla sem ætlað er að styðja við nýjar íslenskubrautir og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri.</p> <p>Þá er brýnt að greina breytingar á náms- og þjónustuþörfum nemenda á framhalds­skólastigi og styðjast við slíka greiningu við gerð úthlutunarlíkans. Taka þarf mið af fjölda nemenda en einnig af kerfislægum þáttum, s.s. tegund náms, uppruna og þjónustuþörfum nemenda. Nýta þarf fjármagn betur samhliða því sem mæta þarf auknum fjölbreytileika í skólakerfinu og skoða þarf möguleika á sameiningu rekstrar framhaldsskóla til að mæta betur þeim miklu áskorunum sem framhaldsskólakerfið stendur frammi fyrir.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins lækki um 2,5 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar. Helstu breytingar til hækkunar eru þær að auka aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Þá eru helstu breytingar til lækkunar tilkomnar vegna aðhaldstillagna frá hagræðingarhópi. Jafnframt falla niður tímabundnar fjárheimildir. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_20_mynd_3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>Mennta- og barnamálaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytið
Blá ör til hægri​21 Háskólastig<p>Starfsemi á þessu málefnasviði heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra­. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhags­legri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_21_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026-2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/21%20Ha%cc%81sko%cc%81lastig.png" alt="Háskólar í fremstu röð" /></p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýnin er að á Íslandi starfi háskólar sem séu alþjóðlega samkeppnishæfir hvað varðar gæði kennslu, rannsóknavirkni og samfélagslega þátttöku. Farsæld Íslands byggist á öflugu háskólastarfi og háskólarnir eru vettvangur nýrrar þekkingar og lausna við samfélagslegum áskorunum, hvort sem er í þjóð­félagslegu eða hnattrænu samhengi. Fjölbreytt menntun styrkir grunnstoðir samfélagsins í nútíð og framtíð og háskólaumhverfið myndar frjóan jarðveg fyrir nýja þekkingu og nýjar lausnir. Úr háskólum útskrifast einstaklingar með færni til að mæta fjölbreyttum þörfum samfélagsins, fá störf við hæfi og skapa áhugaverð tækifæri byggð á þekkingu, hugviti og skapandi hugsun. Menntasjóður námsmanna styður við nemendur með fjölbreyttan bakgrunn og jafnar tækifæri til náms óháð búsetu og efnahag. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Örar samfélagslegar breytingar kalla á trausta menntun og öflugar rannsóknir og gegnir háskólastarf þannig lykilhlutverki við að efla grunnstoðir samfélagsins og mæta áskorunum framtíðar. Innan háskóla og rannsóknastofnana skapast þekking og færni sem styður við fjölbreytt atvinnulíf, tækniþróun og nýsköpun. Vísindaleg þekking gegnir lykilhlutverki í því að þróa nýjar lausnir gagnvart samfélagslegum áskorunum, s.s. loftslagsbreytingum og náttúruvá, og traust þekking á umhverfi og aðstæðum hér á landi er mikilvæg til að tryggja innviði og örugga búsetu um allt land. Upplýstar ákvarðanir um nýtingu auðlinda, með hagsmuni þjóðarinnar og lífríkis að leiðarljósi, byggjast sömuleiðis á traustri þekkingu og rannsóknum. </p> <p>Íslenskt samfélag er fámennt og því er áskorun að nýta vel þann mannauð sem hér býr og hvetja fólk til náms. Mönnun mikilvægra starfsstétta, s.s. í löggæslu, heilbrigðiskerfi og menntakerfi, er áskorun í íslensku samfélagi. Starfsvettvangur allra þessara stétta kallar á vel menntað fagfólk, framsæknar rannsóknir, trausta innviði og aðlaðandi starfsumhverfi og háskólar gegna lykilhlutverki við að tryggja þær þarfir. </p> <p>Mikilvægt er að háskólar stuðli að auknu aðgengi ólíkra þjóðfélagshópa að færniþróun með sveigjanlegu námsframboði, raunfærnimati og öflugu örnámi á fjölbreyttum sviðum. Breytingar hafa verið gerðar á regluverki háskóla svo heimild háskóla til að bjóða upp á örnám er lögfest. Á tímabilinu verða gerðar leiðbeiningar fyrir háskólana til að styðja þá við innleiðingu örnáms og stuðla að frekari þróun þess. Raunfærnimat á háskólastigi er í þróun innan háskólanna og heldur áfram á tímabilinu með það að markmiði að gæði raunfærnimatsins og stöðlun þess til námseininga sé tryggð. Háskólar styðja þannig við samfélagslegar þarfir og þróun og eru grundvöllur þess að fjölbreyttum hópi fólks sé tryggð menntun og símenntun í hæsta gæðaflokki byggð á sterkum vísindalegum grunni. </p> <p>Hraðvaxandi notkun gervigreindartækni í samfélaginu felur í sér bæði tækifæri og áskoranir sem kalla á endurmenntun og nýja færni og skarpa siðferðislega umræðu, jafnt innan háskólasamfélagsins sem meðal almennings. Mikilvægt er að kenna gagnrýna hugsun og þjálfa færni til að bregðast við upplýsingaóreiðu, á sama tíma og háskólar tileinki sér þau tækifæri sem felast í nýtingu tækninnar.</p> <p>Grunngildi háskólasamfélagsins, akademískt frelsi; sjálfstæði stofnana; heilindi í rannsóknum; menntun til lýðræðis, hafa aldrei staðið frammi fyrir eins miklum alþjóðlegum áskorunum og nú. Auðvelda þarf háskólum, stjórnvöldum og almenningi að hafa þessi gildi að leiðarljósi með skýrri stefnu, m.a. um opin og ábyrg vísindi og ábyrgt vísindasamstarf, auk þess að efla lýðræðisvitund og miðlun vísinda til almennings. Unnið verður að stefnu um opin og ábyrg vísindi á tímabilinu, auk þess sem stefna Vísinda- og nýsköpunarráðs til ársins 2035 kveður nánar á um með hvaða hætti unnið verði að ofangreindum markmiðum. </p> <p>Talsverð skörun er á málefnasviðum 7 og 21 þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun og unnið verður að því að festa enn betur í sessi hlutverk háskólasamfélagsins sem vöggu rannsókna og nýsköpunar í landinu og áhersla lögð á yfirfærslu rannsókna og vísindalegra lausna frá háskólum til atvinnulífs og samfélags. </p> <p>Hagkvæmni í rekstri og betri nýting opinbers fjár er áhersla stjórnvalda á tímabilinu. Það er áskorun fyrir litla háskóla að viðhalda þeim slagkrafti sem þörf er á til að standast alþjóðlegar gæðakröfur og samkeppnishæfni. Í því skyni verða áfram kannaðir fýsileikar aukins samstarfs og sameiningar háskóla í nánu samstarfi við hagaðila og nærsamfélag skólanna hér á landi. Lögð verður áhersla á að styðja við þátttöku íslenskra háskóla í alþjóðlegu samstarfi, þar á meðal evrópskum háskólanetum, í því skyni að auka tækifæri til nútímavæðingar og uppbyggingar í takti við örar tæknibreytingar. </p> <p>Lögum um Menntasjóð námsmanna verður breytt til að tryggja jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu eða efnahags. Markmið breytinganna er m.a. að auka svigrúm námsmanna til þess að hljóta námsstyrk að norskri fyrirmynd. Auk þess er stefnt að því að auka fyrirsjáanleika lánþega við afborganir námslána. Þá er unnið að frekari breytingum og heildarendurskoðun laganna hjá ráðuneytinu til að tryggja enn frekar markmið sjóðsins um að vera félagslegur jöfnunarsjóður. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Nýjar fjárveitingar hækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 2,2 ma.kr. einkum vegna fjölgunar nemenda og styrkingar háskólastigsins. Á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 522 m.kr. til lækkunar yfir tímabil fjármálaáætlunar.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_21_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Blá ör til hægri22 Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Hún skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_22_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/22%20O%cc%88nnur%20sko%cc%81lastig%20og%20stjo%cc%81rnsy%cc%81sla%20mennta-%20og%20menningarma%cc%81la.png" alt="Menntun, velferð og virkni" /></p> <h2> </h2> <h2></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn fyrir málefnasviðið er að Ísland hafi ávallt á að skipa framúrskarandi menntakerfi sem sé í stakk búið að bregðast við breytingum og áskorunum, til skemmri og lengri tíma. Menntun og mannauður er grundvöllur farsældar til framtíðar. Með því að hlúa að íslenskri tungu og táknmáli, læsi, skapandi hugsun, þekkingu, virkri þátttöku og farsæld eru lífsgæði fólks í landinu aukin til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að menntun, bæði formleg og óformleg, sem og náms- og vinnuumhverfi nemenda og kennara styðji við inngildingu, jöfnuð og farsæld og standist alþjóðlegan samanburð.­</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur.</p> <p>Til að mæta áskorunum málefnasviðsins verður ráðist í fjölbreyttar aðgerðir, m.a. innan aðgerðaáætlana menntastefnu til ársins 2030, til að bæta námsárangur grunnskólanemenda, þ.m.t. lestrarfærni, stuðlað að betri líðan allra nemenda, kennurum í skólum fjölgað, grundvallarbreytingum verður komið á í málefnum námsgagna með því að gera námsgögn gjaldfrjáls að 18 ára aldri, nýtt verða markvisst tækifæri sem fylgja möguleikum á nýtingu gervigreindar í skólastarfi og unnið verður að því að koma á heildstæðri löggjöf um inngildandi menntun og skólaþjónustu þvert á skólastig með jafnrétti til menntunar að leiðarljósi. Framhaldsfræðslan verður efld til að tryggja fullorðnu fólki mikilvæga grunnleikni til náms og starfa, tækifærum innflytjenda til að auka íslenskufærni sína fjölgað, auk þess sem þjónusta við táknmálstalandi fólk til að gera því kleift að taka virkari þátt í samfélaginu verður aukin. Fullorðnu fólki í viðkvæmri stöðu eða í hættu á félagslegri einangrun þarf að standa til boða að fá raunfærni sína eða kunnáttu metna og mæta þarf ólíkum þörfum þeirra og hlutverkum með sveigjanlegu fyrirkomulagi náms og einstaklingsmiðuðum stuðningi.</p> <p>Til að meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga þarf að tryggja að samþætt þjónusta þvert á kerfi, markviss innleiðing umbótaaðgerða næstu ára, uppbygging innviða menntakerfisins og mat, eftirlit, tölfræði og greiningargeta sé ávallt fullnægjandi svo framtíðarsýn um menntun, velferð og virkni fólks verði að veruleika.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðs lækki um 1,5 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar. Helstu breytingar málaflokksins eru vegna niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda, t.d. vegna aðgerða í málefnum útlendinga, og lækkunar vegna aðhaldstillagna frá hagræðingarhópi.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_22_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>Mennta- og barnamálaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðMenningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Blá ör til hægri23 Sjúkrahúsþjónusta<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefna­sviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_23_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/23%20Sju%cc%81krahu%cc%81s%c3%bejo%cc%81nusta.png" alt="Aðgengi, gæði, hagkvæmni" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er hin sama og á öðrum málefnasviðum heilbrigðis­ráðuneytisins, að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða og að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir sé hluti af allri þjónustu. Árangur heilbrigðisþjónustunnar er metinn með því að mæla gæði þjónustunnar, öryggi hennar, hversu aðgengileg hún er og hvað hún kostar. Framtíðarsýn um stafræna þróun í heilbrigðisþjónustu lýsir því að íslenskur almenningur hafi tækifæri til að styrkja og viðhalda eigin heilbrigði með stafrænum lausnum í öruggu og samtengdu upplýsingaumhverfi. Fjárfesting miðar að því að styrkja stoðir heilbrigðisþjónustu um land allt. </p> <p>Meginmarkmiðið er að veitt sé örugg, aðgengileg og hagkvæm heilbrigðisþjónusta þar sem sjúklingum er tryggð greið leið að réttri þjónustu á réttum stað. Markmiðið er að setja þarfir einstaklingsins í forgrunn og einfalda dagleg störf heilbrigðisstarfsfólks með því að styrkja stafræna upplýsingagrunna sem ganga þvert á heilbrigðiskerfið ásamt því að tryggja öryggi og gæði. &nbsp;</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Meginviðfangsefni málefnasviðsins er að standa vörð um sérhæfða þjónustu Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri og tryggja tímanlegt aðgengi að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Unnið er að nánari skilgreiningu og hlutverki Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss af starfshópi sem skipaður var af heilbrigðisráðherra. </p> <p>Að mæta aukinni eftirspurn og þörf fyrir sérhæfða þjónustu er áskorun sem orsakast af öldrun þjóðarinnar, aukningu á geðrænum áskorunum óháð aldri, aukningu í lífstílstengdum sjúkdómum, fólksfjölgun og fleiri ytri áhrifaþáttum. Mönnun í heilbrigðisþjónustunni er hér sem annars staðar ein af stærstu áskorunum málefnasviðsins því samkeppni er um vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. Áfram verður fylgst með mælikvörðum sem tengjast mönnun og álagi sem hefur áhrif á öryggi heilbrigðisþjónustu. Tækifærin til að tryggja viðunandi fagmönnun felast helst í því að finna leiðir til að halda í núverandi starfsfólk, laða að nýtt starfsfólk og nýta sem best sérhæfingu hverrar starfstéttar og horfa til færslu verkefna milli starfsstétta í því sambandi. </p> <p>Stefnt verður að því að nýta tækifæri og möguleika þjónustutengdrar fjármögnunar í auknum mæli til að tryggja afköst, hagkvæmni og gæði sjúkrahúsþjónustu í gegnum samning um þjónustutengda fjármögnun við Sjúkratryggingar. Á næstu misserum verður unnið að því að bæta sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni við þessa tegund fjármögnunar sem tryggir gagnsæi hennar og endurspeglar raunverulegt umfang sjúkrahúsþjónustu. Miðlæg mælaborð sem sýna bið eftir þjónustu eru aðgengileg fyrir öll. Unnið verður að því að bæta sjúkraskrárkerfi á þann hátt að þau auki skilvirkni og minnki skrifræði, eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar, með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Áfram verður unnið að því að gera nám heilbrigðisstétta aðgengilegt óháð búsetu og aðstæðum enda eykur það líkur á því að sérhæft starfsfólk nýti sína sérþekkingu í heimabyggð. Á landsbyggðinni er mönnun einnig sérstök áskorun og snýr hún helst að því að tryggja viðeigandi læknisþjónustu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja sem best aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar er áfram horft til samvinnu milli sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana, heilsugæslu, sveitarfélaga og annarra þjónustuveitenda ásamt því að samnýta þekkingu og hæfni heilbrigðisstarfsmanna milli stofnana. Til að jafna aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu verða möguleikar fjarheilbrigðisþjónustu nýttir til að færa þjónustuna nær íbúum svæðisins og áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni innan heilbrigðisþjónustu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar.</p> <p>Önnur áskorun felst í að tryggja aðgengi að viðeigandi þjónustuúrræðum fyrir þá einstaklinga sem lokið hafa meðferð á stofnunum og mæta þörfum einstaklinga á viðeigandi þjónustustigi. Verulega hefur verið bætt í þá þjónustu, sjá nánari umfjöllun í köflum um málefnasvið <em>24 Heilbrigðisþjónusta</em> <em>utan sjúkrahúsa</em> og <em>25 Hjúkrunar- og endurhæfingar-þjónusta</em>.&nbsp;</p> <p>Í ákveðnum aðgerðaflokkum, eins og t.d. efnaskiptaaðgerðum, hefur verið töluverð aukning á því að sjúklingar fari erlendis til aðgerða og fái til þess greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands vegna biðtímareglugerðar. Ef til staðar er geta innanlands til að framkvæma aðgerðirnar felast tækifærin helst í því að ná hagkvæmum samningum við aðila&nbsp; sem tryggt geta örugga og árangursríka meðferð á Íslandi. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Fjárveitingar málefnasviðsins hækka&nbsp; um 28,3 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar, þar af er 1,5 ma.kr. vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar og 10,8 ma.kr. vegna byggingar Nýs Landspítala við Hringbraut. Einnig er rekstur nýrra öryggisvistunarrýma tryggður. Þá hefur verið gert ráð fyrir hagræðingu á málefnasviðinu en fyrirhuguð er stofnun fagráðs um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu í heild sinni sem ætlað er að koma með tillögur um aðgerðir til hagræðingar og taka fjárveitingar tímabilsins mið af þeirri vinnu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_23_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í fjóra mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_24_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/24%20Heilbrig%c3%b0is%c3%bejo%cc%81nusta%20utan%20sju%cc%81krahu%cc%81sa.png" alt="Rétt þjónusta á réttum stað og tíma" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er sameiginleg öllum málefnasviðum heilbrigðis­ráðu­neyt­isins, að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða og að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir sé hluti af allri þjónustu, að árangur heilbrigðisþjónustu sé metinn með því að mæla gæði, öryggi og aðgengi en ásamt því verði lögð áhersla á skilvirk þjónustu­kaup í allri heilbrigðisþjónustu.­­ Framtíðarsýn bráðaþjónustu og sjúkraflutninga er að á Íslandi sé vel samhæft viðbragðs- og flutningsnet sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki.</p> <p>Meginmarkmið heilbrigðisþjónustu er að veitt sé örugg, aðgengileg og hagkvæm heil­brigðis­­­þjónusta þar sem sjúklingum er tryggð greið leið að réttri þjónustu á réttum stað. Öruggir og skilvirkir sjúkraflutningar er mikilvægur þáttur í að tryggja markmið um jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega hraðar en öðrum aldurshópum er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt stuðningsúrræði til að styðja við að einstaklingar geti búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu og draga úr færnitapi. Efling heimahjúkrunar og innleiðing velferðartæknilausna eru því mikilvægar aðgerðir til að auka skilvirkni og yfirsýn í þjónustunni. Mönnun heilbrigðis­þjónustu er stór áskorun, nýting sérþekkingar heilbrigðisstétta með þverfaglega teymisvinnu, fjarheilbrigðisþjónustu og vegvísun í heilbrigðiskerfinu svo sem 1700 númerið, netspjall Heilsuveru og notkun myndstrauma eru tækifæri sem er ætlað að bæta þjón­ustu í heilsugæslu. </p> <p>Undanfarin ár hefur biðtími eftir ákveðnum skurðaðgerðum lengst og fleiri aðgerðir og aðgerðarflokkar nú framkvæmdir utan sjúkrahúsa. Unnið er að því að hafa breyti­leika á tegundum og magni biðlistaaðgerða í takt við hvernig bið þróast. Jafnframt er unnið að aukinni skilvirkni þess kerfis sem heldur miðlægt utan um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis­­stjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. </p> <p>Heilsugæslan verður leiðandi þátttakandi eflingu lýðheilsu og forvarna. Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. Til stendur að nýta tækifæri til afmörkunar á hlutverki­ heilsu­gæslunnar en með því næst fram hagræðing og aðgengi notenda verður betra. ­Þá eru til staðar tækifæri til að auka þverfaglegt samstarf sjálfstætt starfandi þjálfunaraðila og bjóða þannig einstaklingum sem hafa þörf fyrir þverfaglega endurhæfingarþjónustu en eru ekki með alvarlegan eða flókinn vanda upp á þverfaglega endurhæfingu utan stofnana. Þannig má draga úr þörf fyrir innlagnir á endurhæfingarstofnanir og mögulega seinka flutningi eldra fólks á hjúkrunarheimili. Fjölgun fagstétt­a í heilsugæslunni og aukinn fjöldi heilsugæslutengdra endurhæfingarúrræða eru liði­r í að tryggja skilvirka og rétta þjónustu við vanda ein­­staklinga sem þurfa á þjónustu endurhæfingarstétta að halda.</p> <p>Helstu áskoranir varðandi sjúkraflutninga/utan spítalaþjónustu eru vaxandi þörf fyrir þjón­ust­una vegna breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustu og fjölgunar ferðamanna hér á landi. Þá eru gerðar auknar kröfur um færni og þekkingu sjúkraflutningamanna sem oft sinna fyrstu þjónustu við veika og slasaða. Tækifærin felast m.a. í aðgengilegri grunnmenntun sjúkraflutn­inga­­manna og uppfærðum klínískum vinnuferlum. Stefnt er að því að faglegur stuðningur og skilvirkir ferlar styðji við afgreiðslu fleiri mála án þess að sjúklingur sé fluttur með sjúkra­flutningum á heilbrigðisstofnun.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Fjárveitingar málefnasviðsins hækka um 6,6 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Þar af er um 2,3 ma.kr. vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_24_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og félags- og húsnæðis­málaráðherra.</p> <p>Það skiptist í tvo mála­flokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_25_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/25%20Hju%cc%81krunar-%20og%20endurh%c3%a6fingar%c3%bejo%cc%81nusta.png" alt="Hugsað til framtíðar" /></p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að einstaklingar í þörf fyrir hjúkrunar- og endurhæfingar­þjónustu njóti öruggrar, aðgengilegrar og hagkvæmrar þjónustu. Einstaklingum verði gert kleift að búa sem lengst á eigin heimili, með þjónustu á réttu þjónustustigi á hverjum tíma. Endurhæfingarþjónusta grundvallast á þörfum notenda og kröfum um gæði, skilvirkni og árangur. </p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að tryggja stigskiptingu þjónustunnar og þjónustuþarfir eru metnar á viðeigandi hátt. Markmið endurhæfingarþjónustu er að veita þeim þverfaglega endurhæfingu sem hana þurfa, óháð aldri, vegna færniskerðingar af völdum veikinda, slysa eða af öðrum ástæðum.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Undir málefnasviðið fellur m.a. uppbygging og starfsemi hjúkrunar- og dvalarrýma á hjúkrunarheimilum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig dagdvöl, almenn og sérhæfð og Fram­kvæmdasjóður aldraðra ásamt endurhæfingu. </p> <p>Helstu áskoranir málefnasviðsins í heild tengjast breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og fjölgun aldraðra. Hlutfall fólks 67 ára og eldra af mannfjölda var 13,5% árið 2024 og reiknað er með að það verði 15,3% árið 2040. Þá verða einstaklingar 67 ára og eldri orðnir um 78.000 í stað tæplega 52.000 árið 2024. Með hækkandi aldri og betri lifun vegna alvarlegra sjúkdóma má gera ráð fyrir fjölgun í hópi þeirra sem glíma við langvinna sjúkdóma af einhverju tagi sem skapar áskoranir fyrir bæði hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að þjónustan hverju sinni taki mið af því markmiði að fólk sé stutt til sjálfsbjargar, vinnufærni og sjálfstæðrar búsetu heima sem lengst og að þjónustan sé veitt á réttum tíma og á réttu þjónustustigi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um þjóðarátak í umönnun eldra fólks og að fjárfest verði í styrkari stoðum heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. </p> <p>Í lok árs 2024 voru hjúkrunar- og dvalarrými á landinu öllu alls 3.108. Í <em>framkvæmda</em><em>­</em><em>áætlun um byggingu hjúkrunarrýma 2024–2028 </em>er gert ráð fyrir að alls 934 hjúkrunarrými verði tekin í notkun. Þar er fjölgun um 724 ný rými og 210 endurbætt rými. Áætluð þörf fyrir byggingu hjúkrunarrýma, miðað við núverandi notkun meðal einstaklinga 67 ára og eldri, er að opna þurfi um 100 ný rými á ári. Gangi framkvæmdaáætlunin eftir verður þeirri þörf mætt. </p> <p>Meginaðgerðin í verkefninu <em>Gott að eldast</em> (heildarendurskoðun á þjónustu við aldraða) er samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu með það að markmiði að auka skilvirkni og hagkvæmni þjónustunnar. Þá er lögð áhersla á endurskoðun á mati á þörf eftir þjónustu og að stafvæða allar upplýsingar og umsóknir, til að tryggja samræmingu og skjóta afgreiðslu.</p> <p>Mönnun fagfólks og ófaglærðs fólks í þjónustunni er og mun verða mikil áskorun á komandi árum vegna samkeppni um sérhæfðan mannafla en konur eru í meiri hluta þeirra sem starfa við umönnun og endurhæfingu á meðan karlar eru hlutfallslega fleiri í stjórnunarstöðum. Lögð er áhersla á aukna nýtingu velferðartækni og fjarheilbrigðislausna í þjónustu á málefna­sviðinu.</p> <p>Ákvarðanir varðandi hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrými hafa mikil kynja- og jafnréttisáhrif og á það við um þau sem nýta eða eiga rétt á þjónustunni og aðstandendur þeirra. Karlar eru almennt yngri þegar þeir flytja inn á hjúkrunarheimili og hjúkrunarþyngd þeirra er metin meiri samhliða því að konur eru í meiri hluta endurhæfingar­þega ásamt því að mælast með meiri skerðingu lífsgæða vegna færnitaps. Taka þarf mið af þessum kynjamismun við skipulag heimaþjónustu. Nánast enginn munur er á biðtíma kynjanna eftir hjúkrunarrými eða endurhæfingu. </p> <p>Helstu tækifærin á málefnasviðinu miða að því að tryggja snemmtæka íhlutun með heilsueflingu, heimaþjónustu, heimahjúkrun og nægu framboði af dagdvalarrýmum. Aðgerða­áætlunin <em>Gott að eldast</em> miðar að því að stuðla að heilbrigðri öldrun þannig að hlutfallslega færri þurfi á þjónustu að halda. Samþætting heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu er einn af lykilþáttum til að ná því markmiði. Lágþröskuldarúrræði í endurhæfingu eru einnig þáttur í snemmtækri íhlutun til að sporna við færnitapi á öllum lífsskeiðum. Með aukinni samhæfingu og samþættingu við veitingu þjónustunnar, samhliða vel skilgreindum þjónustuþörfum notenda hennar, má ná fram betri forgangsröðun í þau úrræði sem eru í boði og betri nýtingu mannafla og fjármagns.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Fjárveitingar málefnasviðsins hækka um 16,7 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar vegna mikillar fjölgunar hjúkrunarrýma á tímabilinu.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_25_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>HeilbrigðisráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytið
Blá ör til hægri26 Lyf og lækningavörur<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilin­u 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_26_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/26%20Lyf%20og%20l%c3%a6kningarvo%cc%88rur.png" alt="Bætt lyfjafræðileg þjónusta og skilvirk notkun hjálpartækja" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er sameiginleg öllum málefnasviðum heilbrigðis­ráðuneytisins, að almenningur á Íslandi búi við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landsmanna sé tryggt. Íslensk heilbrigðisþjónusta verði á heimsmælikvarða og lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir verði hluti af allri þjónustu, sérstaklega þjónustu heilsugæslunnar. Árangur innan heilbrigðisþjónustunnar verði metinn með því að mæla gæði hennar, öryggi, hversu aðgengileg hún er og hvað hún kostar.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er að taka þátt í kostnaði einstaklinga við kaup á tilteknum lyfjum, lækningatækjum og hjálpartækjum og tryggja aðgengi að nýjum og/eða kostnaðar­sömum lyfjameðferðum samkvæmt lögbundinni ákvarðanatöku.</p> <p>Sameiginlegt markmið lyfja, lækningatækja og hjálpartækja er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með áherslu á stafræna þróun.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ein helsta áskorun málefnasviðsins er öldrun þjóðarinnar en lyfjanotkun vex hratt frá miðjum aldri. Þetta felur í sér aukna eftirspurn eftir lyfjafræðilegri þjónustu og þörf fyrir kostnaðarsama og sérhæfða lyfjameðferð. Við bætist ör framþróun líftæknilyfja og genalyfja­meðferða, aukning í lífsstílstengdum sjúkdómum, s.s. offitu, fólksfjölgun og fleiri ytri áhrifa­þættir. Þessir þættir kalla á kostnaðaraðhald og forgangsröðun sem byggt sé á heilsuhagfræði­legu mati án þess að sjúklingum eða sjúkdómaflokkum sé mismunað. Tækifæri felast í aukinni lyfjafræði­legri þjónustu, sbr. niðurstöðu hvítbókar um aukna lyfjafræðilega þjónustu, sem felur í sér gagnreyndar aðferðir til að auka gæði og öryggi lyfjameðferða, með kostnaðarhagkvæmni að leiðarljósi. Leitað verður leiða til að bæta samningsstöðu við opinber innkaup á lyfjum og lækningatækjum og tryggja aðkomu Íslands að sameiginlegum innkaupum með öðrum löndum. </p> <p>Mikilvægt er að ákvarðanataka varðandi greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði sé gagnsæ, byggi á hlutlægum og faglegum forsendum og að jafnræði sé tryggt. Tækifæri til að ná því markmiði liggja í innleiðingu heilbrigðistæknimats við ákvarðanatöku um greiðsluþátttöku. Slíkt mat felur í sér að ákvarðanir byggi á kostnaðarhagkvæmni og mati á gagnreyndu notagildi en einnig að hugað sé að kostnaðaráhrifum ákvarðana til lengri tíma og þær séu endurmetnar reglulega. Samstarf við hin Norðurlöndin um framkvæmd heilbrigðistæknimats er mikilvægur liður í innleiðingu slíks mats hér á landi, sbr. framtíðaráherslur í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en Ísland er hluti að sameiginlegu samstarfi norrænna HTA-stofnana (e. JNHB). </p> <p>Önnur áskorun er flókin stjórnsýsla lyfjamála sem er á höndum margra stofnana. Tækifærin felast í einföldun á stjórnsýslunni og ferlum innan hennar til hagsbóta fyrir ríkið, hagsmuna­aðila, heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Samlegðaráhrif innan stjórnsýslu lyfjamála verða metin sem og notkun rafrænna lausna til að bæta upplýsingagjöf og skilvirkni enda mikilvægir þættir við að einfalda stjórnsýsluna. Er það í samræmi við áherslur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um einföldun á stjórnsýslu og hagnýtingu á tækni til að draga úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu.</p> <p>Lyfjaskortur og takmarkað framboð lyfja hér á landi er mikil áskorun. Tækifæri eru til að endurskoða regluverk lyfjamála með það að markmiði að hvetja til skráningar fleiri lyfja hér á landi. Jafnframt þarf að skoða aukna lyfjanotkun hér á landi, með tilheyrandi kostnaðarauka, og ástæður sem liggja þar að baki, með sparnað og bættan ávinning sjúklinga að leiðarljósi. Mikilvægt er að upplýsingar um lyfjanotkun, áhrif hennar og árangur séu aðgengilegar, bæði fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að lyfjameðferðum einstaklinga.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Fjárveitingar málefnasviðsins hækka um 5,9 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Þar af eru 1,7 ma.kr. vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar og til að styrkja þjónustu vegna lyfja og lækningatækja. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_26_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>HeilbrigðisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið
Blá ör til hægri27 Örorka og málefni fatlaðs fólks<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_27_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/27%20O%cc%88rorka%20og%20ma%cc%81lefni%20fatla%c3%b0s%20fo%cc%81lks.png" alt="Samfélag fyrir okkur öll" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Fatlað fólk, örorkulífeyrisþegar og fólk með mismikla starfsgetu er óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu okkar, samfélagi sem á að tryggja mannréttindi fólks og vera fyrir okkur öll. Hvert og eitt okkar ætti að fá tækifæri til að blómstra og geta lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. </p> <p>Til þess að svo megi verða þarf stórhuga aðgerðir og skýra sýn, sýn sem byggir á því að við séum öll jafn mikils virði, sýn sem tryggir að við styðjum þau sem hafa litla eða enga aðra framfærslu en örorkulífeyrisgreiðslur og komum í veg fyrir að þau festist í fátæktargildru.</p> <p>Á sama tíma er brýnt að þau sem geta og vilja taka þátt á vinnumarkaði fái til þess tækifæri og stuðning. Samfélagið verður miklu ríkara þegar við fáum öll að tilheyra og taka þátt.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ríkisstjórn Íslands ætlar að skapa samfélag fyrir okkur öll. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem er lykilatriði til að tryggja að fatlað fólki njóti mannréttinda og grundvallarfrelsis til fulls og til jafns á við aðra. Með því metum við fatlað fólk jafnframt að verðleikum. </p> <p>Kjaragliðnun launa og lífeyris verður stöðvuð og stór skref þar með stigin til að draga úr fátækt og bæta kjör þeirra sem hafa litla eða enga aðra framfærslu en örorkulífeyrisgreiðslur með því að tengja þróun lífeyris við þróun launavísitölu. Með þessu má segja að örorku­lífeyrisþegar fái í fyrsta sinn ígildi sætis við kjaraborðið. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt og áhersla lögð á að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega og tryggja afkomuöryggi fólks.</p> <p>Áskoranirnar eru fjölmargar. Fátækt er margslungin og erfið viðureignar. Að tryggja að fatlað fólk, örorkulífeyrisþegar og allt litróf mannlífsins sem hér er undir geti lifað sjálfstæðu og mannsæmandi lífi á eigin forsendum er langtímaverkefni. Það tekur tíma að breyta viðhorfum. Fatlaðir einstaklingar eru í viðkvæmari stöðu gagnvart mismunun, fordómum og ofbeldi en ófatlaðir, auk þess sem þeir geta orðið fyrir margþættri mismunun, s.s. á grundvelli kyns, kynhneigðar og uppruna, til viðbótar við fötlun sína. Hafa verður viðkvæma stöðu fatlaðs fólks í forgrunni við stefnumörkun og útfærslu aðgerða í málaflokknum.</p> <p>Fólki sem fær endurhæfingarlífeyri fjölgaði á árunum 2023 og 2024 og gert er ráð fyrir áframhaldandi fjölgun árið 2025. Auk þess hefur meðallengd þess tímabils fólks í endurhæfingu verið að lengjast. Þessum hópi verður veitt þjónusta í samræmi við þarfir hans og markmið stjórnvalda um aukna virkni. Fylgjast þarf vel með þróuninni en hún gæti skýrst af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Á síðustu árum hafa verið að renna út atvinnutengd réttindi sem nýttust til framfærslu þeirra sem misstu vinnuna í því mikla atvinnuleysi sem fylgdi heimsfaraldrinum. </p> <p>Fjölmörg tækifæri eru hins vegar fólgin í fyrrnefndum breytingum og innleiðingu nýs örorkulífeyriskerfis sem tekur gildi í september 2025. Leiðarljósið er einfaldara greiðslukerfi sem styður við virkni fólks, samfelldar greiðslur í endurhæfingu, samvinna þjónustukerfa og stuðningur til aukinnar atvinnuþátttöku. Með farsælli innleiðingu og öflugum aðgerðum tökum við betur utan um fólk en áður og setjum fólkið fyrst. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Nýjar fjárveitingar hækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 19,1 ma.kr. en á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda um 6,8 ma.kr. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 12,3 ma.kr. til hækkunar auk 8,6 ma.kr. vegna 1,5% kerfislægs vaxtar sem miðar við mannfjöldaspá. Samtals hækka fjárheimildir um 20,5 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar. Helstu breytingar eru þær að nýtt greiðslukerfi örorku er nú að fullu komið til framkvæmda og aukast fjárveitingar um 14,3 ma.kr. á árinu 2026 vegna þess. Þá er um að ræða 4,3 ma.kr. hækkun 2026 vegna fjölgunar einstaklinga í endurhæfingu en gert er ráð fyrir að dragi úr þeirri aukningu á tímabilinu og hún verði komin niður í 3 ma.kr. á árinu 2028. Einnig falla niður 4,5 ma.kr. framlög til jöfnunar örorkubyrði almennra lífeyrissjóða árið 2026</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_27_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p> <p> </p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytið
Blá ör til hægri28 Málefni aldraðra<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_28_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/28%20Ma%cc%81lefni%20aldra%c3%b0ra.png" alt="Áhyggjulaust ævikvöld" /></p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Á Íslandi á að vera gott að eldast. Eldra fólki á að líða vel, búa við afkomuöryggi og njóta framúrskarandi velferðarþjónustu. </p> <p>Eldra fólk á að geta framfleytt sér með tekjum sínum. Geti það ekki gert það á öflugt velferðarkerfi að grípa það. Allar greiðslur, þjónusta og stuðningur eiga að tryggja að öldruðum sé gert kleift að lifa með reisn. </p> <p>Eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu. Þvert á móti eru aldraðir mikils virði. Umfram allt á eldra fólk að búa við öryggi og eiga áhyggjulaust ævikvöld.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ríkisstjórn Íslands ætlar að taka þétt utan um eldra fólk. Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra nær vítt og breitt um stjórnkerfið og fellur undir nokkur málefnasvið. Stoðir öldrunarþjónustu um land allt verða styrktar, ráðist í þjóðarátak í umönnun eldra fólks, stöðu hagsmunafulltrúa eldra fólks komið á fót og hjúkrunarrýmum fjölgað. Undir þetta málefnasvið, Málefni aldraðra, heyra greiðslur til eldra fólks og þar er stefnan skýr. </p> <p>Kjaragliðnun launa og ellilífeyris verður stöðvuð. Ellilífeyrir mun frá og með árinu 2026 fylgja þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Þannig er tryggt að greiðslur almannatrygginga dragist ekki aftur úr í samanburði við almenna þróun lífskjara. Hækki verðlag meira en launavísitala mun ellilífeyrir hækka til samræmis við verðlag. Gera á breytingar sem bæta hag þeirra sem fara á ellilífeyri og voru ung metin með örorku og eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris. Það er gert með því að tryggja að aldursviðbót þeirra sem bætist ofan á greiðslur vegna örorku falli ekki niður þegar þau ná ellilífeyrisaldri. Þessar aðgerðir, ásamt áherslum um að draga úr vægi tekjutenginga, vega þungt í baráttunni gegn fátækt og fyrir betri kjörum eldra fólks.</p> <p>Þjóðin er að eldast og það eitt og sér felur í sér margvíslegar áskoranir, bæði þegar kemur að því að tryggja öllum framfærslu og heilbrigðisþjónustu. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðu­neytisins <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/opinber-fjarmal/langtimahorfur/">Langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum</a> er að finna ítarlegri umfjöllun en þar segir að fólki sem er 80 ára og eldra muni fjölga úr 15.000 í 39.000 næstu þrjá áratugi. Áskorun er falin í því að ná að stuðla að heilbrigðri öldrun hjá hópi sem stækkar stöðugt. Tækifærin eru hins vegar fjölmörg. Eldra fólk er almennt virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Stórar breytingar eru í farvatninu sem bæta munu hag eldra fólks hér á landi. Sóknarfæri eru fólgin í því að tryggja að eldra fólk geti framfleytt sér, fengið samþætta og góða þjónustu, búið sem lengst á eigin heimili og lifað sjálfstæðu lífi. Og þá verður gott að eldast á Íslandi.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Nýjar fjárveitingar hækka útgjaldaramma málefnasviðsins um 5,3 ma.kr. en á móti er gert ráð fyrir lækkun útgjalda vegna hagræðingar eða niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda um 4 ma.kr. Breyting fjárheimilda málefnasviðsins nemur því 1,3 ma.kr. til hækkunar auk 18,6 ma.kr. vegna 3% kerfislægs vaxtar vegna fjölgunar aldraðra. Samtals hækka fjárheimildir um 19,9 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar. Gert er ráð fyrir samtals 5 ma.kr. hækkun á árunum 2026–2028 til að hækka almennt frítekjumark ellilífeyrisþega í þrepum og eins er gert ráð fyrir 300 m.kr. árlegum viðbótarframlögum til að aldursviðbót vegna örorku verði greidd með ellilífeyri. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_28_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Félags- og húsnæðismálaráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytið
Blá ör til hægri29 Fjölskyldumál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðis­ráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, forsætisráð­herra og dómsmálaráðherra.</p> <p>Málefnasviðið skiptist í sjö málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_29_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/29%20Fjo%cc%88lskylduma%cc%81l.png" alt="Fjölskylduvænt samfélag" /> <h2> Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Á Íslandi á að vera gott að búa, gott að eignast og ala upp börn, gott að vaxa úr grasi, eldast og tilheyra. </p> <p>Gott samfélag byggir á samkennd og virðingu og þar er hlúð vel að fólki. Þar fær fólk jöfn tækifæri og þar er fjárfest í fólki og fjölskyldum. Fjárfestingin skilar sér í velsæld íbúanna og sterku og samheldnu samfélagi.</p> <p>Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag sem styður við fólk og fjölskyldur á ólíkum æviskeiðum og stendur með þeim. Fólkið fyrst.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ríkisstjórnin setur málefni fjölskyldna á oddinn og sú stefna kvíslast um stjórnkerfið og heyrir undir nokkur málefnasvið. Á málefnasviði <em>29 Fjölskyldumál </em>er fjöldi málaflokka þar sem stefnan miðar öll að því að bæta hag einstaklinga, barna og fjölskyldna á Íslandi.</p> <p>Ríkisstjórnin ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi og bæta þar sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar verða hækkaðir og stuðlað að því að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns. Hagur fjölburaforeldra verður bættur og þeirra sem veikjast í kjölfar fæðingar eða á meðgöngu. Bæta á hag foreldra sem missa maka með því að tryggja þeim rétt til sorgarleyfis. Þróun barnabóta verður komið í fastar skorður svo fjöldi þeirra sem fá bætur haldist stöðugur og fjárhæðir haldi verðgildi sínu. </p> <p>Stuðlað verður að því að innflytjendur fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og áfram stuðlað að farsæld allra barna með því að efla þjónustu við börn og leita leiða til að tryggja að börn og foreldrar hafi án hindrana aðgang að samþættri þjónustu. Kapp er síðan lagt á að samþætta heimaþjónustu fyrir eldra fólk þannig að ólíkir þættir þjónustunnar séu vandlega fléttaðir saman. Unnið er að endurskoðun á dagpeningagreiðslum Sjúkratrygginga til einstaklinga sem verða óvinnufærir vegna veikinda eða slysa. Markmið vinnunnar er að einfalda fyrirkomulag og ná fram meiri samlegð með aukinni aðkomu Tryggingastofnunar í stað Sjúkratrygginga. </p> <p>Aðkallandi er að gera úrbætur í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda og málefnum fullorðinna einstaklinga sem dæmdir hafa verið til öryggisráðstafana. Þjónusta við þessa hópa hefur hingað til verið ómarkviss og brotakennd og skortur verið á sérhæfðum búsetuúrræðum, en með markvissri uppbyggingu úrræða, samhliða nauðsynlegum laga­breytingum, má tryggja betri og öruggari þjónustu og betri nýtingu fjármuna.</p> <p>Allt miðar þetta að því að gera Ísland að góðu og fjölskylduvænu samfélagi sem setur fólkið fyrst. Verkefnið er risavaxið og þannig fullt af áskorunum. Að samþætta þjónustu krefst samtals margra aðila. Að bæta fæðingarorlofskerfið er stöðugt verkefni sem snýr að því að tryggja barninu samveru með foreldrum sínum á fyrstu mánuðum lífsins. Að stuðla að því að fólk sem flytur hingað til lands fái tækifæri til að tilheyra er flókið verkefni sem felur í sér samstillt átak alls samfélagsins. Ótal tækifæri liggja hins vegar í þeirri skýru stefnu ríkisstjórnarinnar sem hér birtist. </p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins hækki um 5,9 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar. Helstu breytingar eru þær að byggja á nýtt húsnæði vegna öryggisvistunar. Áætlaður kostnaður við byggingu viðeigandi húsnæðis á tímabili fjármálaáætlunar er 2,6 ma.kr. og er áætlað að framkvæmdum verði lokið árið 2028. Gert er ráð fyrir að framlög vegna reksturs öryggisvistunar aukist um 600 m.kr. árið 2027 og aftur um 600 m.kr. árið 2028, en þá verður um 1,8 ma.kr. varið árlega í rekstur öryggisúrræða.</p> <p><span>Frá árinu 2026 mun fjárheimild málefnasviðsins hækka um 3 ma.kr. þegar ríkið tekur yfir ábyrgð og kostnað á búsetu barna með fjölþættan vanda utan heimilis samkvæmt samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Framlög til Fæðingarorlofssjóðs vaxa á hverju ári á tímabili áætlunarinnar og verða framlög árið 2030 í lok áætlunarinnar um 6,5 ma.kr. hærri en árið 2025. Breytingarnar skýrast af hækkun hámarksgreiðslna og spá um fæðingartíðni og launaþróun. Framlög vegna sorgarleyfis aukast um 340 m.kr. á tímabili áætlunarinnar. </span></p> <p><span>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar</span>.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_29_msv_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Félags- og húsnæðismálaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðForsætisráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðMennta- og barnamálaráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_30_mynd_1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld" /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/30%20Vinnumarka%c3%b0ur%20og%20atvinnuleysi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heilbrigður vinnumarkaður" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Heilbrigður vinnumarkaður er undirstaða þess að á Íslandi ríki velferð og fólk búi við afkomuöryggi. Á heilbrigðum vinnumarkaði er virkt eftirlit og þar líðast hvorki félagsleg undirboð né skipulögð glæpastarfsemi og vinnumansal. Á slíkum vinnumarkaði er vinnuumhverfi öruggt og heilsusamlegt. </p> <p>Á heilbrigðum vinnumarkaði er pláss fyrir alla, óháð kyni, aldri, búsetu, uppruna eða fötlun. Þar er enginn útilokaður, enginn vanmetinn. Fólk fær aðstoð við að fá vinnu ef þörf er á og markvisst er unnið að virkri þátttöku sem flestra enda er almenn þátttaka á vinnumarkaði talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun, vanlíðan og fátækt. </p> <p>Heilbrigður vinnumarkaður snýst ekki bara um vinnu – hann snýst um lífsgæði, samheldni og samtakamátt. Með heilbrigðum vinnumarkaði tryggjum við velsæld til framtíðar og þangað liggur leiðin. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Ríkisstjórn Íslands ætlar að taka fast á félagslegum undirboðum, m.a. með því að herða eftirlit með starfsmannaleigum, innleiða keðjuábyrgð í stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. </p> <p>Markvisst verður unnið að því að sem flestir séu virkir þátttakendur á vinnumarkaði og ráðist í margvíslegar aðgerðir til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Með því sköpum við vinnumarkað sem er fyrir okkur öll, hvort sem við höfum fulla eða skerta starfsgetu. Um leið er áhersla lögð á gott og heilbrigt vinnuumhverfi.</p> <p>Helstu áskoranir felast í flóknari og opnari vinnumarkaði þar sem ný tegund ráðningarforma hefur í för með sér að vandasamt getur verið að tryggja eftirlit. Enn fremur tekur tíma að breyta vinnustaðamenningu þannig að fólk með skerta starfsgetu fái aukna möguleika á að taka þátt og tilheyra. Tækifæri liggja á hinn bóginn í því að á Íslandi eru aðilar vinnumarkaðarins öflugir og vinnumarkaðurinn vel skipulagður. Með samhentu átaki náum við árangri og stuðlum að heilbrigðum vinnumarkaði. </p> <p>Mikilvægt þykir að sem flestir séu þátttakendur á vinnumarkaði og er Vinnumálastofnun með fjölmörg úrræði til að aðstoða fólk í þeim efnum. Aðgerðir til að draga úr langtíma­atvinnuleysi hafa skilað miklum árangri og reynslan sýnt að snemmtæk íhlutun skiptir þar sköpum. Því lengur sem fjarvera einstaklings frá vinnumarkaði varir þeim mun ólíklegra er viðkomandi snúi til baka á vinnumarkað. Brýnt er þannig að fjarveran sé ekki of löng. Í ljósi þess er lagt til að stytta tímabil sem fólk getur verið samfleytt á framfærslu atvinnuleysis­trygginga. Nú er tímabilið tvö og hálft ár sem er það lengsta á Norður­löndunum. Samhliða styttingu bótatímabilsins verður aukin áhersla lögð á úrræði sem ætlað er að hjálpa fólki aftur á vinnumarkað sem hefur verið lengi án atvinnu sem og fólki sem hefur fullnýtt rétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. </p> <p>Sömu áherslu eru að finna í úrræðum sem tengjast nýju örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi 1. september 2025 þar sem áhersla er lögð á að aðstoða fólk með skerta starfsgetu við að fá störf á vinnumarkaði. Í nýju kerfi getur fólk í fyrsta sinn fengið svokallaðan hlutaörorkulífeyri þar sem frítekjumörk eru hærri en í öðrum bótaflokkum sem býr til sterkari hvata en áður fyrir fólk með mismikla starfsgetu til að taka þátt á vinnumarkaði. Í nýju örorkulífeyriskerfi er líka rík áhersla á endurhæfingu en í þessari fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að framlög vegna endurhæfingarlífeyris aukist verulega. Frekari umfjöllun um nýtt örorkukerfi er að finna í umfjöllun um málefnasvið 27. </p> <p>Það er ekki svo að flestir sem rekast í þak atvinnuleysisbótatímabilsins þurfi að sækja í önnur úrræði því gögn Vinnumálastofnunar benda til þess að meirihluti fólks sem fullnýtir rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins fari aftur á vinnumarkað. Gera á fleiri breytingar á Atvinnuleysistryggingasjóði og snúa þær að auknu eftirliti með greiðslum úr sjóðnum til að draga úr bótasvikum og breytingum á ávinnslutímabili atvinnuleysistrygginga.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðsins lækki um 1,9 ma.kr. á tímabili áætlunar­innar. Stærstu breytingarnar snúa að útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga en áætlað er að framlögin aukist um 930 m.kr. árið 2026. Ári síðar er áætlað að útgjöld dragist saman um 3.500 m.kr. vegna minna atvinnuleysis og breytinga á reglum og rekstri Atvinnuleysistryggingasjóðs. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_30_mynd_3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi" /></p>Félags- og húsnæðismálaráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytið
Blá ör til hægri31 Húsnæðis- og skipulagsmál<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_31_mynd_1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Helstu áherslur 2026-2030</h2> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/31%20Hu%cc%81sn%c3%a6%c3%b0isstu%c3%b0ningur.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Húsnæði fyrir alla" /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Stöðugleiki ríki á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf í jafnvægi við umhverfið. Öllum sé tryggt öruggt og gott húsnæði í blandaðri byggð og húsnæðis­kostnaður þeirra sé viðráðanlegur. Hugað er að velsæld samfélags og gæðum í hinu byggða umhverfi og landnýting og skipulag byggða landsins hvetji til sjálfbærni í daglegu lífi og tryggi aðgengi að grunnþjónustu og fjölbreyttum atvinnutækifærum. </p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Í gildi er langtímastefnumótun fyrir húsnæðis- og skipulagsmál. Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028. Þá hefur þingið samþykkt landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024–2038, auk aðgerðaáætlunar fyrir árin 2024–2028. Stefnurnar eru samhæfðar við aðrar opinberar áætlanir eftir því sem við á.</p> <p>Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði í jafnvægi við umhverfið til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. Til að koma til móts við þetta mun ríkisstjórnin ráðast í þjóðarátak&nbsp;í húsnæðisuppbyggingu þar sem áhersla verður lögð á að fjölga íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og auka húsnæðisöryggi fólks. Í því sambandi er bæði horft til bráðaaðgerða og aðgerða til lengri tíma. Má þar nefna aðgerðir til að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, m.a. með breyttum reglum um skammtímaleigu íbúða, auk þess að liðka fyrir uppbyggingu á færanlegum einingarhúsum og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Enn fremur verða ríkislóðir nýttar til uppbyggingar auk þess sem ríkisstjórnin mun hvetja til aðkomu lífeyrissjóða að húsnæðismarkaði og til byggingar á nýjum íbúðahverfum, s.s. með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Huga þarf sérstaklega að áskorunum á landsbyggðinni með sérhæfðum lausnum.</p> <p>Samhliða þarf að auka húsnæðisöryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum með félagslegum jöfnuði og blöndun byggðar. Helstu verkfæri stjórnvalda í þeim efnum eru húsnæðisstuðningur hins opinbera og skýr stefna í húsnæðismálum. Í þessu skyni þarf með sérstökum aðgerðum að styðja við þau sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði, þ.e. tekju- og eignalægri einstaklinga og fjölskyldur, fyrstu kaupendur, heimili með þunga framfærslu­byrði og þau sem búa við markaðsbrest á húsnæðismarkaði. Með því má skapa skilyrði til að allir hafi aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæði­skostnaði sem hentar mismunandi þörfum. &nbsp;</p> <p>Ríkisstjórnin mun gera húsnæðisstuðning hins opinbera markvissari, m.a. með því að styðja við almenna íbúðakerfið og húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða. Á sama tíma og staða leigjenda verður styrkt með fjölgun almennra íbúða verður stutt við fyrstu kaupendur og þau sem hafa verið í fimm ár eða lengur á leigumarkaði með því að festa hlutdeildarlán í sessi og gera framkvæmd þeirra skilvirkari. Þá verða enn fremur stigin skref til að minnka vægi verðtryggingar.</p> <p>Ríkisstjórnin ætlar einnig að ráðast í kerfisbreytingar til að einfalda regluverk og stjórnsýsluferla, tryggja greinargóðar upplýsingar um húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsmál og vinna áfram að gæðum, öryggi og rekjanleika í mannvirkjagerð. Enn fremur verður ráðist í mikilvægar kerfisbreytingar til að auka réttarvernd neytenda vegna fasteignagalla.</p> <p>Helstu áskoranir á sviði skipulagsmála snúa að tveimur meginþáttum. Í fyrsta lagi er þörf fyrir aukna skilvirkni við undirbúning skipulags og húsnæðisuppbyggingar. Í öðru lagi er þörf á betri og samræmdari upplýsingum um stöðu og þróun skipulagsmála, uppbyggingarheimilda á grunni skipulags, landnýtingar í dreifbýli og á miðhálendi Íslands og árangri við innleiðingu áherslna landsskipulagsstefnu 2024–2038. Fjölmörg tækifæri felast hins vegar í að setja í forgang upplýsingagjöf um stöðu skipulagsheimilda og þróun þeirra á hverjum tíma. Má þar nefna að skýra og skilvirka stjórnsýslu ákvarðanatöku um nýtingu hafsvæða, uppbyggingu og viðhald þjóðhagslega mikilvægra innviða, kortlagningu góðs ræktunarlands á landsvísu og að uppbygging ferðaþjónustumannvirkja verði innan þolmarka hálendisins. </p> <p>Allt miðar ofangreint að því að tryggja að uppbygging húsnæðis og skipulag framtíðarinnar byggist á þörfum fólks og sé þannig að manngert umhverfi og umhverfið í kring mætist á ábyrgan hátt.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Helstu breytingar á útgjaldaramma á tímabilinu 2026–2030 er tímabundin aukning á stofnframlögum í 7,5 ma.kr. árið 2026 og 9,5 ma.kr. árið 2027. Að því loknu falla tímabundnar hækkanir niður og gert er ráð fyrir að stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða nemi 3,6 ma.kr. árin 2028–2030 með fyrirvara um endurskoðun verði þörfin þá metin hærri. </p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_31_mynd_3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytið
Blá ör til hægri32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_32_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." />&nbsp; <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/32%20Ly%cc%81%c3%b0heilsa%20og%20stjo%cc%81rnsy%cc%81sla%20velfer%c3%b0arma%cc%81la.png" alt="Bætt velferð landsmanna" />&nbsp; <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýnin er velferð fyrir alla þar sem þjónustan er framúrskarandi og að landsmenn eigi kost á bestu mögulegu heilsu og vellíðan og búi við velferð þar sem jafnrétti og mannréttindi eru virt. Jöfn staða og jöfn réttindi allra skal höfð að leiðarljósi við allar opinberar ákvarðanatökur jafnframt því að standa með jaðarsettum hópum og uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu.</p> <p>Meginmarkmið er að efla heilbrigðisþjónustu um allt land með áherslu á heilsueflingu og forvarnir sem verði ríkur hluti af allri þjónustu, sér í lagi þjónustu heilsugæslunnar, með nýsköpun og hagnýtingu stafrænna lausna. Þá eiga allar manneskjur að hafa jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu og stuðla á að virkri þátttöku allra hópa í samfélaginu.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Lykiláskoranir felast í hækkandi aldri þjóðar, vanlíðan barna og fjölgun þeirra sem þurfa á heilbrigðis- og velferðarþjónustu að halda. Mikilvægt er að styrkja stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, efla forvarnir og heilsueflingu með áherslu á alla hópa samfélagsins, sér í lagi börn og ungmenni, til að fyrirbyggja heilsubrest og bæta heilsu og velferð þjóðarinnar til framtíðar. Auka þarf heilsufarslegan jöfnuð og tryggja aðgengi að hvers konar heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þá er mönnun í bæði heilbrigðis- og félagsþjónustu einnig stór áskorun. Unnið er að styrkingu þverfaglegrar teymisvinnu og að stöðugum umbótum og framþróun starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Horft er til nýliðunar einstakra stétta, m.a. til aldurssamsetningar þeirra. Þá er horft til sértækra aðgerða til að jafna aðgengi að ýmiss konar sérfræðiþjónustu óháð búsetu, s.s. með tímabundnum ívilnunum. Áskoranir eru víða í húsnæðismálum og aðstöðu, þar sem sér í lagi skal huga að aðgengi fatlaðs fólks. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar verður lögð áhersla á að jafna stöðu og réttindi allra og uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu, m.a. með jafnréttis- og hinseginfræðslu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu við virðismat starfa í þágu launajafnréttis. </p> <p>Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. Þetta mun fela í sér aukið aðgengi, gæði og skilvirkni í allri þjónustu og þannig eykst svigrúm til að veita rétta þjónustu á réttum stað og innan ásættanlegra tímamarka, þvert á stoðir samfélagsins. </p> <p>Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum sem tekur til áranna 2025–2029 verður lögð fram á Alþingi vorið 2025. Í þingsályktunartillögunni sem tekur við af fyrri áætlun er stefna stjórnvalda skilgreind og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis eru settar fram.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_32_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Félags- og húsnæðismálaráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðDómsmálaráðuneytiðFélags- og húsnæðismálaráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytiðDómsmálaráðuneytið
Blá ör til hægri33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_33_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <h2><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/33%20Fja%cc%81rmagnskostna%c3%b0ur,%20a%cc%81byrg%c3%b0ir%20og%20li%cc%81feyrisskuldbindingar.png" alt="Treysta sjálfbærni ríkisfjármála" /></h2> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn málefnasviðsins er að draga úr áhættu í rekstri ríkissjóðs og auka fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum og bæta þannig ásýnd Íslands í alþjóðlegum samanburði.</p> <p>Meginmarkmið málefnasviðsins er hagkvæm nýting á fjármagni ríkissjóðs til þess að bæta afkomu og skapa útgjaldasvigrúm til annarra málaflokka.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p><span>Skuldir A1-hluta ríkissjóðs að frádregnum innstæðum stóðu í 1.529 ma.kr. (33,1% af VLF) í árslok 2024 og hafa hækkað um 182 ma.kr. frá árslokum 2023. Á næstu fimm árum er útlit fyrir að fjármagnskostnaður ríkissjóðs verði í kringum 7,4% af útgjöldum. Það eru því mikilvægir hagsmunir ríkissjóðs að lágmarka fjármagnskostnað til lengri tíma m.t.t. áhættu og rýma fyrir öðrum útgjöldum, lækkun skatta eða skuldaniðurgreiðslu.</span></p> <p><span>Útistandandi ríkisábyrgðir stóðu í 789 ma.kr. (17% af VLF) í árslok 2024. Stefna stjórnvalda er að draga úr ríkisábyrgðum eins og kostur er næstu árin og veita hvorki nýjar né endurnýja eldri ábyrgðir sem eru komnar á gjalddaga. Með bættu eftirliti með ríkisábyrgðum og endurlánum og eflingu áhættustýringar ríkissjóðs er unnt að draga úr áhættu ríkissjóðs til framtíðar.</span></p> <p><span>Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hækkuðu um 58 ma.kr. á milli áranna 2022 og 2023, úr 870 ma.kr. í 929 ma.kr. Gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga er háð mörgum breytum, t.d. launahækkunum, verðlagsbreytingum, ávöxtun eigna og tryggingafræðilegum forsendum. Stefnt er að lágmörkun ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs með lágmarkskostnaði a.t.t. til áætlana um niðurgreiðslu skulda.</span></p> <p><span>Með nýtingu eigna til uppgreiðslu skuldbindinga og skulda ríkissjóðs er efnahagur ríkissjóðs minnkaður og dregið úr áhættu ríkissjóðs. Það er líklegt til að hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs til langs tíma og lánshæfismat ríkissjóðs og þar með lánskjör.</span></p> <p><span style="font-size: 9.5pt; font-family: 'FiraGO Light';"> </span></p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_33_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir<p>Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_34_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /></p> <p> </p> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins er að hægt sé að mæta tímabundnum, ófyrirséðum og óhjákvæmi­legum útgjöldum án þess að breyta útgjaldaramma fjárlaga.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Megintilgangur málefnasviðsins er að tryggja að í fjárlögum sé gert ráð fyrir svigrúmi til að bregðast við launa- og verðlagsþróun umfram forsendur fjárlaga, s.s. vegna nýrra kjara­samninga á árinu og að mæta öðrum ófyrirséðum útgjöldum sem til falla og ekki verður mætt með öðrum hætti. Almennum varasjóði er ætlað að styðja við að rekstur málefnasviða og málaflokka verði í samræmi við fjárheimildir ársins, jafnvel þótt til nýrra útgjalda gæti komið sem ekki voru fyrirséð við ákvörðun fjárlaga. Undir málefnasviðið falla líka sértækar fjárráðstafanir sem hafa tvíþætt hlutverk, annars vegar að fjármagna útgjöld sem fjármála- og efnahagsráðherra ákveður að efna til á grundvelli heimildargreinar fjárlaga, s.s. vegna kaupa á landareignum og fasteignum, og hins vegar að fjármagna eða styðja fjárhagslega við einstaka atburði og verkefni sem upp koma á fjárlagaárinu skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni.</p> <p>Jafnframt falla afskriftir skattkrafna undir málefnasviðið. Fjárheimildir vegna afskrifaðra skattkrafna hafa ekki í för með sér greiðslur úr ríkissjóði og hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs á þjóðhagsgrunni en eru færðar til gjalda í ríkisreikningi samkvæmt IPSAS-reiknings­skila­staðlinum.</p> <p><a><strong>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</strong></a></p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_34_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármála- og efnahagsráðuneytið
Blá ör til hægri35 Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands<p>Starfsemi á málefnasviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands er á ábyrgð utanríkis­ráðherra. Verkefnum er sinnt af aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiskrifstofum í Afríku og fastanefndum Íslands í New York, Genf, París og Róm. Unnið er samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028 sem samþykkt var af Alþingi 15. desember 2023. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun á tímabilinu 2023–2025.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_35_mynd_1.png" alt="Heildarútgjöld í m.kr." /> <h2>Helstu áherslur 2026–2030</h2> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/35%20%c3%9ero%cc%81unarsamvinna.png" alt="Velsæld og sjálfbær þróun" /> <h2>Framtíðarsýn og meginmarkmið </h2> <p>Ísland deilir framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra veröld þar sem hungri og sárafátækt hefur verið útrýmt, dregið hefur úr ójöfnuði innan og á milli ríkja, mannréttindi eru virt og öll eru jöfn fyrir lögum og lifa við frið og öryggi í daglegu lífi. Meginmarkmið alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands eru útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði.</p> <h2>Stefna málefnasviðsins</h2> <p>Alþingi samþykkti stefnu stjórnvalda um markmið og áherslur Íslands í þróunarsamvinnu 2024–2028 og veita aðgerðaáætlun og stefnumið frekari ramma um starfið. Lögð er áhersla á fjóra málaflokka: mannréttindi og jafnrétti kynjanna, mannauð og grunnstoðir samfélaga, loftslagsmál og náttúruauðlindir, og mannúðaraðstoð og störf í þágu stöðugleika og friðar, en þess má geta að mannréttindi og jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru einnig þverlæg markmið sem þýðir að þau eru lögð til grundvallar í öllu starfi. Aðild að Sameinuðu þjóðunum, heimsmarkmið SÞ, Parísarsamkomulagið um aðgerðir til að takast á við og bregðast við loftslagsbreytingum og aðrir alþjóðlegir sáttmálar sem Ísland er aðili að varða veginn í stefnu stjórnvalda. Á sama tíma er tekið mið af þeim áskorunum sem fátækari ríki heims standa frammi fyrir, styrkleikum og sérþekkingu Íslands og þeim gildum sem íslenskt samfélag hefur í heiðri, t.a.m. mannréttindum, kynjajafnrétti og réttindum hinsegin fólks.</p> <p>Fjölmargar áskoranir standa í vegi fyrir því að heimsmarkmið SÞ nái fram að ganga. Vaxandi ófriður og óstöðugleiki, þar á meðal í Evrópu, hefur kallað á aukinn stuðning framlagsríkja, t.d. við Úkraínu, og komið illa niður á fátækum þjóðum. Afleiðingar loftslagsbreytinga og umhverfistengd áföll eru tíðari þar sem hamfarir, flóð og þurrkar valda efnahagsþrengingum og fæðuóöryggi en viðkvæmustu samfélögin búa ekki yfir viðnámsþrótti til að takast á við slíkt. Þessar áskoranir koma til viðbótar þeim víðtæku vandamálum sem fátækustu ríkin glíma við. Yfir milljarður býr nú við fátækt og skort, þar af er stærstur hluti börn, og í Afríku búa um 600 milljónir við orkufátækt. Veikir innviðir og takmörkuð atvinnutækifæri hafa aukið hættu á uppgangi öfgahópa og átaka og leitt til aukins fólksflótta. Allt þetta eykur þörf á neyðar- og mannúðaraðstoð og kallar á sársaukafullar ákvarðanir um forgangsröðun. Þá hefur orðið bakslag í mannréttindabaráttu víðs vegar í heiminum, þar á meðal réttindum kvenna og stúlkna og hinsegin fólks. Framlög til fátækustu ríkjanna hafa á sama tíma ekki aukist en stuðningur við Úkraínu og kostnaður innan framlagsríkja vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd þess í stað farið vaxandi. Þá verður að teljast líklegt að stefna bandarískra stjórnvalda, sem hafa nú dregið seglin verulega saman í þróunarsamvinnu, muni hafa víðtækar afleiðingar en Bandaríkin eru stærsta framlagsríki heims. </p> <p>Íslensk stjórnvöld taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi og beina fjárframlögum markvisst til verkefna, sjóða og stofnana sem miða að því að koma stefnu stjórnvalda til framkvæmdar. Þannig styður Ísland við uppbyggingu mannauðs og innviða í samstarfsríkjunum Malaví, Úganda og Síerra Leóne þar sem sérstök áhersla er lögð á aðgang að grunnmenntun, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þá munu stjórnvöld leggja enn þyngri áherslu á mannréttindi, jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á komandi árum þótt jafnréttismálin hafi ávallt skipað stóran sess í þróunarsamvinnu Íslands. Er það bæði í ljósi þess að mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru forsenda framfara á öllum sviðum og þess bakslags er hefur gætt á þessu sviði á undanförnum árum. Loftslagsmálin hafa jafnframt lengi verið mikilvægur þáttur í starfinu, en stefnt er að því að gefa enn frekar í á þeim vettvangi, styðja við bætta mótvægis- og aðlögunarhæfni samfélaga og taka virkan þátt í alþjóðlegri samvinnu þar að lútandi. Í ljósi vaxandi átaka og óstöðugleika verður mannúðaraðstoð áfram lykilþáttur í starfinu og Mið-Austurlönd og Afríka sunnan Sahara skilgreind sem áherslusvæði til að leitast við að auka skilvirkni og áhrif stuðnings Íslands. Samstarf íslenskra stjórnvalda við fjölþjóðlegar stofnanir hefur verið eflt enda mikilvægt að standa vörð um það fjölþjóðlega kerfi sem við höfum komið okkur upp. Lögð er áhersla á sveigjanleg og fyrirsjáanleg framlög sem nýtast samstarfsaðilum best til að laga sig að stöðugt meira krefjandi aðstæðum og beina aðstoðinni þangað sem þörfin er mest. Nánar má lesa um stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu 2024–2028 á <a href="https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0533.pdf">vef Alþingis</a> ásamt frekari útlistun á verkefnum <a href="https://www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s0533-f_I.pdf">í aðgerð­aáætlun 2024–2025</a>. </p> <p>Þar sem framlög Íslands til mannúðar- og efnahagsaðstoðar við Úkraínu teljast til opinberrar þróunaraðstoðar falla þau innan málefnasviðs 35. Í stuðningi Íslands við Úkraínu er fyrst og fremst unnið með fjölþjóðlegum stofnunum og samtökum þar sem áhersla er lögð á þarfir úkraínsku þjóðarinnar og þau svið sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, s.s. uppbyggingu orkuinnviða.</p> <p>Með hækkun framlaga má gera ráð fyrir auknum umsvifum í tvíhliða samstarfslöndum og verður samstarf við önnur ríki tekið til skoðunar á tímabili fjármálaáætlunar. Þá verður samstarf við fjölþjóðlegar áherslustofnanir eflt en t.a.m. munu framlög til Alþjóðaframfara­stofnunarinnar (IDA) aukast í kjölfar 21. endurfjármögnunar stofnunarinnar. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir auknum framlögum til verkefna sem ætlað er að mæta bakslagi í mannréttindamálum. Aukið verkefnaumfang felur í sér þörf á fjölgun starfsfólks til að sinna umsýslu og viðhafa virkt eftirlit með tvíhliða og fjölþjóða starfi sem fjármagnað er af íslenska ríkinu, ásamt áframhaldandi uppbyggingu á sérfræðiþekkingu á sviði þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins.</p> <h2>Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins</h2> <p>Framlög til þróunarsamvinnu hækka á tímabili áætlunarinnar úr 16,4 ma.kr. í 23,5 ma.kr. Það jafngildir því að framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu hækki á tímabilinu úr 0,34% af vergum þjóðartekjum (VÞT) í 0,39%. Drjúgum hluta aukningarinnar verður varið til mannúðar- og efnahagsaðstoðar við Úkraínu, enda er gert ráð fyrir að fjárheimildir sem nema 1,5 ma.kr. færist frá varnartengdum verkefnum árið 2028 yfir á alþjóðlega þróunarsamvinnu. Áætlunin er sett fram að teknu tilliti til útgjalda sem falla undir önnur málefnasvið en teljast jafnframt til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og felur í sér vöxt á tímabilinu en gert er ráð fyrir að hann verði nokkru hægari en stefnt var að í stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028.</p> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2026-2030/Stefnumotun-malefnasvida/msv_35_mynd_3.png" alt="Útgjaldarammi í m.kr." /></p>UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta